Austfirðingur - 16.04.1932, Blaðsíða 3

Austfirðingur - 16.04.1932, Blaðsíða 3
AUSTFIRÐINGUR 3 „Jeg hefi reynt um da- gana óteljandi tegundir af frönskum handsápum, en aldrei á æfi minni heíi jeg fyrir hitt neitt sem jafnast á við Lux hand- sápuna ; vilji maður hal- da hörundinu unglegu og yndislega mjúku “ Allar fagrar konur nota hvífu j Lux handsápuna vegna ]?ess, hún || heldur hörundi peirra jafnvel enn lij þá mýkra heldur en kostnaÖar- jfj sarnar fegringar á snyrtistofum. ||| LUX HANDSÁPAN I 0/50 cEura II M-LTS 209-50 1C LEVER BROTHERS LIMITED, PORT SUNLIGHT, ENGLAND sem nú. Sem dæmi má nefna, að póstferð hefir ekki orðið úr Reykjavík frá því 11. mars, þang- að til í dag — 16. apríl! 5. Margt nýstárlegt bar fyrir augu yfirskoðunarmanna í landsreikn- ingnum 1930. Meðal annars má nefna að Sigvalda Kaldalóns voru greiddar 2000 krónur umfram lög- bundnar tekjur, en stjórnin gaf þá skýringu að þetta væri herkostn- aður í styrjöldinni, sem hún hefir verið f við læknana. Þá hafði ein- um tekjuhæsta embættismanni landsins, tollstjóranum í Reykja- vík verið greidd 10 þús. króna launauppbót. Þetta kemur dálítið einkennilega fyrir sjónir, þegar sama stjórnin er að lækka laun allra hinna Iægst launuðu starfs- manna ríkisins. Og þá sýnist það vafasöm kreppuráðstöfun, þegar tveim mönnum eru greiddar 4 þús. krónur fyrir að kaupa lóð af ríkinu undir verksmiðju sem ríkið lætur sjálft byggja ! 6. Stjórnin hefir Iverið nokkuð djarftæk til þeirra sjóða, sem hún hefir undir höndum. Svo er t. d. um Landhelgissjóðinn. Sá sjóður var stofnaður 1913 fyrir forgöngu Sigurðar heitins í Vigur. Tekjur sjóðsins '1 eru sektir skipa, sem staðin eru að landhelgisbrotum. Og hlutverk hans það eitt aö ganga til kaupa á varðskipum handa ríkinu. Á þennan sjóð hefir stjórnir dembt ýmsum kostnaði, svo sem hestahaldi og bílum og nernur þessi kostnaður tugum þúsunda undanfarin ár. Auk þess hefir ýms risna fram undir 20 þús. krónur, verið greidd úr landhelgissjóði 1929—30. Þaðget- ur verið að stjómin líti svo á, að þessum sjóði sje best varið í útreiðartúra, bflasnatt og veislu- höld, og gætu þau ummæli eins ráðherrans að Sjálfstæðismenn hefðu neytt stjórnina til að kaupa Ægi, fyllilega bent til þess. En al- menningur mun líta svo á, að fje landhelgissjóðs sje betur varið til að verja landhelgina, heldur en að greiða kostnað af yfirlæti og snápskap ráðherranna. Sýslufundur Norður-Múlasýslu hefsfí dag. Þessir sýslunefndar- menn mæta á fundinum: Úr Skeggjastaöahreppi 'Hannes Magn- ússon, Bjargi. Vopnafjarðarhr.Stein- dór Kristjánsson í Syðri-Vík. Hlíð- arhr. Björn Guðmundsson, Sleð- brjótsseli. Jökuldalshr. Jón Jóns- son, Hvanná. Fljótsdalshr. Sigmar Þormar, Skriðuklaustri. Fellahreppi Gísli Helgason, Skógargerði. — Tunguhr. Sveinn Bjarnason, Hey- kollsstöðum. Hjaltastaðaþinghá Björn Guttormsson, Ketilsstöðum. Borgarfjarðarhr. Halldór Ásgríms- son, Borgarfirði. Loðmundarfjarð- arhr. Stefán Baldvinsson, Stakka- hlíð. Seyðisfjaröarhr, Sigurður Vil- hjálmsson, Hánefsstöðum. Símskeyti frá frjettaritara Austf. í Rvík. Forsetakosningarnar 1 Þýskalandi. Forsetakosningar fóru fram í Þýskalandi um miðjan mars og skorti þá Hindenburg nokkur hundruð þúsund atkvæði til þess að ná hreinum meirihluta, svo hann væri rjettilega kosinn. For- setakosning fór fram að nýju sunnudaginn 10. þ. m. og fjekk þá Hindenburg hreinan meirihluta, 19.3 miljónir atkvæða. Hiíler fjekk 13.4 miljónir, en Kömmúnistar 3.6. Hitler bætti mest við fylgi sitt í kosningunum, en Kommúnistum hrakaði. Þýska stjórnin bannar nú starfsemi brúnskyrtumanna Hitlers og verður hann að beygja sig. Guðmundur Grfmsson, Vestur-íslenski dómarínn, sem var hjer í vetur á vegum Transame- rican Airlines, er nú í Höfn og hefir fengið góðar undirtektir um flugleyfi via Grænland. Breytingartillögur við stjórnarskrána. Jón Þorláksson og Pjetur Magn- ússcin flytja þá breytingu við 1. gr. stjórnarskrárinnar, að þing- mannatala takmarkist við 50. Út af þessu hefir veriö kurr í Al- þýðublaöinu. Jón í Stóradal og Magnús Torfason flytja þá breyt- ingartillögu, aö þingmannatalan sje takmörkuð við 45. Afleiðing tak- mörkungrinnar yrði sú, að þá nái kosningu einhverjir sem næst flest atkvæði fá, ef grunntala einhvers flokks annars þvingaði þingmanna- töluna yfir hámark. íslaust ? Hafís sjest ekki af Sigiufjarðar- hnjúkum, þótt gott skygni sje. Úr brjefi til ritstjórans. ... Því getur enginn trúaö, sem ekki er því kunnugur, hvaö menn eru gjörsamlega útilokaðir frá því að komast yfir nokkra krónu í peningum. Jeg man nú 40 ár aftur f tímann, og öll þau ár er mjer óhætt að segja að verslanirnar, sem hirt hafa gjald- eyri manna, hafa aldrei haldið fyrir þeim peningum eins eg nú. Er þó peningaþörfin, vegna marg- breittari viðskift, aukinna þarfa, og skuldaskifta við banka og aðr- ar lánsstoínanir margföld við þaö sem áður var. Það er svo um fjöldann af mönnum aö þeir geta alls ekkert borgað annað en vöruúttektina hjá verslaninni, ekki einu sinni opinberu gjöldin. Viðskifti manna á milli, sem ekki geta greiðst í innskriftum í skuldareikninga, eða meö vöruskiftum, og þó mjög tak- markað, því verslunin lætur lofa sjer öllum gjaldeyri, sem hún get- ur komið í verð, áður en viðskifti ársins byrja, eftir áramótin, eru að verða ómöguleg. Þetta er verslunarfrelsið. Mun það hafa verið öllu minna á ein- okununartfmunum ? Þetta er brynj- an móti kreppunni, sem forsætis- ráðherrann fleiprar um í ræðum og riti. . . . Skipaferðir. Nova og Súðin komu hingað í morgun, bæöi frá Rvík norðan um land. Hingað komu Jónas Jens- *on símritari og frú, Stefán Böðv- arsson umboSssali, Jónas Hall- dórsson rakari, frú Jónína Her- mannsdóttir. Með Súðinni fóru til Reykja- víkur ungfrú Ágústa Sveinsdóttir, Kári Forberg símritari, frú Lára Bjarnadóttir og fleiri. En suður á firði fóru Gfsli Jónsson umboðs- sali og frú hans. Áður í vikunni fóru til Reykjavfkur frú Unnur Sveinsdóttir, frú Svanhildur Óla- dóttir og Sigurður I. Guðmunds- son fulltrúi. Aflafrjettir. Síðustu viku hefir verið mjög lítill afli á Hornafirði. Ógæftir voru miklar framan at vikunni og lítið róið. Síðustu tvo daga hefir verið stilt og gott veður og voru allir bátar á sjó í gær og dag. Loðna veiddist í morgun. Á Fáskrúðsfirði hefir lítið veiðst sfðan um páska og valda einkum ógæftir. A Mjóafirði hefir verið nokkur afli innfjarðar í vetur. Hefir blað- iisu verið sagt að þar muni hafa veiðst um 200 skippund af vænum fiski, svo að segja upp í land- steinum. Arl Arnalds bæjarfógeti og Jón Björnsson útgeröarmaður komu heim nú í vikunni. Jarðarför Karls Jónassonar fór fram síð- astliðinn laugardag, en jarðarför frú Sigríðar Jónsdóttur í fyrradag. Báðar mjög fjölmennar. Það hefir verið, er og verð- ur óþarfi að flytja til lands- ins neðantaldar vörur, því aö H.f. Hrelnn í Reykjavík framleiðir þær jafngóðar og ódýrar og þœr erlendu. — H.f. H r e i n n “ framleiðir: krystalsápu, handsápur, rak- sápu, baðsápu, stangasápu, þvottaduft, kerti, stór og smá, skóáburö, gólfáburð, vagna- áburð, fœgilög, ræstiduft, kreolin-baölyf.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.