Austfirðingur - 09.04.1932, Blaðsíða 3

Austfirðingur - 09.04.1932, Blaðsíða 3
AUSTFIRfrlNGUR 3 cæ>OO<3S>OOœ>OOC3E>O©0i AUSTFIRÐINGUR V ikublaö Ritstjóri og ábyrgðarmaöur Árni Jónsson frá Múla. Sími nr. 70. VerÖ árgangsins 5 kr. § OOCS>OOCS>OOCS>00<S>0<sS magnsveitur í kaupstöðum, t. d. sameiginleg rafmagnsveita fyrir Þvereyri og Vog, og stór rafmagns- veita í Klakksvík, sem kostað hef- ir um 300. þús. danskar krónur. Þessar rafmagnsveitur eru allar reknar með vatnsafli. En í Þórs- höfn er rafmagnsveitan rekin með Díelselmótorum. í sambandi við rafmagsveituna f Vogi hefir verið hægt að koma á merkilegu mannvirki, sem vafa- laust er einstakt í sinni röð. Það er loftbraut til að draga upp róðr- arbáta. Sunnan og vestan við Suðurey eru einhver bestu fiski- mið Færeyinga. Vogur er austan á eyjunni. Vestan við Vog er eiði þvert yfir eyjuna á að giska kíló- metir á breydd, en hamrar í sjó niður allsstaðar að vestan verðu og því hvergi hægt að lenda bát- um. En inn í þröngan klettavog vestan á eyunni komast bátarnir og eru teknir þar upp í Iyftu og fluttir í henni 2—300 metra upp á eiðið. Kaupstaðirnir í Færeyjum eru s«mir hverjir fult eins vel bygðir og kaupsfaðir af líkri stærð hjer 4 landi. Má þar t. d. nefna Vog °g Trangisvog. Kvikmyndahús eru auðvitað í öílum kaupstöðum og radfo víða á efnaðri heimilum. Sigríður Jónsdóttir ekkja ræðismanns Þórarins Guð mundssonar (dáinn 1928), andað- ist hjer í bænum 1. þ. mán. eftir langvarandi veikindi, næstum 72ja ára að aldri. Sigríður sál. var fædd í Reykja- vík 3. júlí 1860. Hún giftist 1882 og tóku þau hjónin sama ár við forstöðu V. T. Thostrups verslun- ar á Seyðisfirði — til 1901, að þau keyptu verslunina og ráku hana síðan fyrir eigin reikning. Börn þeirra hjóna eru: Kristín ekkja Kristjáns læknis Kristjáns- sonar, Þórarinn Böðvar, dvelja bæði í Reykjavík. Guðmundur og Þórunn, bæöi á Seyðisf. hafa altaf dvalið í foreldrahúsum.'Lára, gift stórkaupm. Chr. Havsten í Kbh. og Elísabet dáin 1918, þá nýgift Benedikt Jónassyni kaupm. á Seyðisfirði. Neðribúðin — svo var hús þeirra jafnan nefnt — var eitt mesta prýðis- og fyrirmyndarheimili. Þar var rausn og ráðdeild samfara gestrisni og greiðasemi og alúö- legt viðmót húsbændanna vakti traust og vináttu, enda voru þessi merku hjón vinamörg og vel látin naer og fjær. I 49 ár — þar af 46 ár í far- -saelu hjónabandi — veitti Sigr. sál- nota jeg ávalt; }>ví hún heldur hörundinu svo ein- kar míúku," segir Hi'S dýrSlegíista kvennlegs yndis}>okka er, mjúkt og blæfagurt hörund — um þaö cru allir karltnenn samdóma. Og til ]?ess aS halda hömndi sínu skínandi, fögru og mjúku ýá nota þær aöeins eitt feguröar- meöal og ]?að er Lux handsá] Þjer sem ekki Jækkiö áður, ýessa rmaöslegu ilmandi sápu, viljið þjer ekki reyna hana. 0/50 aura M-LTS 208-5GUC ’'>l7i’<‘i~l’’iHs’L,MITÍÍD PORT SUNLIGHT, ENGLAND þessu heimili forstöðu með prýði og dugnaði. Viö þetta heimili voru hennar helgustu minningar bundn- ar sem kærleiksrík eiginkona, móðir og húsfreyja. Frá þessu heimili vonaði hún aö verða til moldar borin. Það munu því allir skilja, hvllík ofraun það hefir ver- ið fyrir hana, þrotna að kröftum og heilsu, að sjá þetta kæra heim- ili sitt verða eldinum aö bráð í maí 1931, enda auðnaðist henni ekki fótaferð eftir þaö, nema að litlu leyti, en þetta mótlæti bar hún með því sálarþreki, sem hún hafði í ríkum mæli. f fjelagslífi þessa bæjar átti Sig- ríður sál. veigamikinn þátt, með starfsemi sinni í Kvenfjelagi Seyð- isfjarðar, sem hún veitti forstöðu um Iangt skeið. Hún naut þeirrar gleði, að sjá áhugamál sitt ogfje- lagsins, byggingu kirkjunnar á Fjarðaröldu, framkvæmt henni og fjelaginu til mikils sóma. Alt ti síðustu stundar beitti hún sjer fyrir því, að Kvenfjelagið hjeldi áfram að vinna fyrir kirkjuna, með þv að koma upp prýðilegri girðingu og trjágarði umhverfis hana, og er því verki nú vel á veg komið. Kvenfjelagið mat mikils hinn mikla dugnað og ósjerplægni, er Sigr. sál. sýndi jafnan í starfi sínu fyrir fjelagið og gerði hana að heiðursfjelaga sínum. Hjer er sóma og merkiskona ti moldar hnigin. Þetta bæjarfjelag getur þakkað henni 50 ára heið- arlegt og vel unnið starf. Sam- borgarar og samverkamenn um lengri og skemri tíma munu minn- ast hennar með virðingu og þakk- læti. Hón rækti öll sín störf af trú, dygð og kærleiksríkum áhuga, enda blessaðist alt og leiddi til góðs, sem hún lagði hönd að. Því bæjarfjelagi er vel borgið, sem á margar slíkar konur. Blessuð sje hennar minning. J. J. Símskeyti frá frjettaritara Austf. í Rvík. .fslenska vikan“ hefir að ýmsu leyti sett svip sinn á Reykjavík. Furðar menn á hversu margt nýstárlegt hefir komið fram í vörusýningum íslenskra fram- Ieiðenda. Er sýnilegt að starfsemi vikunnar lyftir ísleijskum fyrirtaekj- um og vekur umhugsun um hver íslensk efni hægt er að nota. Síra Sigurður Jónsson á Lundi í Lundareykjadal er ný- lega dáinn. Endurbætur á Siippnum. Slippfjelagið hefir keypt tvær dráttarbrautir, þar sem draga má upp togara og skip alt aö stærð Gullfoss til viðgerða. Dráttarbraut- irnar veröa fullgerðar í sumar. Gjöf Þjtíðverja. Hin afar fullkomnu rannsóknar- áhöld, sem Þjóðverjar gáfu íslandi á Alþingishátíðinni eru nú komin til Reykjavíkur og valdi Níels Dungal þau í haust. Áhöldin eiga að notast á nýtísku rannsóknar- stofu og verða geymd þangað ti húsnæöi er fengið. Eimskipafjelagiö og jafnaöarmenn. Eimskipafjelagið færðist undan því, að framlengja kaupsamning háseta og kyndara fyrir sama kaup og áður. Vildi halda áfram ósamningsbundið eins og togar- arnir. En alþýðusambandið heimt- aði verkfall og krafðist þess, aö mennirnir gengi af skipunum uns að samningar væru undirskrifaöir. Flugferöirnar. Samkomulag er fengið milli Transamerican Airlines Corporati- on og annars ameríks flugfjelags, Panamerican Airway, um samvinnu um íslandsflugleiöina. Breyting á kosningalögunum. Jón Þorláksson flytur breyting- artillögu við kosningalögin frá 1915, þess efnis að hver kjósandi í tvímenniskjördæmi kjósi aöeins einn þingmann og verði þeir kosnir, sem tái flest og næstflest atkvæði. Fjárlögin eru til 2. umræðu í dag. búð til Ieigu í Noröurgötu 10. — Upplýsingar gefur Anton Ólason. Borgaralega kreppuráðstötun kallar Jafnaðarmaðurlnn frumvarp það, sem nokkrir Sjálfstæöis- og Framséknarmenn flytja nú á AI- þingi um afnám áfengisbannstötra þelrra, sem eftir eru. Þetta er ekki rjett. Slik ráðstöfun er há-sósíal- istisk, með tilliti til þess, að bolcevisminn er hinn .fram- kvæmdi“ sósíalismi. En Bolcevikar afnámu áfengisbann það, er Niku- lás II. setti í ófriðarbyrjun, að ráði Barke fjármálaréðherra, og reka nú, að því er fjöldi heimilda skýrir frá, áfengisiðnað og sölu með lfku skipulagi, en af enn meira kappi en Wltte, hinn al- ræmdasti brennivínsráöherra Zar- anna. S. Fougner-Johansen. Aflafrjettir. Á Hornafirði hefir afli verið treg- ur síðustu viku. Sem stendur er sagður lítill fiskur á grunnmiðum, en ilt að sækja lengra, vegna ó- stöðugrar veöráttu. Loðnu hefir ekkf orðið vart síðustu daga. En nóg er til af frosinni beitusfld, bæði hjer og á Norðfirði, og verð- ur vonandi enginn hörguil á beitu fyrst um sinn. Slys varð á Hornafirði nú I vikunni. Unglingspiltur,’ Einar Sveinn aö nafni, sonur Jóhannesar Sveinsson- ar úrsmiös, fjell ofan af vindu og irotnaði á báðum handleggjum.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.