Austfirðingur - 07.05.1932, Blaðsíða 3

Austfirðingur - 07.05.1932, Blaðsíða 3
AUSTFIRÐINGUR 3 gpocss>oocæ>oo<æ>oo<3s>oe©©œ©c^g I AUSTFIRÐINGUR " g V i k u b 1 a ð Ritstjóri og ábyrgðarmaður Árni Jónsson frá Múla. Sími nr. 70. Verð árgangsins 5 kr. q i>S0<SS>00C5Z>00<SD00<S£>00<S>0do verið honum dálítið örðugur ljár í þúfu, en Jón í Stóradal var þá og fyrst frameftir öruggur fylgis- maður Jónasar. Það var ekki fyr en íslandsbankamáiiö var til með- ferðar á þinginu 1930, að opin- berlega skarst í odda með þeim Jóni í Stóradal og dómsmálaráð- herranum. 2. Síðan hefir nokkuð oft hlaupið snurða á þráðinn milli þessara pólitísku fornvina. Þó aldrei eins og nú á þinginu. Fyrst greiðir Jón stjórnarskrárbreytingu Sjálfstæðis- manna atkvæði. Og síðan flytur hann breytingartillögu við fimtar- dóminn, sem ekki verður skoðuð sem annað en bein vantraustsyfir- lýsing á dómsmálaráðherrann. 3. Breytingartillagan, sem Jón í Stóradal flutti við fimtardómsfrum- varpið hefir nú verið samþykt í efri deild og er á þessa leið: „Leita skal álits aöaldómara fimtardóms, er veita skal aðal- dómaraembætti, og taka veiting- ura til meðferðar á ráðherrafundi, og gerir síðan forseti ráðuneytis- ins tillögu um hana til konungs“. Samkvæmt tillögunni á einnig að bera málið undir ráðherrafund þegar veita skal aðaldómara lausn frá embætti. Þeir sem vita hvert kapp Jónas Jónsson hefir lagt á, að ná veit- ingavaldinu yfir dómaraembættinu algerlega í sínar hendur, munu fara nærri um hvernig honum hefir oröið við þennan iöðrung. Og ekki bætti úr skák þegar ann- ar fiokksmaður hans, Guðmund- ur í Ási, greiddi tillögunni einnig atkvæði! Fjársvik Kreugers. Stærsta fjárglæframál í veraldarsögunni. Mikið hafa menn gruflað yfir því, hvers vegna Kreuger skaut sig. Menn hjeldu að ofþreyta, taugaveiklun og augnabliks fjár- þröng af völdum heimskreppunnar væru orsakir sjálfsmorðsins. En rannsókn á hag Kreuger-fjelaganna leiddi annað í ljós. Kreuger var fjárglæframaður í stórum stíl. Hann hefir falsað reikninga fjelaga sinna, veðsett sömu verðbrjef á fleiri stöðum, gefið út fölsuð skuldabrjef í nafni erlends ríkis o. m. fl. Hann hefir framið hina stærstu fjárglæfra í veraldarsög- unni. Jafnve! Panamahneykslið er lítið í samanburði við fjársvik Kreugers. Kreuger byrjað' fyrir 7, ef til vill fyrir 17 árum, að hafa fjársvik í frammi. Hinn hái arður, um 30%, sem Kreuger & Toll greiddi hlut- höfum, bygðist þannig á fjársvik- um. — í öli þessi ár hefir Kreug- er haft viðskifti við fjölda ríkis- stjórna, stærstu peningastofnanir og merkustu fjármálamenn í heimi. En engum hefir dottið í hug að gruna hann um fjársvik, ekki fyr en skömmu áður en hanu skaut sig. — —©— Falsaður samningur við Primo de Rivera. — Inneign í banka, sem ekki var til. Kreuger var riðinn við fjölda hlutafjelaga. Hann var forstjóri Kreuger & Toll, og þetta fjelag átti aftur meiri hluta hlutabrjefanna í Svenska Tándsticksbolaget, Int- ernational Match og símafjelaginu L. M. Ericsson. Þetta voru stærstu fjelögin, hvort fyrir sig risavaxin fyrirtæki. En þar að auki stofnaði Kreuger mörg minni hlutafjelög, til þess að geta betur leynt fjár- svikunum. Skömmu eftir andlát Kreugers v ir skipuð nefnd til þess að rann- saka hag Kreuger-fjelaganna. Hún heíir enn ekki lokið störfum, en þó birt nokkrar bráðabirgðaskýrsl- ur. í fyrstu skýrslunni er sagt, að Kreuger & Toll sje gjaldþrota. f næstu skýrslu var skýrt frá því, að ýmsar af eignum Kreuger-fje- laganna hafi aldrei verið annars- staðar til en í reikningunum. Þar að auki sjeu ekki allar skuldir með taldar í reikningum fjelaganna. í þriðju skýrslunni er skýrt nánar frá fölsun reikninganna. Um leið voru 3 forstjórar Kreugerfjelag- anna teknir fastir og ákærðir fyrir að hafa hjálpað Kreuger til að falsa reikningana. I leynihólfi á skrifstofu Kreugers fann nefndin samning milli Kreug- erfjelaganna og Primo de Rivera. Samningurinn var dagsettur árið 1925. Samkvæmt honum áttu Kreugerfjelögin á árunum 1925— 1927 að lána spanska ríkinu 180 miljónir peseta með 16% rentum. Kreuger fjekk í staðinn einkaleyfi til þess að framleiða og selja eld- spýtur á Spáni frá ársbyrjun 1937. Fyrstu árin átti að leggia renturn- ar við höfuðstólinn, og samkvæmt bókum Kreugerfjelaganna áttu þau nú 287 miljónir hjá Spánverjum. En Piimo de Rivera hefir aldrei gert neinn samning við Kreuger fjelögin og þau aldrei veitt Spán- verjum lán. Samningurinn og reikningarnir eru falsaðir. Samkvæmt reikningum fyrir árið 1930 átti eitt af Kreugerfjelögun- um 34 miljónir florina inni í Int- ernational Bank í Danzig. En þessi banki var enn ekki stofn- ,,Je8 liefi reynt rim da- gana óteljandi tegundir af ffö.nsknm Jiandsápum. en aldrei á a;fi minni hefi jeg íyrir ifitt neitt s.em jafnast á við L»x Jiand- sápuna : \ ii ii m:nT,:.r í al- da hörundimi i u ■!••• :: og yndislega lajáin- " ■i Allar fagrar konur nota hvítu Lux handsápuna vegna ]?ess, hún heldur hörundi þeirra jafnvel enn þá mýkra heldur en kostna'ðar- samar fegringar á snyrtistoíum. ■t\o/50 oisra aður, þegar að reikningarnir voru gerðir, og þa r að auki hafa Kreug- er-íjelögin aldrei átt neitt inni í þessum banka. —o— Fölsuö ítölsk skuldabrjef, 420 milj. sænskre króna að upphæð. í leynihólfi Kreugers fundu menn einaig ítölsk skuldabrjef, 21 miljón sterlingspunda eða 420 miljónir sænskra króna að upphæð. Þessi skuldabrjef voru gefin út í nafni ítölsku stjórnarinnar. Rannsóknar- nefndina grunaði, að þau væru fölsuð. Hún spurðist því fyrir í Rómaborg og fjekk þá sönnur fyr- ir því, að grunurinn væri á rök- um bygður. Fyrir tveimur árum hafði Kreuger boðist til þess að veita ítölsku stjórninni stórt lán gegn því að fá einkaleyíi til eld- spýtnasölu í ftalíu, en ítalska stjóriiin tók ekki tiiboðinu. ítölsku skuldabrjefin ern prent- uð í Svíþjóð og menn halda að Kreuger hafi sjálfur falsað undir- skriftina. Nokkur hluti þessara skuldabrjefa hafa verið færð á árs- reikning Kreuger & Toll sem eign fjelagsins. Einn liður á reikningn- um eru 180 miljónir króna í ónafn- greindum skuldabrjefum. Það er sagt að endurskoðendur reikn- inganna hafi beðið Kreuger um nánari upplýsingar. Kreuger sýndi þeim þá ítölsku skuldabrjefin, en sagði um leið, að nauðsynlegt væri að halda því leyndu, að hann hefði veitt ítðlum lán. ítalska stjórnin hafi fengið lánið til þess að auka herskipaflota sinn. Frakk- ar mnndu verða æfir í garð Svía, ef þeir fengju vitneskju um lánið. —o— Morgan uppgötvaði fjársvik Kreugers í vetur. — Njósnarar á hælunum á Kreuger. „inancial Tirnes" skýrir frá því að Morgan hafði uppgötvaö fjár- svik Kreugers skömmu áður en hann skaut sig. í júlí í fyrra gerði Kreuger samning við Morgan um það, að þeir skyldu hafa skifti á 600.000 hlutabrjefum í sænska símafjelag- inu L. M. Ericsson og 400.000 hlutabrjefum í „International Tele fon and Telegraph". L. M. Erics- son var þá vel stætt fjelag. En eftir þetta tókst Kreuger að draga til sín verðmætustu eignir fjelags- ins. Morgan komst að þessu. — Kreuger var í Ameríku skömmu eftir að hann skaut sig. Morgan heimtaði þá, að samningurinn um hlutabrjefaskiftin yrði ónýtur og að Kreuger greiddi 10 milj. dollara í skaðabætur, því Morgan hafði orðið fyrir miklu tapi vegnageng- isfalls Ericssons-hlutabrjefanna. — Morgan sneri sjer til lögreglunnar í New York og hún hafði gætur á því, að Kreuger flýði ekki frá Ameríku. Að lokum sá Kreuger sjer ekki annað fært en að fallast á kröfur Morgan. Banki L. Higg- inson útvegaði Kreuger fje, til þess að greiða Morgan skaðabæturnar. Og svo fór Kreuger til París. En Higginsson grunaði nu, að ekki væri alt með feldu. Hann sendi því Durant forstjóra til

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.