Austfirðingur - 07.05.1932, Blaðsíða 2

Austfirðingur - 07.05.1932, Blaðsíða 2
2 AUSTFIRÖlNGUR Búnaðarbankanum stjórna þrír bankastjórar. Ekki veit sá er þetta skrifar, hve margir starfsmenn vinna þar, auk þeirra. Eflaust eru þeir margir. Það eru ekki sparað- ir menn viö ríkisstofnanir á þess- um síðustu tímum. En eitthvað virðist bogið við afgreiðslu bún- aðarmálanna á þessum stað, ef það þarf að taka alt að þremur árum að fá lán til ræktunar, eða jafnvel ákveðið svar við slíkri lán- beiðni. Mikill stuðningur má það vera fyrir fljóta ræktun mýranna og móanna á landi voru að dreift sje út miklu af slíkum brjefum, sem því, er hjer hefir verið birt. Og mikið þjóðþrifastarf vinna þeir menn, er stjórna slíkri starf- semi. Búandkarl. 3unite<^a jpötiíium við þeivn, t>ceði sv&ituncþwm o<fy öðzum, cem oij-ndu oiitiuv mazc[visteya vináitu á oitj- uvb'vúðkaurpitdacfrinn otitia'c. tyjopnajizði, 6. maí 1532. &ozunn aK-zioÍjantdáttit: §uðni íKz-ietjánseon. Jósafatarnir í Loðmundarfirði. Á síðasta sýslufundi Norður- Múlasýslu, komu til umræðu tvær kaupbeiðnir um jörðina Sævar- enda í Loðmundarfirði. Önnur kaupbeiðnin var frá Trausta Stef- ánssyni í Stakkahlíð, sem síðast- liðiö ár, er talinn að hafa haft ábúðarrjett á jörðinni Sævarendi, hin kaupbeiðnin frá hreppsnefnd Loömundarfjarðarhrepps. — Sýslu- nefndin samþykti meðmæli sín, með því að báðir umsækjendur fengju keypta jörðina. — Fyrir sýslufundi lágu ýtarleg skjöl í þessu máli, og virðist eftir að sýslunefnd hafi fengið þau skjöl í hendur dálítið undarlegt, hversu hún afgreiddi þetta mál. — Skjöl þessi voru allar upplýsingar um meðferð hreppstjóra Loðmundar- fjarðarhr. á byggingu jarðarinnar „Sævarendi", en sú meðferð er aö öllu hiri hneykslanlegasta, og þess því verð, að hún komi fyrir sjónir almennings. — Skal hún því reifuð hjer, svo sem rjett er. Vorið 1921 bygði þáverandi hreppsstjóri Loðmund- arfjarðarhr. J. Baldv. Jóhannesson í Stakkahlið jörðina Sævarenda Jóni Einarssyni. — Hafði Jón sótt um lífstíðarábúð á jörðinni, en enda þótt venja sje að byggja þjóðjaröir til lífstíðar þá neitaði hreppstjórinn í Loðm.fj.hr. að gera það, og bygði jörðina nefndum Jóni aðeins til 10 ára, og sem Jón neyddist til að ganga að vegna þess að hann var í jarðar- hraki. — Liðu svo 9 ár. En að þeim loknum, eða vorið 1930 fer Jón Einarsson fram á það við hreppstjórann, aö fá jöröina bygða áfram. En hreppstjórinn kveðst þá eigi reiðubúinn að svara því. Líður svo enn, þar til fyrir jól- in 1930 að Jón fær brjef frá hrepp- stjóranum, þess efnis, að þar sem byggingatími hans á Sævarenda sje útrunninn næsta vor 1931, verði hann að fara af jörðinni. Sá Jón þá, að eigi myndi þýða fyrir hann aö sækja um ábúð á Sævarenda framvegis. Síðan auglýsir hreppstj. jörðina. — Hreppsnefnd Loð- mundarfj.hrepps sækir þá um á- búð á henni, — en fær það svar, að henni verði eigi bygð jörðin. Sömuleiðis sækir einn velmetinn bóndi í Norður-Múlasýsiu um jörðina, 1 maí um vorið 1931, en fær það svar aö jörðinni sje þá ráðstafað til byggingar, og um- sókn hans því í ótíma komin. — Það virðist þó líta svo út, eftir ummælum sjálfs hreppstjórans síðar, að það hafi eígi verið rjett að búið hafi verið að byggja jörð- ina í maí; því á sveitafundi l Loðm.f.hr. seint í júní f fyrravor, segir hreppstjórinn í viðurvist alls þorra sveitarmanna, að hann ætli sjálfur að fiafa jörðina þetta árið, en nokkru síðar frjettist svo, að hann hafi bygt Trausta í Stakka- hlíð sonarsyni sínum hana, og reyndist það rjett. Gerist hreppstj. þarna margsaga, með svari því er hann gefur bónd- anum í N.-Múlasýslu, sem sótti um jörðina, í maí um vorið, að Sævarendi væri þá bygður, og síðar með svari sínu á sveitar- fundinum, að hann ætli sjálfur að hafa hana; og loks með því að byggja Trausta hana svo eftir dúk og disk. — Trausti hefir alls ekki rekið bú á jörðinni þetta ár, heldur hafa þeir feðgar í Stakkahlíð, haft hana undir. — En slík meðferö á iörðinni virðist gersamlega ó- þolandi, að byggja hana til að leggja hana undir aðra jörð, í stað þess að lofa þeim manni er rak bú á henni að búa þar áfram Hitt gramdist líka hreppsnefnd Loðm.fj.hr., og að því er virðist rjettilega að hreppstjórinn skyldi með þessu svifta sveitina, einum af stærri og gjaldþolsmeiri bænd- um í hreppnum. Verður því eigi sagt, að hreppstjórinn með þess- at' byggingu sinni hafi verið að hlúa að hag hreppsins. En hreppstjórinn var heldur ekki að hlúa að hag ríkissjóðs, því hann bygði sonarsyni sínum jörðina fyrir háltu lægra afgjald en sá maður hafði goldið eftir hana, sem vísað var af jöröinni. Þetta er þá í stuttu máli saga bygg- ingarinnar á Sævarenda, og um leið menningarsaga hreppstjórans í Loðmundarfirði, svo sem hún lá fyrir síðasta sýslufundi, er Trausti Stefánsson og Loðm.fj.- hreppur sóttu um að fá jörðina keypta. — Virðist af henni, að hverjum og einum ætti að geta verið augljóst, að aðfarir hrepp- stjórans við byggingu jarðarinnar til handa Trausta eru slíkar, að vart mun hægt að líta svo á, sem hann sje hægt að telja löglegan ábúanda. Þetta hlýtur sýslunefnd að hafa sjeð, og er því undar- legt að hún skyldi mótmælalaust mæla með honum sem kaup- anda, því slík meðmæli hljóta þó að verða að byggjast á því, að Allir þeir, sem reynt hafa „OPAL“ ullarliti til heimalitunar vilja ekki aðra. Frá verksmiðjunni er nú nýkomið á markaðinn „OPACOL". Eru það töflur í litlum taupokum. Fæst í öllum litum. Mjög einfald- ar litunarreglur og ódýr. Litur þessi hefir verið reyndur og fengið béstu meðmæli. Þeir sem nú í kreppunni ekki geta fengið sjer ný föt geta gert gömlu fötin sem ný með því að lita þau úr þessum Iit. Biðjið kaupmenn um „OPACOL“. Gísli Jdnsson. lever brothfrs i.imited. port sunlight, englakd \ ***&&$£ Ött aU j)at Vitft. uverí"r eVrraStr ánrrv oe“«' umsækjandi um kaupin hafi lög- lega ábúð á jörðinni. En þar sem hjer getur varla verið um löglega ábúð að ræða til handa Trausta hlaut sýslunefnd, væri hún því ekki ósamþykk, að jörðin yrði seld, að mæla aðeins með Loðm.fj.hreppi, sem kaup- anda. — Ályktun sýslunefndar var því undarleg. — En ekki verður henni þó að neinu leyti skipað á bekk með meðferð hreppstjóra Loðmundarfjarðarhrepps á þessu máli. Sú saga frá fyrstu tíð, 1921 er Jóni Einarssyni var bygð jörðin Sævarendi, verður óbrotgjarn minnisvarði um rjettlætistilfinningu og ósínglrni hjá þeim hreppstjóra er Loðmundarfjarðarhreppur bjó við á fyrri hluta 20. aldarinnar. K. Þ. Þistlar. —o— 1. Dómsmálaráðherrann hefir feng- íö að reyna að svo bregðast kross- trje sem önnur trje. Við fráfall Magnúsar heitins Kristjánssonar tók varamaður hans við landkjör- ið Jón Jónsson í Stóradal, sæti í efri deild. Dómsmálaráðherrann undi vel mannaskiftunum, því Magnús heitinn hafði stundum

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.