Austfirðingur - 09.02.1932, Blaðsíða 1

Austfirðingur - 09.02.1932, Blaðsíða 1
TFIRfll 3. árgangur Seyðisfirði, 9. febröar 1932 4. tölublað Mælt fyrir minni stjnrnar Útvegsbanka íslands h.f. í dag er afmælisdagur. Meö því að yðar er tilefnið til afmælisins sýnist vel við eiga, að yðar sje minst. Qetið þjer ekkert haft á móti því, aö töluð sjeu nokkur orð fyrir minni yðar, og að hald- ið sje á lofti verkum yðar í opin- berum verkahring. Ef það gæti orðið til þess, að alþjóð fengi rjetta hugmynd um starfsemi yðar, þó í smáu sje, teldi jeg það vel fara. En sjálfir veröið þjer að bera ábyrgð á því, hvort vegur yðar vex eða rýrnar við kynning- una, en jeg tek á mig þá ábyrgð, að hún sje rjett, það sem hún nær. Það er upphaf þessa máls, að snemma í ágúst 1930, meðtókjeg svohljóðandi brjef: Reykjavík, 14. júlí 1930. Herra bankaritari Þórarinn Benediktsson Seyðisfirði. Samkvæmt ályktun síðasta fund- ar bankaráðs Útvegsbanka ísiands h. f. er yður hjer með sagt upp starfa yðar í útibúi Útvegsbanka lslands h.f. á Seyðisfirði frá 1. nóvember næstkomandi. Virðingarfyllst Útvegsbanki íslands h.f. Jón Baldvinsson. H. Halldórsson. Nú skyldu menn halda að af- setningarafmælið væri 1. nóvem- ber, en svo er þó ekki. Kemur það til af því, að þegar jeg hafði skilaö af mjer að kvöldi þess 31. oktober, virðist svo, sem ekki hafi verið fullsamið um ráðstöfun á stöðunni, því seint um kvöldið kom skeyti þess efnis, að jeg væri beðinn að gegna stöðunni f þrjá mánuði, eða til 1. febrúar 1931. Gjörði jeg þaö, meðfram vegna þess, að mjer kom í hug að yður væri að verða það ljóst, að þjer væruð að fremja rangindi, og þjer munduð, ef til vill, taka pessa ráðstöfun aftur. En það reyndist ekki svo, enþannig atvikaðist það, að afmælið færðiat til 1. febrúar. Vildi jeg leggja lítinn skerf til þess, að yður gæti orðið það sem há- tíðlegast. Það skal hreinskilnislega játað, að hugmyndir mínar um vit og þekkingu þess bankastjórans, sem skrifað hefir nafn sitt undir ofan- nefnt brjef, hafa aldrei staðið mjög hátt. En ekki hafði mig samt órað fyrir því, að hann þekti svo lítiö starfsreglur banka þess, sem hann á að stjórna, að hann vissi ekki það, að bankaritarar í úlbúunum heyra ekki undir yfirstjórn bankans, hvorki að ráðningu eða afsetningu. En með því að jeg gengdi stöðu, sem heyrir undir yfirstjórnina, tók jeg þetta sem gott og gilt, og brosti að flónskunni. Rjett er að taka það fram, að jeg hefi allmiklar líkur fyrir því, að þessi ráðstöfun gagnvart mjer hafi upphaflega verið gjörð á bak við bankastjórann Jón Ólafsson, og að honum fjarverandi. Jeg skrifa því ekki þetta verk í liaus reikn- ing, að svo stöddu. Jeg gjöri ráð fyrir því, að fleir- um en mjer hefði þótt brjef þetta köld kveöja og nokkuö snubbótt, eftir 10 ára starf í bankanum, þar sem ekki er einu sinni drepið á nokkra ástæðu fyrir ráðstöfun þessari. Jeg var þess ekki meðvit- andi, að jeg hefði brotið af mjer á nokkurn hátt, og mjer var enn- fremur kunnugt um það, að al- ment álit var, að ekkert væri út á starfrækslu mína að setja, og aldrei hafði verið að henni fund- ið, svo mjer sje kunnugt. Jeg hefi sjálfur sýnt flestum yðar vottorð samverkamanna, sem sýna aö þetta 'er ekki ofmælt, og fleiri væri eflaust hægtaðsýna, ef mjer findist taka því. Mjer varð því fyrst fyrir að skrifa yður brjef, sem dags. er 15. ágúst 1930. Brjef þetta var skrifað með fullri kurteisi, eins og mjer er Iagið, og efni þess er í stuttu máli það, að jeg tel mig eiga fulla kröfu á því, að mjer sjeu gefnar upp þær ástæður, sem liggi til grundvallar fyrir þessari breytni gagnvart mjer, því ekki geti kom- ið til mála, að leggja niður starf það, sem jeg hafði haft með hönd- um. Og jeg krafði um ástæðurnar og skoraði á yður að láta mjer þær í tje með skrifiegu svari. Sem svar við þessu brjefi með- tók jeg 10. oktober svohljóðandi brjef frá yður: Reykjavík, 8. oktober 1930. Herra Þórarinn Benediktsson Seyðisfirði. Sem svar við brjefi yðar dags. 15. ágást þ. á. hefir bankaráðið falið bankastjórninni að láta yður vita, að uppsögn yðar stafi ekki af vanrækslu á starfi yðar, heldur eingöngu vegna þess, að reynt er að spara á starfsmannahaldi bank- ans, og þá eru þeir sem hæst eru launaðir látnir fara fyrst. Virðingarfyllst Útvegsbanki íslands h.f. Helgi P. Briem. Jón ölafsson. Það er nú góðra gjalda vert, að í brjefi þessu felst bein viöurkenn- ing þess, að ekki sje að ræöa um vanrækslu í starfi mínu. Og þar er sú ástæða látin uppi, að upp- sögnin eigi að vera gjörð í sparn- aðarskyni, og þeir látnir farafyrst „sem hæst eru launaðir". þetta er góð og gild ástæða, ef hún væri annað en yfirskin. Jeg verö nú fyrst og fremst að láta í ljósi nokkurn efa um það, að jeg hafi verið hæst launaður allra manna, sem störfuðu í Útvegsbankanum, og það svo hátt launaður, að verulegur sparnaður fyrir bankann hafi getað af því orðið, að reka mig einan frá starfi, að því er jeg frekast veit. Þessu trúi jeg ekki og enginn sem til þekkir, fyr en þjer hafið lagt fram frekari sönn- unargögn. Af því að þessi sparnaðar-fyrir- sláttur er sú eina ástæða, sem fram hefir verið færð frá yðar hendi, væri full ástæða til þess, að taka sparnaðarráðstafanir yðar hjer við útbúið til rækilegrar at- hugunar. það verður nú samt ekki gjört að þessu sinni. Aðeins skal á það bent, að um sama leyti og jeg fór trá bankanum hjer, var nýr starfsmaður tekinn, og nokkru sföar annar, er tók við mínu starfi og héfir gegnt því síðan og gegn- ir enn. Þessum starfsmannafjölda hefir síðan verið haldið, og þjer getið víst engum taliö trú um það, að þessir tveir hafi minna kaup en jeg hafði. Að þeir Ieysi meira verk af hendi, getur vel verið, en þá skora jeg á yður að færa sönn- ur á, að störf hjer í útbúinu hafi yfirleitt ekki verið leyst af hendi á rjettum tíma, áður en þjer tók- uð að gjöra ráðstafanir yðar um starfsmennina. Að sjálfsögðu er mjer ekki full- kunnugt um rekstrarkostnað hjer á útbúinu síðastliðið ár, síðan jeg fór úr bankanum. En meö því að jeg þykist nokkuð kunnugur, þar sem ekki er lengra liðið sfðan jeg var þar starfsmaður, og fylgdist þá vel með, og er auk þess sæmi- lega reikningsglöggur og eftirtekt- arsamur á það sem fram fer í kringum mig, leyfi jeg mjer að staðhæfa.að rekstrarkostnaður hjer við útbúið muni vera hærri sfo- astliðið ár en næsta ár á undan, svo að skifti þúsundum króna, og ef til vill harri en nokkru sinni áður. — Skora jeg á yður að birta opinberlega yfirlit yfir rekstrar- kostnað útbúsins hjer fyrir áriö 1930 og jafnframt til samanburð- ar útgjöld til þessara hluta sfðast- Iiðið ár. Vænti jeg að þá sjáist dýrölegt d»mi um sparnaöarráö-1 stafanir yðar. Verði það ekki | gjört, stendur þessi staðhæfing mfn óhrakin, og svo verður litið á, að þjer treystist ekki til að hnekkja henni. Þá kem jeg að síðasta þætti þessara minningarorða. Síðastlið- inn vetur dvaldi jeg um tfma í Reykjavfk. Átti jeg tal viö flesta yðar um þetta mál. Skylt er að geta þéss, að jeg mættf hinni mestu ijúfmensku hjá fiestum yð- ar. Reyndi jeg að sýna yöur fram á, að þessi svonefnda sparnaðar- ráðstöfun væri einber misskilning- ur. Varð sá endir þessara viðtala, að jeg skrifaði bankastjórninni allítarlegt brjef, sem er dags. 21. mars 1931. Þaö brjef sje jeg ekki ástæðu til að birta að þessu sinni. Fæ'rði jeg þar gild rök að því, að ekki kæmi til mála að leggja nið- ur starf það, sem jeg hafði haft á hendi, nje að fækkað yrði starfs- mönnum frá því, sem verið hafði. Sá eini sparnaður, sem um gæti verið aö ræða, væri þá helst ein- hver lítil lækkun á launum, en ekki mundi fært að ganga Iangt í þá átt. En ef sú aðferð yrði reynd, taldi jeg skylt, að mjer væri gef- inn kostur á að halda stöðunni, ef jeg vildi, ef engar sakir væru á hendur mjer. Var því marg-yfirlýst af yöur, að svo væri ekki. Þetta brjef var skrifað að ráði banka- stjórans Helga P. Briem, og hermi jeg á hann sjerstaklega mjðg á- kveðið loforð um svar, sem koma skyldi í mafmánuði. Með mikilli þolinmæði og lang- lundargeði hefi jeg beðið eftir svari því, sem mjer var lofað. Hefi jeg átt erfitt með að ganga út frá því, að jeg ætti í höggi við svo mikla lítilmensku, að gengið væri á gefin loforð og þjer þyrð- uð eigi að eiga við mig brjefaskifti um þetta ntál. En svarlö er ó- komið enn. Ekki getur verið úm gleymsku að ræöa, því 20. júlí sendi jeg yður svohljóðandi sím- skeyti: Stjórn Útvegsbanka íslands hf. Reykjavík. Brjefi mínu 21/3 hefir ekki ver- iö svarað, svo sem lofað var. Hvenær má vænta svars. Þðrarinn Benediktsson. þessu símskeyti hefir ekki verið svarað, frekar en sjálfu brjefinu. Borgaði jeg þð fyrir svarið. Læt jeg svo þessum minningar- orðum lokið að þessu sinni. Qet- ið þjer glaðst af því, að yðar er tilefnið til þess að þetta mál er hjermeð gjðrt að opinberu blaða- máli. Þjer hafið ef til vill haldið, að þjer gætuð kveðið það niður með þögninni, en í því farið þjer vilt. Seyðisfirði, 1, febrúar 1932. Þórarínn Benediktsson.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.