Austfirðingur - 19.03.1932, Blaðsíða 1

Austfirðingur - 19.03.1932, Blaðsíða 1
TFIRÐINGU 3. árgangur Seyðisfirði, 19. mars 1932 8. tölublaö Kjördæmamálið. Samkvætnt tillögum Sjálfstæðismanna verður þingmannatalan 42 til 48. í kosningabaráttunni í fyrra vor hjeidu Framsóknarmenn því alveg óhikað fram, aö kjördæmin ættu að fara eftir logsngnarumdœmum og engu öðru. Út frá þessu kom- ust sumir þeirra út í þær öfgar að halda því fram, að Reykjavík með 28 þús. íbúa ætti ekki að hafa nema einn eða í hæsta lagi tvo þingmenn, af því ekkert annað lögsagnarumdsmi hefði nema 2 þingmenn. KJósendur óttuðust „Reykjavíkurvaldið" og kusu Fram- sókn til þess aö vera öruggir um, að spilling þess myrkravalds næði ekki meiri tökum á þjóðinni en nö er. Það er nú komið á daginn hver hugur hefir fylgt máli hjá þing- mannaefnum Framsóknar, þegar þeir voru að hræða kjósendur sína á Reykjavíkurgrýlunni.. Nú leggur Framsókn til að Reykjavík fái 7—3 þingmenn, sami flokkur- inn, sem hingað ti! hefir fórnaö höndum í ofboði, ef á þaö hefir verið minst aö fjölga þingmönn- um Reykjavíkur úr 4 upp í 5. Ástæðan til þessarar tiislökunar við „höfuöóvininn" er sö, að stjórnina brestur kjark til að standa auglili til auglitis við kjósendur hðfuðstaðarins um leið og hún felur fyrir þeim sjáifsögðustu mann- rjettindi. Þessvegna eiga Reykja- víkurkjósendur að fá nokkra rjett- ingu mála sinna — í orði kveðnu. En út um land horfir málið ððru vísivið. Eins og kosningafyrir- komulagið er nú, hefir minnihlut- inH þar, hversu stór sem er, engan rjett. Það getur vel komið fyrir í tvímenningskjördæmi, að 500 kjósendur hafi 2 fulitrúa á Al- þingi en 499 kjósendur engan. Einn kjósandi getur gert 499 al- gerlega áhrifalausa. Við síðustu kosningar varð út koman sú, vegna úreltrar skipunar þessara mála, að þriðjungur kjósenda utan Reykjavíkur var sviftur öllum á- hrifum á skipun þingsins. Framsðkn hefir tjáð sig and- víga því, að kjördæmamálið sje tekið upp á þeim grundvelli, að kosningarjetturinn sje jafn fyrir alla. Þeir sem kunnugir eru íher- búðum stjórnarinnar vita vel, að nú sem stendur vakir ekkert ann- að fyrir flokknum en að draga máliö á langinn með einhverju mðti. Ræða forsætisráðherra viö 1. umr. stjórnarskrármálsins gaf augljósa bendingu um þaö. Qg ekki síður um hitt hverskonar rjettlætishugmyndir það eru, sem fyrir Framsókn vaka í þessu máli. Forsætisráðherra lýsti því yfir, að í kjördæmamálinu myndi oss best, að fylgja dæmi Englendinga. En öllum er kunnugt að ekkert lýð- frjálst land í álfunni býr við rang- látara kosningafyrirkomulag en England. Sýndi þetta sig hvað best við kosningarnar, sem þar fóru fram í fyrra haust. Þar varö útkoman sú, að stjórnarandstæð- ingar fengu ekki nema tíunda hvern þingmann, þótt þeir hefðu þriðja hvern kjósanda að baki sjer. í einum landshluta komu stjórnarsinnar aö 17 þingmönnum með 3/5 atkvæða. En stjórnar- andstæðingar, sem höfðu 2/5 at- kvæða komu engum að. Vissu- lega hefði stjórnin getaö lært margt gott af Englendingum. En hún hefir ekki komiö auga á neitt eftirbreytnisvert í fari ensku þjóð- arinnar, nema það atriði, sem öll- um kemur saman um að sje þeirri öndvegisþjóð til fullkominn- ár háðungar og vansa. Framsóknarmenn skildu það rjettiiega, að niðuriagning hinna einstöku kjördæma mundi verða kjósendum viðkvæmt mál. Þess- vegna báru þeir út sagnirum það fyrir kosningarnar, að Sjálfstæðis- menn hefðu gengið í bandalag við sðsíalista um að leggja niður hin gömlu kjördæmi. Framsókn hafði ekki vænst þess, að hægt væri að sameina það tvent, að hin gömlu kjördæmi hjeldust, og að kosningarjetturinn yröi jafn um Iand alt. Þennan hnút leystu fulltrúar Sjálfstæðismanna í milli- þinganefndinni með tillögunni um einmenningikjördœmi með upp- bótarþingsœtum. Menn munu hafa veitt því at- hygli, aö fyrst þegar þessar tillög- ur komu fram, sagði Tíminn að Sjálfstæðismenn væru komnir inn á grundvöll Framsóknar í kjör- dæmamálinu. Foringjár Framsókn- ar sáu í hendi sjer, að þessar til- lögur voru svo sanngjarnar og eðlilegar og fjellu svo vel við kröfur kjósenda, að ekki mundi tjá að standa á móti þeim til lengdar. Þessvegna var opnað í hálfa gátt. Framsókn veit, að hennar bíð- ur ekkert nema ósigur í þessuj máli. En hún kýs að fresta úr- slitum baráttunnar sem lengst. Ráðherrarnir, sem undanfarin ár hafa stýrt málefaum þjóðarinnar svo sem raun er á orðin, kjósa alt annað fremur en að nýjir menn fá! tækifæri til að athuga ráðsmensku þeirra frá fyrstu hendi. „Frestur er í illu bestur". Þessvegna er málið flækt of dregið á langinn. Framsókn treyst- ist ekki til að raska þeim grund- velli, sem Sjálfstæðismenn lögðu i kjördæmamálinu. í þess stað á að hræða kjósendur með því, að þingmannafjöldinn verði öskapleg- ur eftir tillögum Sjálfsfæöismanna. Þykjast Framsóknarmenn hafa reiknað þetta út meö mestu ná- kvæmni. En það undariega er að þessum reikningshausum flokks- ins ber ekki saman. Hjer eystra hafa Tímastæröfraeðingarnir kom- ist að því, að þingmannatalan yrði 100. Vestur í Húnavatnssýslu halda þeir því fram, að þing- mannatalan verði 140. Og í Ár- nessýslu voru þeir komnir upp f 270 þegar síðast frjettist. Ekki er gott að segja hvað þessi þvættingurum þingmannafjölgunina gefur Framsókn langan gálgafrest, en sennilega verður hann ekki mjög langur. Sannleikurinn er sd, að eftir tillögum Sjálfstæðismanna mundi þingmannatalan verða 42 til 48. Og hefir Framsókn enn sýnt að til eru þeir, sem ljðga meir en um helming. Til þess að lesendur geti gengið úr skugga um hvað rjett er í þess- um efnum, eru hjer á eítir teknir orðrjett upp nokkrir kaflar úr nefndaráliti Sjálfstæðismanna f kjördæmamálinu. Eftir að rakinn hefir verið gang- ur þessara mála í Danmörku, seg- ir svo „Það hefir þannig orðið niður- staðan af endurteknum, vandleg- um íhugunum stjórnmálamanna og sjerfræðinga í kosningafræðum í Danmörku, að hlutfallskosning- ar í sambandi við einmennings- kjðrdæmi sjeu ekki nothæfar nema í sambandi við fyrirfram ðákveðna töiu uppbðtarsæta, ef nást á hlut- fallslegt jafnrjetti milli flokkanna. Sömu skoðunar erum viö, eftir vandlega íhugun á þessu atriði, nema gripið sje til þeirrar frávikn- ingar frá einu atriði tilhogunar- innar, sem greint veröur hjer á eftir. Hinsvegar höfum við oröiö þess varir, bæði f nefndinni ogannars- staðar, eftir að tillögur okkar voru birtar, að menn hafa af þessu dregið þá ályktun, að engar skorð- ur væri unt að setja gegn því, að þingmenn yrðu óhæfilega margír, af því að ekki er unt að takmarka eða ákveða meö lagaboði fyrirfram sjálfa þingmannatöluna. En þetta er misskilningur. Tala þingmanna ákvarðast annarsvegar af tölu greiddra atkvæða, sem ekki getur vaxið úr hófi, og hinsvegar af hlutfallstölu kosningarinnar, eins og hún er skilgreindí tillögunum. Til þess að koma í veg fyrir óhæfilegan fjölda þingmanna þarf ekki annað en að tryggja þaö, að hlutfallstaUn verði ekki óhæfi- lega lág, og þaö má tryggja á ýmsan hátt með ákvæðum í kosn- ingalögum. Athugað hefir verið, að eftir þessari kosningatilhögun og með atkvæðatölum þeim, sem komu fram við alþingiskosningar 1927 og 1931, heföi tala þingmanna orðið 43 viö fyrri kosninguna og 43 eða 44 við seinni kosninguna, eftir því hvort reglurnar til upp- bötarsæta hefðu verið þannig, að kommúnistaflokkurinn, sem náði ekki þingsæti í neinu kjördæmi, hcfði fengið uppbðtarsæti eða ekki. Með þessari þingmannatölu hefðu flokkarnir náð tullu jafnrjetti ið þingsætatölu. Og þó olli kjör- dæmaskipunin svo mlklu misræmi við kosninguna 1931, að það er f rauninai ekki sennilegt, að það geti orðiö nokkrum mun meira, eða fleiri uppbótarsæti þurft til þess, að jafna milli flokka. Að minsta kosti yrðu tii þess að vera einhverjar sjerstakar ástæður, og höfum við ekki komið auga á neinar, sem Hklegar sjeu til að sprengja þessa tilhögun með óhæfilegri þlngmannafjölgun. Skul- um við minnast á það helsta, sem vjer höfum heyrt aö vakið hafi hjá mönnum ótta um þatta, en afþví að alt þetta verður best útlistað með demum frá einhverjum raun- verulegum eða hugsuðum kosn- ingum, þá tökum við fyrst kosn- inguna frá 1931 ssm dæml til út- listunar. Með atkvæðatölum þeím, sem komu fram við þessa kosningu, en eftir þeirri tilhögun, sem við stingum upp á, hefði aðalniður- staðan orðið þessi: Flokkur. Atkv. allt. Frambj.Ikjörd. Kosnirf kjörd. Uppbótarsaeti. Þm. allt* Sjálfstæðisflokkur..... 17212 26 11 0 20 Framsóknarflokkur___ 138441/8 24 16 0 16 Alþýðuflokkur........ 61971/, 17 3 4 7 Kommúnistaflokkur... 1165 5 0 ? ? Utan flokka ......... 125 2 0 0 0

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.