Austfirðingur - 02.04.1932, Blaðsíða 2

Austfirðingur - 02.04.1932, Blaðsíða 2
2 AUSTFIRÐINIGUR Útgerðarmenn og kaupmenn! Eftirspurn eftir fiskilínum og línutaumum frá JAMES ROSS & Co. Ltd. fer árlega í vöxt. Þeir, sem notað hafa línur frá þessu firma, viðurkenna að þær sjeu hinar sterkustu og endingarbestu, sem flust hafa til landsins. Leitið yður upplýsinga um verð og gæði áður en þjer festið kaup annarsstaðar. Gísli Jónsson. skipun kjördœmanna, bygða ð þessu höfuðatriði stjórnarskrárinn- ar, er ekki, svo vitað sje, fengið samkomulag milli Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksins. En sje gengið 6t frá því, að Alþýðuflokknum sje fullkomin alvara í þessu máli, þá verður aö gera ráð fyrir því, að slíkt samkomulag fáist á þann hátt, að Alþýðuflokkurinn gangi inn á tillögur Sjálfstæöismanna. 4. Til þess að færa rök að þessu ætti að vera nægilegt að benda á hlutfallið milli þessara tveggja flokka, Sjálfstæðisflokkslns og AI- þýðuflokksins viö kosningarnar sem fram fóru 12. júní síðastl. Samtals fá þessir tveir flokkar 23409V2 atkvæði, þar af Sjálf- stæðisflokkurinn 17212 og Alþýðu- flokkurinn 61971/* atkv. Af sam- eiginlegu atkvæðamagni þessara tveggja flokka, sem báðir leggja aðaláhersluna á það höfuðatriði að þingið sje rjett mynd af kjós- endafylginu, hefir Sjálfstæðisflokk- urinn um 73,5% en Alþýðutlokk- urinn ekki nema um 26,5%. 5. Væri nú nokkurt vit í því fyrir Alþýöuflokkinn, sem ekki hefir nema rúman fjórða hluta af sam- eiginlegu atkvæðamagni þeirra tveggja flokka, sem sammála eru um höfuðatriði málsins, að setja þá tilhögun kjördæmaskipunar, sem þeir að vísu telja ákjósanleg- asta, svo á odd, að það yröi höf- uðatriðinu að fótakefli? Eða hvers virði telja menn það stjórnarskrár- atriöi, sem tryggir kjósendum jafnan íhlutunarrjett, á þjóömálin, án þess að jafnframt verði fyrir því sjeð, að þessi rjettur komi að notum í framkvæmdinni? Slíkt pappírsgagn kæmi engum að haldi. 6. Þegar að því kemur, aö ákveða kosningalög og kjördæmaskipun, samkvæmt þeirri frjálslegu stjórn- arskrá, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn berjast nú fyrir með tvo þriðju allrar þjóð- arinnar að baki, veröur Alþýðu- flokkurinn að gera sjer grein fyrir því, hvað framkvœmanlegt er í málinu. Hann mun þá aðhyllast þær tillögur, sem jafnframt því að tryggja höfuðatriði málsins eru liklegastar til framgangs. Hann mun aldrei fórna hinum al- menna kosningarjetti fyrir það tilhögunaratriði aö alt landið verði eitt kjördæmi. Alþýðuflokkurinn verður þá að afráða — eins og Múhameð — hvort hann á að bíða þess, að fjalliö komi til hans. Og hann mun — eins og Mú- hameð — afráða að koma heldur til fjallsinsl 7. Sje því gengið útfrá því, — sem vafalaust má, — að Alþýðu- flokknum sje það hjartfólgið mál, aö gera kosningarjettinn hjer á landi almennan, þá virðist sjálf- sagt, að hann gangi inn á tillögu Sjálfstæðismanna í kjördæmamál- inu. Alþýöuflokkurinn er ekki nema rúmur fjórðungur þeirra manna, sem eru ásáttir um að berjast til þrautar fyrir almennum kosningarjetti hjer á landi. Ef Al- þýðuflokkurinn krefðist þess aö hinir */* hlutarnir gengju inn á þá tilhögun eina, sem hann hefirhaft á stefnu sinni væri þaö minna en „Framsóknar-rjettlæti". Því Fram- sókn byggir völd sín á 36% kjós- enda, en Alþýðuflokkurinn hefir f þessu tilfelli ekki að baki sjer nema 26,5% þeirrar heildar, sem krefst rjettarbóta í kjördæmamál- inu. 8. Furðulegt er að hlusta á nuddið f „Jafnaðarmanninum“ um tillögur Sjálfstæðismanna í kjördæmamálinu.Engin ástæða er til þess, að fara mörgum orðum um þær hugleiðingar. Jafnaðar- maðurinn segir að ef landið yröi alt gjört að einu kjördæmi. Þá mundu kosningar altaf snúast um stefnumálin. En „íhaldsmönn- um“ sje „af skiljanlegum ástæð- um“ mjög illa við að ræöastefnu- málin. Þessvegna vilji þeir halda í smáu kjördæmin, þar sem fram- bjóðendurnir „standa á gömlum merg auðs og frændfylgis heima- fyrir.“ 9. Jafnaðarmaðurinn segir: „Við slík tækifæri (kosningar) gera þeir („íhaldið") sjer jafnan far um að hylja stefnumálin í reyk og svælu persónulegra æsinga og sjerhags- munastreitu kjördæmanna. Gott dæmi þess var rifrildið milli „Sjálf- stæöis" og „Framsóknar" um geð- veikismálið fyrir síðustu kosning- ur. (sic!) Slíkar sjónhverfingar eru erfiöari í framkvæmd í einu stóru kjördæmi en í mörgum smáum“. 10. Dálítið hefir greinarhöf. í Jafn- aðarmanninum verið seinheppinn í vali þessa dæmis. „Síðustu kosn- ingar" fóru fram 12. júní 1931 „í mörgum smáum“ kjördæmum, þá var varla minst á „geðveikismálið*. En áriö áðúr fór fram kosning í „einu stóru kjördæmi* — lands- kjörið 1930. Og þá gerði efsti maöur Framsóknar geðveikismál- ið að umtalsefni á flestum þeirra 50 funda, sem hann hjelt kringum land. Þetta'dæmi er þessvegna illa til þess fallið, að sanna, að ef landið væri alt eitt kjördæmi, þá mundu kosningar altaf snúast um hin „stóru stefnumál"! f Frú Sigríður Júnsdóttir ekkja Þórarinns Guðmundssonar konsúls, andaðist í gær á heimili sínu á Fjarðaröldu. Hennar verð- ur nánar getið í næsta blaði. „íslenska vikan“. Eftir atvikum verður ekki hjá því kornist í þetta sinn, að auð- kenna hana meö gæsalöppum — eins og nokkurskonar undanfær- ingarmarki. Tilgangurinn, að efla það sem íslenskt er, er lofsverður hvar sem hann kemur fram. Og hug- myndin um íslensku vikuna er á- gæt., Er því ilt að vita, hversu langt fjarri verður að hún nái til- gangi sínum í þetta fyrsta skifti. En hann er sá, að öll þjóðin — ekki aðeins örfáir kaupstaðir — sýni, hversu langt hún getur kom- ist í því, að búa eingöngu að sínu — um vikuskeið. Og forgöngumennirnir taka það fram í ávarpi sínu, hve mikil „þörf sje samúðar og skilnings allra landsmanna um framkvæmd þessa máls“. Þetta er hverju orði sannara. En þá verður líka að gera það sem hægt er frá fyrstu hendi, tii þess, aö þessari þörf verði fullnægt. En hvernig verður raun á í þetta sinn? Býsna mikill hluti landsins er alveg útilokaður frá, að geta undirbúið sig undir vikuna, sem tiltekin er. Svo er t. d. um alt Austurland. það þykir nú máske ekki miklu máli skifta. En það er þó einn fjórðungur lands- ins, hvort sem öðrum líkar betur eða ver. Og það má sannarlega segja, að fleiri enforráöamenn sam- göngumála gleymi honum. Því for- göngunefnd „íslensku vikunnar* virðist gleyma honum líka. Þeir vissu það í tæka tíð, að hingað yrðu engar ferðir úr höfuðstaðn- um fyr en eftir dúk og disk, þar sem „Esjan“, nú „Súðin", átti ekki að veröa hjer á ferð fyrri en í „viku“lokin, en Eimskipafjelag ísl. hafði felt niður áætlunarferðir sínar austur um land. Þessvegna hefði átt, þegar það vitnaðist, að fresta „vikunni“ um hálfan mánuð, þar til trygt var orðið, að allir landsmenn hefðu getað orðið hluttakandi í hinni miklu „máltíö". Aö vísu mætti segja, að Austur- land þyrfti ekki „brauðs að biðja". Það hefir nóg af kjöti, fiski, mjólk, garðmat nokkurn o. s. frv. En samt er það nú svo, að mönnum, einkum til sjávarins, myndi þykja fengur í ýmsu af framleiðslu ann- ara landshluta, og þá ekki síst höfuðstaðarins og nágrennis hans. Kjöt- og fiskiðnaður er ekki fram- leiddur hjer til verslunar, skyr eða ostar heldur ekki. Enda mun %vönd vrndii tfiiwn. Kreppan. í Ameríku tóku stúdentar sig til og hengdu kreppuna in effigie. Hve margur mundi vilja leggja tll snærið, efhægtværi að hengja krepp- unal En kreppan hefir sjö líf eins og kötturinn og lykst um jörðina eins og Miðgarðsormur. Hún bítur í sporð sinn og engum hefir enn tekist að lyfta henni einu sinni eins hátt og Þór lyfti Miðgarðsormi. Kreppan er köld og þvöl og býr yfir öllum mætti eðlisþyngdarinnar. Hún kæfir undir sjer atvinnulífið, gerir fátæklingana að byltingamönn- um og lætur miljónerana skjóta sig. Maður sagði við mig: Ef jeg væri skuldlaus skyldi jeg hoppa á öðrum fæti yfir Alþingishúsið. Hann er ekki orðinn skuldlaus enn og þessvegna hefir ekki reynt á heitið. En jeg held hann geri það — ef hann verður skuldlaus. Skuldabyrðin er ekki ákveðin byrði eins og mjölhálftunna eða taðpoki. Skuldabyrðin er ekki áþreifanleg fremur en andrúmsloftið. Hún lykst um mann að ofan og neðan og frá öllum hliðum — eins og andrúmsloftið. En ef andrúmsloftinu yröi skyndilega afljett, þá yrðieins auðvelt að stika yfir Vatnajökul eins og nú að hoppa yfir krítarstrik. Þessvegna hef jeg tilhneiging til að trúa manninum, sem hjet að stökkva yfir Alþingishúsið. Skuldirnar lama og buga og beygja. Þær stýfa vængina og láta blý í skóna. Þessvegna er skuldugur maður þungur í spori og svifaseinn. En skuldlausi maðurinn stikar áfram teinrjettur með beint bak eins og það væru gullpeningar milli hryggjaliðanna í staðinn fyrir brjósk. Gullið er þungt. En þó er engin byrði Ijettari en byrði gulls. Það er ekki hægt að troða svo miklu gulli á mann, að hann verði ekki Ijettari í spori við að bera það. Kreppa. Skuldir. Engin orð hafa oftar heyrst síðustu misserin. Ríkið skuldar, útgerðarmenn skulda, bændur skulda, kaupmenn skulda, verka- menn skulda. Allir skulda. Ef kreppunni ljetti og skuldirnar greiddust. Hvílík umskiftil Þó enginn stykki yfir Alþingishúsið, yrbu allir ljettari í spori. Og þótt ekki yxu gullpeningar milli hryggjaliðanna, þá mundi brjóskið harðna til muna. Huginn.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.