Austfirðingur - 12.03.1932, Blaðsíða 1

Austfirðingur - 12.03.1932, Blaðsíða 1
3. árgangur Seyðisfirði, 12. mars 1932 7. tölublað Þðgnin um Otvegsbankann Ekki er hugsanlegt að til sje sá dragbítur í þessu þjóðfjelagi, að hann harmi í alvöru þær fram- farir, sem hjer hafa orðið síöustu mannsaldrana. Svo afturhaldssam- ur er enginn maður, að hann kysi t. d. að taka upp aftur gömlu fjósbaðstofurnar með grútartírun- um og öllum þeim óþef og ó- þægindum, sem þeim húsakynnum fylgdu, í stað þeirra húsa, sem reist eru nú á dögum. Eða mundi nokkur vilja að bílvegirnir væru úr sögunni og allur varningur fluttur á klakk, eins og áður var? Mundi nokknr vilja rífa brýrnar? Mundi nokkur vilja sökkva togara- flotanum í sjáfardjúp til þess að taka upp aftur róðrarbátana? Dett- ur nokkrum í hug, að rífa skóla- og sjúkrahús? Eða haida menn, að þjóðin væri bættari með þvf, að slitið yrði símasambandinu vlð útlönd og milli landshlutanna. Nei, enginn maður neitar því, að hjer hafi orðið miklar framfar- ir síðustu áratugina. Hitt er miklu meira vafamál, hvort þjóðin er að sama skapi farsœlli en áður var. * * * Sannleikurinn er sá, að þegar litið er yfir hag og hug íslensku þjóðarinnar um þessar mundir, þá verður hverjum hugsandi manni þungt um andardráttinn. Fjárhags- kreppan á sinn þátt í því, hve umhverfið er dapurlegt. En hitt er miklu alvarlegra, að siðspilling- in í stjórnarfari síðustu ára hefir sljófgað og deyft rjettlætiskend þjóðarinnar, svo, að menn eru hættir að hrökkva við, hversu al- varleg hneyksli sem gerast. þegar Framsóknarstjórnin tók við völdum 1927 átti töfrasproti valdhafanna að opna þjóðinni nýja og bjartari framtíð. Stjórnin hjet an bæta fjárhaginn, lyfta iand- búnaðinum, og síðast en ekki síst að endurbæta rjettarfarið ogræða opinber afbrot fyrir „opnum tjöld- um“. Þetta hefir alt verið svikið. Óhæf fjármálastjórn hefir komið fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar á glötunarbarm. Viðhald óeðlilegs kaupgjalds hefir sligað landbúnað- inn. Og rjettarfarið er komið á þá braut, að röggseminnar gætir aðeins þegar pólitískir andstæð- ingar eiga í hlut. þá eru „tjöldin opin“. En þegar pólitískir vensla- menn stjórnarinnar eiga hlut að máli “lokast tjöldin" fyrir opin- berri þögn og yfirhylming. Hjer í blaðinu hefir áður verið bent á allmörg dæmi þessu til sönnunar. Og skulu þau ekki end- urtekin að þessu sinni. Aðeins skal á það bent, að hjer hefir oft- ar en einu sinni verið heimtuð rannsókn yfir dularfullu hvarfi far- þega á einu af skipum ríkissjóðs, en stjórninni hefir ekki þótt það mál þess vert, að grenslast eftir því, hvort dauða mannsins hefði borið að með eðlilegum hætti eöa ekki. * * * Tómlæti stjórnarinnar vex með degi hverjum. En alvarlegra er þó hitt, að tómlæti mikils hluta þjóð- arinnar vex að sama skapi. Fyrir stjórninni hafa engin hneyksli verið til nema „íhaldshneyksli“. Og nú er svo komið, aö flokkur hennar virðist vera farinn að hugsa á sama hátt. Ofstæki og öfgar for- ingjanna eru að verða sjúkdómur á óbreyttum liðsmönnum flokks- ins. Stjórnin er í skjóli þessarar almennu sljófgunar og deyfð flokks- mannanna orðin algjörlega kæru- laus um að ranneska hin alvar- legustu mál, sem upp hafa komið á sfðustu tímum. Það eru ekki nema tvö ár síö- an hnífnum var skelt á íslandi- banka. Allir muna þær árásir, sem áður höfðu verið gerðar á stofn- unina. Þeim árásum er enn ekki lokið. Ekki er langt síðan samþykt var á þingmálafundi á ísafirði á- skorun til stjórnarinnar um að höfða sakamál á hendur fyrver- andi bankastjórum fslandsbanka. íslandsbanki hafði starfað í fullan aldarfjórðung, þar á meðal hið mesta umrótstímabil, sem orðið hefir í viðskiftum alheims. Hlutafje bankans var tapað. Á þinginu 1930 er stofnaður nýr banki. Nú átti að skifta um stjórn- arfar í bankanum. Nú átti fje al- mennings að fá trygga ávöxtun. Nú átti að uppræta hverskonar fjárglæfra og spillingu úr við- skiftalífinu. Hvernig hefir þetta tekist? í byrjun þings leitaði bankinn á náðir löggjafarvaldsins um á- byrgð fyrir sparisjóðsfjenu. Og það er altalað, að bankinn sje á þessum tveim árum búinn að tapa stofnfje sínu. En þetta er ekki alvarlegasta hlið málsins. Alvarlegasta hliðin er sú, aö bankastjórunum hefir verið borið á brýn atferli, sem ekki getur samrýmst heiðarlegum viðskiftavenjum í nokkru siðuðu landi. Þeim hefir verið borið á brýn að hafa „gefið út“ að nýju seðla fyrir 8/4 miljónar, sem inn- dregnir voru og komnir úr um- ferð. Og auk þess hefir þeim verið boriö á brýn, að hafa selt veð- settan fisk án þess að hafa skilaö fjenu til veöhafa. Hjer skal ekki fullyrt aö þessar ákærur sjeu sannar. En hitt skal fullyrt, að það er fullkomið hneyksli, að ekki skuli fram fara opinber rannsókn í þessu máli. Þær raddir hafa heyrst, að vegna lánstrausts landsins erlendis megi ekki hreyfa þessu máli opinber- lega. En mundu ekki erlendir lán- ardrotnar fylgjast með í því, sem hjer gerist í fjármálalífinu ? Hjer er ekki til neins að stinga höfðinu í sandinn. Ríkisstjórnin hefir kosið þögn um málið. Henni kemur það illa, að „siðbótamenn fjármálanna", sem hún kom að bankanum, skuli vera bendlaðir við slíkt athæfi. En fyrir lánstraust landsins út á við er það vafalaust hollast, að þetta mál sje upplýst til fulls. Þótt stjórnin kjósi að hylma yfir, má þjóöin ekki gera sig seka í hinu sama. * * * í bankastjórn Útvegsbankans eru þrír bankastjórar, sinn úr hverjum flokki aðalflokkanna í landinu. Það gefur nokkra bendingu um hugsunarhátt flokkanna, að hvorki Jafnaðarmannablöðin nje Fram- Fundarsókn að landsfundi Sjálf- stæðisflokksins, sem haldinn var í Reykjavík dagana 15.—20. febrúir, var miklu meiri en jafnvel hinir bjartsýnustu flokksmenn höföu búist við. Þegar tekið er tillit til hins erfiða ástands, sem nú er í nálega öllum greinum hjer á landi, verður að viðurkenna, að það ber vitni um alveg óvenjulegan og brennandi stjórnmálaáhuga, er 200 aðkomumenn hvaðanæfa af land- inu safnast saman í Reykjavík, til viðtals um stjórnmál. Það kom líka glögt í ljós á fundinum, að því fer fjarri að starfsemi flokks- ins hafi liðið nokkurn hnekki viö úrslit kosninganna 12. júnísíðastl. Þvert á móti. Flokkurinn hefir aldrei starfað af jafnmiklu fjöri og nú. Flokksmönnum er með hverj- um degi að verða Ijósari þörfin á fjelagssamtökum og fjöldi nýrra fjelaga hefir verið stofnaður. Hing- aðtil hefir fjelagsstarfsemin að mestu verið bundin við kaupstaði og kauptún, en nú í vetur hafa einnig verið stofnuð allmörg fje- lög til sveita. M. a. má geta þess, að í einu sveitakjördæmi, sem þó ekki er hreint Sjálfstæðiskjördæmi, gengu um 500 manns í Sjálfstæð- fjelög á 6 vikna tíma. sóknarbiöðin hafa fengist til að ræða þetta mál, þótt fullkomið tilefni hafi fengist til. Sjálfstæöis- blöðin og einstakir Sjálfstæðis- menn hafa hinsvegar hreyft því opinberlega. Flokksblindni og klíkupólitík stjettaflokkanna þela ekki að málið sje rætl af því að skuggi kunni að falla á foringja þeirra Jón Baldvinsson og Helga Briem. Framsóknarmenn og jafn- aðarmenn líta sýnilega svo á, að af því að bankastjórnin hafði ver- iö skipuð leiðandi mönnum úr þremur stjórnmálaflokkum þá sje þar með mynduð sú pólitíska samábyrgð, sem eigi að vera vernd fyrir öllum aðfinslum og árásum. Svo rammar eru flokksviðjarnar í hugum þessara manna. Þögnin um þetta mál er eitt- hvert alvarlegasta atriöið í íslensku þjóðmálalífi. Ef þessir menn eru saklausir, eiga þeir að fá tækifæri til aö sanna sýknu sína. En ef þeir eru sekir eiga þeir að dæm- ast að landslögum, alveg án tillits til.þess þótt þeir sjeu bankastjór- ar við annan höfuðbanka landsins og hver um sig meöal forystu- manna flokks síns. Ýms erindi voru flutt á fundin- um og mun erindi Jóns Þorláks- sonar um stjórnarskrármálið hafa vakiö mesta athygli. Hefir Jón safnað þeim gögnum í því máli, að furðu gegnir. Sú tilhögun var höfð á fundi þessum, að málin voru flokkuð niður og nefnd kosin í hvert. Verður afgreiðsla mála með þessu móti miklu skipulegri en ella. Allmikið var rætt um skipulag flokksins og var samþykt að miö- stjórn flokksins skyldi framvegis þannig skipuð, aö landsfundur kysi 4 fulltrúa, þingflokkurinn 4, en ungir Sjálfstæðismenn 1. — Kosnir voru af landsfundinum: Jón Þorláksson, Magnús Quð- múndsson, Siguröur Eggerz og 1 Sigurður Kristjánsson, ritstjóri. Samsæti var haldið á Hótel ís- land. Voru þar fjörugar umræður og gleðskapur fram á nótt. Á fundi þessum varð vart svo mikillar bjartsýni og sigurvissu meðal flokksmanna, að aliir sem hann sóttu munu hafu farið það- an vonglaðir um bráðan sigur góös málstaðar. því miður eru ekki tök á að birta allar hinar merku tillögur, Landsfundurinn.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.