Austfirðingur - 14.05.1932, Blaðsíða 2

Austfirðingur - 14.05.1932, Blaðsíða 2
2 AUSTFIRölNQUR og bökunarhúsið í rústum. Alt síðasta kjörtímabil streymdi gullið I ríkissjóöinn svo út af fióöi. Alt síðasta kjörtímabil hjálpuðu jafn- aðarmenn stjórninnl dyggilega til að ausa úr sjóðnum. Alt síðasta kjörtímabil höfðu jafnaðarmenn aöstööu til að beina gullstraumn- um í ákveðnar áttir. Ef Jónas Quðmundsson hefði þá hafiö upp raust sína, þá hefðu kveinstafir hans nú ekki orðið jafn sárfr og bölsýnin ekki eins átakanleg. 5. Austfirðingum er vissulega þörf á atbeina rfkisvaldsins. En hjálpar- höndin er visin. Og því veröur ekki neitað, að jafnaðarmenn hafa ekki síst stuðlað að þvl að hönd- in visnaði. Fjármálastefna ríkisins undanfarin ár hefir verið í anda jafnaðarmanna. Sama stefnan hef- ir ríkt í bæjar- og sveitafjelögum, þar rem jafnaðarmenn hafa ráðiö. Ef haldið heföi verið á fjármáium rfkisins meö gætni og framsýni, þá hefði mátt þaðan vænta þess stuðnings til atvinnulífsins, sem svo mjög kallar aö, en nú hlýtur aö verða veigalítill vegna getuleys- is ríkissjóösins. Þar er ekki eftir nema rjett innansleikjan til aö sletta í góminn á snapandi biti- ingalýðnum. 6. Þegar talað er um viðreisn at- vinnuveganna hjer eystra, má auð- vitað heldur ekki um of einskorð- ast viö stuðning ríkisvaldsins. Fleiri „mannavöid" koma þar til greina, bæöi bankavöld og verka- mannavöld. Nú eru bankavöldin að hálfu og verkamannavöldin að öliu í höndum jafnaöarmanna. Hefir þessum „völdum" verið beitt umfram alt til viðreisnar atvinnu- vegunum? Á ekki kaupstreita jafn- aöarmanna sinn þátt í lægingu atvinnuveganna? Hefir jafnaðar- maðúrinn meö bankavöldin stutt atvinnuvegina með ráðumogdáð? Að þessu sinni skal ekki nánar út í þetta fariö, en bæði Jónasi Guömundssyni og öðrum væri holt aö velta þessum spurningum nokkuö fyrir sjer í einrúmi. 7. í Alþýðublaðinu 23. f. m. birt- ist grein meö fyrirsögninni „Stjórn- málaflokkarnir og kreppan". Höf- undur greinarinnar lætur ekk nafns síns getið og er hún merkt tveim stjörnum (**). En hjer bænum er alment álitið aö grein- in sje eftir fyrverandi ritstjóra Al- þýðuflokksins, núverandi banka- stjóra og þingmann Seyðisfjarðar- kaupstaðar, Harald Guðmundsson. Og þó því verði tæplega trúað að nokkur þingmaður sendi sam- borgurum sínum slíkar kveðjur úr fjarlægö, þá er ekki því að neita aö kenningar þær sem grein- in flytur, falla mjög heim við ræö- ur þær, sem Haraldur hefir flutt hjer á Seyðisfirði. 8. Greinin viröist umfram alt véra rituð til aö koma að þessan smekklegu samifkingu: „í heil- brigðu þjóðfjelagi þar sem Kreug- er hinn sænski og Stefán Th. Jónsson hinn fslenski eru útiiok- aðir meö svik og brask, geta creppur ekki átt sjer stað". Har- aldur Guðmundsson hefði aldrei ?orað að láta Jafnaðarmanninn flytja slik ummæli. Hann hefði ai- drei þorað að láta blað, sem hann ber að nokkru ábyrgð á líkja Stefáni Th. Jónssyni við mesta fjárglæframanninn, sem sögur fara af. Haraldur Guðmundsson hefir ekki ianga reynslu af austfirskum atvinnurekstri, en su reynsla ætti þó að hafa kent honum að það þarf hvorki „svik nje brask" til að tapa fje á atvinnurekstri hjer þegar ilia árar. Og vafalaust þætti Haraldi hart ef honum væri iíkt við Ivar Kreuger, þótt það kæmi í ljós að töp gætu orðið á lán- veitingum þeirrar stofnunar sem hann veitir forstööu. Hafi Harald- ur Guðmundsson ekki skrifað þessa grein ætti hann að birta yfirlýsingu um það hið fyrsta, því greinin er til háðungar og sví- virðu, hver sem höfundurinn er. Togaraútvegur á Austurlandi. / nýkomnum „Ægi" birtist ársskýrsla erindreka Fiskifje- iagsins á Austurlandi, Friðriks Steinssonar, skipstjóra. Er skýrsla þessi aö öllu hin fróölegasta og afbragösvel rituð. A þessum tímum, þegar svo mjög er rætt um viöreisn Aust- fjaröa, mun fróðlegt þykja aö kynnast áliti erindrekans um togaraveiðar hjer eystra. Ægir er á fremur fárra höndum og því hef jeg leyft itnjer að prenta upp kaflann, sem aö togaraveiðunum lýtur. Ritstj. í hinni ítarlegu grein Kristjáns Bergssonar um sjávarútveginn 1931, kemst hann að þeirri niður- stöðu, að ekki muni vera „jarð- vegur á Austurlandi til þess að koma þar á fót togaraútgerð". Tekur hann til dæmis togarann Andra, sem hefir átt heimilisfang á Eskifirði undanfarin ár, að á því skipi hafi verið sárafáir skipverjar af Austurlandi. Vegna þess að mjer þykir kenna nokkurs ókunnugleika, að því er viðkemur þessari Andra- útgerð, vil jeg skýra þetta nokkuð. Andri er keyptur til Austurlands á vetrarvertfð. Útgerð hans hefst á þeirri sömu vertíð, á þeim tfma sem Hornafjarðarvertíð stóö yfir. Voru þá sjómennirnir á Eskifiröi bundnir við vjelbátana, línuveiðar- ann Sæfara, eða í atvinnu í Vest- mannaeyjum eða annarsstaðar á Suðurlandi. Heima voru þá helst verslunar- og skrifstofumenn og aðrir landvinnumenn. Var ráðið á togarann í Reykjavík og því ekki um annað aö gera en fá menn þar. Þó voru einhverjir sendir frá Eskifirði til að yera á skipinu. Voru það helst menn sem afgangs voru, þegar ráðið var á vjelbát- ana til Hornafjarðar og Sæfara. Þótt jeg vilji ekki Iasta þá menn sem suður fóru til þess að vera á Andra, þá mun þó óhætt að full- yrða, að þeir voru ekki vanirsjó- menn, að einum undanskildum, því síður að þeir hefðu nokkurn- tfma veriö á togara. Þetta var fyrsta reynslan um það, hvort hjer væru sjómenn starfhæfir á togara. Skipstjórinn er búsettur í Reykjavík. Ávalt hefir verið ráðið á skipið þar eg því eðlilegt að skipstjórinn ráöi menn, sem hann þekkir og eru við höndina, því oftast munu vera nægir um boð- iö í Reykjavík, þegar ráðið er á togara. Skipið hefir líka raunveru- lega verið rekiö frá Reykjavík, þótt það hafi haft heimilisfang á Eski- firði. Hefir íkipið aðeins komið hjer haust og vor ©g mun búsett- um mönnum hjer sennilega hafa veriö lítið meira keppikefli aö vera á Andra frekar en öörum skipum, ef þeir á annað borð þurftu að sækja atvinnu f aðra landsfjórðunga. Þar aö auki er mjer ekki kunnugt um aö Eski- fjarðarsjómenn hafi sjerstaklega átt kost á atvinnu á Anda. Marg- ir Austfirðingar hafa stundað at- vinnu og stunda atvinnu á togur- um, en eölilega ekki eins margir eins og af Suður- og Vesturlandi, þar sem togaraútgerö hefir verið rekin. Þótt margir ágætir togara- menn væru á Vesturlandi áöuren togaraútgerð var rekin þaðan, þá er það eðlilegt: Vestfirðir eru nær Reykjavík, en hið afskekta Austur- íand. Jeg þekki fjölda af sjómönn- um úr öllum landsfjórðungum og jeg hygg, að ekki sje með sann- girni hægt aö gera upp á milli manna um dugnað eingöngu eftir því hvaðan þeir eru á landlnu. Allstaðar frá eru mennirnir mis- jafnir, en jeg lit svo á, að örðug- leikar við sjósókn á Austurlandi sjeu það miklir, aö þeir ættu að nægja til að skapa duglega sjó- menn. í sambandi viö togaraút- gerö á Austurlandi vaknar eðlilega fyrst þessi spurning: Er eins hag- kvæmt að gera úttogara fráAust- urlandi eins eg öðrum landshlut- um? Um þutta eru deildar skoð- anir. Aðaiástæða þeirra, sem á móti mæla togaraútgerð á Austur- landi er sú, að skipin veiði minna á saltfisksvertíð. Mlða þeir þá við að skipin veiði vetrarvertíðina á Selvogsbanka og mundi þá tapast einn túr vegna vegalengdar. Þetta ynnist upp að nokkru á vorvertíö, en þó ekki að öllu leyti. Þetta er frambærilegasta ástæöan, sem jeg hefi heyrt frá þeirri hliö. Ef borið er saman kostnaður við rekstur togara frá Austurlandi og frá Reykjavík og aö eins teknir þeir liðir sem eru þektir, þá verð- ur kostnaðarmunur ekki lítiil. Mest stingur í augu kostnaöur viö verk- un á fiskinum. ÁriÖ 1931 var kostnaðarmunur á hverju skpd. sem h.f. Andri Ijet verka hjer og því sem það ljet verka í Reykjavík um 9 kr. Voru samningar um vfst gjald af skippundi fyrir aö taka fiskinn úr skipi f Reykjavík og skila honum f skip aftur. Einn- ig liggja fyrir reikningar yfir hinn raunverulega kostnaö hjer á þvf sama og þá kemur þessi munur í ljós. Þá er munur á hafnargjöldum og vatni eigi Iftill. Ekki er heldur hægt að ganga fram hjá því, að mun meiri þyngd af þurfiski fæst úr sama magnl af saltfiski sje fiskur verkaður hjer. Um þetta atriði er fengin svo mik- il reynsla að ekki veröur meö rjettu móti mælt. Þá er það þegar viöurkent, aö þurfiskur verkast betúr á Austur- landi en annarsstaöar hjer á landi. Aðeins mismunur á kostnaði við verkun gerir meira en vinna upp þótt einn túr tapist á vetrar- vertíð. Nú er engan veginn vist, aö togari, sem gerður er út frá Aust- fjörðum á vetrarvertíð, þurfi aö sækja fiskinn vestur á Selvogs- banka, Þaö er vitað, að fiskur er fyrir Suðausturlandi á sama tíma. íslenskir togarar hafa ekki reynt að fiska þar á vetrarvertíð, sem ekki er viö að búast, þar sem þeir hafa fisk á Selvogsbanka þá og ástæðulaust að sækja fiskinn lengra en þörf krefpr. Glögga tog- araskipstjóra hefi jeg heyrt fullyrða, að alveg eins megi fiska austar en á Selvogsbanka á vetrarvertíð og mun þá besta flskisvæðið vera fyrir Suðausturlandi. Til ísfiskveiða fyrir togara mun Austurland vera hentugasti útgerðarstaðurinn á land- inu. Er mun skemmra að sigla þaðan með fiskinn til Englands, og svo virðist venjulega á haust- in fyrir Austurlandi þær fiskteg- undir, sem hentugar eru til sölu erlendis. Reynsla útlendra togara bendir einnig til þess. Þegar litið er til: 1) aðstöðu austanlands til fsfisk- veiða, 2) og þess, að vorfiski er talið best fyrir Austurlandi, 3) að sennilega má alveg eins fiska fyrir suðausturlandi á vetrarvertíö einsog á Selvogs- banka, 4) að kostnaöur við fiskverkun hjer er miklu minni en í Reykja- vík, 5) að meiri þurfiskþyngd fæst úr sama magni af saltfiski, 6) að fiskur verkast hvergi betur hjer á landi en á Austurlandi, 7) að hafnargjöld, vatn og annar kostnaður er minnl hjerenvið Faxaflóa, þá virðist mjer rökrjett að draga þá ályktun, að ef togaraútvegur á rjett á sjer nokkursstaðar á land- inu, þá sje það ef til vill helst á Austurlandi. — Annars er það mál sem lítt er rannsakað, en þyrfti rannsóknar viö, hvaöa flt- vegur á best viö f hverjum lands- hluta eða veiðistaö. Jeg geri ráö fyrir að mönnum verði á aö spyrja, hvort ekki sje fengin reynsla um togaraútgerð á Austurlandi með útgerð Andra.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.