Austfirðingur - 23.01.1932, Page 1

Austfirðingur - 23.01.1932, Page 1
3. árgangur Seyðisfirði, 23. janúar 1932 2. tölublað Kjördæmamálið Landsfundur Sjálístæðisflokksins verður haldinn í Reykjavík í þingbyrjun á þessu ári. — Er þess vænst, að sem flest fjelög Sjálfstæðismanna sendi fulltrúa, og á þeim stöðum, þar sem ekki eru starfandi fjelög, velji flokksmenn fulltrúa á fundinn, svo að sem flest hjeruð eigi þar fulltrúa. Þeir, sem ætla að sækja fundinn, eru beðnir að til- kynna það miðstjórn flokksins sem fyrst. Niðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Eins og frá er skýrt annarsstað- ar í blaðinu hefir kjördæmanefnd- in klofnað. Koma þau tíðindi ekki á óvart neinum þeim, sem þekkja aðstöðu flokkanna til þessa máls. Þykir rjett að birta hjer tillögur þær, sem fulltrúar Sjálfstæðis- manna í kjördæmanefndinni, Jón Þorláksson og Pjetur Magnússon, lögðu þar fram. Um tillögurnar er það að segja, að hjer er um að ræða hlutfallskosning í sam- bandi við einmenningskjördœmi. Er ekki raskað þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir, að íhlutun kjósenda á skipun Al- þlngis verði jöfn, hvar sem þeir eru búsettir á landinu, en jafnframt eru hin fornu kjördæmi látin halda sjer. Sú breyting verður þó, að tvímenningskjördæmi missa annan fulltrúa sinn. Tala þingmanna, sem kosnir eru á þennan hátt verður 30. Kjördæmin út um land velja 26, en Reykjavík 4. Síðan er jafn- að niður uppbótarsætum eftir at- kvæðatölum flokkanna, til þess að tryggja það, að þingstyrkurinn sje í jsamræmi við atkvæðamagnið. Ef þessi kosningatilhögun hefði verið í sumar heföi Sjálfstæðisflokkurinn fengið 20 þingsæti, Framsókn 16 og Jafnaðarmenn 7. Að þessu sinni er ekki rúm til að skýra nánar tillögur Sjálfstæð- ismanna, en bráðlega mun vikið aö málinu aftur hjer í blaðinu. Eins og menn sjá hafa fulltrúar Sjálfstæðismanna í nefndinni verið í fullu samræmi við flokk sinn um aðalatriði þessa máls, sem er hinn jafni íhlutunarrjettur kjósenda. Hið sama verður ekki sagt um, fulltrúa Framsóknarmanna. Hver hefði spáð því um kosningarnar í vor, að misseri síðar væri Tryggvi Þórhallsson farinn að berjast fyrir því, að Reykvíkingar fengi 8 — átta — þingmenn! Eftir að hann er búinn að rjúfa stjórnarskráreið sinn, traðka þingræðinu, ákalla fjarlægt konungsvald, og ganga eins og grenjandi ljón um landið tft þess aö sporna við Reykjavík- urvaldinu, ber hann nú fram til- lögu um að þingmönnum Reykja- víkur skuli fjölgað upp í átta. Hvað segja Framsóknarmenn á Austurlandi um þetta? Hvað segir Halldór Stefánsson um þetta ? Hann strengdi á hverjum spotta vitsmuna sinna í fyrravor til aö sýna fram á, að Reykvíkingar ættu í raun og veru alls ekki heimting nema á 2 þingmönnum, en þó væri ekki ósanngjarnt að hafa þá 3, af því að höfuðflokkarnir væri þrír. Framsókn virðist kornin í stór- feldari skrípaleik en þekst hefir til þessa bjer á landi. TILLÖGUR frá fulltrúum Sjálfstœðisflokks- ins í milliþinganefndinni um skipun Alþingis og kjör- dæmaskipunina. Lagðar fram á fundi nefndarinn- innar, 14. des. 1931. 1. Að nefndin flytji frv. til stjórn- arskipunarlaga um breytingar á stjórnarskránni, samhljóða frv. Sjálfstæðismanna frá sumarþinginu 1931, sjá Alþt. 1931, sumarþing A. 39, eða að minsta kosti frv., sem í öllum verulegum atriðum er í fullu samræmi við frv. á þessu þingskjali. Stjórnarskrárfrv. þetta verði lagt fyrir Alþingi er saman kemur í febr. 1932, og fái endanlega af- greiðslu á aukaþingi eða reglu- legu Alþingi 1933 að afstöðnum nýjum, almennum kosningum, sumarið 1932. II. Að nefndin undirbúi og flytji frv. til laga um kosningar til Al- þingis, sem verði lögtekið samtím- is og stjórnarskrárbreytingin er samþykt til fullnustu. Frumvarp þetta til kosningalaga sje bygt á þeim grundvelli, er segir í ný- nefndu stjórnarskrárfrv., þ. e. að Alþfngi verði svo skipað, að hver þingflokkur hafi þingsæti í sam- ræmi við atkvæðatölu þá, sem greidd er frambjóðöndum flokks- ins samtals við almennar kosn- ingar. Um kjördæmaskiftingu og til- hugun kosningu á þessum grund- velli, gjörum við eftirfarandi til- lögur: 1. Skifting landsins í kjördæmi haldist óbreytt sú, sem nú er. Kjördæmin utan Reykjavíkur, sem eru 26 að tölu, kjósi fyrst einn þingmann hvert með meirihluta- kosningu (sá kosinn sem flest fær atkvæöi) og þar að auki upp- bótarþingmenn, 6 eða fleiri, sam- kvæmt reglum í 6. og 7. lið. Með þessu er það trygt, að þingmanna- tala þessara kjördæma, sem nú eru 32, lækki ekki við breyting- una. — Kjördæmið Reykjavík kjósi fyrst 4 þingmenn með hlutfalls- kosningu eins og nú, og taki auk þess þátt í kjöri uppbótarþing- manna samkvæmt reglum í 6. og 7. lið. 2. í framboði getur hver sá maöur verið, sem er kjörgengur og fær hæfilega tölu meðmælenda, t. d. 25. Hverjum frambjóðenda er skylt að skýra í framboðinu frá flokksafstöðu sinni, þ. e. hvort hann telst til einhvers viðurkends landsmálaflokks, eða styður ein- hvern landsmálaflokk, eða er utan- flokka. Tala frambjóðenda af sama flokki er ekki í neinu kjördæmi öðrum takmörkum bundin en þeim, sem leiðir af kjörgengisskil- yrðum og meðmælendafjölda. 3. Kjörstjórn hvers kjördæmis býr út kjörseðlana, eftir að öll framboð eru komin. Frambjóðend- ur úr sama flokki skulu settir saman í reit á jörseðlinum, og reiturinn greinilega auðkendur með flokksmerkinu. Þeir skulu settir í stafrófsröð, en þó getur flokksstjórnin ákveðið aðra röð. Nafn frambjóðenda, sem styður tiltekinn flokk, skal sett síðast í reit flokksins á kjörseðlinum, að- greint með stryki frá frambjóðend- um flokksins, og aftan við nafn hans sett „styður fiokkinn" eða annað þessháttar einkenni. Fram bjóðendur utan flokka skulu vera í reit út af fyrir sig á kjörseðlin- um. 4. Kjósandi greiðir atkvæöi með því að krossa við nafn ein- hvers af frambjóðendunum, eða með því aö krossa við flokks- merki þess flokks, sem hann vill styðja, og telst þá atkvæðið greitt efsta frambjóðandanum í reit flokksins (í Reykjavík flokkslistan- um eftir venjul. reglum). Sjerhvert atkvæði, sem greitt er flokki eða fiokksframbjóöanda, telst jafnframt greitt varamanni úr sama flokki eftir reglum, sem um það verða settar. 5. Við talningu atkvæða skal fyrst telja hve mörg atkvæði hafi fallið á hvern flokk og á hvern frambjóðanda utanflokka. — í Reykjavík er tala kosinna þing- manna af hverjum flokki reiknuð út eftir núgildandi reglum. í kjör- dæmum utan Reykjavíkur tilfellur fasta þingsætið þeim flokki eða frambjóðanda utan flokka, sem hefir flest atkvæði. Hafi þingsætið hlotnast flokki, sem hafi fleiri en einn frambjóðanda í kjöri, er sá af þeim flokksmönnum kosinn, sem hefir þeirra flest atkvæði. 6. Allar atkvæðatölur flokka og frambjóðenda eru tilkyntar land- kjörstjórn þegar eftir atkvæða- greiðsluna, og telur hún saman atkvæði hvers flokks og tölu kos- inna þingmanna hans úr öllum kjördæmum samanlagt. — Svo telur hún og saman í heild at- kvæði allra þeirra þingflokka, sem hafa náð sæti við kosninguna, og þeirra frambjóðenda utan flokka, sem hafa náð kosningu. Hinni síðastnefndu tölu skal defta með 42 (sem er lámarkstala þingmanna eftir þessari tilhögun), en atkvæða- tölu hvers flokks skal á sama hátt deilt með þeirri tölu þingmanna (flokks- og stuðningsmanna) sem flokkurinn þegar hefir fengið kosna. Hin Iægsta af þeim tölum, er koma út við deilinguna, skaljöfn- uð í næstu heilu tölu með þvf að sleppa broti, sem er minna en x/2 eða hækka upp í heilan brot, sem er V2 eða meira, og nefnist þessi jafnaða tala hlutfallstala kosning- arinnar. Þar næst er hlutfallstölunni deilt í atkvæðatölur þeirra þingflokka, sem geta komið til greina við út- hlutun uppbótarsæta. Þær tölur, sem þá koma út, sýna þingmanna- tölu þá, sem hver flokkur á til- kall til. Brot, sem nemur V* eða meiru, skal hækkað upp í heilan, en broti, sem er minna en V2, skal slept. Þó skal hækka svo mörg hin hæstu af þessum brot-

x

Austfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.