Austfirðingur - 09.01.1932, Blaðsíða 3

Austfirðingur - 09.01.1932, Blaðsíða 3
AUSTFIRÐINGUR 3 j3po<æ>oo<æ>o®o<3s>ooœ>otxæ>o<^g I AUSTFIRÐINGUR S ® Vikublað i 9 ffi S Ritstjóri og ábyrgðarmaður Árni Jónsson frá Múla. Sími nr. 70. g Verð árgangsins 5 kr. ek)0<3>00<22>00<æ>0®0<æ>00<S2>i fjelagið á Seyðisfirði, bæði til samans, rúmlega 8000 tunnur, sem seldar voru að meöaltali á 30 kr. tunnan. f desemberblaði „Norðanfara" það ár er giskað á, að veiði Norð- manna á Austfjörðum hafi numið 140.000 tunnum, og þar af hafi veiðst á Seyðisfirði 40.000 tunnur. Til Eyjafjarðar fóru þetta sum- ar fleiri skip en árið áður, og fiskuðu þau einnig vel, og var það til þess, að Eyfirðingar, sem kynst höfðu veiðinni árið áður, og dálítið höfðu tekið þáttíhenni með lagnetum, fengu nú löngun til að gera frekari tilraunir. — Um endilangt ísland flaug fiski- sagan og fregnin frá gullnámunni á Seyðisfirði, svo það gjörði mik- ið til, að örfa menn til þátttöku, þar sem síldar var von. þá var stofnað norskt-íslenskt síldveiða- fjelag á Eyjafirði, með 20,000 kr. höfuðstól, hvar af Eyfirðingar lögðu fram helminginn. í „Norðanfara” 22. desember, stendur grein frá Jóni Bjarnasyni á Seyðisfirði (sennilega síra Jóni Bjarnasyni, er síðar var prestur í Winnipeg), um síldarútgerð Norð- manna, og fer hann þar svofeld- um orðum um síldarútgerð þeirra: „Hinir norsku síldarveiðamenn, sem hafa haft hjer stórkostlegan útveg > sumar, eru nú flestirfarn- ir heim til sín, til Norvegs, og þeir sem eftir eru, eru nú rjett á förum. Þeir fara með ógrynni fjár í vasanum og eru einráðnir í því að koma hjer næsta sumar og halda þessum arðsama útvegi sín- um áfram. í landshlut af síldveiði þessari greiða þeir 4 af hundraði, sam- kvæmt síldveiðalögunum, og þó að peir menn, sem landshlutinn taka, hafi verið svo óforsjálnir, að selja þá fyrir hálfu minna verð, en þeir hafa verið seldir á Eski- firði og Reyðarfirði, — þá hafa merm vfst haft nokkur þúsund krónur upp úr landshlutum sínum, hjer á Seyðisfirði. Alls kváðu Norðmenn hafa afl- að hjer á firðinum rúmlega 40.000 tunnur í sumar. Síldveiðalögin segja, að lands- hlutir sjeu eign þeirra manna, sem búa við firðina, en ekki lands- drottins, nema öðruvísi sje um samið, en þessu virðist þurfa aö breyta þannig, að eigendur og landsdrottnar þeirra jarða, þar sem síld er veidd, sjeu eigendur lands- hlutanna, en ekki leiguliðar. Almenningur hjer á Seyðisfirði hefir líka haft mjög gott af síld- arveiði Norðmanna, því hún hefir veitt mörgum mönnum atvinnu og hana einkar vel borgaða. Þannig hefir duglegum stúlkum verið greitt altaðlOkr. um daginn* fyrir að salta síldina í sumar. — það er í orði, að tveir verslun- arstjórar hjer — Edvard Thomsen og Sigurður Jónsson — ætli sjer að ganga í veiðifjelag með Norð- mönnum næsta sumar, og hefir í þeim tilgangi verið safnað hlutum í svo kallað „síldveiða aktiufjelag", og væri óskandi að fyrirtæki þetta næði fram að ganga, en hræddur er jeg uin, að það lánist ekki, ef fslendingar eiga að vera þar einir um. — í sumar hafa verið hjer 6 síld- arveiðarfjelög, sem reist hafa hjer hús á landi, auk fáeinna, sem ekkert hús eiga, en búist er við að um 20 fjelög geri hjer út næsta ár. Á höfninni hafa stöðugt verið hjer 20—30 skip“. -- Úr „Austra“ 1891 : „Þeim, sem hafa þekt Seyðis- fjörð á undan 1880, og nú sjá hann aftur, hlýtur að verða aug- ljóst, að hann hefir stórmiklum framförum tekið á þessu 10 ára tímabili, og eru hinar miklu fiski- veiðar, sem mjög hafa vaxið á þessu tímabili, aðalástæðan til framfara og viðgangs bæjarins og sveitarinnar, og má telja þar fyrst og fremst síldarveiðina, því hún var óefað aðalástæðan til fram- faranna. Eftir 1880 jók síldarveið- in mjög velmegun manna, svo hjer var nálega tekið gull upp úr Seyðisfirði, engu síður en menn grófu það upp úr jörðinni í Kali- forniu, því t. d. árið 1880, þá veiddist á Seyðisfirði einum, frá ágúst til nóvember, fyrir eina miljón króna. Síðar var síldarveiðin mjög misjöfn og síldin fjell í verði er- lendis og rak þá að því, að flest- ir Norðmenn neyddust til að hætta við síldveiðar. þó nú Norð- menn neyddust til að hætta — flestir þeirra — við síldveiðarnar sem aðalatvinnuveg, þá varð þessi veiði samt grundvöllurinn og fót- urinn undir miklu víðtækari og traustari atvinnuveg, þorskveiðinni, er lítt var stunduð fyrir 1880, er nú er orðinn auðsælasti atvinnu- vegur fjarðarbúa og fer altaf vax- andi. Það sem sagt er um fiskiveið- arnar hjer á Seyðisfirði á síðustu árum, á að mestu leyti við um næstu firði hjer eystra. Bæði Mjóifjörður og Norðfjörður eru á miklu framfarastigi og vex þar velmegun óðum, því þá byggja dugandi menn, sem sækja vel fisk- veiðar og kunna vel með að fara og sem hafa sjer hugfast máltæk- ið : „tíminn er peningar". Mjói- fjörður fær á sumrin mest út- róðrarmenn sína sunnan og vest- an, Norðfjörður frá Færeyjum, og líkt má segja um flesta firði hjer austanlands. Hjeraðið og dalirnir reka versl- un sína og viðskifti við Seyðis- fjörð, og hafa öll viðskifti bænda og kaupmanna batnað stórum hin síðustu 10 ár.“ — Bragi syngur kl. 9 í kvöld |Iaugardag]. Ný söngskrá! Verðlag & tilbúnum áburði. í sambandi við auglýsingu frá Áburðarsölu ríkisins á öðrum stað í blaðinu, höfum vjer feng- ið þessar upplýsingar um verð- lag á tilbúnum áburði: Vegna hinna sífeldu breytinga á gengi og gjaldeyri er mjög erfitt að gefa ákveðnar upplýs- ingar um verð á áburðinum. Flestar áburðartegundir hafa stór- lækkað í verði, en eins og kunnugt er hefir íslenska krónan einnig lækkað ásamt gjaldeyri margra annara landa. Verðfallið á Kalksaltpjetri nem- ur álíka miklu og verðfall ísl. krónunnar og er því von um að verðið á Kalksaltpjetri haldist ó- breytt frá því f fyrra og verði um Kr. 20,00 pr. lOOkg. á höfn- um. Nitrophoska hefir því mið- ur ekki lækkað nærri eins mik- ið í verði. Ef það gengi sem nú er helst lítið breytt kemur kemur Nitrophoska til að kosta ca. kr. 34,00—35,00 pr. 100 kg. á höfn- um. Superfosfat hefir lækkað ofurlítið og má gera ráð fyrir að það kosti um kr. 7,00 pr. 100 kg. á höfnum. Um verðlag á Kalí er því miður ekki hægt að gefa neinar upplýslngar, en búast má við að það verði sama og óbreytt frá því í fyrra. Samkvæmt tilkynningu til firmaskrár Nes- kaupstaðar, dags 31. des. 1931, hefir Konráð kaupmaður Hjálm- arsson, tekið sjer hvíld frá störf- um og gengið úr firmanu versl- unin Konráð Hjálmarsson. Páll G. þormar konsúll rekur einn versl- unina frá sama tíma. Hollur er heimafenginn baggi. Gerið yður það að fastri reglu, að kaupa aðeins innlenda fram- leiðslu, þegar hún er eins góð eða betri en erlend. G. S. kaffidætir er eins góður og auk þess mun ódýrari en erlendur. Biðjið um o.s. Það hefir verið, er og verð- ur óþarfi að flytja til lands- ins neðantaldar vörur, þvíað H.f. Hreinn í Reykjavík framleiðir þær jafngóðar og ódýrar og þœr erlendu. — H.f. „ H r e i n n “ framleiðir: krystalsápu, handsápur, rak- sápu, baðsápu, stangasápu, þvottaduft, kerti, stór og smá, skóáburð, góifáburð, vagna- áburð, fœgilög, ræstiduft, kreolin-baðlyf. Síldveiðin. Með e/s „Gullfoss“ fóru hjeðan 2000 tunnur en eftir munu þá hafa verið hjer ca. 700 tunnur. Síðan hefir minna verið stunduð veiði, en þó hafa ýmsir veitt allmik- ið eftir nýár. Söluhorfur á út- fluttu síldinni eru sæmilegar, eitt- hvað selt fyrir ca. 40 kr. dansk- ar. Óvíst er hvenær síldsú, er nú liggur, verður flutt út. Athygli skal vakin á tilkynningu bæjar- stjóra um bæjargjöld, á öðrum stað hjer í blaðinu. ecs®as>®sc5>®©®<axs>iS3KL; I Wichmannmótorinn 1 er bestur. — Umboð hefir: Páll G. Þormar, Norðfirði. Gleymið ekki að vátryggja. Vátryggingarfjelagið NORGE h.f. Stofnað í Drammen 1857. Brunatrygging. Aðalumboð á fslandi: Jdn Ólafsson, málaflm. Lækjartorgi 1, Reykjavík. Sími 1250. Duglegir umboðsmenn gefi sig fram, þar sem umboðs- menn ekki eru fyrir.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.