Austfirðingur - 23.04.1932, Blaðsíða 2

Austfirðingur - 23.04.1932, Blaðsíða 2
2 AUSTFIR&lNQUR Útbúin á Austurlandi )) ifeiriHm i Olseiní ((É Hvergi er hægt að fá betri og fjðlbreyttari máln- ingavörur en frá hinu alþekta verslunarfirma Sadolin & Holmblad A/s _ „ TKaupmannahöfn. Ferrolin og Sadolins Grafitfarver eru þær máltegundir, sem mála á með járn, eru varanlegar og verja ryði. Þeir sem þurfa að mála járnvarin hús, skulu biðja kaupmenn um þessar tegundir. Notkunarfyrirsögn og aðrar uppíýsingar l*t jeg * U'e- Qfsll Jónsson. SOKKAR Y»AR SJERSTÖRU UMHYGGJU v v V - ÞvorS silkisokka yðar daglega úr LUX. HiS hreina mjúka lö'Sur varS- veitir pá. Jafnvel hinir fíngerðustu og vi'Skvæ- mustu silkisokkar endast von úr viti, sjeu þeir Jvegnir daglega úr LUX. Litlir pakkar 0.30 Stórir pakkar 0.60 LUX heldur flíkum enn lengur sem mjjum M-LX 37 1 -047A IC LEVER BROTHERS LIMITED, PQRT SUNLIGHT, ENGI-aND í Heimdalli, blaði ungra Sjálf- stæðismanna, birtist nýlega grein, „Ágrip af hneykslasögu bankanna". Síðasti kafli þeirrar greinar, um útbúin á Austfjörðum, fer hjer á eftir: Sú krafa hefir verið gerð til bankanna hjer, aö þeir settu útbú til og frá á landinu. íslandsbanki var með lögum skyldaður til að setja útbú á ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði. Landsbankinn taldi sjer líka skylt að greiða fyrir viösklft- um utan Reykjavíkur. Mun og ekki hafa unað því, að íslands- banki sæti einn að viðskiftunum út um land og hagnaðarvoninni af þeim. Setti hann á árunum til 1920 fjögurútbú utan Reykjavíkur, sitt í hverjum landsfjórðungi. íbúar þeirra hjeraða eða lands- hluta, sem bankaútbú hafa verið sett f, hafa litið svo á, að hlut- verk þeirra væri, að styðja at- Yinnurekstur í þeim bygöarlögum. Að því, er íslandsbanka snerti, var þetta lögboðinn tilgangur hans. Aðalbankarnir hafa þó jafnhliöa litið d útbúin sem hver önnur verslunarútbú, sem reka ætti til hagsmuna aöalstofnuninni, sjálf- um bankanum. í framkvæmd hefir af útbússtjórunum verið reynt að sameina sem best þetta tvent, svo sem skylt var, en örðugleikar margir hafa orðið á vegi þeirra. Um það bil, sem bankarnir settu fyrstu útbúin hjer á landi, var peningaverslun álitin mjög arðvænleg. En íslendingar eiga ekki gamlan skóla í peningaversl- un. Atvinnuvegir landsmanna eru hinsvegar fábreyttir og afkoma þeirra mjög háð árferði. það leið þvf ekki á löngu áður menn kom- ust í skilning um það, að pen- ingaverslun bankanna væri mjög áhættusöm og rekstur hennar vandasamur. Bankarnir hafa orðið fyrir mörgum töpum, og eru sum þeirra stórvægileg, miðað við ís- lensk skilyrði. En höfuðorsök tapanna mun þó vera sú röskun sem varð á verðlagi og verslun af völdum Norðurálfuófriðarins. Síðan sósíalistastefnan færðist í aukana hjer á landi, hefir deilan um bankamálin að miklu leyti snúist í ádeilu út af þessum töp- um. Fyrir ádeilunum hafa aöal- lega staðið frumherjar og aðal- flytjendur sósíalistastefnunnar hjer á landi, og hafa hinar opinberu ádeilur birst jöfnum höndum í Alþýðublaðinu og Tímanum. Er þetta, í fljótu bragði sjeð, talsvert einkennilegt, þegar á það er litið, að bankatöpin eru að langmestu leyti af því sprottin, að atvinnu- rekendur hafa greitt alþýöu manna, er að framleiðslunni vann, meira en hin framleidda vara reyndist að vera verð, svo að töpin fóru raun- verulega í sjóð íslensks almenn- ings. En töpin urðu handhægt ofsóknarefni gegn stjett atvinnu- rekenda, sem sósfalistar vilja fyrir hvern mun koma fyrir kattamef, svo ríkisrekstur geti hafist á rúst- unum. Árásirnar út af bankatöpunum byrjuðu ekki fyrir alvöru, fyr en Landsbankinn var orðinn pólitískt vígi Afturhaldsins, og því var þeim svo að segja eingöngu stefnt gegn íslandsbanka. Hefir langoftast og mest verið talað um útbú bankans á Seyðis- firði og einn viðskiftamann þess, Stefán Th. Jónsson. Greinar um þetta efni í Tímanum og Alþýðu- blaðinu og fylgisblöðum þeirra skifta víst hundruðum, á fjölda funda, opinberra og leynilegra kringum alt land, hefir þetta verið umræðuefni, og jafnvel útvarpið hefir bergmálað þennan són: „Útbú íslandsbanka á Seyðisfirði", „Stefán Th. Jónsson". Nú er það svo, aö á Austfjörð- um hafa starfað tvö bankaútbú síðustu áratugi. það eru útbú Is- landsbanka á Seyöisfirði og útbú Landsbankans á Eskifirði. Almenn- ingur, sem heyrt hefir hinar ó- fögru sögur af útbúinu á Seyðis- firði, og tugum sinnum endurtekn- ar hinar illvígu árásir á stjórn ís- landsbanka á því, en hins vegar aldrei heyrt sömu menn á það minnast, að nein mistök hafi orð- ið á rekstri hins Austfjarðaútbús- ins, hlýtur að hafa fengiö þá hug- mynd, að rekstur þeirra hafi tek- ist mjög ólíkt, og að á Eskifjarð- arútbúinu hafi ekki orðið töp, sem sjeu umræðu verö. Rjettmætt er því að gera sannan samanburð á töpum þessara útbúa frá byrjun, samkvæmt reikningum bankanna og mati tilkvaddra manna. Má vera, að vandlæting áöurnefndra blaða sjáist þá, í öðru ljósi en því, er hún hjer til hefir verið skoðuð. Útbú íslandsbanka á Seyðisiirði er stofnað árið 1904. Sami maður stjórnaði því í kvartkvöld, eða til ársins 1930. Alt til þess tfma hafði aðalbankinn aldrei afskrifað tap á rekstri þessa útbús. Hins vegar hafði hann flest árin fenglð af því einhvern arð. Seint á árinu 1929 Ijet fjármálaráðherrann meta hag útibúsins á Seyöisfirði, sjerstaklega þó, hvað telja mætti tapað af úti- standandi skuldum þess. Matið framkvamdi Svavar Guðmundsson fulltrúi S. í. S., þá settur eftirlits- maöur banka og sparisjóða. þeg- ar útvegsbankinn var látinn taka við eignum íslandsbanka á árinu 1930, þótti ekki ástæða til að meta útbúiö að nýju, og var gengið út frá mati Svavars. Svavar Guðmundsson telur í skýrslu sinni til fjármálaráðuneyt- isins að töp á skuldunautum út- búslns muni verða samtals kr. 1919493.20. þetta staðfestir mats- nefndin 1930 að vera muni brúttó- tap bankans á útbúinu þá kvart- öld, sem það þí hafði starfað, en frá því ber þá auðvitað að draga I þann beina arð, sem bankinn hafði | haft af því ð þessu sama tfmabili. Sá arður var að minsta kosti 3/« miljón króna. Eftir verður þá rúmlega ein miljón eða 1—l1/* miljón króna. Útbú Landsbankans á Eskifiröi er stofnað árið 1918, þegar Norð- urálfuófriðnum var lokið. Afskrif- uð töp hjá þvl eru: Áriö 1924 .......kr. 644638.91 — 1925 ...........— 970000.00 — 1926 ...........— 26903.68 — 1927 ...........— 511325.46 — 1928 ...........— 540179.91 — 1929 ...........— 530000.00 — 1930 . . . . .— 440000.00 Samtals kr. 3663047.96 I samanburðinum við töp út- búsins á Seyðisfirði, sem ekkert vaxtatap varð á, ber svo hjer að bæta við vöxtnm af þessum töp- um Eskifjarðarútbúsins frá því af- skrift fór fram, og til þess tíma, sem hjer er við miðað, en það er miðað viö 6% ársvesti án vaxtavaxta, kr. 524304.17. Rjettur samanburður á töpum þessara beggja útbúa sýnir þá, að á 25 ára starfstíma útbús /s- landsbanka á Seyðisfirði verðnr nettótap aðalbankans á því rúm- lega ein miljón króna. En á tólf ára starfi útbús Landsbankans á Eskifirði verður nettótap aðal- bankans á því rúml. fjórar milj- ónir króna. Að þessum samanburði gerö- um, skal það óhikað lagt í dóm lesendanna, til hvaða þjóömála- flokks sem þeir teljast, hvort á- rásir Alþýðublaðsins og Tímans á útbúið á Seyðisfirði munisprottn- ar af einlægri vandlætingu, og umhyggju fyrir meðferð á fje bankanna. Hver og einn þeirra mun geta svarað þeim spurning- um, hvort árásir áðurnefndra blaða á útbúiö á Seyðisfirði mundu hafa orðið hinar sömu, ef það hefði verið eign Landsbankans, og hvort aldrei mundi hafa heyrst frá þeim umvöndunarorð út af rekstri útbúsins á Eskifirði, ef það hefði verið eign íslandsbanka.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.