Austfirðingur - 01.06.1932, Blaðsíða 1

Austfirðingur - 01.06.1932, Blaðsíða 1
TFIRÐINGU 3. árgangur Seyöisfirði, 1. júní 1932 18. tölublað Stjórnarmyndunin. Á föstudaginn var tiíkynt í þing- inu að Framsóknarstjórnin hefði beðist lausnar og að forsætisráð- herra heföi bent konungi á að snúa sjer til Ásgeirs Ásgeirssonar um myndun nýs ráöuneytis. Dag- ana, sem liðnir eru síðan, hefir Ásgeír verið að reyna að mýnda stjórn. Fyrst munu umleitanir hans f þá átt hafa takmarkast við hans eigin flokk. Hefir heyrst að ekki mundi hafa orðið fyrirstaða á því, að hann fengi myndað stjórn inn- an Framsóknarflokksins. En Sjálf- stæðismenn hafa krafist alveg ör- uggra trygginga í stjórnarskrármál- inu, ef afstaða þeirra gagnvart hinni væntanlegu stjórn eigi að breytast á nokkurn hátt. En þess- ar tryggingar mun Ásgeir ekki enn hafa getað gefið. Nú er mælt að Ásgeir hafi síð- ustu dagana snúið sjer til beggja andstöðuflokka þingsins um mynd- un samsteypustjórnar. Er því máli ekki enn ráðið til lykta, ensenni- lega má búast við fullnaðarúrslit- um næstu daga. Þeir ráðherrarnir Tryggvi og Jónas kvöddu hvor á sinn hátt. Tryggvi sendi frá sjúkrabeði sín- um hjartnæma kveöju til þings- ins, og er helst á honum að skilja, að hann hafi fórnað stððu sinni til þess að efla friðinn í landinu. Hefir áður þótt á þvf bóla, að Tryggvi teldi sig sjálfan hinn mesta postula friðarins, þótt ekki hafi starfsemi hans öll verið jafn þaulvígð anda friðarins. — En um Jónas Jónsson má segja líkt og um Qrím Ægi forðum: Ferleg voru fjörbrot hans. Hann notaði síðustu augnablikin sem handhafi rjettvísinnar til að fyrirskipa einar 12—14 málshöfð- anir, og það er varla tilviljun ein, aö flestum þessum málshöfðúnum er stefnt að mönnum, sem fram- arlega standa í Sjálfstæðisflokkn- um. Fátt hefir einkent feril Fram- sóknarstjórnarinnar svo undanfar- in ár, sem hin þráláta misbeiting ákæruvaldsins. Það er þá líkasvo komið, að almenningur er alveg hættur að kippa sjer upp við þaö, þótt ríkið höfði mál gegn ýmsum heiövirðum borgurum þjóöfjelags- ins. — Annars er venjan sú í öll- um menningarlöndum, að hinu opinbera ákæruvaldi er ekki beitt nema svo sterkar líkur sjeu fyrir sekt hins ákærða, að fullvissu nálgist. Venjan er þá líka sú, að ef menn f opinberum stöðum verða fyrir sakargiftum af hálfu ríkisvaldsins, þá segja þeir af sjer trúnaðarstöðum sínum, vegna þess að stjórnirnar reiða ekki refsi- vöndinn, nema sakir sjeu fyrir hendi. Hjer hefir ákæruvaldinu veriö beitt eftir dutlutigum manns, sem hvorki getur tjaldaö lögfræði- legri þekkingu nje óbrigðulli rjett- lætistilfinningu. Málatilbúnaður Jónasar Jóns- sonar beinist meðal annars gegn fyrverandi bankastjórum íslands- banka: Eggert Claessen, Sigurði Eggerz og Kristjáni Karlssyni, 5 forstjórum Kveldúlfs, þar á með- al Ólafi Thðrs alþm., Behrens fyrverandi heildsala, Manscher end- urskoðanda og Magnúsi Ouð- mundssyni alþm. Vafalaust veita menn því eftir- tekt, að bankastjórar Útvegsbank- ans eru hvergi í þessari upptaln- ingu. Hjer í blaðinu hafa þó áður verið færð rök að því, að full- komin ástæða væri til að rarin- saka mál þeirra, því opinberlega og ómótmælt hafa þeir veriö bendlaðir við glæpsamlegt athæfi. En þar stendur svo á, að af þrem- ur bankastjórunum eru tveir póli- tískt venblaðir ákæruvaldinn. Jón Baldvinsson verður auðvitað að komast hjá refsingu og Helgi P. Briein á ekki einu sinni að kom- ast hjá refsingu, heldur er hann gerður að opinberum fulltrúa landsins og greidd einhver hæstu laun innlendra manna sem verð- laun fyrir „kreppuráðstafanir" þær, sem hann gekst fyrir að gerðar yrðu í Útvegsbankanum. Svona hafa menn verið „jafnir fyrir lög- unum" undir dómsmáiastjórn Jónasar Jónssonar. Þetta er sama sagan og þegar Magnús Torfason var gerður að forseta sameinaðs þings, jafnframt því sem Jóhiann- es Jóhannesson var ofsóttur, þótt sannast hefði aö báðir höfðu haft sömu aðferö nm ráðstöfun búa- fjár, en Magnús unnið sjer það til ágætis fram yfir aðra dómara, að hafa pyntað gæslufanga, enda orð- ið víðfrægur af bæði utanlands og innan. Engu skal um það spáð, hvern- ig hin væntanlega landsstjórn verð- ur skipuð. Úr því mun skorið næstu daga. En eins og áður er sagt, þá verður afstaða Sjálfstæð- ismanna fyrst og fremst undir því komin, hvernig .snúist verður við þeirri kröfu, aö tryggja framgang stjórnarskrármálsins. Þistlar. i. Þótt ekki verði með rjettu gert upp á milli óstjórnar Framsóknar á dómsmálasviðinu og fjármála- sviðinú, þá hafa Framsóknarmenn skilið það alveg rjett að dðmfell- ing almennings yfir afglöpum þeirra, byggist öllu öðru fremur á því, hvernig meðferö fjármálanna hefir verið. Þessvegna gengur öll viðleitni málsvara flokksins í þá átt að leiða athygli frá fjármálaó- reiðu ríkisins með því að þrástag- ast á töpum þeim, sem orðið hafa á viðskiftum einstakra manna við peningastofnanirnar, eöa þá öllu heldur íslandsbanka. Skráin um Qísla í Eyjum, Sæmund í Hólmi og Stefán Th. er oröin að þulu, sem hvert mannsbarn á landinu kannast við. 2. Það er mjðg eftirtektarvert og augljðst vitni þess, hvað þessir fjármálaspekingar rista djúpt, að sama verður niöurstaðan hvort sem um er að ræða gróða eða tap atvinnurekendanna. Ef Pjetur eða Páll græðir, þá er fjargviðrast yfir því, að þeir hafi spðn í hvers manns aski. Ef þeir tapa, þá er sagt að tapið komi niður sem blóðtaka á almenningi. Sannleik- urinn er sá, að bankatöpin, sem mest veður hefir verið gert út af, stafa af því að þeir menn, sem viðskifti hafa haft við atvinnurek- endurna hafa fengið ofborgaða framleiðslu í einhverri mynd. Bankatöpin hafa því ekki komið niður sem blóðtaka á almenningi, heldur hafá þau komið fram sem eignatilfærsla innan þjóðfjelagsins. 3. Framsókn hefir þótst ætla að endutbæta alt fjármálalíf þjóðar- innar. Stjórnin hefir gengiö þar á undan með meiri óstefnuhætti og fjárbruðli en þekst hefir um nokkra ríkisstjórn hjer á landi. Lánsstofnanir hafa að nokkru skift um stjórnendur, en þeir stjórnend- ur hafaaekki fyrst og fremst verið valdir vegna þekkingar og hæfi- leika til að stjórna fjármálum, heldur vegna pólitískra hagsmuna stjórnarinnar. Saga Útvegsbankans er ekki löng, en hún er samfeld raunasaga. Þar hafa ekki einungis orðið töp eins og hjá [slands- banka og Landsbankanum, heldur hafa bankastjórar aðalbankans gert sig seka í svo glæfralegum ráö- stöfunum, að með eindæmum er. Og þó hið sama verði ekki sagt um Utbússtjórana, þá er starfsemi þeirra, sumra að minsta kosti, á þá lund, aö vfðast hvar mundi valda stöðumissi, ef unnið væri af jafn lítilli hollustu. 4. Eitt af því sem Framsókn hefir svikist um að lagfæra er hin ó- hóflega húsaleiga í Reykjavík. Meðan aðstreymið helst að bæn- um svo sem verið hefir, er eina örugga ráðið til þess að bæta úr húsaleiguokrinu, að gera mönn- um þess kost aö byggja yfir. sig. Fiamsókn hefir sett sig á móti eflingu veðdeildar Landsbankans, sem á að anna því hlutverki að veita fasteignalán meö vægum kjörum. Nú er svo komið láns- trausti landsins að litlar Kkur eru til að bráðlega veröi úr bætt þörf veðdeildarinnar, jafnvel þótt breyt- ing yrði til bóta á stjórn landsins. En í. skjóli þessa skilningsleysis og tregðu Framsóknar, hefir sprott- ið upp í þessu þjóðfjelagi heil stjett, sem hvarvetna á bygðu bóli er fyrirlitin sem einhver svívirði- legasta stjett þjóðfjelaganna — okrararnir. Fyrir skömniu var í Tímanum getið um einn höfuð- paur reykvísku okraranna, mann sem tekur marga tugi af hundraði árlega af fje sínu. Viðgang sinn getur þessi maður og aðrir slíkir fyrst og fremst þakkað Framsókn- arstjórninni, sem unnið hefir að því bæði beint og óbeint að auka fjárkreppuna í landinu. Einn af kunnustu bröskurum höfuðstað- arins var meira að segja fyrir til- stilli forsætisráðherrans árum sam- an í opinberri þjðnustu fyrir hátt kaup við starf, sem hann bar ekk- ert skinbragð á. 5. Mann getur flökrað við að heyra þá menn, sem fingralengstir hafa vejið í ríkissjóðinn, örlát- asta á annara eigur, og ðhófsam- astir í fjárbruðlinu, brýna sparnað fyrir almenningi. Ef hjer hefði ver- ið forsjál og hyggin fjármálastjórn á undanförnum árum, þá hefði dæmi hennar orðið til þess^að sparsemi hefði verið stunduð meira sem dygð meðal almennings. En stjórnin hefirkent mönnum að þeir væri brynjaðir þegar þeir voru í raun og veru rúnir inn að skyrtunni. Nú kemur sparnaöur- inn til allra, ekki fyrst og fremst sem sjálfsafneitun og dygð, heldur sem lífsnauðsyn þess, sem ekki á annars úrkosta. „Þegar þarf að gera tvent í einu, að spara sjálfir til hins ítrasta og borga fleiri tugi miljóna fyrir glæframenn landsins, þá fara jafnvel hinir blindu að fá sýn". Þannig talaði Jónas Jónsson tæpri viku áður enn hann hrökl- aðisl úr ráðherrasessi. Svo fljótt rætast stundum orð spámannannal

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.