Austfirðingur - 01.06.1932, Blaðsíða 3

Austfirðingur - 01.06.1932, Blaðsíða 3
austfiröinqur u Til íerminprbarnanna. Eftirfarandi erindi eru úr kvæði, sem Halldór Bene- diktsson, fyrrum póstur orti til bamanna, sem fermd voru hjer í kirkjunni síðastliðinn sunnudag. Sú von ei bregst að ganga muni greitt að græða sár á meðan lífs vjer njótum, því hjartans alúð vinalausum veitt hún vermir tíðum inst að hjartarótum. Og það er margur aumur bæði og einn, sem undir lífsins þungu byröi stynur og drottinn vill að sjertu ekki seinn með samúð, hjálp og ráð sem góður vinur. Og þeir sem æ í krafti kærleikans með Kristi ganga á dygðavegi sönnum. Þeir eru ljós. Þeir hróður bera hans. Þeir hirða’ ei um að sýnast fyrir mönnum. En taka munu trúrra þjóna laun sem tregðulaus er hjáipar fórn að inna, því hver sem öðrum reynist vel í raun hann reiknar Jesús meðal vina sinna. Það veitir sælu efri dögum á þá öllu hallar, fjör og kraftar dvína, ef hugur þfnn og hjarta segja þá: Þú hefir reynt að gjöra skyldu þína. Qreinin fjallar um afskifti Bald- vins hreppstjóra Jóhannessonar í Stakkahlíð og Stefáns Baldvins- sonar af kirkjujörðinni Sævarendi o, fl. Hún hefir vakið umtal víða um sveitir um þetta Sævarenda- mál, sem svo er kallað, bæði hvað snertir umráðamenn jarðar- innar og afskifti sýslunefndar á kaupleyfi þeirra, sem um jörðina hafa beðið. Skal hjer nokkrum orðum drepið á einstaka atriði í þessu sambandi. Við lestur þessarar greinar dett- ur mjer strax f hug vísan eftir Pál skáld Ólafsson: Hver vill annars eignum ná. Um einskilding og dalinn, menn er’ að þræta og ýtast á uns þeir hníga í valinn. Hreppstjórinn hefir gert sigsek- an í því aö útbyggja Jóni Einars- syni af jörðinni Sævarenda, en bygt Trausta sonarsyni sínum jörðina fyrir 150 króna afgjald, en Jón galt 300 kr. í Iandsskuld. Og auk þess leyfir hreppstjóri Trausta að hafa jörðina búpeningslausa og mannlausa, en hirða af henni nytjarnar, æðarvarpið og tööuna. Þetta gerir hann, þótt góður bóndi austanlands óskaði í fyrra vor eftir að fá að búa á jörðinni og einn- ig Jón áður en Baldvin útbygði honum. Eftir að Trausta hafði verið bygð jörðin eins og hjer var lýst, verða hreppstjóraskifti í Loðmund- arfirði. Af Baldvin tekur við hrepp- stjórninni Stefán sonur hans, faðlr Trausta. Og það hefir sýnt sig að Stefán hefir ekkert að athuga við geröir föður síns og fyrirrennara í embættinu viðvíkjandi ráðstöfun jarðarinnar. Eins og grein K. Þ. bsr með sjer, vilja bæði hreppurinn og Trausti fá jörðina keypta. Sækja þvf báðir til sýslunefndar Norður- Múlasýslu um meðmæli með kaupunum. Og sýslunefndin gefur bdðum meðmœli, eins og báðir aðilar hefðu jafnan rjett til kaup- anna, hreppsfjelagið og maðurinn sem nytjar jörðina sem eyðijörð, eftir að hafa komist að ábúðinni eins og áður er sagt. Er meirihluti sýslunefndar hald- inn þeim andlega sljóleika, að þeim dyljist aö báðir aðilar eiga hjer ekki jafnan rjett? Eða gera þeir þetta af hlutdrægni? Sje ekki önnur hvor þessi ástæða orsök úrslitanna hygg jeg hana ekki enn fram komna fyrir almenning. Senni- lega er ekki allur meirihluti sýslu- nefndar jafn sljór eða jafn hlut- drægur. Nefndin sem fjallaði um biðilsbrjef bæði hreppsnefndarinn- ar og Trausta og önnur gögn, sem málið snerta, hefir sennilega látið sitt vísdómsljós skína svo skært yfir hina sýslunefndarmenn- ina, að meirihlutinn hefir fengið ofbirtu í augun. Og því hefir af- greiðsla málsins orðíð þannig: . . . „Sýslunefndin gefur með- mæli sín með því að jörðin Sæ- varendi verði seld Trausta Stef- ánssyni frá Stakkahlíð, núverandi ábúanda jarðarinnar, eða Loð- mundarfjarðarhreppi. Jafnfram gefur sýslunefndin Loð- mundarfjarðarhreppi samþykki sitt til kaupanna". En af hverju vill Loömundar- fjarðarhreppur kaupa jörðina ? Af því að hreppsnefndin í Loðmund- arfirði telur þaö tjón fyrirhrepps- fjelagið að nytja jarðir sem eyði- býli og vill þvf hlutast til um að á þeim sje búið og ekki vikið af þeim góðum bændum. Þetta hygst hún að fyrirbyggja með því að eignast umráðarjett á jörðinni. Þetta vissi sýslunefndarmaður Loð- mundarfjarðarhrepps, og því bar honum sem fulltröa hreppsins Milning getur altaf litiö út sem ný ef þvegið er úr Vim. Dreyfið Vim á deyga rfu og þar sem henni er svo strokið um verður allt bjart og glansandi, sem nýmálað væri. Ryk og önnur óhreimndi hverfa úr krókum og kymum. Jafnframt því sem Vim heldur máluðum hlutum ávalt sem nýjum, fegrar það flötinn og fægir allar rispur, þar sem óhreinindi gætu annars leynst f. Notið Vim og látið allt sem málað er, altaf lfta út sem nýmálað væri. Stór dós .... Kr. i.io Mi'Slungs stærð Kr. 0.60 Lítill pakki . . Kr. 0.25 Mvaa aaonuu uinu, leix svmlickt, kkclahd m-v f ae-uo ic skylda til þess að vera á móti afgreiðslu málsins eins og hún varð. En Stefán talaöi ekki orð f málinu, þótt oddviti Loðmundar- fjarðarhrepps óskaði þess. Hefir hann þannig brugðist trausti Loðmfirðinga, sem fulltrúi þeirra á sýslufundi. Enda hafa hrepps- búar nú lýst vantrausti á honum á almennum sveitarfundi. f nefndinni sem fjallaði um Sævarendamálið voru: formaður Sigurður Vilhjálmsson á Hánefs- stöðum, sýslunefndarmaður Seyð- isfjaröarhrepps og með honum Björn Guðmundsson, sýsiunefnd- arm. Hlfðarhrepps og Hannes Magnússon, sýslunefndarmaður Skeggjastaöahrepps. Báöir hinir síöastnefndu eru nýgræöingar í sýslunefnd og því ekki mikil á- stæða til að áfella þá stórlega þótt áfátt kunni að vera störfum þeirra. En Sigurður er gamall sýslunefndarmaður og gatnall kaup- fjelagsstjóri, þjálfaður f að vega hið rjetta og ranga, vonar maður. Jeg ætla ekki að sinni að fjöl- yrða meira um þetta Sævarenda- mál. Engum sem því kynnist get- ur dulist aö þeir Stakkahlíðarfeðg- ar hafa notað opinbera aðstöðu sína sem hreppstjóri og sýslunefnd- armaður til framdráttar sonarsyni og syni. ‘ Sjá ailir hversu átakan- legt þaö er fyrir sveitirnar að eiga þá menn fyrir fulltrúa, sem svo illa gengur að greina rjett frá röngu, þegar náin ættmenni eiga í hlut. Nesi, 25. maf 1932. H. P. AUSTFIRÐINGUR Vik u bla ö Ritstjóri og ábyrgðarmaður Árni Jónsson frá Múla. Sími nr. 70. Verð árgangsins 5 kr. >00<32>OOGSE£>OOC Símskeyti frá frjettaritara Austf. í Rvík. Kona deyr af brunasárum. Á Siglufirði dó konan Sesselja Jónsdóttir í gær af brunasárum, skvetti olíu í eld í eldavjel, en kviknaði í brúsanum svo hann sprakk í höndum hennar og læst- ist eldurinn í föt hennar og hár. Kaupdeila 1 Bolungarvfk. Om helgina fór Hannibal Valdi- marsson frá ísafirði til Bolungar- víkur. Viö kaffidrykkju komu til hans 20—30 manns undir forustu Högna Gunnarssonar. Tjáðu þeir Hannibal að nærveru hans væri ekki óskaö og fluttu hann með valdi ryskingalaust til ísafjarðar. Kauplækkun á Akureyrl. Á Akureyri varð kaupdeila millí fiskverkunarstöðva og verkakvenna. Deilan stóð stutt. Tímakaup lækkaði úr 70 ofan í 65 aura, en ákaæðisvinna viö fiskþvott um 40%.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.