Austfirðingur - 01.06.1932, Blaðsíða 2

Austfirðingur - 01.06.1932, Blaðsíða 2
2 AUSTFIRÐINGUR )) teimn i Olsein] ((B allir þeir, sem reynt hafa „OPAL“ ullarliti til heimalitunar vilja ekki. Aöra. Frá verksmiðjunni er nú nýkomið á markaðinn „OPACOL" Eru það töflur í litlum taupokum. Fæst í ölium litum. Mjög einfald- ar litunarreglur og ódýr. Litur þessi hefir verið reyndur og fengið bestu meðmæli. Þeir sem nú í kreppunni ekki geta fengið sjer ný föt geta gert gömlu fötin sem ný með því að lita þau úr þessum lit. Biðjið kaupmenn um „OPACOL". Gfsli Jdnsson. „ Lux handsápuna nota jeg ávalt; >’ví hún heldur nörundinu svo ein- kar mjúku,“ segir HiS dýrölegasta kvennlegs jmdisfokka er, mjúkt og blæfagurt hörund - wn það ern allir karlmenn samdóma. Og til pess a'ð halda hörundi sínu skínaudi, fögru og rnjúku pá' nota pær aöeins eitt fegurðar- meSal og ýai) er Lux handsápan. Þjer sem • :kki pekkið áður, pessa j unaðslegu ilmandi sápu, viljið ííi: Þier ckki veyna hana. 0/50 auro M-LTS 208-50 IC Lí:VBR RROTHERS LIMITED. PORT SUNLIGHT, ENGLAND * Stefnir. Jeg hefir verið að umsegja, hvort jeg ætti að þora að leggja út í útgáfu Stefnis þetta árið. Kreppan, „heimskreppan“, sem Tíminn kallar með áherslu, til þess að breiða yfir syndir sínar og sinna, sverfur að, og bændur virðast ekki vera jafn „brynjaðir" eins og stjórnin hefir látið. Má þá nærri geta um „lýðinn á möl- inni“. Ált kemur þetta niður á Stefni eins og öðrum. Hann hef- ir enga leynda sjóöi til þess að borga halla, sem á honum kynni að verða. Hann verður að standa á eigin fótum með efnalítinn út- gefanda. En mjer er illa við að hætta útgáfunni. Stefnir á brýnt erindi. Og- þó að honum hafi sjálfsagt ekki tekist til fulls að inna þetta erindi af hendi, þá held jeg samt, aö það hafi ekki mistekist með öllu. Ræð jeg það meöfram af því, að hann hefir eignast óvenju- lega einlægt og hreinræktað hatur þeirra, sem hann vinnur á móti. En þau högg, sem undan svíður, hljóta að hafa hæft. Enda er ró- leg og rökstudd fræðsla það, sem hverri óhollri öfgastefnu er og hlýtur jafnan að vera verst við. En annaö er það ekki, sem Stefnir hefir lagt til þeirra mála. Stefnir hefir nú komið út í 2J2 ár, því að 1. árg. var að eins hálf- ur. Af honum hafa því komið 15 hefti, og þessi hefti eru til samans 1472 blaðsíður. Myndir hafakom- ið talsvert á 4. hundrað. Komið hafa í þessum heftum rökstuddar frásagnir af öllum þingum frá og með 1929, margar mjög ýtarlegar stjórnmálagreinar, mest fræðilegs efnis, eins og t. d. hinn stóri greinarbálkur eftir Gustav Cassel, yfirlit yfir stjórnmálaviðburði o. fl. Hefir stefnir verið eitt hið besta vopnabúr til þess að sækja í, þeg- ar stórorustur hafa verið háðar í stjórnmálunum. Þá hafa komið yfirlitsgreinar með myndum um erlenda viðburði. — Enn fremur greinar um ýms önnur nytjamál, svo sem greinar Guðmundar Frið- jónssonar, Jónasar Krfstjánssonar og Jóns Þorlákssonar. Greinar hafa og komið um ýms erlend efni, lýsingar á borgum og þjóðháttum, hugsunarhætti og vandamálum, sem nú eru efst á baugi. Smásög- ur hafa komið í ölluni heftum og oftast með myndum, og margt fleira, sem hjer veröur ekki talið. Enginn dregur í efa, að Stefnir hefir fært mönnum mest efni fyrir peningana allra ísl. tímarita, og hann þykir skemtilegt rit. Stefnir þarf að lifa áfram. Og hann getur lifað áfram ef vinir hans gera alt, sem þeir geta, til þess að koma honum yfir þennan örðuga hjalla. Hann á eftir aö vinna mikið fræðslustarf, og smíða mikiö af vopnum gegn þeim, sem vinna þjóðinni ógagn. Jeg vil því beina þeirri áskorun til allra góðra Sjálfstæðismanna um alt land, til sveita og í kaup- stöðum, að slá hring um Stefni, tímarit sjálfstæðisstefnunnar, og láta ekki þann óvinafögnuð verða, að þeim takist að drepa hann með „heimskreppunni" sinni. — Hann þarf að minsta kosti að lifa svo lengi að hann geti sýnt og sannaö, hve mikið af þessar „heimskreppu“ er hjer heimatil- búiö. Til þessað gera mönnum hæg- ara fyrir þetta ár, verður Stefnir ekki nema 3 hefti fyrir að eins 5 krónur þetta ár, og er 1. hefti nú að koma. Nýir kaupendur geta fengið það sem út er komið (25 króna virði) fyrir aö eins 15 krónur, sentgegn póstkröfu á allastaði, semböggla- póstur kemst með skipum. Sendið pantanir ykkar sem allra fyrst svo að þær geti orðiö ritinu að sem mestu liði. Þeir aurar, sem fara til þess að kenna skynsam- legri meðferð þjóðmála, skila sjer með vöxtum. Reykjavík í maí 1932. Magnús Jónsson. Sævarendamálið. Tvær greinar hafa blað- inu borist um Sævar- endamálið svokallaða, önnur frá Baldvin Jó- hannessyni, fyrv. hrepp- stjóra í Stakkahlíð, hin frá Halldóri Pálssyni, fyrrum oddvita á Nesi. I. í 15. tölublaði Austfirðings skrif- ar einhver K. Þ. greinarstúf þar sem hann gjörir aískifti mín sem hreppstjóra af byggingu jarðarinn- ar Sævarenda að umtalsefni. Af því að greinarhöfundurinn rekur nokkuð einhliða og villandi sögu þessa máls, og að þar virðist meira gæta persónulegs kala en sanngirni, þá neyðist jeg til að gjöra nokkrar athugasemdir. 1. Jeg taldi rjett að byggja Sævar- enda aðeins til 10 ára úr því það var hægt, vegna þess að á jörðinni er æðarvarp, sem auðveldlega getur aukist eða minkað, og því ekki sanngjarnt aö ákveða byggingu eða lands- skuld um mjög langan tíma ef annars er kostur. 2. Það er algjört ranghermi aö jeg hafi skrifaö ábúanda jaröar- innar og sagt að hann verðiaö fara af jörðinni. En jeg taldi skyldu mína aö aövara ábúand- ann um það í tæka {fð að á- búðartími hans væri liðinn, jeg segi I þvf brjefi að jeg búist viö að hann fari af jörðinni, þ. e. a. s. ætlast til að hann flytti burt af jörðinni. *• 3. Ástæðan til þess að jeg taldi sjálfsagt að auglýsa jörðina, svo fleirum en búanda gæfist kostur á aö sækja um hana, var eink- um sú, að áriö áður hafði jörð- in stórskemst af skriöuhlaupum og þurfti því að ákveða nýja landsskuld framvegis, en hún hlaut nokkuð að miðast viö þá eftirspurn sem kynni að verða eftir jörðinni, er hún hefði ver- ið auglýst. 4. Þá segir grelnarhöfundurinn, að vel metinn bóndi í Norður- Múlasýslu hafi sótt um jörðina, en fengið þaÖ svar, að umsókn hans væri í ótíma komin. Hjer er eitthvað málum blandað. Enginn bóndi í Norður-Múla- sýslu hvorki vel eða illa metinn, hefir sótt til mín um Sævarenda, og jeg engin svör gefið honum þar að lútandi. Aðeins heyrði jeg ávæning af því aö bóndi á hjeraði hefði eitthvað verið að spyrja um jörðina. I fardögum 1931 lágu því aöeins fyrir tvær umsóknir um jörðina, önnur frá hreppsnefnd Loðmund- arfjarðarhrepps, hin frá sonarsyni mínum, Trausta Stefánssyni í Stakkahlíð, taldi jeg rjett að byggja Trausta sem er ungur upprennandi maður jörðina en ekki hrepps- nefndinni, sam ekki sýndi fram á að hún hefði neina þörf fyrir örðinni. Aö Trausti ekki flutti samtímis sjálfur á jörðina, er mál sem mjer er algjörlega óviðkomandi, þar sem jeg Ijet af hreppsstjórn þetta sama vor. Allar getsakir K. Þ. um það aö jeg hafi bygt jörðina til þess að leggja hana undiraðra jörð, eru því gjörsamlega ómak- legar í minn garð, og sagðar út í hött. Enda veit jeg ekki betur en að Trausti hafi nytjað og annast jöröina síðastliöið ár, þannig að hún hafi á engan hátt gengið úr sjer, enda þótt hann dveldi ekki sjálfur beinlínis á jörðinni og var þaö ekki hægt, þar sem hann stundaði skólanám í vetur. Jeg vona að þessar stuttu skýr- ingar nægi til þess að sýna, að þetta umrædda greinarkorn er fremur skrifað af óvild en sann- leiksást, og læt því útrætt um þetta frá minni hendi. J. Baldvin Jóhannesson. frá Stakkahlfð. II. í 15. tbl. Austfirðings þ. á. er grein eftir K. Þ. með yfirskriftinni „Jósafatarnir í Loðmundarfirði“,

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.