Austfirðingur - 23.04.1932, Side 1

Austfirðingur - 23.04.1932, Side 1
3. árgangur Seyðisfirði, 23. apríl 1932 13. tölublað Sumarmál. Því verður ekki neitað, að ekki heilsar sumarið hlýlega. Eftir af- burða góðan vetur er nú súld og fannkoma á degi hverjum. Engin hætta er þó á fóðurskorti í vor, því fje gengur vel undan vetri og miklar og góðar heybirgðir fyrir hendi. Alt um það er útlitið hvað afkomu bænda snertir ömurlegra að mörgu en nokkru sinni fyr. Qóðæri hefði þetta verið, ef búið hefði verið á gamla vísu, afurðirn- ar notaðar að miklu leyti heima fyrir, til matar og fatnaðar. Nú eru þeir orðnir fáir bændurnir, sem ,búa að sínu“ að gömlum skilningi. Nú eru afurðirnar að mestu látnar á markað og annað keypt þess í staö. Af þessu leiðir að bændur eru orðnir háðir dutl- ungum almenns markaðs miklu meira en áður var. Árið 1931 fengu bændur fyrst fyrir alvöru að kenna á afleiöingum krepp- unnar. Enn er ekki sjeð til fulln- ustu hvaða verð bændur fá fyrir afuröir sínar síðastliðið haust, en búist er við að lambsverðið verði ekki meira en einar 8 krónur þegar upp er gert. petta er Iágt verð, ekkert hærra en var fyrir stríð, en vinnulaun og kostnaður allur margfaldur. Þau tíðindi sem gerast út um heiminn gefa ekki bjartar voriir, hvað framleiðslu okkar snertir. Allsstaðar reyna þjóðirnar að vinna bug á kreppunni með því að girða sig tollmúrum og forð- ast sem mest kaup á erlendum vörum. Norðmenn virðast ráðnir í því, að sjá sjálfir fyrir þörfum sínum á kjöti. Englendingar halda í bili fast við harðvítuga tolla- stefnu. Spánverjar fara að dæmi annara þjóða. Enginn veit hve á- stand þetta helst lengi. íslenskir framleiðendur til lands og sjávar eiga örðugra uppdráttar nú en nokkru sinni fyr í minnum þeirra manna, sem nú lifa. Frá löggjöfinni er einskis bjargræðis að vænta. Hagur ríkisins er svo, að þaö er ekki gefandi, heldur þiggj- andi. Nýjar álögur eru boöaðar með hverju tungli. Og í þessu öngþveiti er altaf aliö á tortryggni og sundrung milli stjetta þjóðfjelagsins. Það er mjög eftirtektarvert, að þeir menn sem predika frið á jörðu og alls- herjar bræðralag, byrja með því að kynda sundrungar-bál í sínu eigin þjóðfjelagi. Hjer á íslandi er meiri jöfnuður stjetta en nokk- ursstaðar ella. Hjer var komist næst þeim jöfnuði manna á með- al sem jafnaðarmenn allra Ianda, te'ja takmark baráttu sinnar. Hing- aö átti því jafnaðarstefnan minna erindi en í nokkurt annað land. Og það hefir þá einnig farið svo, að áhrif stefnunnar hjer hafa farið í alveg öfuga átt við takmark hennar. Ef komast á heilu og höldnu úr þeirri kreppu, sem nú þjakar alt atvinnulíf þjóðarinnar, verður að gera sjer ljóst að á framleiðsl- unni veltur öll afkoma lands og þjóðar. Sú stefna sem nú veður uppi, að gera atvinnurekendur til lands og sjávar nær rjettlausa, verður að víkja. Þeir menn, sem ástunda öllum dögum að vinna atvinnurekendum tjón á einn og annan hátt, verða að hætta að gera tilkall til þess að heita góð- ir þegnar þjóðfjelagsins. Þjóðinni hefir aldrei riðið á því meira en nú, að hverskonar ofbeldi og rang- sleitni víki. Þau undirstöðuatriði löggjafarinnar, sem viðhalda rnis- rjetti þegnanna verða að hverfa. Við vonum öll að vorhretunum fari að linna og sumarið verði bjart og gróðurríkt. Við vonum líka, að vorhretum íslensks þjóð- málalífs fari að linna, að sólin brjótist fram úr þeim skýjum, sem nú grúfa yfir, og nýr og bjartari dagur renni. Gleðilegt sumar! Þistlar. —o— 1. Þarna ljet Árni ljúga fallega í sig — sagði einn af bestu Fram- sóknarmönnum á Hjeraði í vetur, þegar Austfirðingur birti þá fregn, að Framsókn ætlaöi aö fjölga þing- mönnum Rvíkur upp í 8. Og flokks- menn hans, sem hjá voru staddir, tóku í sama strenginn og skemtu þessir ágætu Tímamenn sjer góða stund við að gera gys að Aust- firðingi og ritstjóra hans fyrir að hlaupa með slíkan söguburð. 2. Það má ekki undra neinn, þótt menn ljetu segja sjer þau tíðindi tvisvar, að Framsókn væri svo gersamlega horfin frá fyrri að- stöðu sinni í kjördæmamálinu. í fyrra vor var öllu hleypt í upp- nám yfir því ódæði, að nokkrum skyldi til hugar koma, að „brask- lýðurinn" og „götuskríllinn" í Reykjavík — annað fólk er þar ekki, eins og Tímamenn vita — mætti fá íhlutunarrjett um þjóö- mál á borð við aðra landsmenn. Frambjóðendur Tímans sýndu fram á það fyrir kosningarnar, að þjóðfjelagið væri í voða statt, ef ekki væri setið á Reykvfkingum. Einn ágætur húseigandi og opin- ber starfsmaður í höfuðstaðnum, Halldór að nafni Stefánsson, færði full rök að því, að Reykvíkingar væru fullsæmdir af tveim þing- mönnum, en ættu raunar ekki heimting nema á einum! 3. Halldór Stefánsson hefir nú lýst því yfir fyrir sitt leyti, að hann telji sjer tillögur Framsóknar í kjördæmamálinu alveg óviðkom- andi. Hann er ekki kominn til að láta sannfærast, pilturinn sá. Og nú fá kjósendur tækifæri til að dáðst að skaflajárnaðri staðfestu þessa gæðings. Já, Halldór er að- dáunarverður. Hann yfirgaf óðul sín og lendur til þess að setjast við borö með „afætum“ og „em- bættalýö", af því að hvergi var völ á jafn hæfum manni til að rækja starf hans. Hvílík sjáltsafneit- un! Halldór er „princip“-sterkur maður og það á best við hann að segja altaf nei. En þegar vel er boðið, getur hann líka sagt já. Þá verður hann sterkari en princip- in. Slik eru ofurmenni. Nú, þegar um er að ræða úrlausn hins mesta rjettlætismáls spyrnir Hall- dór breiðum fæti við ©g segir nei. Svo staðfastur er hann, segjafylg- ismenn hans. En hundheiðnar „íhaldssálir" segja: svo þröngsýnn er hann og óbilgjarn, svo ríkur er hann af þeirri skapgerö, sem á ís- lensku heitir sauðþrái! En rollurnar hætta að stappa þegar þeim er boðið deig, og Halldór mundi líka sýna sig sterk- ari en „principið", ef „afætustarf- ið“ væri í veði. 4. En það eru ekki allir Fram- sóknarmenn eins staðfastir og Halldór Stefánsson. Ingvar Pálma- son greiddi stjórnarskrárfrumvarp- inu atkvæði til neðri deildar. Og flokkurinn ber fram frumvarp um að fá þaö bundið í stjórnarskrá landsins, að þingmenn Reykjavík- ur skuli vera 8. Það er ekki leng- ur óttinn við Reykjavík, sem ræð- ur aðstöðu Framsóknar til máls- ins. Nei, það á að níðast á kjós- endum utan Reykjavíkur, sem ekki fylgja Framsókn að málum. í 14 kjördæmum utan Reykjavíkur fjekk Framsókn samtals 8856 atkvæði og 18 fulltrúa. Aðrir flokkar fengu samtals í þessum sömu kjördæm- um 6680 atkvæði og engan full- trúa. Þetta er það rjettlæti, sem sumir Framsóknarmenn vilja út- hella hjartablóði sínu fyrir! 5. Sýslufund lauk í fyrrinótt. Hafði veriö unnið mjög kappsamlega að fundarstörfum alla vikuna. Nokkru eftir miðnætti á föstudagsnótt kom Karl Fjnnbogason inn á sýslu- fundinn. Hann haföi víst verið aö hugsa um kjördæmamálið og orð- ið andvaka. Nú baðst Karl þess að mega tala og var honum leyft það. Vildi Karl þá að sýslunefnd- armenn greiddu atkvæði um það, hvort ekki ætti að breyta sýslu- nefndarlögunum í þá átt, aö höfðatala hreppanna rjeði fulltrúa- tölu þeirra í sýslunefnd. Einn sýslunefndarmanna stakk þá upp á því, að Karl fengi atkvæðisrjett á fundinum og spurði Karl hvort hann mundi sjálfur greiða tillögu sinni atkvæði. En þá kvað Karl nei við og varð ekki af atkvæöa- greiöslu. Fanst sýslunefndarmönn- um, sem þreyttir voru eftir viku erfiðar fundarsetur, lítið til um þetta „sprelP skólastjórans að næturlagi. En það er fleira í sambandi við þetta mál, sem Karl gæti haft sjer til afþreyingar á andvökustundum. Hann gæti til dæmis velt því fyrir sjer, hvort ekki væri rjett af hon- um að bera upp í bæjarstjórninni áskorun til Alþingis um að af- nema ákvæöin um hlutfallskosn- ingar til bæjarstjórna. Óg svo gæti hann spurt sjálfan sig að því, hvort ekki væri rjett, að koma því inn í stjórnarskrána, að alls- staðar þar sem Framsóknarmenn hefðu 36% einhverrar heildar, skyldu þeir skoðast meirihluti og ráða úrslitum allra mála. 6. 15 miljónir fjekk Framsókn fram yfir fjárlög á þremur árum. Til Fjarðarheiðarvegar var farið fram á Viooo — einn þúsundasta hluta þessarar upphæðar, 15 þús. En tillagan var feld. Mikil stoð er það Austfirðingum að hafa fjóca áhrifamikla stjórnarflokksmenn á þingi, og auk þess það „verkið“, sem hæst talar. Sýslufundi N.-Múlasýslu lauk á föstudagsnótt. Hafði sýslunefndin mjög hraðað störfum, vegna þess að þrír nefndarmanna, Steindór í Syðrivík, Hannes Magn- ússon og Halldór Ásgrímsson þurftu að komast heimleiöis með Esju.

x

Austfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.