Austfirðingur - 20.02.1932, Blaðsíða 1

Austfirðingur - 20.02.1932, Blaðsíða 1
TFIRfll 3. árgangur Seyðisfirði, 20. febrúar 1932 5. tölublað Hugleiðingar um skattamál. Eins og kunnugt er fluttu jafn- aðarmenn á síðasta bingi all-rót- tæk skattafrumvörp, sem að því miðuðu, að hækka stórkostlega beina skatta, frfi því sem nú er, jafnframt og gjört var ráð fyrir lækkun, eða helst algjöru afnámi hinna svo kölluðu óbeinu skatta. Þessi stefna í skattamálum virð- ist vera mjög vinsæl meðal hinn- ar svonefndu verkamannastjettar, enda er óspart að því unnið, að telja henni trú um að með því fyrirkomulagi, sem nú ríkir í skattamálum, sje henni hlutfalls- lega íþyngt meira heldur en öðr- um stjettum þjóðfjelagsins. það má náttúrlega með fullum rjetti segja að allir skattar, hverju nafni sem þeir nefnast og hvernig sem þeir koma niður, sjeu óþægi- leg kvöð á hverjum þeim, sem skattinn greiðir. Óbeinir skattar hafa það þó til síns ágætis, ef syo mætti að oröi kveða, að það er að nokkru leyti komið undir fyrirhyggju manna og sparneytni, með hve miklum þunga þessir skattar koma niður, Hinn forsjáli maður, sem leitast við að lifa sem mest af eigin, eða innlendri fram- leiðslu,. eftir því sem ástæður eru til, sleppur við allmikinn hluta þess óbeina skatts, sem kemur í hlut þess, sem tninni fyrirhyggju sýnir. Meðal hinna forsjálli manna í þessu sambandi, ber meðal ann- ars aö telja þá, sem heldur kjósa t. d. að gefa börnum sínum skyr, nýmjélk og þorskalýsi eftir þörf- um heldur en niðursoðna mjólk, kaffi og kex. Þorskalýsi geta menn fengið fyrir ekki neitt, eða sama sem ekki neitt, ef þeir bræða lifr- ina sjálfir. Kjósa heldur að gefa þeim síld, sem er bæði holl og ódýr fæða, heldur en niðursoðnar fiskibollur og þessháttar ljettmeti. Kjósa heldur að láta þau ganga í fötum úr sterku innlendu efni heldur en úr ljelegra og, eftilvill, dýrara efni útlendu. Ef um at- vinnurekendur í stærri stíl er að ræða, sem óbeinir skattar hljóta altaf að koma þyngst niður á, getur millibilið milli óhófsama mannsins og hins gætna og hóf- samaorðiö mjögstórt, sem með- al annars kemur fram í því, að hinn óhófsami veröur að greiða fleiri og stærri upphæðir í óbein. um sköttum heldur en sá, sem fulla fyrirhyggju sýnir. Hinir óbeinu skattar miða þann- ig að því, bæðl beint og, óbeint, að örfa sparsemi manna á öllum sviðum og glæða áhuga einstak- lingsins fyrir því, aö nota inn- lenda framleiðslu og búa sem mest að sínu. Innan þjóðfjelagsins er ávalt, því miður, töluvert af mönnum, sem virðast vera eins og dæmdir til að eyða öllu sem?þeir eignast eða komast yfir. Qeta þessir menn oft verið mjög duglegir og að mörgu nýtir meðlimir þjóöfjelags- ins, þótt forsjálnina vanti. Ef ó- beinir skattar vsru afnumdir, myndu þessir menn verða mjög Ijelegir skattþegnar. En óbeinu skattarnir tryggja það, að af hverj- um óþarfa hlut, sem þeir kaupa, fær ríkissjóður sinn hluta, og næst þannig hjá þessum mönnum all verulegur hluti sem skatlur. Það er sjerstaklega fundið hin- um óbeinu sköttum til foráttu, að þeír komi óþægilega og óverðug- lega niður á eignalitlum eða jafn- vel eignalausum verkamannafjöl- skyldum og ber því ekki að neita að svo er. Ekki vegna þess að ekki beri hverjum manni í raun og veru, að leggja eittkvað af mörkum, í beinum sköttum eða óbeinum, til ríkisbúskaparins, sem heimtar mikið fje,"eins og kunn- ugt er. Heldur vegna hins, að þegar ástæður þessara fjölskyldu- manna eru svo erfiðar, að þeir verða ef til vill að leita á náðir viðkomandi bæjar- eða sveitafje- lags til þess að fá einhvern hluta þeiirar upphæðar, sem á þeim hvílir, í sambandi við hinaóbeinu skatta, þá er um öfugstreymi að ræða, sem lagfæra þarf. Skattalög- gjöfin þarf þarna lagfæringar við, en að dæma alla óbeina skatta óalandi og óferjandi fyrir það, að á framkvæmd laganna skuli finn- ast einhverjar veilur er auðvitað þröngsýni, svo maður noti ekki stærri ord. Um beina skatta er það að segja, að þeir verka sumpart alveg gagnstætt óbainu sköttunum, sem eölilegt er, þegar þess er gætt, að þeir hvíla einmitt þyngst á þeim mönnum eða fyrirtækjum, sem mesta sparneytni og fyrirhyggju sýna og hafa sýnt í starf- semi sinni. — Áhrif þeirra sem eru því sterkari, sem skatt- arnir eru hærri, miðaþannigbein- línis að því, að draga úr fram- taksviðleitni einstaklingsins ásviði atvinnumálanna. Eftir því sem von- irnar um sæmilega afkomu fyrir- tækisins er minni og líkurnar fyrir tapi meiri, eftir því verða menn ragari við að leggja út I það fyrirtæki, er um ræðir. Nú er það einnig svo með þann atvinnuveg, sem telja má aðalatvinnuveg lands- manna, að hann er mjög áhættu- samur. Hingað til hefir þaö verið svo, aö þar hefir skifst á stórtap og gróði, sem raunar hefir farið mjög þverrandi hin síðustu ár. þegar vel gengur, er þessum at- vinnurekendum gjört að greiða tekju- og eignaskatt í ríkissjóðinn auk hárra skatta til baajar- eða sveitafjelaga. þessutan hvíla hinir óbeinu skattar með sínum þunga á þeim. Þegar illa árar og stór- tap er á öllu, þá sleppur viðkom- andi að vísu við að greiða tekju- skatt, og eignaskatt ef hann á ekkert eða minna en ekki neitt, en aðrir áður nefndir skattar, hvíla á honum með sama þunga og áður, eða í raun og veru meö margföldum þunga, þegar tekið er tillit til útkomunn- ar á rekstrinum og þá jafnframt þess, að hann verður að taka af varasjóði fyrirtækisins, eða ef hann er enginn, taka að láni upphæð þá, sem þarf til að greiða skatt- ana. Sökum þess, hve rekstursút- koman frá ári til árs er ótrygg, er tekjuskatturinn sjerstaklega ó- þægilegur, eins og honum er nú fyrirkomið. Getur þannig vel kom- ið fyrir að atvinnurekandi, sem starfað hefir í nokkur ár, hafi orðið að greiða allháar||upphæðir í tekjuskatt, þótt meðal útkoma þessi ár hafi sýnt verulegan rekst- urshalla. Að þessu athuguðu, sem sagt hefir verið um beinu skattana, er augljóst, að þeir geta komið óheppilega og ósanngjarnlega niður, ekki síður en óbeinuskatt- arnir. Jafnaðarmenn halda því fram, að á krepputímum sje sjálfsagt að hækka hina beinu skatta, til hagsmuna fyrir alþýðuna. Auðvald- ið beri hvort sem gsje ekki nema örlítinn hluta af þeim byrðum, sem það ætti aö bera. Jafnframt verða þeir þó að viðurkenna að allur atvinnurekstur hjer á landi á afar erfitt uppdráttar, og aö á honum hafa orðið stór töp á síðustu árum. Verða að viður- kenna að þessi, sumpart ímynd- aði, þjóðarauður stendur að mestu í skipum og húsaskrokkum, sem einmitt má gjöra ráð fyrir að sje bein vandræðaeign á krepputím- um, jafnveljþótt ekki þyrfti að gjöra ráð fyrir aö greiða af þeim margfalt hærri skatta heldur en þá, sem nú gllda. Skattafrumvörp- in, að ógleymdu ellefu miljón króna frumvarpinu, sem þingmað- ur þessa kjördæmfs flutti á sfð- asta þingi, sýnir greinilega hug Jafnaðarmanna og þá sjerstaklega hans, til atvinnurekenda landsins. Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda hluttekningu við frá- fail okkar h]artksra eigin- manns og fSður, Jóns 6. Snædal. Stefanía Carlsdöttir og börn. Því miður er það nú svo, að krepputímar, eins og þeir sem nfi standa yfir, leggjast fyrst og fremst með öllum sínum þunga á at- vinnurekendurna. Að þyngja á þeim með margföldum nýjum sköttum, er því að brugga þeim banaráð og lama alveg framtaks- viðleitni þeirra. Ættu allir að geta sjeð hverjar afleiðingar slíkt myndi hafa fyrir afkomu ríkls og þjóðar. Það verður áreiöanlega hvorki jafnaðarstefnunni til framdráttar, til langframa, nje þjóðinni til blessunar, að stjettirnar sjeu rægö- ar hver gegn annari. þaö er ekki Iíklegt að menn gjöri sig til lang- frama ánægða með eintómar full- yrðingar um þörf þess, aö fella. alt í rústir, þótt þeim fullyrðing- um fylgi fyrirheit um eitthvert nýtt skipulag, sem þó engin nánari grein er gjörð fyrir. Hver hugs- andi maður á erfitt með að skilja og sætta sig við þær fullyrðingar, að við þaö, að fella alt í rfistir muni skapast nýr og betri efni- viður til þjóðfjelagsbyggingarinnar. Þeir sem hafa tekið aö sjer það vandasama hlutverk, að vera leiðtogar þjóðarinnar, ynnu þarft verk ef þeir' notuðu áhrif sín og aðstöðu til þess að efla. samvinnu og heilbrigða viðkynningu á milli stjettanna. Þeir sem beita áhrifum sínum í andstæða átt eru mjög óþarfir þjóðfjelaginu og því óþarf- ari sem áhrif þeirra eru meiri. Ekkert mál virðist nú vera meira nauðsynjamál heldur en það að bera sættarorð á milli fjármagns og vinnu. Hvorttveggja er afl þeirra hluta sem framkvæma þarf. Tæplega þarf að gera ráö fyrir að haldgóðar sættir náist í þessu sambandi, nema því aðeins aö starfsmönnum við hin ýmsu fyrirtæki verði, þar sem þvf verð- ur við komið, trygö ágóðahlut- deild og fhlutunarrjettur um rekst- ur þess fyrírtækis er þeir starfa við. Ætti slíkt einnig að vera framkvæmanlegt, að mfnsta kosti þar sem um fyrirtæki er að ræða sem útheimta marga "starfsmenn. Þetta fyrirkomulag ætti aö fela í sjer fulla tryggingu gegn verkföll-

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.