Austfirðingur - 09.01.1932, Blaðsíða 2

Austfirðingur - 09.01.1932, Blaðsíða 2
2 AUSTFIRÐINIGUR Tilkynning. Reir, sem enn eiga ógreidd bæjargjöld, eru ámintir um að greiða þau í síðasta lagi fyrir 18. janúar n. k., el!a verða þau Vdíarlaust aihent t\\ \ögta\ts. Ennkemur mega merm búast v\ð, að kraíist verði dráttarvaxta. Ógreidd grunn- og tún\eigug\ö\d va\da heimild til uppsagnar á lóðarrjettindum, og mega menn búast við að sú heimild verði notuð, verði gjöldin eigi greidd innan íyr- nefnds tíma. Þeir, sem enn eiga ógreidd rafveitugjöld, áminnast alvariega um að greiða þau fyrir 18. janúar n. k. Seyðisfirði, 9. janúar 1932. Bæjarstjórinn. Til sölu. Ný svefnherhergishúsgögn, mjög vönduð, og nær því ný skosk síld- arnet, á mjög gódu verdi, get jeg (Presenningerý. — Þeir, sem hafa geta fengið nánari upplýsingar hjá selt. Ennfremur 2 nýja hlýfidúka hug á því, að eignast þessa hluti, mjer. Gísli Jónsson. er talandi vottur um léttúð og kæruleysi í hinu mikla trúnaðar- starfi, sem þeim mönnum er fal- ið, sem kosnir eru til að standa fyrir málum þjóðfjelagsins. Að öll málsútlistun eigi að felast í umræðuvaðli þeim, sem hjer hef- ir verið stuttlega lýst, er stórt spor í áttina til þeirrar lítilsvirð- ingar fyrir Alþingi, sem því miður er ofarlega í hugum margra, og virðist fara vaxandi. 3. Þegar Alþingi var rofið 14 apríl síðastl. voru fjárlög skamt á veg komin. Eftir þingrofið varð breyt- ing á stjórninni, svo sem kunnugt er. Við forstöðu fjármálanna tók forsætisráðherra, Tryggvi Þórhalls- son. Hann var því fjármálaráð- herra frá þeim tíma til þess að nýr maður var skipaður seint á þinginu í sumar. Það varð því að sjálfsögðu. hans hlutverk að leggja fram frumvarp til fjárlaga í byrjun sumarþingsins, og þá jafnframt hans hlutverk, að standa fyrir svörum, fyrir hönd stjórnarinnar, í þessu mesta vandamáli þings og þjóðar á þeim miklu krepputím- um, sem yfir stóöu, og þó eink- um voru framundan. Það erfróð- legt að kynna sjer hvernig það hlutverk hefir verið rækt. Það hefir verið föst regla, sem aldrei hefir verið vikið frá, að fjármálaráðherra hafi, um leið og fjárlagafrumvarp hefir verið lagt fram, gefið yfirlit yfir fjárhaginn og fjármálahorfur, ekki að eins fyrir síðastliðið ár, heldur einnig fyrir yfirstandandi fjárhagsár, eða þann hluta þess, sem liðinn er, að svo miklu leyti, sem það hefir verið hægt. Nú gjörðust þau tíð- indi við framlagningu fjárlagafrum- varpsins, í fyrsta sinn í þingsögu íslendinga, að fjármálaráðherrann hjelt enga slíka fjármálaræðu. Taldi það nægilegt í krepputímunum að vísa til þess, að fyrirrennari hans hefði gefið vetrarþinginu yfirlit yfir fjármálaútkomu fyrra árs, og um yfirstandandi ár væri óþarft að tala. Nú er það kunnugt að mikill hluti þings taldi það yfirlit ærið ófullkomið og jafnvel beinlínis rangt. Og þegar hjer var komið sögu, var það kunnugt oiðið, að hin raunverulega útkoma þess árs var orðin alt önnur en það yfirlit sýndi, eftir reikningi sjálfrar Fram- sóknar. Hjer var því fyrir hendi gild ástæða til að leiðrjetta skýrslu fyrverandi ráðherra, og ekki síður hitt, að gefa yfirlit yfir fjármál yfirstandandi árs, þar sem liðnir voru af því meira en sex mánuð- ir. En hvorugt var gjört. Svo sem vænta mátti var af ýmsum gengið fast eftir því, að fá upplýsingar um fjárhaginn og fjármálahorfur, en ráðherrann fór undan öllu slíku, og hjá honum fengust eng- ar upplýsfngar. Enginn varð fróð- ari af umræðum á þeim fundi. Og það verður að segjast afdráttar- laust, að íslensk þingsaga á ekki til aumiegri frammistöðu af hendi ráðherra í þýðingarmiklu alvöru og vandamáli en þá sem hjer hef ir verið stuttíega drepið á. Um- ræður þær sem hjer hefir verið minst á, eru lærdómsríkar og þess verðar að þær sjeu lesnar alment til þess að kynnast því, hvernig umræður um vandamál eiga ekki að vera. En ráðherrann stingur þó hina út, þar sem vandinn og ábyrgðin, er á honum hvíla, sjer- staklega ættu að knýja til um- sagnar, er væri samboðið stöðu hans. Þ. B. Síldveiðar á Austtjðrðum fyrrum. Nokkrir kaflar úr Síldarsögunni. Á slldveiöitímum þeim, sem nú eru hjer ýyrir austan md bú- ast við að fróðlegt þyki að heyra um síldveiðarnar eins og þær voru hjer fyrlr 40—60 drum síðan. Höfnm ?jer því leyft oss að taka hjer upp nokkra kafla úr Síldarsögu Jslands. í júlí 1875 er skrifað frá Seyð- isfirði, að þá sjeu Norðmenn komnir þangað á 2 skipum (Jkob- sen og Lund) og hafi aflað tals- vert af síld, og síðar í mánuðir.- um er sagt að mjög mikil síld sje í Reyðarfirði, og margir bænd- ur sjeu farnir að hafa síldarnet. Og í lok mánaðarins er skrifað þaðan, að Norðmenn nioki nú upp síldinni á Seyðisfirði, þeir sjeu búnir að fá yfir 300 tunnur hver, og eigi í nótum frá 6—700 tunnur, sem þeir sjeu að taka upp og salta. Það ár varð síldaraflinn í góðu meðallagi; síldin var strjál og varð lítið vart við hana seinni hluta sumars. Hinn góði árangur árið 1875, gaf tilefni til þess, að nú bættust nýir menn í hóp veiðimannanna. Strax í mars 1876, bárust fregnir frá Seyöisfirði um það, að hrepps- nefndin þar „hafi leigt húslóöir handa 4 síldarútgerðarfjelögum, á jörð sem er fátækraeign hrepps- ins“ og árlegt lóðargjald hjá hverj- um leiguliða sje 60 krónur. En þetta ár og næsta ár voru rýr aflaár. Árið 1878 virðist útgerð Norð- manna byrja fyrir alvöru, og snemma sumars komu margir til Seyðisfjaröar. Seint í júlí (27. júlí) segir fregn frá Seyðisfirði, að „geipimikill síldarafli sje í firðin- um og síldin hafi aldrei komið eins snemma svo menn muni“ og um haustið 28. nóvember er sagt að þeir hafi aflað „ógrynni“, yfir 3000 tunnur hver, og aö öll skip sjeu þá farin þaðan með fullfermi fyrir viku. Næsta ár vex útvegurinn enn á ný mjög mikið; þá höfðu Norð- menn í nóvember aflað um 8000 tunnur á Seyðisfirði, og þó hafði síld drepist í nótunum „svo þús- und tunna skifti,“ segir í fregn til „Norðanfara" á Akureyri.1 Brjef- ritarinn tekur það fram, að „slíkt ætti ekki að viðgangast framar. Það ætti að vera óhjásneiðanleg skylda Norðmanna, að hafa jafnan næg ílát og áhöld, svo þeir þurfi ekki að myrða síldina þannig að óþörfu engum til nota“' Síldin kom ekki inn á Seyðis- fjörð til muna fyr en seint í októ- ber það ár, en þá fy/ti allan fjörð- inn. Síðar um haustið, í lok nóv- embermánaðar, er skrifað frá Seyðisfirði, að „Norðmenn hafi fengið svo mikla síld að undan- förnu að þeir hafi gjört boð út um sveitina og nágrennið, að hver mætti koma sem vildi og hirða sild hjá þeim dn borgunar, því næturnar voru svo fullar, að þeir urðu strax að rýma til úr þeim, svo síldin dræpist ekki. l„Um 10.000 tunnur af síld töpuðust úr nótum á Seyðisfirði haustið 1879“. Árni Thorsteínsen: Síld og síldveiðar. Tímarit Bókmentafjelagsíns IV. árg. 1883, bls. 49. Norðmenn hjeldu einnig ti! á Suðurfjörðunum. Blaðið „Skuld“, sem gefið var út á Eskifirði, get- ur þess 9. júní, að Haugasunds- fjelagið hafi sent þangað — til Eskifjarðar — 3 skip, til þess að fiska þar um sumarið. Undanfnr- andi sumur hafi verið þar mjög mikil síld, en lítil það sumar en hafi komið mikil um haustið, eftir að Norðmenn voru farnir Þetta ár höfðu Norðmenn í fyrsta skifti tvö skip til veiða á Akureyri. — Árið 1879 var eitt af betri aflarárum þeirra.“ Þá um vorið kom Otto Wathne með „nótalag“ til Seyðisfjarðar, og hafði hann ekki verið hjer við land síðan árið 1869. Hann keypti stóra landspildu við Búðareyri á Seyðisfirði, og bygði þar bryggjur söltunarhús og íveruhús. Snemma um sumarið fjekk hann 1000 tunn- ur af síld, úti við Brimnes, en stormur skall á, svo hann varð að taka nótina upp og náði að- eins 500 tunnum, Þessa síld sendi hann strax með Sameinuðu skip- unum til Kaupmannahalnar. og var hún svo send þaðan til Gauta- borgar. Síldin var fremur mögur, veidd í júní, en var þó borguð með 35 kr. hver tunna. Síðar um sumarið fjekk hann oftgóð „köst“ og veiði hans það sumar varð samtals 10.000 tunnur, svo það var gott ár fyrir hann. Um sum- arið hafði hann mörg göfuskip í förum, til þess að flytja inn tunn- ur og salt, bæði fyiir sjálfan sig og aðra, og fóru þau svo með síld út aftur. Þetta sama sumar, snemma um vorið, komu útgerð- armenn frá Stavangri í fyrsta skifti til Austurlandsins, til þess að veiða síld. Eigendur að útgerð þessari voru Wilhelm Hansen, G. A. Jonasen, Hendrik Svendsen og Somme & Kleiberg. Útgerð þess- ara manna var rekin undir nafn- inu Köhler & Co., og settist fjelag þetta að á Seyðisfirði. Fjelagið bygði hús á Búðareyri við Seyðisfjörð, og voru hús þeirra síðar kölluð „Köhlerhúsin“. Seinna seldi fjelagið útgerð sína kaupmanni Imsland á Seyðisfirði, og rak hann .svo útveg þennan í uokkur ár, en fjekk síðar, laust fyrir 1890, verslunarfjelagið Ths. S. Falk í Stavanger f fjelag með sjer, en það verslunarfjelag hafði ekki áður rekið landnótaveiði við ísland. „Morgenbladet" í Kristjaníu skrif- ar þá um haustið um útgerð Norðmanna við ísland, og telur sjálfsagt að afli þeirra als hafi orðið yíir 100.000 tunnur, og hafi selst fyrir rúmlega 2-500.000 kr. Það ár veiddi Jakobsen og Lund-

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.