Austfirðingur - 27.02.1932, Blaðsíða 3

Austfirðingur - 27.02.1932, Blaðsíða 3
AUSTFIRÖINGUR 3 0<æ>«K32>0©0<32>00<æ>l AUSTFIRÐINGUR Vikublað Ritstjóri og ábyrgðarmaður Árni Jónsson frá Múla. Sími nr. 70. Verð árgangsins 5 kr. § 0<32>OO<S2>OO<3S>O®OGS>OO<S£>odö „Braga“ vantar gott Forte- piano. Þeir sem kynnu að vilja selja, geri svo vel að gera aðvart í síma nr. 26. Samvinnufjelag ísfirðinga. Á öðrum stað í blaðinu, er drepið á starfsemi meirihiuta bæj- arstjórnarinnar á Seyðisfirði, í þarfir Samvinnufjelags Seyðisfjarð- ar. Taiið er, að Samvinnufjelag ísfirðinga, sje haft mjög til fyrir- myndar, og notið þar að kunnug- leika Haraldar Guðmundssonar. Nú telur Austfirðingur rjett, að menn fái að^kynnast fjelagi þessu, einnig úr annari átt. Birtir hann því kafla úr grein, sem nýlega kom út í Morgunblaðinu. Greinin heitir „Fióttamenn", og er svar til framkvæmdarstjóra fjelagsins, Finns Jónssonar, og er rituð af nákunnugum manni. Væntir Austfirðingur þess, að greinatkafli þessi geti verið mönn- um þarfleg hugvekja, og að sjá megi af henni, að það er ekki að ástæðuiausu.^að ýmsir bæjarbúar vilji ganga ríkt eftir því, að sem flestir viðkomendur fái að kynnast því til hlýtar, á livaða grundvelli samskonar fjelag hjer á Seyðis- firði á að vera reist, og hverjum framkvæmdarreglum þar á að fylgja, og að sú kynning verði leidd í ljós áður en bæjarsjóður er látinn taka ábyrgð á stórfje fyrir fyrirtæki þetta. Greinarkaflinn er svohljóðandi: „F. J. talar mikið uru aðstöðu- mun hjá S. í. og öðrum útgerðar- fyrirtækjum. Það er satt, að að- stöðumunur var mikill er útgerð þessi byrjaði. Flestir verða að byrja útgerð fjelitlir og á eigin spýtur, og hafa við að stríða tak- markað lánstraust og ofsóknir verklýðsforingja. Samvinnufjelagið fjekk ábyrgð bæjarfjelagsins og ríkissjóðs. Það gat því valið sjer skip og notið hagstæðustu skil- mála um byggingu. Rekstrarlán veitti þjóðbankinn eftir þörf. Fje- lagið byrjaði þannig meö nægu fje og miklu lánstrausti. Það fjekk hin (ullkomnustu veiðiskip er kostur var þeirrar tegundar. Formenn Voru miklir aflamenn, völdust að vonum til þeirra dugandi sjómenn. Fjelagið fjekk ennfremur til not- kunar einhverja fullkomnustu fisk- verkunarstöð á fslandi, og loks var velvilji verkafólks og sjómanna, hvorir tveggja höföu lagt fram talsvert stofnfje til fjelagsins, og gerðu sjer hinar bestu vonir um það. Aðstaða mátti því telja hin æskilegasta. Fjelagið hefir nú starfað í þrjú ár. Öll árin hafa verið hin mestu aflaár er menn á (safirði muna, og tvö þeirra góð söluár. Og eðiilega eru þetta ljettustu árin í rekstri, meðan skipin eru ný og þurfa lítilia aðgerða. Hvernig er svo umhorfs hjáfje- laginu eftir alt þetta meðlæti? Þar má segja langa sögu í fám orðum: Fjelagið er komið í algert greiðslu- þrot. Það skuldar flestum, sem við það hafa skift s. 1. ár, nema framkvæmdsstjóranum og hefir hvergi lánstraust. Starfsfólkið herð- ir sultarbandið daglega, skuld- heimtumenn ganga rangsælis kring- um skrifstofur fjeiagsins, formaður þess flúinn á náðir stjórnarinnar, en framkvamdastjórinn fer huldu höfði í öðrum landsfjórðungi. Það er mjög örðugt að fá á- reiðanlega vitneskju um fjárhag fjelagsins, því engir aðrir en fram- kvæmdastjórinn hafa skiiyrði til að vita um allar skuldir þess, en hans skýrslu væri eðlilega ekki hægt að trúa. En eftir því sem næst verður komist, voru ástæður fjelagsins þær um síðustu áramót, að það skuidaði bðnkunum eins mikið og þeir höfðu þorað að lána út á fiskinn, á bátunum hvíldi byggingarskuld um 40 þús. kr. á hverjum bát og stofnfje auðvitað tapað. Auk þess voru lausaskuldir sem næst því er hjer segir: Skuld við bæjarsjóð og hafnarsjóð (sam- dráttur fleiri ára) . . kr. 46000,00 Skuld Kaupfjelags (s- firðinga................— 29000.00 Skuld við sjómenn og starfsfólk..............— 26000.00 Skuld við olíuversl. .— 36000.00 Skuld við vjelaverk- sm. þór.................— 11000.00 Skuld við Bárð Tóm- asson skipaverkfr. . .— 5000.00 Veiðarfæraskuld 25000.00 Kola og saltskuld . .— 10000.00 Tryggingargjöld . . . — 12000,00 Samtals kr. 200000.00 Sumar þessar skuldir eru eflaust hærri nú, og hjer að auki er fje- lagið orðið ríkissjóði skuidugt. Sú ódæma niðurlæging, sem fjelagið hefir komist í, á eina höf- uðorsök, sem sje þá, að það hefir haft ijelegri framkvæmdastjórn en dæmi munu til um nokkurt slíkt fyrirtæki. Eins og áður varsagt, gekkrík- ið í ábyrgd fyrir S. í. Ábyrgðin var á fjórða hundrað þúsund krón- ur. Það skilyrði fylgdi, að ríkis- stjórnin rjeði hver framkvæmda- stjóri yrði, einnig öörum endur- skoðanda. Þessa skyldu sína rækti ríkisstjórnin eins og raun ber vitni um. Og svo blygðunarlaus er for- sætisráðherrann, að hann er aö gorta af hag og rekstri S. í., og hvetja menn til að feta í þessfót- spor, eftir að fjelagið er komið í vanskii við flesta viðskiftamenn, og rjett áður en ríkið byrjar að borga af skuldum þess vegna á- byrgðar sinnar. Eftir þaö aö framanritað er skrifað, hafa vjelamenn og mat- sveinar á bátum fjelagsins lagt niður vinnu, sökum þess að þeir hafa ekki fengið kaup sitt greitt lengi, og hafa eðlilega ekkert á aðlifa. Framkvæmdastjórinn mann- aði sig þá upp, skreiö úr skúma- skotinu hjer og fór vestur með togara, sem ætlaði að kaupa afla af bátunum. En viðtökurnar voru þær, að mennirnir gengu af bát- unum, og er þeim nú lagt í lagi á miðri aðalvertíð. Komust þeir og víst naumlega á sjó sumir hverjir fyrir veiðarfæraleysi. Fjelagið hefir þannig stöövað rekstur sinn eftir þriggja ára til- veru. Mun saga S. I., sem betur fer, algeriega einstæð i sögu út- gerðarinnar á fslandi. Eru sumir kaflar hennar og þeir ljótustu ó- sagðir, en ef þeir flóttamennirnir. fyrv. formaður, og framkvæmda- stjórinn, vilja þreita þetta mál, þá gef og þeim kost á því, og mun þá verða nokkru nær gengið. S. K. Símskeyti frá frjettaritara Austf. í Rvík. Gjaldeyrisverslun. Nýlega er útkomin viðbótarreglu- gjörð um gjaldeyrisverslun. Eru þar ákveðnar strangari hömlur á yfir- færslum, svo að bankarnir geti haft í hendi sjer, að ekki sje yfirfært nema fyrir nauðsynlegan flutning til landsins. Kjöttollur. Norðmenn hafa nýlega sagt upp samningunum um kjöttollinn. Sveinn Björnsson sendiherra er í Oslo til samninga. Bankamál. Fulltrúaráö í/tvegsbankans sendi fjármálaráðherra brjef 22. febrúar og tilkynti, að svo mikið innstæðufje hefði verið tekið út úr bankanum undanfarna daga, að lokun bankans væri fyrirsjáanleg, ef ekki fengist rfkisábyrgð strax. Þetta tilkynti ráð- herrann þingflokkunum. 24. febrúar bar hann fram frumvarp um ríkisá- byrgð á öllu innstæðufje bankans. Það frumvarp var afgreitt sem lög frá Aiþingi samdagurs. Við umræður á þingi skýrði fjár- málaráöherra nokkuð frá hag bank- ans. Síðan hann var stofnsettur hefði veriö tekið út innstæðufje um 3 milj. og afskrifað um 12 miij. á tveim árum. Sjálfstæðismenn samþyktu rík- isábyrgð sem afleiðingu af, að aðrir bankar hjer á landi hefðu hana, þar sem ábyrgöarlaus banki væri gjörður ófær til samkeppni, en lýsti yfir, að rjettast vari að afnema ríkisábyrgö allra banka jafnt. Auglýsing. Undirritaður hefir áformað að ferðast um Múlasýslur næsta vor og sumar, eftir því sem tími vinst tii, og leiðbeina búendum í kartöflurækt, hænsnarækt, svína- rækt og smjörgerð, allt eftir þeim aðferðum, sem jeg hefi kynst í Ameríku. Staddur á Rangá 23. febr. 1932. Jón Björnsson. Tapast hafa 3 gimbrar kollóttar, 2 mórauðar og 1 hvít. Mark: Stýft biti framan hægra, stýft fjöður framan vinstra. Stefán Þorláksson, Seyöisfirði. AKRA4"|WJM e r b e s t. — Framleiðandi: H.f. Srajörlíklsgerö Akureyrar. Umboðsmaður áSeyðisfirði N. 0. NIELSEN, er hefir ætíð birgðir fyrirliggjandi. Styðjið íslenskan iðnað. Kaupið Akra. Nokkur föt af fóðursíld ennþá óseld. Jón Þorsteinsson. Búnaðarþing. Búnaðarþingið fjallar um mörg mál. Þar á meðal frumvarp til laga um greiðslufrest skulda, um stjórn bún- aðarmála. Tillaga er komin fram frá Sigurði búnaöarmálastjóra, um að búnaöarsamböndin athugi kaupgjalds- mál, þar sem að kaup þurfi að lækka um 30% í sveitum, og að ósk sje beint til ríkisstjórnarinnar um að sama kauplækkun verði framkvæmd við opinbera vinnu. Stjórnarskrárbreyting. Frumvarp um breytingu á Stjórn- arskránni er fram komiö. Flutnings- menn : Jón Þorláksson, Pjetur Magn- ússon og Jón Baldvinsson. Þar er svohljóðandi ákvæöi: Á Alþingi eiga sæti þjóðkjörnir fulltrúar. Alþingi skal svo skipað, að hver þingflokkur hafi þingsæti í samræmi við atkvæöatölu þá, sem greidd er frambjóðendum flokksins samtals við almennar kosn- ingar. Ennfremur er í frumvarpinu fært niður aldurstakmark til kosning- arrjettar, niður í 21 ár. Felt burtu, að sveitarskuld valdi missi kosning- artjettar. Frumvarpinu fylgir greinar- gjörö fulltrúa Sjálfstæöisflokksins í kjördæmanefnd, þar sem gjörð er grein fyrir því, hvernig fult rjettlæti fæst með því að halda núverandi kjördæmaskipun, og þingmannatala verði lítið harri en nú, nálægt 45, í allra hæsta iagi nálagt 50. Skýrt er jar frá því, að fulltrúar Framsóknar- flokksins í kjördæmanefndinni leggi tii, að Reykjavík fái 7 eða 8 þing- menn. Togarafiotinn. Togurum er lagt upp jafnóðum og >eir koma. Sosíalistar heimta sama kaupgjald og áður.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.