Austfirðingur - 30.01.1932, Blaðsíða 3

Austfirðingur - 30.01.1932, Blaðsíða 3
AUSTFIRÐINGUR 3 0<32>00<3E>0©Oe AUSTFIRÐINGUR V i k u blað Ritstjóri og ábyrgðarmaður Árni Jónsson frá Múla. Sími nr. 70. Verð árgangsins 5 kr. o<3s>oo<ss>oo<ss>o®o<s>ooc Söngfjelagið Bragi er sú menningarstofnun, sem Seyð- firðingum ber að sýna sóma, sem starfsmenn og ekki síður sem áheyr- endur. Allir, sem til þekkja, vita hvaða fyrirhöfn því er samfara, aö æfa söng og jafnframt að það starf er óeigingjarnt og fæst ekki borgað hjer í fámenninu með ööru en þeirri ánægju, sem fæst af sliku starfi og sjálfum söngnum. Söngur Braga hefir á undanförn- um áratugum verið nær því hið ^ina, sem seyöfirskir borgarar hafa lagt fram af andlegu starfi, auk mjög slit- rótta tilrauna til þess aö halda við ieiklist. Og þó hefir oft veriö vand- sjeð, hvort Bragi hjeldi lífi. Enda stundum örðug skilyrði. Þó má segja að altaf hafi hann starfað, þó oft af veikum mætti. Það var Kristján heitinn læknir, sem hóf merki söngs á Seyðisfiröi og safnaði Braga undir það. Ætti Bragi að vera þess minnugur við hvert tækifæri og hafa eitt eða fleiri af lögum Kristjáns á dagskrá sinni. Meðan Kristjáns læknis naut, var Bragi mjög góður, en þegar heilsa læknis dvínaði, dofnaði yfir Braga. Fleiri söngvina mætti minnast og fremstan telja Lárus heitinn Tómas- son, sem var einhver hinn mesti söngvinur, sem Seyðisfjöröur hefir átt og smekkvfs söngmaöur. Enda varð Ingi sonur hans til þess að hefja að nýju merki Braga, þá rúm- lega tvítugur. Var það skaði hinn mesti fyrir Braga og Seyðísfjörð, að hinna ágætu sönghæfileika Inga naut svo skamt. Nú er þaö Jón Vigfússon, sem leiöir hann. Er jón smekkvís og áhugasamur söngmaöur og hinn snyrtilegasti söngsijóri. í vetur hefir Bragi unnið af kappi miklu. Honum hafa bæst nýir menn. Má þar fremst- an telja Árna Jónsson frá Múla, og gætir áhrifa hans mjög vel. Sjerstak- lega eru það einsöngslögin, sem fá ómetanlegan svip af hinni ágætu barytonrödd Árna. Bragi gjörði þann búhnykk í haust, að hann rjeðst í að fá Sigurö Birkis söngvara til þess aö kenna sjer. — Hefir Sigurði unnist ótrúlega mikið á í þjálfun raddanna á svo skömm- um tíma. Jeg hlustaði á Braga í bamaskól- anum þann 9. þ. m. Þótti mjer söng- ur hans að ýmsu leyti hinn ánægju- legasti. Söngurinn bar þess fyllilega vott, að Bragi þarf ekki svo mjög að takmarka sig við auðveld og einhæf lög. Söngvaramir eru vel á vegi með að læra listina að syngja mjúkt og viðkvæmt og kom það vel fram í lögunum: „Við hafið jeg sat“ og „Til Austurheims vil jeg halda". Þá kom það og vel í Ijós, að Bragi býr yfir góðu afli, sje því beitt. Kom það best í ljós í „Landkjenning" og „Sjá þann hinn mikla flokk". Annars þyrfti að auka djúpraddirnar. Fyrsti bassi styður varla nógu vel framburð söngsins og annar bassi mætti fá dýpri fyllingu. Þessa gætir meira fyrir það, að tenorarnir eru allstyrkir. Af söngnum yfirleitt fjekkst fyrir- heit um, aö vænta má góðs af Braga, ef hann hefir úthald til þess, að halda nú áfram af kappi. Um með- ferð einstakra laga læt jeg ótalað. Aðeins skal þess getiö, að mjer þótti yfirieitt vaxandi (crescendo) og minkandi (diminuendo) styrkur ekki nógu jafn og samfeldur, umskifti hins styrka og veika of snögg. Við það tapast áhrifamagn, sem enginn söngur má missa. Bragi á að rera sigurviss og djarf- ur í framkomu og umfram alt glað- Iegur. Vil jeg svo um leið og jeg þakka Braga fyrir kvöldið og sinn skerf óska honum hins besta. Og Seyöis- firði þess að þar sje á feröum vajc- andi frjóangi á hinum myrku tímum. Vaxandi frjóangi til aukins andlegs lífs. — H.F. HAMAR. Vjelaverkstœði. Járnsteypa. Ketilsmiðja. Tryggvavötu 54, 45, 43. Reykjavík. Útibú í Hafnariirði. — Framkvœmdarstjóri: O. MALMBERG. — Símar: 50, 189, 1189, 1289, 1640, 1789. Telegnadr.: H a m a r. Tekur að sjer allskonar aðgerðir á skipum, gufuvjelum ogmótorum. — Framkvæmir allskonar rafmagnssuðu og logsuðu, hefir einnig loftverkfæri. — Steypir alla hluti úr járni og kopar. — Eigið Model- verkstæði. Miklar vörubirgðir fyrirliggjandi. — Vönduð vinna og ijótt af hendi leyst, framkvæmd af fagmönnum. — Sanngjarnt verð. — Hefir fyrsta flokks kafara meö góðum útbúnaöi. — Býr til minni gufukatla, mótorspil, snurpinótaspil, reknetaspil og „Takelgoss". ÍSLENSKT FYRÍRTÆKI!-STYÐJIÐ INNLENDAN IÐNAÐ! Marteinn Einarsson & Co. — Vefnaðarvöruverslun. — Hánefsstöðum, 22. jan. 1932. Laugavegi 31. Reykjavík. Sig. Vilhjálmsson. Samsöngur þeirra Sigurðar Birkis og Árna Jónssonar í kirkjunni 12. þ. m. var vel sóttur, þrátt fyrir stórhríð. Þeir fjel. sungu saman duetta: Ó, þá náð eftir Wenneberg Haustljóð eftir Mend- elsson, SóIsetursIjóO eftirBj.Þorsteins- sonog dúett úrLafoizadel Destino eftir Verdi. Sungu þeir það alt með mikilli prýði, og fullyrða má að t. d. það síöasta irundu þeir fjelagar syngja við góðan orðstír hvar sem væri, þó dúettinn sje bæði erfiður og heimsfræg- ur. Sig. Birkis söng fjóra einsöngva: Elegie eftir Massenet, Til næturinnar nýtt lag eftir Kaldaldns, framsögn og ariu úr Xeres eftir Hándel, hjer þekt undir nafninu Largo. Fór þar saman hjá Birkis prýöileg rödd og meðferð texta og tóna. Slðast söng hann Ave Marie eftir Tosti, er ekki nema fyrir æfða söngvara aö syngja það, og tekst þó misjafnlega, en í því lagi fjekk maður fyrst hugmynd um hvaða leikni Birkis hefir yfir að ráða, má óhætt fullyrða að hann er einn okkar allra Iærðasti söngvari og söngvinn mjög, enda samvisku- og áhugasamur með afbrigöum. Arni Jónsson söng þrjá einsöngva með undirsöng „Braga* Sjá, þann hinn mikla flokk eftir Qrieg, Landkending eftir sama og, Nú andar suðriö eftir Inga T. Lárusson, söng Arni prýðiiega eins og hann er vanur. Frú Juul spilaði undir á pfano hjá þeim fjelögum meö nákvæmni og smekkvísi eins og henni er lagiö, er gott til þess að vita að Seyðfirðing- ar eiga þar völ á undirspili sem myndi sæma hverjum söngvara, en leitt að fá ekki oftar tækifæri til að heyra spil frúarinnar og það á betra hljóðfæri en var í kirkjunni. Eitt vildi jeg mega benda Seyð- firðingum á ef þeir fá tækifæri til að verða hrifnir á samsöng í kirkju eins og í þetta sinn þá að láta í ljósi hrifningu sína meö því að standa upp, er það altítt og góður siður. Jón Vigfússon. Fjolbreytt úrval af allskonar tefnaðarvöru. Tilbúinn fatnaður á konur, karla, unglinga og börn. Miklar birgöir af prjónavörum. Gardínutau, Gólfteppi og Renningar. Smávörur. — Vefjargarn, -----Prjónagarn, Bindi, Skyrtur, Sokkar, Hattar, Húfur.--------- Alt með lægsta verði. Vörurnar sendar gegn póstkröfu um alt land. Símar 315, 1495. Símnefni: Mecco. Pósthólf 256. Byggingavörur & eldfæri Oranier-ofnar grænemailleraðir. — Ofnrör úr smíðajárni og potti — Linoleum, mikið úrval. Ennfremur Filtpappl, Látúnsbryddingar, Linol- eumlím, Gólfflísar, svartar, hvítar, rauðar og gular. Veggflísar, Mar- marasement, Korkplötur, Þakpappi, Saumur, Heraklitliplötur, Vírnet, Miðstöðvartæki (kaitlar og radiator- ar) miklar birgðir. Vatnsleiðslurör, galv. og svört, Fittings, Handdælur, Eldhúsvaskar, Fajncevaskar, Baðker, skolprör, Vatnssalerni, Hurðarhún- ar, Skrár, Lamir, Gúmmíslöngur — og margt fleira. — Fljótafgreiðsla. Vörur sendar út um land gegn eftirkröfu Á. EINARSSON & FUNK J U N O - eldavjelar, hvftemailleraðar, vel þekt- ar um alt land (margar stæröir altaf fyrirliggjandi) Símnefni Omega. Reykjavík. Talsími 992 Pósthólf 261 Prentsm. Sig. Þ. Guðmundssonar

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.