Austfirðingur - 14.05.1932, Blaðsíða 1

Austfirðingur - 14.05.1932, Blaðsíða 1
AUSTFIRÐINGUR 3. árgangur Seyöisfirði, 14. maí 1932 16. tölublaö Flokksöfgar. Fyrir landkjörið 1930 var jeg á nokkrum fundum með þeim Jónasi Jónssyni og Haraldi Quð- mundssyni. Meðal annars var fund- ur haldinn að Laugum í Reykja- dal, hinu rómaða mentasetri Þing eyinga. þetta var i sunnudegi, hlýjum og sólbjörtum vordegi. Jeg hafði sjaldan komið i þessar frið sælu æskustöðvar mínarsíðan jeg var unglingur. Þarna var fjöldi ættingja minna, fornvina foreldra minna, og fyrverandi vina minna. Jeg get játað það, að mig langaði ekkert sjerstakiega í harðvítugt stjórnmáiaat eins og i stóð. Og jeg held sama hugsunin hafi grip- ið okkur alla þrjí málsvara flokk- anna, sem þarna vorum komnir. Að minnsta kosti kom Jónas Jóns- son til mín rjett áður en fundur- inn byrjaði og segir: Við erum allir þrír upprunnir úr þessu hjer- aði, svojeg held við tökum held- ur Ijett á mílunum hjer. Þetta varð, Og jeg býst við aö -fundar- mönnum hafi þótt við fremur daufir og leiðinlegir. En þó við þremenningarnir værum ekki í neinum vígamóð, þi er jeg hræddur um að hið sama verði ekki sagt um alia þá, sem þarna voru. Jeg kom inn i afvikinn stað i skólasetrinu og rak mig þar i óvænta og smekk- vísa hugulsemi húsráðenda. Þar hafði verið lagður fram stærðar bunki af „Veröi" til afnota fyrir þi, sem ittu erindi i þennan af- vikna stað. Mjer gleymdist að þakka hinum glæsilega menning- arfrömuði, sem stendur fyrir skól- anum, þessa hugkvæmni og nær- gætnl, en geri það hjer með. Eftir fundinn drukkum við Har- aldur kaffi hji forstöðukonu hús- mæðraskólans, í snotru húsi skamt fré aðalfckólanum. Þar kom frændi minn einn nikominn, maður við aldur, en ljettvígur og örlyndur. Hann sagði: Jeg hjelt það, frændi, lengi vel, að það væri einn heiö- arlegur maður í flokknum þfnum, en eftir að jeg las í fyrrahaust grein eftir þig í „Verði" um hann N. N.. sannfærðist jeg um, að það er ekki einn einasti heiðarlegur maður til f íhaldsflokknum. Við hjeldum til Húsavíkur eftir Laugafundinn og var þar fundur um kvöldið. Si fundur var nokk- uö harðvítugri en Laugafundurinn, en ekki minnist jeg þess, að ekki færi þar alt fram með fullri kurt- eisi. Presturinn i Húsavík hafði gert sig sekan í því ódæði, að klappa fyrir mjer i fundinum. Einn af sóknarmönnunum hneykslaöist svo i þessu, að hann skrifaði prestinum langt brjef, til að vanda um við hann. „Heldur þú að Jesú Kristur hefðl klappað fyrir Árna frá Múla?" spurði brjefritarinn. Hann hefir víst ekki veriö í mikl- um vafa um að frelsarinn hefði klappað fyrir Jónasi fri Hriflu og Haraldi Quðmundssyni. Við erum systkynasynir, þessi kristilegi vand- iætari og jeg. —o— Jeg las fyrir nokkru síöan grein í Tímanum um Jósafat og þjóð- ina. Og jeg spurði sjilfan mig: Fyrir hverja er slík grein skrifuð? Hverjir gleypa við þeirri kenningu, að stærsti stjórnmiiaflokkurinn í landinu sje samsafn nfðinga og giæpamanna? Þi duttu mjeríhug þeir atburöir, sem jeg hef getið um hjer. Þessir tveir frændur mín- ir, sem jeg mintist i, eru víst hvorki verri menn nje ógreindari en fólk er flest. En ætli að þeir sjeu í miklum vafa um „að Jesú Kristur hefði klappað" fyrir Jósa- fatsgreininni? En þessir atburðir rifjuðust upp fyrir mjer aftur alveg nýlega, er mjer barst í hendur sjerprentuð grein eftir ]ón H. Þorbergsson, bónda á Laxamýri, sem nefnist „Þjóðstjörnarflokkur. Drög að stefnuskri." Jðn Þorbergsson segirþarmeð- al annars fri þessu: „Flokkadeilurnar i Alþingii sviði þjððmilanna valda eigi sjaldan óeiningu og jafnvel hatri innan sveita- og bæjarfjelaga, er spillir æskilegum framgangi nauðsynjamila. Er það kunnara en fri þurfi að segja. Jeg var eitt sinn staddur í' smiþorpi hjer i landi þar sem mikið bar i þessu. Jeg si þar barnahóp koma úr skóla. Einn drengj- anna hrópaði aö öðrum: „þetta er íhaldsmaður. Stríkar. Við skulum drepa hann". Hið pðli- tfska loftslag f þorpinu hafði ihrif i börnin og kom þar fram í rjettri mynd í óeitiingu og óbilgirni". Að þessu sinni verður ekki rætt nínar um grein Jðns Þor- bergssonar. En flestir hugsandl menn munu vera höf. sammila að flokkserjurnar hjer i landi gjeu víða komnar f þar ðfgar, að istæða sje til þess að bera klæði á vopnin. En það er varla hend- ing, aö rökstuddasta ádeilan, sem ennhefir komið framí hinaharð- vftugu flokkapóliiík hjer i landi, i uppruna sinn í þingeyjarsýslu. því þótt víða sje pottur brotinn, þá er þó líklega hvergi hægt að benda i jafn mikla ofstæki í stjórn- mílum eins og einmitt f Þingeyj- arsýslu. Þetta er því merkilegra, þar sem Þingeyingar «ru yfirleitt vel gefnir menn og að ýmsu mannaðir umfram flesta aðra landsmenn. En þeir hafa bitið sig fasta í svonefnda samvinnu, sem eina siluhjilparatriði og bjargar- von. Haft er eftir þingeyskum bónda: „Állir húshlutir mínir, sem r búö eru keyptir, eru úr kaup- fjelaginu, og sjálfur er jeg orðinn þaðan að æði miklu leyti". Þessu var, ef jeg man rjett, hampað í ársriti Kaupfjelags Þingeyinga, fyrlr nokkrum árum, sem sjerstök- um vottium hið rjetta hugarfar í samvinnumilunum. Og sannleik- urinn er si, að margir íslenskir bændur geta með sanni sagt um kaupfjelag sitt „að þeir sjeu orön- ir þaöan að æði miklu leyti*. Þeir eru nokkuð öruggir um að fi í „fjelaginu" endurnæringu fyrir póli- tískar skoðanir sínar, jafnvel þðtt lítið kunni að vera um aðrar „nauðsynjavörur". Það er annars ekki rjett að tala um „skoðanir" hinna öfga- fylstu manna. Skoðanir og ofstæki sameinast ekki. Ofstækiö kemur ekki til skjalanna fyr en skoðun- um sleppir, þegar tllfinningarnar og trúin hafa nið öllum völdum. þegar svo er komið er hugsunin Iöstur og sanngirnin ragmenska. Ef menn gefa sjer næði til að hugsa sig um, þí vita þeir vel að í öllum stjórnmilaflokkum eru til heiðarlegir menn og góðgjarnir og aö í öllum stjórnmílaflokkum eru líka til Jósafatar og annar ruslaralýður. En starfsemi ýmsra leiðtoga er helst í því fólgin, að varna mönnum að hugsa, að öskra sjálfir og fí aðra til að Öskra, klappa fyrir öskrinu og kalla þaö skoðanir — og þegar meira er haft við — lífsskoöanir og hug- sjónir. Mikið af svokölluðum kenn- ingum er ekki annaö en glamuryrði og upphrðpanir, sem orðið er aö talkækjum. „í stjórnmilum lifa menn í trú sem meira líkist hjátrú" sagöi Jón Þorbergsson um sýslunga sína fyrir nokkrum irum. Við íslend- ingar iifum í þeirri trú, að við sjeum menningarþjóö. En ef því fer fram aö uppnefnin og svívirð- ingarnar, úlfúðin og rangsleitnin, megi sín meira en rökin í póli- tískum umræðum hjer i landi, þi verður líka trúin i menningu okkar „trú sem meira líkist hji- trú". Þistlar. i. Það er staöreynd að Austfirð- ingafjðrðungur hefir i Alþingi fulltrúatölu hlutfallslega umfram aðra iandshluta. Það er staðreynd að i sfðasta kjörtímabili og því sem nú stendur yíir hafa allir þingmenn fjórðungsins að undan- skildum þingm. Seyðfirðinga, talist til haldreipa stjórnarflokksins. það er staðreynd að þritt fyrir þessa aðstöðu hefir enginn fjórðungur farið eins varhluta af liðsinnni ríkisvaldsins i undanförnum árum eins og Austfirðingafjórðungur. Og loks er það staðreynd að eng- um landshluta hefir verið jafn mikil þörf þessa liðsinnis og Aust- firðingafjórðungi. A alt þetta hefir margsinnis verið bent hjer f blað- inu. 2. Meðan Alþýðuflokkurinn og Framsókn hafa unað í kærleiks- ríkri sambúð, hafa austfirskir jafn- aðarmenn lítið sjer fitt um þessa hluti. Nú hafa trygðarofin leyst tunguhaft austfirsku jafnaðarmann- anna, svo aö bóla tekur i þeirrl gagnrýni, sem legið hefir niöri vegna pólitískra vensla. f síðasta blaði Jafnaðarmannsins ritar Jónas Guðmundsson grein um Austfiröi, og nú er þessi athafnamikli og bjartsýni framfaragarpur orölnn svo bölsýnn að hann óttast helst að austfirsku kaupstaðirnir leggist í eyði! 3. Ef litið væri aðeins til þeirrar allsherjarkreppu, sem yfir dynur, mætti ef til vill eins spyrja, hvort heimurinn væri ekki að leggjast í eyði. En þó að óbyrlega blási um sinn og niöur viti þaö sem upp itti að snúa, víða um heim, þi er vonandi ofsnemt að bflast viö dómsdegi og Ragnarökkri. Jónas Guðmundsson rekur þá einnig rjettilega orsakir þess öng- þveitis, sem atvinnuvegirnir hjer eystra eru nú f, lengra en til yfir- standandi heimskreppu. En úr þvl svo er komið sem er, hlýtur Jónas Guömundssön að spyrja sjílfan sig, hvort ekkiheföi verið betra að hann og flokks- menn hans hefðu i undanförnum irum ekki veriö of harðir í kröf- um sínum við austfirskan atvinnu- rekstur, austfirsk bæja- og sveita- fjelög en fulllinir um rjettmæta „skriftingu arðsins* úr ríkissjóði. það er of seint að „þrefa um brauð", þegar kornið er brunnið

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.