Austfirðingur - 20.02.1932, Blaðsíða 2

Austfirðingur - 20.02.1932, Blaðsíða 2
4 AUSTFIRÖÍNQUR Höfum fyrirliggjandi í Reykjavík allskonar vörur frá Libby s. s. Baunir niöursoðnar, Jarðarber, Tungur, Agurkur, Ananas, Avextir blandaðir, Ferskjur, Perur, Aprikosur, Aspargues, o. fl. Gísli Jónsson. um og þá jafnframt fyrir því að hver starfsmaður við fyrirtækið legði fram óskifta krafta sína til hagsmuna fyrir fyrirtækið og sjálf- an sig. í síðasta hefti Stefnis (desember- heftinu) er mjög eftirtektaverð rit- gjörð um þetta efni eftir prófessor Magnús Jónsson. Viljeg ráðleggja þeim mönnum, sem áhuga hafa fyrir þessum málum, að lesa þessa ritgjörð. G. Jóh. Þingmálafundurinn á Seyðisfirði. Nýtt skipulag. í blaði jafnaðarmanna hjer, sem út kom 10. þ. m., er birt fundar- gjörð frá þingmálafundinum, sem haidinn var hjer á Seyðisfirði laug- ardagskvöldið 6. þ. m. Og auk þess lætur einn af leiðtogum jafn- ’ aðarmanna hjer sitt „litla ljós“ skína á fundinn í einskonar eftir- mála. Fundar þessa var lauslega getið f síðasta blaðl Austfirðings. En fundur þessi var að ýmsu nýstár- legur og til þess fallinn, að hon- um sje frekari gaumur gefinn. Verður því að mlnnast hans að nokkru. Fundurinn hófst með því, að þingmaður Seyðisfjarðar, banka- stjóri Haraldur Quðmundsson, hjelt langa ræðu. Kom hann víða við. Talaði um kreppu, atvinnubætur og aðrar dýrtíðarráðstafanir, um stjórnarskrárbreytingu og kjör- dæmaskipun, tolla og skattamál, fiskiveiðalöggjöf, ýms sjerstök málefni Seyöisfjarðar, að ógleymd- um öllum frumvörpum jafnaðar- manna, sem skreytt hafa þingtíð- indi síðustu ára, þar á meðal stóra frumvarpið um mörgu miljónirnar, sem af mörgum er talið einskon- ar metfje í íslenskri pólitík, en sem sennilega kemst aldrei lengra en í þingtíðindin. Þá var og „nýtt skipulag" mjög á orði haft. — Sjest af þessari upptalningu að margt bar á góma. — Það er eng- um efa bundið, að undir ræðu þessari var alment litið svo á, að hún ætti að vera einskonar inn- gangur að fundinum, og að hún mundi enda með því, aö lögð yrði fram dagskrá. Menn eiga því að venjast, að málin sjeu tekin fyrir í ákveðinni röð, og þau afgreidd hvert fyrir sig. Svo mun enn vera gjört annarsstaðar er í jafnaðar- mannaríkinu á Seyðisfirði. En þingmaðurinn settist loks niður, án þess að lýsa dagskrá. Þá tók til máls Árni Jónsson ritstjóri. Ræða hans bar þessvott, að hann ætlaðist til að aðeins eitt mál væri til umræðu í senn, og að þao fengi afgreiðslu. Talaði hann um fjármál þjóðarinnar, og bar fram tillögu til fundarályktun- ar í samræmi við ræðuna. Þegar hann hafði lokið máli sínu, kom það brátt í ljðs, að ekki átti að fylgja þeirri fornu venju, að ræða og afgreiöa hvert mál fyrir sig. Þá var farið að sýna mönnum hið nýja „skipulag“. Þá reis upp Gunnlaugur Jónasson. Hann hjelt eiginlega enga ræðu í það sinni, en hann las upp, að mig minnir, sjö tillögur um ýmis- konar mál, mjög óskyldar að efni, svo sem við var að búast. Og hann afhenti fundarstjóra tillög- urnar, lagði þær allar fram til um- ræðu. Næst tók til máls Karl Finn- bogason og talaði á víð og dreif um ýms mál, og hann endaði ræðu sína meö því, að lesa upp og leggja fram til umræðu sex til- lögur um óskyld efni. Þegar hjer var komið, sáu þeir Jón í Firði og Sigurður Arn- grímsson, sem báðir höfðu samið tillögur, að þeir yröu að fylgja hinu nýja „skipulagi" og koma á framfæri sínum tillögum. Jón flutti eina tillögu um kjördæmaskipun, en Sigurður nokkrar tillögur um samgöngumál. Þá voru komnar fram nær tutt- ugu tillögur til fundarályktunar, um flest mál, sem eru á dagskrá þings og þjóðar, og munu verða fyrst um sinn. Og þær voru allar til umræðu í einu. Umræðum var síðan haldið áfram á þessum víða og breiða grundvelli, þar til þær höfðu staðið í fulla fjóra tíma. Þá var tekið að afgreiða tillögurnar, ekki eftir því, hvernig þær heyröu saman um málin, heldur í sömu röð sem þær höfðu komið fram. Þá var það, sem því var yfirlýst, að mönnum gæfist tveggja mínúta ræðutími, til að tala um tillög- urnar. Því trúir nú auðvitað eng- inn maður, en samt er það satt, að mönnum hafi verið skamtaðar tvœr mínútur til þess að rökræða og færa til betra búnings tillögur til fundarályktana í vandamálum þjóðarinnar, á þeim mestu alvöru- tímum, sem yfir þessa þjóð hafa komið um langan aldur. — En þetta mun vera einn liður í hinu nýja „skipulagi". Þegar hjer varkomið fundinum, fór það að verða sýniiegt, að margir kunnu ekki sem best við sig undir hinu nýja „skipulagi", og fóru að halda heim til sín. Er það síst að undra, þótt alvöru- gefnir menn, sem vanist hafaöðr- nm fundarreglum, uni ekki sem best þeirri nýbreytni, sem hjer hefir verið stuttlega lýst, og að þeir kjósi helst að vera ekki við- riðnir þá afgreiöslu vandamála, sem hjer var stofnað til. Og af- sakanlegt ætti það að vera, þó að þeir hugsi ekki með tilhlökkun til þess nýja skipulags, sem þeir menn boða, sem standa fremstir að öðru eins fundarhaldi og því, sem hjer hefir verið drepið á. Jeg var einn þeirra, sem ekki hjelst við á fundinum til enda. En það sýndist mjer, að varla mundi eftir vera meira en helmingur hinna upphaflegu fundarmanna, til að taka þátt í atkvæðagreiðslum. Hygg jeg það vel í lagt. Það er mitt álit, og það eru fleiri um það álit, aö fundur þessi hafi verið hinn aumasti skrípa- leikur, allur frá upphafi til enda, og að ályktanir hans sjeu að engu hafandi. Þarf ekki Iengra að leita vitna í því máli, en til sjálfrar fundargjörðarinnar. Og má í því sambandi benda á tillögur þær, sem afgreiddar voru og sem snertu fjármál hins íslenska ríkis. Þar verður erfitt að finna samræmi, eða vandvirknislegsn frágang. Það skal að síðustu tekið fram, til að koma í veg fyrir misskiln- Ing, að jeg kenni fundarstjóra á engan hátt um þær loddaralistir, sem hjer voru leiknar. Fundurinn var sýnilega fyrirfram „skipulagð- ur“ af þingmanninum og með- hjálpara hans. þ. B. Þistlar. —o— 1. „Jafnaðarmaðuririn“ flytur les- endum sínum, í grein um kjör- dæmaskipun í 5. tbl., eftirfarandi ummæli: „íhaldsmenn hafa birt tillögur sínar opinberlega. Hafa þeir al- gjörlega horfið frá fyrri stefnu sinni, að skifta landinu í fá, stór kjördæmi, þar sem hlutfallskosn- ing yrði viðhöfð." Hver einasti jafnaðarmaður veit, eins og allir aðrir vita, að hjer er farið með ósannindi um fyrri stefnu Sjálfstæðisflokksins í kjör- dæmamálinu. Og hjer er að raeða um vísvitandi ósannindi, og er það talin versta tegund þeirrar vðru. Sjálfstæðisflokkurinn hefir engri stefnu lýst í þessu máli annari en þeirri, að hann telur sjer skylt að vinna að því, að rjettur þjóðfje- lagsborgaranna sje sem besttrygð- ur til jatnrar þátttöku í afskiftum af þjóðmálunum. En Um leiðir að því marki hefir hann aldrei tekið afstöðu. Er því margsinnis opin- berlega yfirlýst af formanni flokks- ins, aö flokkurinn sje fús til sam- vinnu um bverja þá leið, sem liggi að þessu marki, og ekki verði talið svo miklum annmörkum Jeg er einn... Jeg er einn; það er ískalt og hljótt, í ofninum deyjandi glóð. Jeg syng út í hækkandi húm mín hálfkveðnu saknaðarljóð. Jeg drjúpi sem bjarkanna blöö, þá burt eru geislanna völd. Þá sækja mig harmarnir heim, er húmar — og líður á kvöld. — Minn auður af eldföngum var um æfina að jafnaði smár. En best hef jeg kennt þess í kvöld hve kuldinn er nístandi sár. Nú gæfi jeg ánægður alit, sem átt hef jeg dýrmætast til, ef fundið jeg fengi þá hönd, sem færði mjer sælunnar yl. — Það syrtir í hjarta og sál af sorgum frá liðinni tfð. í táranna titrandi djúp nú tæmd er hver draumelfur blíð. Jeg klökkur má beygja mín knje og kuldanum gefa öll völd. Jeg er einn; — þaö er enginn sem vill í ofninn minn leggja í kvöld. — Knútur Þorsteinsson frá Úlfsstöðum. bundin, að fráfælandi sje. Úr flokki Sjálfstæðismanna hafa kom- ið raddir um ýmsar leiðir, sem fara mætti að þessu takmarki. Austfirðingur hefir bent á svipað fyrirkomulag kosninganna eins og það, sem fulltrúar Sjálfstæðismanna í kjördæmanefndinni leggja til. Og áður voru komnar fram raddir um annað fyrirkomulag, úr öðrum áttum, en Sjálfstæðisflokkurinn hefir enga afstöðu tekið tll þeirra tillagna, sem fram hafa komið. Ekki er enn hægt að tala um stefnu Sjálfstæðisflokksins, aö því er snertir kosningaaðferð, þrátt fyrir tillögur fulltrúa flokksins í kjördæmanefndinni. Flokkurinn hefir ekki, svo vitað sje, tekið af- stööu til þeirra. Hinsvegar ætti að mega telja víst, að Landsfundur Sjálfstæðismanna, er nú stendur yfir, aðhyllist þær í aðalatriðum, og þá geta jafnaðarmenn fyrst farið aö tala um stefnu Sjálfstæð- isflokksins um fyrirkomulag kosn- inganna, en fyr ekki. 2. Jafnaðarmaðurinn telur það aug- Ijóst, að þingmenn geti orðið 60, ef kosning fari fram samkvæmt tillögum Sjálfstæðismanna í kjör- dæmanefndinni. Einn góður Fram- sóknarmaður hjelt því nýlega fram í viðtali, að þeir mundu verða minnst 80 eða jafnvel 100. Ekki þekkir Austfirðingur þær hugsana- leiðir, sem leitt hafa til þessara ályktana, en gaman væri aö fá að kynnast þeim, og sjá rökin, sem fram væru færð. Frá sjónarmiði þeirra manna, sem gjört hafa sjer far um að rannsaka þetta, er þetta gjörsamlega óhugsandi. Þaer rannsóknir, sem fram hafa farið um þetta, sýna, að 12—15 upp- bótarþingsæti muni nægja. Hitt er

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.