Austfirðingur - 09.04.1932, Blaðsíða 1

Austfirðingur - 09.04.1932, Blaðsíða 1
TFIRÐIN6U 3. árgangur Seyðisfirði, 9. apríl 1932 11. tölublaö Hvað verður um stjórnarskrána? Ef draga má ályktun af þeim umræðum, sem fram hafa fariö nú í vikunni, og þúsundir lands- manna hafa hlýtt á, þá viröast vera allmiklar líkur til þess, aö samkomulag geti oröiö um stjórn- arskrána og þar meö lausn kjör- dæmamálsins. Málið var til ann- arar umræöu í efrf deiid á mánu- daginn. Jón Þorláksson gat þess, aö honum væri kunnugt um að innan Framsóknarflekksins væru menn, sem berðust fyrir samein- ingartillögum í málinu. Ræður Ásgeirs Ásgeirssonar á eldhúsdag- inn virtust gefa fulla bendingu í sömu átt. Hann kom að þessu oftar en einu sinni. Síðustu orðin, sem hann sagði, áður en eldhús- dagsumræðunum sleit, urðu ekki skilin á annan veg en þann, að iausn málsins mundi standa fyrir dyrum fyr en varði. Allir sem á hlýddu, jafnt Framsóknarmenn, sem aðrir, skildu ummæli hans á sömu lund. Ásgeir kvað málinu vera svo komið, að allir flokkar væru komnir á einn og sama vettvang, þann, aö halda núverandi kjördæmaskipun með uppbótar- .sætum, og mætti það mikið giftu- leysi heita, ef eigi tækist að leysa málið, úr því svo væri komið. Ásgeir endaði ræðu sína með þeim ummælum, að í þessu máli mundi hvorugir sigra, hvorki þeir sem vildu halda öllu öbreyttu, nje þeir, sem vildu breyta til hins ýtrasta. Þessi ummæli virðast einkar ljós. Þeir, sem hafa viljað halda öllu óbreyttu, eiga allir heima innan Framsóknarflokksins. Þeir sem vilja breyta til hins ýtrasta — gera landið að einu kjördæmi — eru jafnaðarmennirnir. Tillögur Sjálf- stæðismanna gera báðum þessum aðilum til hæfis. Með því stjórn- arskrárákvæði, að flokkarnir fái jafnan þingmannatölu í rjettu hlut- falli við þá atkvæðatölu, sem frambjóðendurnir hafa fenglö við almennar kosningar, er fullnægt höfuðatriðinu í kröfum jafnaðar- manna. Með hinu ákvæðinu, að því er kjördæmaskipunina snertir, að núverandi kjördæmi skuli halda framvegis rjetti sínum til að velja sjerstaka þingmenn, er fullnægt höfuðkröfu Framsóknarmanna. M. ö. o. tillðgur Sjálfstæðismanna eru sá samkomulagsgrundvöllur, sem allir flokkar eiga að geta sameínast á, og þorri landsmanna mun vera samdóma fjármálaráð- herranum um, að það væri mikið giftuleysi, ef málið leystist ekki, þegar svo er komið. Það, sem enn styrkir þá skoð- un, að úrlausn málsins sje ágóð- um vegi, er það, að við 2. um- ræðu í efri deild gekk einn Fram- sóknarmaður, Jón í Stðradal, í lið með Sjálfstæðis- og jafnaðar- mönnum og greiddi málinu at- kvæði til þriðju umræðu. Ef af- staða hans breytist ekki, virðist málinu þar með borgið til neðri deildar. Það er enginn vafi á þvf, að öllum þorra manna hefir ljett við þær vonir, sem vaktar eru um friðsamlega úrlausn málsins. Þeir kjósendur, sem lögðust á móti málinu í fyrra vor, hafa marg- ir mikla afsökun. Málið var sem órætt. Því var dembt yfir þj'óðina með þingrofinu í fyrra, af svo mikilli heift, að með eindæm- um er í stjórnmálasögu okkar. Þeir voru þess fulltrúa, að taka ætti rjettinn af hinum einstöku kjördæmum. Tillögur þær, sem Sjálfstæðismenn bera nú fram, höfðu þá ekki fengið fast form. Margir efuðust um, að hægt væri að sameina það tvent, að gera kosningarrjettinn jafnan og al- mennan, og hitt, að vernda rjett hinna gömlu kjördæma til full- trúavals. Mönnum var sagt, að ef Framsókn næði ekki meirihluta við kosningarnar, þá væri úti um það að hinar „dreifðu bygöir" ættu framar þingmenn sem gætu talist sjerstakir fulltrúar þeirra. Það væri ekki rjett að ætla kjós- endum Framsóknar alment þann skort á rjettlætistilfinningu, að af- staöa þeirra við kosningarnar hafi markast fyrst og fremst af tilhneig- ingunni til að sitja yfir rjetti kjós- enda í einstökum kjördæmum Reykjavíkurgrýlan hefði ekki haft jafn mikil áhrif, ef þeir hefðu ekki jafnframt trúað því, að þessi „grýla" mundi hrifsa frá þeim verðmæti, sem helguð voru af átthagaástinm' og alkunnri fastheldni við forn- ar venjur. Nú hefir Framsðknar- flokkurinn sjálfur sýnt, hvað hann hefir mikinn geig af Reykjavíkur- grýlunni, með því að Ieggja til aö Reykjavík fái 8 þingmenn. En Sjálfstæðisflokkurinn hefir hinsveg- ar afsannað þann áburð, að fyrir honum vekti afním hinna sjerstöku kjördæma. Þannig hefir málið skýrst [frá því í fyrra vor, og afstaða manna breyst að sama skapi. í þessu máli hafa sannast um- mæli eins ræðumanna á eldhús- daginn: Rjettlætið er erfiöur and- stæðingur. Fleiri og fleiri eru að komast til viðurkenningar áþessu. Fleiri og fleiri vilja komast hjá því, að hafa rjettlætið að and- stæðing. Engum dettur lengur í hug að unað verði við það ástand sem nú er. Baráttan gegn rjettlæt- inu er vonlaus. Allir hugsandi menn og göðgjarnir vona að gifta landsins sjái þessu niáli borgið. Þðtt stjðrnmálaflokkarnir bíði ó- sigur gerir það ekkert til, ef rjett- lætið vinnur sigur. Sambúð þjóö- arinnar og úrlausn annara mikils- verðra mála, er komin undir úr- lausn þessa máls. Afdrif þess valda meiru um farsæla framtíð þjóðar- innar en nokkuð annað, sem nú bfður úrlausnar. Eldhusdagur. „Ef kjósendur út um land hefðu getað fylgst til hlítar með því, sem gerst hefir á undanförnum árum, þá væri stjðrnln brunnin upp til agna í sínu eigin eldhúsi, og ekkert eftir nema stybban, sem altaf verður, þegar rusli er brent". Á þessa ieiö fjellu orð eins af ræðumönnunum við eldhúsdags- umræðurnar nú í vikunni. Þótt ekki sje við því að búast, að allir vilji taka undir þessi um- mæli, þá má fullyrða hitt, að öll- um þorra landsmanna mun þykja það eðlilegt, að þessar umræður fari fram fyrir „opnum tjöldum", eins og nú var. Sú skoðun hefir raunar stungið upp höfði, að þeim tíma sje ilia varið, sem til þess fer, að gagnrýna geröir stjórnar- innar. En slíka skoðun aðhyllast ekki aörir en hinir þrðngsýnustu menn. í öllum löndum, sem búa við alment lýðræði og skoðana- frelsi, er þaö talin ðtvíræö skylda andstöðuflokka hverrar stjórnar, að halda uppi gagnrýni á gerðum hennar. Og þetta getur ekki öðru- vísi verið, því af eðlilegum ástæð- um hefir engin ríkjandi stjðrn til- hneiging til þess, að tjalda því sem aflaga fer í ráðstöfunum henn- ar og athöfnum. En þjóðin á heimting á að heyra „verkin tala", hvort sem það er stjórninni til lofs eða lasts. Undanfarin ár hefir sú regla tíðkast á opinberum stjórnmála- fundum, að flokkarnir hafa allir fengið jafnan ræðutfma. Framsókn hefir stundum hælt sjer af því, að hafa komið þessu „skipulagi" á. Það kemur því óneitanlega úr hörðustu átt, þegar forsætisráð- herra kvartar yfir því hvað eftir annað í umræðunum, að stjórn- arflokkurinn skyldi ekki fá úthlut- aðan ræðutíma fram yfir and- stöðuflokkana, hvorn um sig. En þessar kvartanir hins tigna manns eru skiljanlegar, þðtt þær varpi ekki fegrandi birtu yfir rjettsýni hans. Því meðan jafnaðarmenn og Framsókn voru sem einn flokkur þótti ekkert að þessu fyrirkomu- lagi, en nú þegar jafnaðarmenn hafa skipað sjer í andstöðu við stjórnina, þykir málið horfa öðru vísi við. Hitt munu margir undr- ast, að ór því að forsætisráð- herrann þóttist afskiftur um ræðu- tíma, þá skyldi hann ekki verja honum betur en raun varð á. Af hálfu Sjálfstceðismanna töl- uðu: Magnús Quðmundsson, ólafur Thors og Magnús Jðns- son. Af hálfu Framsóknar: ráðherr- arnir þrír. Af hálfu jafnaðar- manna: Hjeðinn Valdimarsson og Haraldur Guðmundsson. Þriöji jafnaðarmaðurinn, sem sæti á í neðri deild, Vilmundur Jðnsson, „vakti eftirtekt meö fjarveru sinni" frá þessum umræðum, hvaö sem valda kann. Hvað hefir unnist við þessar umræöur? Því má hiklaust svara á þá leið, að sá hluti þjóðarinnar, sem á þær hlýddu, hefir fengiö dregna UPP glögga mynd af afkomu rík- isins, eins og hún er í dag. Sú mynd er ekki fögur. Atvinnnveg- irnir eru lamaðir af sköttum og verðlækkun. Framleiðslukostnað- urinn er í algerðu misræmi við afurðaveröið. Skuldabyrði ríkis- sjóðs hefir meira en tvöfaldast í samfeldasta gððæri. sem yfir land- ið hefir komið. Lánstraustið er þrotið. Eyðslan hefir magnast ár frá ári. Hafa menn gert sjer grein fyrir því, að útgjöld ríkisins eru orðin yfir 50 þúsund krónur á dag? Hvernig á að bjarga fjárhag ríkis- ins? Með auknum sköttum, .segir rfkisstjórnin. Hvernig á að bjarga atvinnufyrirtækjunum? Meö aukn- um sköttum! Hvernig að lækna atvinnuleysid? Sama svariö — auknir skattar. Þegar Iitið er aftur í tímann, aðeins örfá ár, þá hlýtur hverjum hugsandi manni að blöskra hvern- ig komið er í þessu þjóðfjelagi. Framsóknarstjórnin kemst til valda 1927. þá hafði fhaldsflokkurinn setið viö völd í 4 ár. Á þessum 4 árum höföu verið greiddar nál. 8V» miljón kr. af skuldum ríkis- ins. Framsókn sagði að alt vært' sokkið í skuldafen. Á þessum fjðr-

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.