Austfirðingur - 07.05.1932, Blaðsíða 1

Austfirðingur - 07.05.1932, Blaðsíða 1
3. árgangur Seyðisfirði, 7. maí 1932 15. tölublað Verður stjórnarskráin drepin? Alþlngi: hefir nú senn starfað í þrjá mánuði. Þegar litið er yfir af- rek þess, kemur öllum saman um að undralítið liggi eftir þessa virðu- legu samkomu, sem skipuð á að vera úrvalsmönnum þjóðarinnar að viti og starfhæfni. En menn hafa fram til þess síðasta vonað, að Alþingi mundi ekki Ijúka svo störf- um að þessu sinni, að ekki feng- ist varanleg úrlausn þess máls, sem nú skipar öndvegi í hugum flestra landsmanna. Þessar vonir glæddust [mjög við þær opinberu umræður, sem fóru fram nú fyrir 4 vikum síðan. Við 2. umræðu stjórnarskiármálsins í efri deild lýsti Jón Þorláksson þvi yfir, að honum væri kunnugt um, að inn- an Framsóknarflokksins væri starf- að að því, að leita samkomulags um málið. Um sama leyti hjelt Ásgeir Ásgeirsson hina eftirtektar- verðu ræðu sína, sem allir skildu á þá lund, að einhver meiri eða minni hluti Framsóknarflokksins mundi þess einráðinn, að aðhyll- ast tilliögur Sjálfstæðismanna sem samkomulagsgrundvöll í málinu. Loks fá þaer tillögur afgreiðslu úr efri deild með beinum stuðningi tveggja Framsóknarrnanna, en aðr- ir tveir Framsóknarmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Þegar svo var komið, var eðlilegt að flestir litu svo á, að máliö yrði leyst á þeim samkomulagsgrundvelli, sem ræða fjármálaráðherrans virtist fjalla um. Á föstudaginn fór fram 2. um- ræða málsins í neðri deild. Þótt ekki sje þar með bundinn endi á málið, þá verður þó úrlausn þess á yfirstandandi þingi, að teljast alt annað en líkleg. Við atkvæða- greiðsluna voru tillögur Framsókn- ar samþyktar með 14 atkvæðum gegn 12. Tveir Sjálfstæðismenn voru fjarverandi sökum veikinda- forfalla. En tveir Framsóknarmenn, Halldór Stefánsson og Lárus Helgason, greiddu atkvæði gegn tillögum flokksins. Tillögur Framsóknar fela í sjer þær aðalbreytingar frá þeirri kjör- dæmaskipun, sem nú er, að þing- menn Reykvíkinga verði 8. Með því er auðvitað horfið frá því höfuðatriði flokksins fyrir kosn- ingarnar í fyrra, að öll barátlan eigi að snúast gegn auknum áhrif- um Reykjavíkurvaldsins. En eng- inn flokkur hefir kúvent jafn hat- ramlega og Framsókn, þegar hún nú vill auka vald ,grýlunnar“ sam- tímis því, sem haldið er dauða- haldi í misrjetti kjósenda út um land. Hvað verður svo ? Framsókn er það Ijóst, að þó hún hafi bolmagn til að koma tillögum sínum gegnum neðri deild þá er algerlega vonlaust um að þær fái samþykki efri deildar. Er því ekkert líklegra, en aö stjórnarskráin, fjárlögin, verðtoll- urinn og gengisviðaukinn fari alt í sömu gröfina. Ekki eru heldur taldar neinar líkur á því, að Fram- sókn mufii alment fylgja hótunar- frumvarpi Ingvars og Páls um hefndarskattinn. Eins og nú standa sakir, er því ekki ólíklegt að7Alþingi endi svo, að engin afgreiðsla fáist þeirra helstu mála, sem fyrir liggja. Svo fast sækir Framsókn baráttuna fyrir röngum málstaö, að hún kýs að gera 3 mánaða störf Alþingis að engu. Og þó er flokkurinn á hröðu undanhaldi í málinu. Nýjar kosningar geta ekki fært Framsókn neinn sigur í stjórnar- skrármálinu. Þaö mun sýna sig, að nú eru miklu fleiri kjósendur landsins en í fyrra ákveönir að una ekki lengur því ranglæti, sem ríkir um kjördæmaskipunina. Það eina, sem Framsókn vinnur með þrjósku sinni, er að dómurinn harðnar yfir gerræði hennar og glópsku. Að andstæðingar hennar munu fylkja sjer saman um þessi mál, þar til yfir líkur. Búnaðarbankinn talar. Naumast kemur svo út blað frá flokki núverandi valdhafa í land- inu, að ekki sje þar eitthvað gum- að af afrekum flokksins og stjórn- arinnsr í þarfir landbúnaðar og ræktunarmála. Og útvarpið er mjög notað til þess að hrópa út um landið dýrð þessara manna, í sambandi við þessi mál. Ráðherr- arnir gala hátt um þetta, þegar þeim er mál að tala í útvarpið, eða þegar þeir koma á mannamót, og Búnaðarfjelag íslands virðist hafa fengið sjerstaka aðstöðu til þess að syngja á þessar sömu nótur í útvarpið. Mönnum er ætl- að að trúa á afrek þessara manna, jafnvel þótt ástand og horfur land- búnaðarins, eins og þetta blasir við bændunum, segi nokkuð ann- að. — Eitt af sýnilegum táknum þess- arar miklu umhyggju Framsóknar fyrir málefnum Iandbúnaðarins, segja þessir menn að sje Búnað- arbankinn, sem stofnaður var, og sem á að starfrækjast í óteljandi deildum, sem á sínum tíma voru skírðar ýmsum fögrum nöfnum, líklegum til að láta vel f eyrum bændanna. Framsóknarmenn telja sjer heiðurinn af þeirri stofnun. Auðvitað er það rangt, svo sem kunnugt er. En heiðurinn er nokk- uð vafasamur af stofnun þessari, eins og hún varð í framkvæmd- inni, og skal því ekki um hann deilt að þessu sinni. Annað er til- efni þessara lína. Ýmsum virðist það vera næst- um óberandi, hve seinlegt það er, að leita aðstoðar Búnaðarbankans til ræktunarfyrirtækja. Er því ekki að leyna, að hann þykir ekki fljótur að víkjast undir þarfir rækt- unarmálanna. Virðist svo sem slík- ar kvartanir sjeu á fullum rökum bygðar. Er það rjettmætt, að láta Búnaðarbankann tala sjálfan í þv máli einu sinni. Má það mikið vera, ef það verður til þess, að losa hann við ámæli þaö, sem við hann er að festast. Maður einn hjer á Seyðisfiröi, sem á síðastliðnu ári hefir tekið allstórt land til ræktunar, og sem hefir á síðastliðnu hausti og vetri unnið af svo miklu kappi að und- irbúningi ræktunar á landi þessu, að fágætt mun vera, skrifaði í vetur Búnaðarbankanum og spurð- ist fyrir um smálán úr Ræktunar- sjóði, er hann þyrfti með til þess að geta komið landi þessu fljótt í fulla rækt. Og svarið, sem hann fjekk, er þess vert, að koma fyrir sjónir almennings. Það er fullkom- lega rjettmætt og sjálfsagt, að sem flestir fái að kynnast þeirri há- reistu framfaraöldu, sem gengur yfir landið, og sem á upptök sín frá Búnaðarbankanum. Svariö frá Búnaðarbankanum er orðrjett svohljóöandi: „Út af lánbeiðni yðar í heiðr- uðu brjefi, dagsettu 29. f. m. leyf- um vjer oss að tilkynna yður, að lánbeiðnir eru afgreiddar eftir þeirri röð, sem þær berast hingað, og með því að nú eru mjög margar samskonar beiðnir fyrir hendi óaf- greiddar, þá hlýtur að líða á mjög löngu að röðin komi að yður, ef til vill tvö til þrjú ár. Auk þess er ekki unt að taka ákvörðun um beiðnina, þar sem engi skilríki fylgja, og með því að úr Ræktunarsjóði er eigi lánað út á eldri framkvæmdir en þriggja síðustu ára, þá er lánveiting fer fram, má vel svo fara, að hjer verði orðiö um of gamlar fram- kvæmdir að ræða, þá er til mála gæti komið(sicl) að afgreíða þessa umsókn.“ Eflaust má gjöra ráð fyrir, að brjef þetta sje ekkert sjerstakt fyrirbrigði. Vafalaust gefur Búnað- Súl yfir sundum IJðmar... —o— Sól yfir sundum Ijómar, silfrar hvert freðið strá; með litfögrum lífsins rúnum er letrað um strönd og sjá. Af blíðróma blævarniði bergmála vorsins göng; nú heyri jeg aftur þá óma, sem æskan mjer forðum söng. Og andi minn gistir nú aftur allífsins dýrðar vje, því mynd þína munarskæra í morgninum skína jeg sje. — Sól yfir sundum ljómar, síðasti skugginn þver. -----Nú held eg í hjarta mínu hátíð, til dýrðar þjer.— Knútur Þorsteinsson frá Úlfsstöðum. arbankinn út mörg slík brjef á ári hverju, sennilega mörg hundr- uð, þar sem gjöra má ráð fyrir að jafnan sje fyrirliggjandi tveggja til þriggja ára forði af lánbeiðn- um. Hvað segir nú þetta brjef? Það tilkynnir, að fyrir liggi svo mikið af lánbeiðnum, að nægja muni til tveggja, eða jafrnel þriggja ára starfsemi bankans. Meö öðrum orðum, að það muni taka tvö til þrjú ár, að gefa ákveðið svar við lánbeiðnum. Það lætur þess enn- fremur getiö, að þar sem Ræktun- arsjóður — sem er ein deild Búnaðarbankans — láni ekki út á eldri framkvæmdir en síðustu þriggja ára, sje mjög sennilegt, að framkvæmdir þær, sem hjer um ræðir, verði orðnar of gamlar, þegar komi að því að svara lán- beiðninni. — Virðist þaö liggja beint við að álykta af þessu, að framkvæmdir þær, sem Ræktunar- sjóði er ætlað að styðja með lán- um, muni jafnan verða orðnar of gamlar þegar kemur að því, að svara lánbeiðnum þeim, sem við þær eiga að miðast, ef gengið er út frá því, aö rjett sje skýrt frá um alt að þriggja ára forða af lánbeiðnum. Eru menn ekki hrifnir af þess- ari afgreiðslu ræktunarmálanna ? Má ekki vænta mikils af þeirri stofnun, sem safnar saman alt að þriggja árá forða af óafgreiddum lánbeiðnum? Er það ekki vænleg stofnun til mikils stuðnings rækt- un landsins, sem geymir lánbeiðn- irnar þar til framkvæmdirnar eru orönar „of gamlar" til þess aö veita þeim stuðning með láni úr ræktunarsjóði ? Svari þeir sem geta.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.