Austfirðingur - 04.06.1932, Blaðsíða 2

Austfirðingur - 04.06.1932, Blaðsíða 2
2 AUSTFIRÖlNGUR manna hans á þingi, er forsætis- ráðherrann Ásgeir Ásgeirsson lagði fram ákveðna tilíögu í málinu, sem borin verður undir næsta þing. Á þessu byggist samkomu- lagið. Þeir Magnús og Asgeir eru ábyrgir hvor af hendi sinna manna fyrir því aö málið verði leyst á þeim samkomulagsgrundvelli, sem fengist hefir. Ari Arnalds sextugu r. Næstkomandi þriöjudag, á degi Páls biskups, er hinn veimetni sýslumaður og bæjarfógeti okkar, Ari Arnalds sextugur. Að vera sextíu ára er, út af fyrir sig, vitanlega ekki neitt merkilegt, en við þau tímamót á mannsæf- inni er ljúft að minnast þeirra manna, sem hafa starfad, sem hafa unnið sig upp úr fátækt, afl- að sjer^mentunar trausts og virð- ingar. Hafa náð því, að vera falin virðuleg og vandasöm störf í þjóð- fjelaginu og hafa gengt þeim með samviskusemi, áhuga og dugnaði. Ari Arnalds er einn þeirra mætu manna, sem vert er að ininnast sjerstaklega við þessi tímamót. Hann hefir unnið sig fram til þeirrar stöðu, sem hann nú gegn- ir. Hann er ennþá, þrátt fyrirsex- tíu ára aldur, maður á besta skeiði, með starfsþrek og áhuga, sem gefur bestu vonir um mörg starfsár enn, máske 60. — Hver veit? Ari Arnalds er fæddur á Hjöll- um í Gufudalssveit 7/6 1872, einn af mörgum börnum hjónanna Jóns Finnssonar og Sigríöar Jóns- dóttur. Hann varð stúdent 1898, Kandidat í lögum frá Kaupmanna- hafnarháskóla 27/6 1905. Gegndj sýslumanns- og bæjarfógetastörfum á Seyðisfirði ,um tíma 1906íveik- indum Jóh. Jóhannessonar. 1909 varð hann aöstoðarmaður í fjár- máladeild Stjórnarráðsins en 8/1 1914 fjekk hann vetingu fyrir Húna- vatnssýslu og gegndi hann því embætti þar til hann var skipaður i sýslumaður og bæjarfógeti á Sðf. 3. júlí 1918. Þessi er, í stórum dráttum, embættisferill Arnaids og er það mál manna, að hann hafi rækt embætti sitt jafnan með skyldu- rækni, stakri reglusemi og einlæg- um áhuga fyrir því að alt færi sem best úr hendi, enda hlotið traust yfirboöara sinna. í opinberum málum, stóð Arn- alds framarlega um langtskeið, en embættisannir hafa, í seinni tíð, hindrað hann frá að taka sama þátt í þeim sem áður.ríHann var ritstjóri „Dagfara" á Eskif. 1906, en árin 1907—1909 meðritstjóri „Ingólfs“ í Rvík, málgagns hinna svonefndu „Landvarnarmanna". Hann var þingmaður Strandamanna 1909—11. Síðan hann kom hjer austur hefir hann látið áhugamál fjórðungsins mikið til sín taka, en sjerstaklega hefir hann lagt sitt besta liösinni, framfaramálum Seyðfirðinga, og hefir „Fjarðarheiðarvegurinn" jafn- an átt góöan talsmann þar, sem Arnalds er. Arnalds er höfðingi heim að sækja og gleðimaður mikill, hrók- ur alls fagnaðar í samkvæmum, skemtinn og ræðinn. Hann er greiðamaður hinn mesti og trygg- ur vinur vina sinna. Hið snotra íbúðarhús hans, sem hann nefnir „Framnes", er bæjarprýði og sjest hvaðan sem er í bænum. Jeg veit, jeg muni mæla fyrir munn margra, er jeg við þessi tímamót í æfi Ara Arnalds, óska honum langra og farsælla lífdaga og hamingjusamrar starfsemi. J. J. allir þeir, sem reynt hafa „OPAL“ ullarliti til heimalitunar vilja ekki. Aðra. Frá’verksmiðjunni er nú nýkomið á markaðinn „OPACOL" Eru það töflur í litlum taupokum. Fæst í öllum litum. Mjög eintald- ar litunarreglur og ódýr. Litur þessi hefir veriö reyndur og fengið bestu meðmæli. Þeir sem nú í kreppunni ekki geta fengið sjer ný föt geta gert gömlu fötin sem ný með því aö lita þau úr þessum lit. Biðjið kaupmenn um „OPACOL". Gfsll Jónsson. L U X heldur flíkunum ekkl einungis mjúkum, heldur eykur endingu þeirra. Hið mjúka LUX löður er svo hreint að allt sem í því er þvegið, hreinsast og en- durnýjast. Ullarflíkur ungbama haldast mjúkar einsog æðardúnn, sjeu þær þvegnar úr LUX. Litlir pakkar 0.30 Stórir pakkar 0.60 HALDIÐ LITLU FLÍKUNUM MJÚMJM Þeim sem nœstar liggja hinu viðkvœma bumshörundi LUX er Sireiní sem bergvatnt W-Ly S73-047A IC LEVER BKOTHERS LIMITED. POKT SUNLIGHT, ENGLAND Greinargerð Jóns Þorlákssonar m myndun samsteypustjórnar. (Símskeyti frá frjettaritara Austfiröingu í Reykjavík.) I Morgunblaðinu í dag og næstu daga birtir Jón Þorláksson ítar- lega greinargjörö fyrir horfum stjórnarskrármálsins og ástæðum Sjálfstæöisflokksins fyrir því, að taka þátt I samsteypustjórn Ásgeirs Ásgeirssonar. Aðalatriðin eruþessi: Eftir aö stjórn Tryggva Þórhalls- sonar hafði beiðst lausnar og Ás- geiri Ásgeirssyni falin myndun nýrrar stjórnar, reyndist ómögu- legt að fá Framsóknarflokkinn til áframhaldandi samninga um af- greiðstu málsins ð þessu þingi, en vitanlegt var, að Ásgeir var mjög hlyntur rjettlátri lausn kjördæma- málsins. Opnuðustnú nýjar leiöir I málinu. Sjálfstæðismenn voru fúsir að samþykkja nauðsynlega löggjöf, ef Ásgeir Ásgeirsson mynd- aði flokksstjórn, sem geröi annað tveggja, að afgreiða kjördæmamál- ið á þessu þingi, eöa að gefa ský- lausa yfirlýsingu um ákveðna úr- lausn málsins á næsta þingi. Ás- geir Ásgeirsson kvaðst að svo stöddu ekki geta gefið aörar yfir- lýsingar en þær, sem meiri hluti Framsóknarflokksins samþykti og taldi hann fullnægjandi yfirlýsing- ar ófáanlegar á þessu stigi máls- ins, en bar hinsvegar fram þá ósk, að Sjálfstæðismenn Iegðu til einn mann f ráðuneyti undir forsæti hans. Við þeirri beiðni varð Sjálf- stæöisflokkurinn vegna þess, að hann telur að í höndum slíkrar stjórnar sje trygð rjettlát úrlausn kjærdæmamálsins á næsta þingi og jafnframt telur flokkurinn sjer Ijúft og skylt að neyta sameiginlegra átaka með gætnari mönnum Fram- sóknarflokksins til þess að freista að fleyta þjóðinni yfir þá óvenju- legu örðugleika, sem að henni steðja. Síðan krafan um rjettláta úrlausn kjördæmamálsins varfyrst borin fram á sumarþinginu 1931, hefir andstaöa Framsóknarflokks- ins gegn málinu verið að Iinast og hefði nú Sjálfstæðismenn hrundið frá "sjer þeim mönnum í flokknum.^sem næstir standa og neytt þá út í kosningar, þá er hætt við að andstaðan gegn rjett- lætiskröfunum myndi hafa harðn- að og hörðustu andstæöingarnir aftur eflst til valda f Framsóknar- flokknum og afstaða hans mótast af þvf á næsta þingi. Sjálfstæðisflokkurinn telur þvf, aö með því að stuðla að þessari lausn vandamálanna hafi hann trygt fljótari og betri framgang kjördæmamálsins en ella var auð ið og jafnframt beint stjórnmálun- um inn á þá braut, sem alþjóð er fyrir bestu. Þingflokkur Sjálfstæð- manna stendur einhuga og óskift- ur um þessaUausn málsins. — Þistlar. ——o— 1. Það er engin ýfurða, þótt jafn- aðarmenn sjeu gramir yfir myndun samsteypuráðuneytisins. Þeir sjá blóðugum augum eftir þeirri að stöðu til atkvæöasölu, sem þeir hafa ástundað með slfkri kostgæfni undanfarin ár og svo arðberandi hefir reynst. Nú þarf stjórnin ekki á fylgi þeirra að halda of þá er lítil von um feitar stöður, banka- stjóraembætti og þess háttar, auk allskonar minniháttar bitlinga og fríðinda. Eins og nú er komið hljóta þeir að sætta sig við að

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.