Austfirðingur - 09.02.1932, Blaðsíða 3

Austfirðingur - 09.02.1932, Blaðsíða 3
AUSTFIRÐINQUR 3 AUSTFIRÐINGUR V i k u blað Ritstjóri og ábyrgðarmaður Árni Jónsson frá Múia. Sími nr. 70. Verð árgangsins 5 kr. 0<3£>00<a3s>00cá£>0®0<3££>i að nýir menn með nýjan bankastjóra í broddi, ráöa nú fjármálum bankans. þaö gat verið heppilegt upp á sam- heldnina í hjöröinni, að láta sjá að þeir þyrftu ekki að sækja neinn bylt- ingahug til sjera Gunnars. Munu fylg- ismenn Haraldar kalla þetta og ýmislegt anaað í framkomu hans „diplomati". En aðrir munu kalla það óheilindi. Símskeyti Tilkynning, Þar sem verslunin hefir nú ákveðið að hætta öllum lánum, er öllum reikningum lokað frá síðustu áramótum. Þeir, sem skulda, eru alvarlega ámintir um að greiða skuldir sínar, eða semja um greiðslu þeirra nú þegar. Þeir, sem ekki hafa greitt eða samið um skuldirnar fyrir 1. apríl n. k. verða tafarlaust og án undantekningar lögsóttir. frá frjettaritara Austf. í Rvík. Norðfirði, 16. janúar 1932. 4. Á þingmálafundinum á laugardags- kvöldiö útmálaði Haraldur Guömunds- son það mjög átakanlega, hvílík ó- stjórn væri í heiminum þar sem auð- valdiö rjeði. í Ameríku væri hveítinu kastað í eldinn, en miljónir gengi atvinnulausar og hefðu ekki málungi matar. Þaö er áreiðanlegt að hver einasti maður, sem á þessum fundi var, var sammála Haraldi Guðmunds- syni um þaö, aö hjer væri um hróp- lega óstjórn að ræöa. En einhverjum hefir máske oröið hugsað til Alþýðu- auðvaldsins hjer á Seyðisfiröi. Fjörð- urinn hefir verið fullur af síld frá því í haust, og hvað hefir bankastofnun Haraldar gert til þess, að menn gætu hagnýtt sjer þessa uppgripaveiði? — Ekkert — og minna en ekkert þó. Það er engu líkara en að auð- valdið ameríska, sem Haraldur vítir svo á fundum, sje honum til fyrir- myndar þegar hann er sestur í banka- stjórnasætið. 5. Talsverða athygli vakti það á þing- málafundinum, að Haraldur er alt í einu orðiun hinn mesti byltingamað- ur. Þegar hann komst að Alþýðu- blaðinu að undirlagi Staunings fyrir nokkrum árum síðan, var það vegna þess, að Stauning leist maðurinn friösamur og meinlaus og laus við byltingatilhneigingar sumra flokks- bræðra sinna. Þegar hann kom hing- aö fyrir ári sföan, var hann mjög hógvær og hægfara í öllum kenning- um sínum. Nú sjer hann ekkert ráð viö kreppunni nema algera byltingu þjóðskipulagslns. Hann bætti því raunar víö, að hann hefði enga minstu von um aö slík bylting kæmist fram á þinginu í vetur. 6. Það er fróðlegt fyrir seyðfirska kjósendur að athuga þetta: Þingmað- ur þeirra leggur höfuðáherslu, að Alþingi verði að gera ráðstafanir til að ráða fram úr kreppunni. Hann tekur fúslega tillögur um að skora á Alþingi, að einbeina krötum sínum að kreppuráðstöfunum. Sjálfur segir hann, að ekki sje nema eitt ráö viö kreppunni, að afnema þjóðskipulagið. Og bætir því svo viö, að hann sje alveg vonlaus um að nokkur ger- breyting á þjóðskipulaginu komist fram! 7. Manni dettur líkt í hug um þetta byltingaskraf Haralds og bent hefir verið á um samvinnufjelagsbraskið hans, aö hann sje svona frakkur af því að hann hefir enga „von“ um að koma byltingunni fram. Og sannleik- ur mun það vera um Harald, að hon- um er sýnna að tala um hlutina en framkvæma þá. En svo má vera, að nokkur slóttugheit hafi ráðið því, að Haraldur var óvenju byltingagjarn á þessum fundi. Sra Gunnar Benedikts- son var nefnilega staddur þarna, og Rvík 5/a. Keflavfkurdeilan. Oddvitinn í Keflavík, Quðmund- ur Guðmundsson, var hjer í gær og afhenti dómsmálaráðherra kæru hreppsnefndar út af aðflutn- ingsbanni á kolum til Keflavíkur, sem gæti haft heilsuspillandi af- leiðingar. Ennfremur tilkynti hann atvinnumálaráðherra að samnings- umleitanlr hjá sáttasemjara við Alþýðusambandið, um að banni yrði afljett, hefði engan árangur boriö. Spurðist oddviti fyrir, fyrir hönd hreppsins, hvort nokkrar aðstoðar væri að vænta hjá lands- stjórn með útvegun nauðsynja. Landsstjórn svaraði engu í gær. Kröfur Alþýðusambandsins til Keflvíklnga voru helst að verklýðs- samband staðarins yrði endurreist og að útgerðarmenn staðarins semdu við það um kaup, en kaupdeila milli útgerðarmanna og sjómanna þar hefir engin verið, en í fyrverandi verklýösfjelagi Keflavíkui voru ekki nema um 30 sjómenn af um 300 sem sjó stunda frá Keflavík, og þegar fyrverandi verklýðsfjelag samþykti að setja þar ait í verkbann, voru fáir af þessum 30 á fundi. Saltskip kom til Keflavíkur í nótt með sait til vertíðarinnar. Uppskipun byrjaði óhindrað, og er talið ólíklegt að reykvískir sósí- alistar treysti sjer til að sækja Kefivíkinga heim með ofbeldi. Lfnuveiðararnir. Samningar strandaðir. Samningar milli fjelagsstjórnar línuveiðara og Sjómannafjelags- stjórnar strðnduðu í gærkvöldi. Linuveiðaraeigendur bjóða sömu hlutsklfti og nú tíðkast annarsstað- ar á landinu, en Sjómannafjelags- stjórn heimtar sömu kjör að öllu leyli og í fyrra giltu. Línuveiðarar hjer og í Hafnarfirði eru allir teptir í höfn. Atvinnuleysisskráning hjer taldi 700. Tilraun til vinnustöðvunar. Sjómannafjelagsforsprakkar reyndu að stöðva vinnu við Reykja- vfkurhöfn um kvöldtíma við upp- skipun á Akranesfiski í togara. Báru því við, að kominn væri næturhvíldartími, en verkamenn báðusjómannaforsprakka að hverfa á brott, því ekki gætu þeir útveg- að vinnu á daginn, og skildu því lofa mönnum að vinna í friöi þegar vinna fengist — og svo varð. Verslunin Konráð Hjálmarsson. Páll G. Þormar. Hlutafjelagið „Herðubreið“ heidur ársfund sinn þriðjudaginn 15. mars n. k. í Kvikmyndahúsinu á Seyðisfirði og hefst fundurinn kl. 8,30 s. d. Fundarefni: 1. Stjórnin skýrir frá starfsemi fjelagsins á liðna árinu, lýsir fjár- hagsástandi þess og leggur fram tillögur um framhaldsstarfsemi fjelagsins á yfirstandandi ári. 2. Úrskurðaðir reikningar fjelagsins fyrir s. 1. ár. 3. Kosning tveggja manna í stjórn fjelagsins. 4. Kosning endurskoðanda og varamanns. 5. Önnur mál, er stjórn eða hluthafar kunna fram að bera. Seyðisfirði, 3. febrúar 1932. Eyjólfur Jónsson (p. t. formaður.) Námsskeið fyrir stúlkur frá 15 ára aldri verða haldin á húsmæðraskólanum á Hallormsstað frá 15. maí til 30. júní næstkomandi í vefnaði, saumum, matreiðslu og garðyrkju, Námsskeiðin eru hvort öðru óháö. Kenslugjöld 10 krónur fyrir allan Tímann. Umsóknarfrestur til 15. apríl. Nánari upplýsingar gefur Sigrún P. Blöndal. Ásgeir Ásgeirssen segirj' „ tiken“, að sennilega verði fyrir þingið afnám bannlagan Enskur togari, Rosendale Wake aö nafni, frá Hull, strandaði kl. 3 á föstudagsnótt hjá Seley. Skipshöfnin, 15 menn, voru í skipinu í 3 klst. og sökk skipið rjett eftir að þeir skildu við það. Skips- höfnin fór í skipsbátnum til Sandvík- ur og vorujsóttir þangað frá Norð- firði. Glórulaus þoka var og nátt- myrkur, er skipið strandaöi. Söngfjelagið Bragi hjelt söngssemtun á sunnudags- kvöldið í barnaskólanum. Meöal nýrra Iaga á söngskránni var Syst- kinin eftir sjera Bjarna Þorsteinsson, með tenórsólo Sverris Sigurðssonar. Var því lagi og söngnum yfirleitt mjög vel tekiö. Er þetta í fjórða sinni sem fjelagið syngur opinberlega á hálfum öörum mánuði og í hvert sinn við bestu aðsókn. Athygli skal vakin á auglýsingu um náms- sknið fyrir ungar stúlkur við hús- mæðraskólann ?á Hallormsstað, sem auglýst er hjer í blaðinu. er betra en annað öl, þessvegna drukkið mest. ðlgerðin Egill Skallagrímsson Reykjavík. Símar: 390 og 1303. Símn.: Mjööur Prentsm. Sig. Þ. Guðmundssonar.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.