Austfirðingur - 09.01.1932, Qupperneq 1

Austfirðingur - 09.01.1932, Qupperneq 1
3. árgangur Seyðisfirði, 9. janáar 1932 1. tölublað Árið sem leið Á síðasta mannsaldri hefir al- drei verið myrkara fyrir augum hugsandi manna á þessu landi en í lok ársins 1931. Sú óvættur, sem sjá mátti nálgast árið áður reið í garð. Kreppan dundi yfir. Og íslenska þjóðin bar ekki gæfu til að láta sjer nokkurs annars víti að varnaði verða. Hvergi í heiminum var þó betri aðstaða ti( þess að vera viðbúinn vágest- inum. Kreppan var dunin yfir gervallan heiminn og allir vissu að \ið gátum ekki farið hennar varhluta. Það var eins og náttúr- an sjálf hefði lagt sig fram til þess, að gefa íslands hamingju vopn í hendur. Samfeld góðæri höfðu verið undanfarið. Aldrei höfðu landsmenn ausið ríkulegar úr auðlindum landsins. Hjer var hægt að brynjast. En það var lát- ið ógert. Skammsýn ogóhlutvönd sjórnarvöld ollu því, að þjóðin stóð höllum fæti þegar mest lá við. í blindni og ábyrgðarleysi höfðu þeir stefnt efrialegu sjálf- stæði þjóðarínnar í voða og at- vínnuvegunum í öngþveiti. * * * Áriö 1931 hefir verið eitt hið erfiðasta ár fyrir framleiðendur landsins. Verðfall afurðanna sem byrjað hafði árið áður hjelt áfram og varð miklu stórfeldara og ör- lagaríkara. Talið var að landbún- aðarafurðir hefðu fallið um fimt- ung árið 1930. Áríð 1931 hefir verðfallið á þeim vörum sennilega orðið ennþá meira. Skuldaverslun bænda hefir löngum mátt heita þjóðarböl. En þó hefir klafinn enn herst til muna á árinu sem leið. íslenskir bændur berjast einhverri hörðustu lífsbaráttu, sem þekkist meðal hvítra manna. Þeir geta ekki staðist kaupgjaldið, sem stjórn þeirra og bandamenn hennar hafa gert atvinnuvegunum að greiða. Þægindasnautt einyrkjastrit, lækk- andi menningarkröfur og skulda- hokur er það, sem fyrir mörgum þeirra liggur. Engir menn höfðu vænst meira af ríkjandi stjórn. Engir hafa orðið fyrir sárari von- brigðum. * * * Sjávarútvegurinn er á heljar- þröm. Veiðin var talsvert minni en árið áður og verðið miklu lægra. Aldrei hafa slíkar birgðir fiskjar legið óseldar um áramót. Enginn veit hvaða verð fæst fyrir þær. Sumir segja ekki nema 50— 60 krónur skippundið. Utvegurinn gengur saman. Skipin fyrnast og engin ný koma í staðinn. Of , sköttun og kaupstreita er að leggja í rústir þann atvinnuveg, sem síðasta mannsaldur hefir fleygt þjóðinni lengra fram en alda- tímabil í fyrri sögu hennar. Öll- um hlutföllum hefir verið raskað milli framleiðslukostnaðar og af- urðaverðs. Meðalkaup á togurum var fyrir styrjöldina miklu um 70 krónur á mánuði. Og fiskskip- pundið komst þá upp í 90 krón- ur. Nú mun kaupið hafa verið um 230 krónur. Og þetta virðist eiga að haldast þótt fiskskippund- ið fari ofan í 50 krónur! * * * Verslun landsmanna hefir að vonum stórlega gengið saman. Útflutningurinn hefir minkað um 12 miljónir frá því árið áður. Og innflutningurinn hefir minkað um 20 miljónir frá fyrra ári, eða full- an þriðjung. Þetta sýnir hvílíkt fálm innflutningshöft stjórnarinnar voru. Kreppan hafði sjálfkrafa dregið svona stórkostlega úr ir.n- flutningnum. — Innflutningshöftin skaða ríkissjóðinn stórlega, vegna tekjumissis á hátolluðum vörum. Þau auka til muna atvinnuleysið í landinu. þau eru vanhugsuð til- vekni viðþær þjóðir, sem oss er nauðsynlegt að halda vinfengi við. * * * Hvergi er þó daprara um að litast, en á stjórnmálasviðinu. Og vel má vera að í sögunni verði ársins 1931 lengst minst, vegna þess stjórnarfarsglæps, sem þá var drýgður. Þingrofið í fyrravor með tilköllun fjarlægs konungs- valds, þingræðisbroti og stjórnar- skrárbroti, á sjer ekki hliðstæðu í sögu þjóðarinnar. fslenskir menn unnu þar verra ofbeldisverk en út- lent kúgunarvald hafði nokkurn- tíma drýgt gagnvart þjóðinni. Ekk- ert hefir gefið mönnum rökstudd- ara tilefni til vantrausts á dóm- greind og rjettsýni nokkurs hluta íslensku þjóðarinnar en kosning- arnar, sem fram fóru 12. júní síð- astliðinn. Framsóknarstjórnin hafði kórónað fjársóunar, glapræðis- og gerræðisferil undanfarinna fjögra ára, með fullkomnum pólitískum glæp. Og sjá, stjórnin sigraði við kosningarnar, Hún fjekk auðvitað ekki nema 36% greiddra atkvæða, en hún fjekk aðstööu til þess að halda enn um sinn í það rang- læti, að minniblutastjórn geti ráðið hjer á landi. Hið ljótasta og hræðilegasta við kosningaúr- slitin er það. að stjórnin sigraði á loforðum sínum um að halda í þetta hróplega ranglæti. Það er ekkert trúlegra en að sú stjórn, sem gengiö hefir á alla eiða sína, haldi þetta loforð heilagt, af þv' það er nógu svívirðilegt. * * * En þó er ekkert trúlegra en kosningaúrslitin í sumar verði banabiti Framsóknar. Þeirra vegna spriklar stjórnin nú í því neti, sem hún hafði öðrum riðið. Fram- sókn hafði hugsaö eins og vænd- iskvendið sögufræga: Eftir okkur kemur syndaflóðið. En syndaflóð- ið virðist ætla að koma yfir stjórn- ina. Ýmislegt er að verða uppvíst, sem áður var hulið. Síldareinka- salan hefir sýnt sig. Fjármálaspek- ingarnir, sem stofnsettu það fyrir- tæki, eiga eftir að skila lands- mönnum aftur einni eða tveimur miljónum, sem þeir höfðu þar af ríkissjóði. Hvalstöðvastromparnir hans Sveins í Firði hrökkva skamt upp í það. Fleiri ráðstafanir eiga eftir að koma í dagsins ljós, lands- reikningarnir eiga eftir að sýna sig. Syndaflóðið er að skella yfir og þjóðin mun ekki harma það til langframa, þótt nokkrir póli- tískir blökkumenn fái þar &ð súpa hveljur um það er lýkur. Þingtíðintiin. Slæm vinnubrögð. —o— 1. Á nýliðnu ári var Alþingi hald- ið tvisvar, svo sem kunnugt er Alþingistíðindi eru komin út frá fyrra þinginu og þingskjöl og nokkuð af fjárlagaumræðum frá hinu síðara. En sú merkilega bók er í fárra manna höndum, því miður. Þess væri full þörf að sjeð væri eins vel fyrir útbreiðslu henn- ar, eins og bóka þeirra, sem stjórn- in gefur út í heimildarleysi fyrir fje ríkissjóðs, og sem kosta tugi þúsunda í krónum. Þær bækur hafa mikið verið gjörðar að um- talsefni, og ekki að ástæðulausu, og skal því ekki frekar rætt um þær hjer. En Alþingistíðindin eru alls ekki höfð til sölu annarsstað- ar en á skrifstofu Alþingis, en vafningasamt þykir að ná þeim þaðan. En Alþingistíðindi eru nauðsynleg bók fyrir alla þá, sem vilja fylgjast með á sviði stjórn- málanna. Þar er yfirleitt að finna heimildir fyrir því, sem blöðin flytja mönnum um síjórnmálin og um þá menn, sem við þau fást og framarlega standa í stjórnmála- flokkunum. Vel mætti vera að ýmsum sýndist ekki ætíö farið ráðvandlega með heimildir. Og undarlegt gæti það ekki talist, þó að hinir gætnari menn í flokki Framsóknar mistu nokkuð trúna á Tímann sem sígilda pólitiska trúarbók, eftir að hafa Iesið vand- lega þær heimildir, sem liggja til grundvallar í þeim málum og málsútlistunum, sem hann ber á borð fyrir lesendur. Og Ijótt væri það, ef einhverjum kæmi í hug sú tilgáta, að valdhöfunum á landi voru væri ekki mikið áhugamál að útbreiða Alþingistíðindin og önnur slík heimildarrit stjórn- málanna. Ekki vil jeg geta þess til, en Iítið er gjört af þeirra hálfu til eflingar heilbrigðrar stjórnmála- þekkingar. 2. Þegar blaðað er í þessari bók, verða fyrir mönnum ýmsir undar- legir hlutir. Einn er sá, að naum- ast kemur svo merkilegt mál fyr- ir þingið, að nefnd sú, sem um það fjallar, sjái það þess vert, að skrifa um það nefndarálit, að ekki sje talað um smærri málin. Nú- tíma nefndarálit Alþingis eru venju- lega ekki annað en: „Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykt“ eða „felt", eftir þvísem andinn inngefur í það sinn. Og venjulega koma tvö slík nefndar- álit, því nefndirnar klofna oftast. Er fremur lítið að græða á slík- um plöggum. Til skamms tíma, alt fram undir daga Framsóknar- stjórnarinnar, var það föst venja, og þótti sjálfsögð, að skrifa ítar- legt nefndarálit, að minsta kosti um öll hin stærri mál, þar sem dregin vorú fram höfuðatriði málsins og þær meginástæður, sem að þvi lágu, með og móti. Mátti oft af þessu skjali einu fá samandregið yfirlit yfir málið og alt viðhorf þess. Var það til ó- metanlegs hægðarauka fyrir þá, sem vildu fylgjast með stjórnmál- um og meðferö þeirra. Auk þess var oft leitað til þessara skjala, ef vafasöm þóttu ákvæði laganna til þess að sjá, hvað vakað hafði fyrir löggjafanum með lagaákvæði )ví, sem um var deilt. Eru þessa ótal dæmi frá fyrri tfmum. Nú er )essu oröið á annan veg háttað. Enginn græðir á nefndarálitunum, enginn fær þar yfirlit yfir málin, eða skýringar á vafasömum at- riðum. Ef menn vilja Ieggja á sig að afla sjer sjálfstæðrar þekking- ar á þingmálunum og meðferð )eirra, verður að pæla f gegnum aragrúa af þingskjölum, og auk )ess langdregnar og næsta leið- nlegar umræöur, þar sem jafnvel minstur hluti er því máli viðkom- andi, sem þá er til umræðu. Auk Dessa verður að segja það af- dráttarlaust, að þessi málameðferð

x

Austfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.