Austfirðingur - 30.01.1932, Side 1

Austfirðingur - 30.01.1932, Side 1
3. árgangur Seyðisfirði, 30. janúar 1932 3. tölublað Bankatöp og „blóðtaka“. Fátt hefir Framsókn og Alþýðu- flokknum orðið sigursælla í bar- áttu sinni fyrir völdum hjer á landi, en árásir þær, sem gerðar hafa verið: á einstakar stofnanir, einstaka stjórnmálaflokka og ein- staka menn útaf töpum þeim, sem orðið hafa á atvinnurekstri lands- manna, hinn síðasta áratug. Varla hefir, undanfarin ár, verið opnað svo eintak af málgögnum þessara flokka, að ekki kvæði þar við samatón: „Náttúran hefir verið mjúkhent og örlát", en það er „íhaldið" og „íhaldsmenn", banka- stjórar, útgerðarmenn og kaup- menn, sem leitt hafa „ófarnað" yfir þjóðina, stofnað til miljóna- tapa og seilst síðan ofan í vasa borgaranna til þess að greiöa það verðmæti sem þeir af óforsjálni og eyðslusemi, braski og svindli, hafa kastað á glæ. þessari kenn- ingu hefir verið haldið fram svo látlaust og hlífðarlaust, að ekki er að undra, þótt hinir fáfróð- ari menn hafi lagt eyrun við boð- skapnum, og trúað því, sem að Þeim hefir verið haldið með slík- um ofsa og áfergju. Málgögn þessara flokka hafa forðast það eins og heitan eld, að sýna fram á hinar raunverulegn orsakir þessara tapa. Þau hafa jafnan gengið fram hjá því að meirihluti bankatapanna orsökuð- ust af verðfalli á afurðum lands- manna fyrstu árin eftir styrjöldina. Þau hafa ekki viljað láta sjer skiljast, að þau töp hafa ekki bitnað á þjóðarheildinni, heldur hafa þau að mestu verið eigna- tilfærsla innan þjóðfjelagsins. Þau hafa aldrei minst á það, að mikið af bankatöpunum stafar af því, að íslensk verslunarstjett greiddi meira fyrir innlendar afurðir en fáanlegt var fyrir þær á erlendum markaði, að tap kaupmannsins varð í slík- um tilfellum hagnaður framleið- andans. Þau hafa gengið fram hjá þeim áhrifum sem verslunarfyrir- komulagið, skuldaverslunin, hefir haft á afkomu verslunarstjettarinnar síðan ogá afkomu bankanna. Við- skiftamennirnir hafa fengið fjeð að láni til atvinnurekstrar á sjó og landi, og af því að náttúran hefir oft verið alt annað en „mjúkhent og örlát“ hafa skuldir safnast. Kaupmaðurinn hefir orðið að greiða bönkunum háa vexti, en viðskiftamennirnir hafa ekki staðið í skilum, hvorki með vexti nje afborganir. Slík atvik hafa víða Iegið til hinna stórfeldustu tapa. Og það rrá furðulegt heita að annar • sá stjórnmdlaflokkur, sem mestveöur hefir gert útaf bankatöp- unum, skuli hreint og beint eiga tilveru sína undir viðhaldi skulda- verslunarinnar, þessa úrelta fyrir- komulags og aldagamla þjóðar- böls. * * * Viðleitni þessara tveggja flokka hefir ekki síst snúist að því, að koma alþýðu manna hjer á Seyð- isfirði til að trúa því, að töp þau sem hjer hafa orðið, verði greidd úr hennar vasa. Alveg nýlega hef- ir því verið haldið fram, að hvorki meira nje minna en þrjár miljónir króna hafi verið sognar út úr borg- urum þessa bæjarfjelags. „Þarf engum orðum að því að eyða hvílík feikna blóðtaka það er fyr- ir bæjarfjelag, sem ekki telur einu sinni eitt þúsund íbúa“, Sannleik- urinn er sá, að aðeins örlítiö brot af þessum töpum hefir komið nið- ur á þessu bæjerfjelagi á einn eða annan hátt. Hitt er skylt að benda á, að firma eins og t. d. verslun Stefáns Th. Jónssonar, sem rekið hefir starfsemi hjer áratug eftir áratug, hefir greitt bæjarbúum svo hundruðum þúsunda eða jafnvel miljónum króna skiftir í opinber gjöld, starfsmannahald og kaup- gjald. „Blóötakan", sem um getur verið að ræða, er ekki sú, að þetta fyrirtæki hafi haft fje afbæj- arbúum, heldur sú óhjákvæmilega röskun atvinnulífsins, sem leiðir af því að fyrirtækið verður að hætta starfsemi. Sú beiskja, sem vera kann í bæjarbúum yfir stöðv- un þessa fyrirtækis, stafar ekki af því, aö fyrirtækið hafi verið „blóð- suga“ á bænum.heldur þvert á móti. Tapið sem lenti á St.Th. Jónssyni, stafar að mestu leyti af því, að fyrir hans milligöngu, festist fje í ýmsum fyrirtækjum, bæði hjer í bænum og nærsveitum, sem ekki gátu staðið í skilum. * * * Það er óhætt að fullyrða, að fáir munu vera á skoðun Harald- ar Guðmundssonar um það, að náttúran hafi verið sjerstaklega „mjúkhent og örlát" við þennan iandsfjórðung. Þegar tekið er tillit til þess, að Seyðisfjarðarkaupstað- ur og fleiri austfirsk kauptún, hafa upphaflega bygst utanum síldarút- veginn, verður náttúran varla dá- sömuð fyrir það, að þessi atvinnu- vegur hefir brugðist að mestú í heilan mannsaldur. Og náttúran verður heldur ekki dásömuð fyrir vorharðindi og grasbrest, sem iðulega hefir orðið. Enda er það því miður svo, að töp á atvinnu- rekstri hafa orðið stórfeld, alls- staðar, bæði í sveitum og sjávar- þorpum þessa iandshluta. Þaö sýnir óeinlægnina í baráttu Fram- sóknar- og jafnaðarmanna-blað- anna, aö þau hafa sárlftið minst á þau töp, sem urðu við útbú Landsbankans á Eskifirði fyrir nokkrum árum. En þó er talið, að útbúið hafi tapaö þrem miljón- úm króna áþremurárum. Ástæð- an til þeirrar þögli, sem ríkt hefir um töp bankans á Eskifirði, er engin önnur en sú, að vegna skip- unar yfirstjórnar Landsbankans, hefir þótt óheppilegra að nota þau til pólitískra árása. Seyðisfjarðarkaupstaður hefir farið varhluta af örlæti náttúrunn- ar fremur ýmsum öörum kaup- túnum hjer eystra. Auk þess hafa ráðstafanir hins opinbera ekki orðið til þess að auka viðgang bæj- arfjelagsins. Má t. d. benda á hví- líkur feikna hnekkir það var þ.essu bæjarfjelagi, er fiskiveiðalögin gengu í gildi. Þar urðu hagsmun- ir þessa bæjarfjelags eö lúta fyrir hagsmunum heildarinnar. En þrátt fyrir misbrestasamt árferði og þrátt fyrir ráðstafanir löggjafarvaldsins, sem óhagstæðar hafa reynst þessu bæjarfjelagi, þá er það almanna- mál, að Seyðisfjarðarkaupstaður muni nú sem stendur vera eitt- hvert best stæða kauptúniö hjer eystra. Má af því nokkuð marka hvílík blekking það er, þegar reynt er að telja mönnum trú um, aö bankatöpin, sem hjer hafa orðið, sjeu blóðtaka á bæjarfjelaginu. * * * Hjer að framan hefir verið vik- ið nokkrum orðum að hinum al- mennu ástæðum til þeirra banka- tapa, sem orðið hafa hjer á Seyð- isfirði. Hefir verið sýnt fram á hvern þátt erfitt árferði og til- verknaður löggjafarinnar eiga í þessum töpum. Ennfremur hefir verið vikið að skuldaversluninni, sem hjer eins og annarsstaöar heiir dregið dilk á eftir sjer. Þá hefir og verið hnekt þeirri firru, að töp þessi sjeu „blóðtaka“ fyrir bæjarfjelagið. Grein, sem nýlega birtist í mál- gagni sósfalista hjer í bænum, gefur ástæðu til aö minnast nokkru nánar á einstök atriði í þessu sambandi. Verður hjer stuðst viö bækur skiftaráðandans. Vegna þess, að mest hefir verið rætt um bú Stefáns Th. Jónssynar, skal einnig sjerstaklega vikið að því. Út af fullyrðingu jafnaðarmanns- ins um „blóðtöku* bæjarfjelagsins, er þá fyrst að geta þess, að allar kröfur bœjarmanna í búið eru forgangskröfur og hafa allar Útlagavísur. Þó aldar renni eg æfiskeið eg altaf man þá stund, er„‘æfin leiÖTí ástaglaum á íslendinga grund. Eg man þar bjartra blómafjöld og blíðan vinafund. Hve oft var glatt og yndislegt á íslendinga grund. En eg hef farið langa leið með lokuð æfi sund og gleymi aidrei æskutfð á íslendinga grund. Og þegar geysa harmar heims og hryggjast tekur lund, eg fer í anda altaf heim á íslendinga grund. Ög seinast þegar úti er alt og efsta komin stund, þá fer eg ungur aftur heim á íslendinga grund. Benedikt Qíslason verið greiddar. Bœjarfjelagið hef- ir ekki tapað eyri viðjgjaldþrotið. Eins og öllum er kunnugt, var Útvegsbankinn Iangsamlega stærsti kröfuhafinn í bú Stefáns Th. Jóns- sonar. Er sýnilegt af þeim gögn- um, sem fyrir liggja, að bankinn hefir notað aðstöðu sína út f æsar. Skal þá fyrst á það bent, að í kröfuupphæð bankans ar mjög stór upphæð, sem búið var í á- byrgðum fyrir og bankinn hefir fengið, eða mun fá greiddar ann- arsstaðar frá, að miklu eða öllu leyti. Þá eru einnig geysiháar upp- hæðir, sem bankinn hefir gert í fleiri bú og reiknað sjer fulla vexti hjá hverju um sig. Má þar til nefna skuld hf. Alda, um 137 þús. krónur. Þessi krafa er gerð í þrjú bú, hf. Öldu, Sig. Jónssonar og Stefáns Th. Jónssonar. Við þrí- talningu þessarar einu upphæðar hækka niðurstöðutölur búanna um ca. 274 þús. En um ótalmargar kröfur er hið sama að segja, og raskast því niðurstöðutölurnar um mörg hundruð þúsund krónur. Bankinn hefir reiknað sjer pro- vision af víxilskuldum í bú St. Th. Jónssouar full 7000 krónur. Hefir bankinn vafalaust rjett til að reikna sjer slíka provision. En sýnilegt er, að einskis er látið ófreistað um að koma kröfunum sem allra hæst. # * * Meira tvímælis gæti orkað hvort bankinn hefir rjett til þess að

x

Austfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.