Austfirðingur - 11.06.1932, Blaðsíða 1

Austfirðingur - 11.06.1932, Blaðsíða 1
TFIRÐINGU 3. árgangur Seyðisfirði, 11. júní 1932 20. tölublað Þegar saman dregur. Austfirðingur hefiröðrum frem- ur ástæðu til að fagna þeim um- skiftum .sem orðið hafa á æðstu stjórn landsins. Ekkert stjórnmála- blaó hefir oftar bent á nauðsyn þess, að leitað sje hinna sameig- inlegu sjónarmiða flokkanna, og að því unnið að bæla niðurþann ríg, sem alið hefir veríð á milli þeirra sem hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta. Þótt ákjósan- legra hefði verið að þeir menn, sem skaðvænlegastir hafa verið þjóðinni um skeið, hefðu niist völdin að undangengnum þjóðar- dómi við almennar kosningar, þá má þó skoða þá lausn málanna sem fengist hefir, sem tákn þess að þeir muni ekki eiga afturkvæmt að völdum um sinn. Flestir líta á myndun samsteypustjórnarinnar sem undanfara meiri tíðinda þeg- ar fram í sækir. Aö sama skapi Sem þetta er gleðiefni öllum hin- um gætnari mðnnum, að sama skapi er það eitur í beinum öfga- mannanna og sundrungamann- anna. það er þessvegna ekkert við því að segja að jafnaðarmenn og þeir sem þeim standa næstir í Framsóknarflokknum uni illa úr- slitunum. því bæði er að þeir hafa mist spðn úr askinum sín- um og eins hitt, að vonir þeirra um aukin áhrif á löggjöf landsins í náinni framtíð, veröa að engu, ef það samkomulag sem fengist hefir nú, leiðir til áframhaldandi samvinnu þeirra, sem að þvf standa. Jafnaðarmenn vilja láta í veðri vaka að stjórrtinni sje ekki treyst- andi til þess að leysa kjördæma- málið. Sem svar við þeirri að- dróttun, er rjett að birta hjer orðrjettan kafla úr ræðu forsætis- ráðherrans við umræðurnar um vantraustið á laugardaginn var. Ásgeir Ásgeirsson segir meðal annars svo: „Persónulega hefði jeg helst kosið, að samningar hefðu náðst um afgreiðslu stjðrnarskrár og fjármála, án stjórnarskifta. En því var ekki að fagna. það öngþveiti, sem málefni þjóðarinnar hafa komist í á *þessu þingi, liggur ekki eingöngu í þeirri áherslu, sem þingflokkarnir hafa lagt á mál sín, heldur og í sjálfri stjórnarskipun landsins. Sambland kjördæma- kjörs og landkjörs með þeim hætti, sem nú er. og skipun deilda þingsins, getur leiít til hins sama öngþveitis hvenær sem er, og heldur útlit fyrir, að sú hætta aukist en að henni dragi. Jeg lít svo á, að skylt sje að gera þær breytingar á kosningatilhögun og skipun þingdeilda, að sem mest trygging verði fyrir því, aö Alþingi verði á hverjum tíma starfhæft, enda verður það ekki hrakið með rökum, að jafna beri kosningarrjett þegnana frá því sem nú er. Jeg tel mjer því skylt sem stjórnarforseti að Ieggja fyrir næsta þingfrv. til lagaum breyting á stjórnskipunarlögum ríkisins, sem íeli í sjer sann- gjarna lausn þessara mála." — (Leturbr. hjer). Þegar það er athugað að Sjálf- stæðismenn hafa marg lýst því yfir við þátttöku sína í myndun samsteypustjórnarinnar, að eina „sanngjarna lausn" þessa málssje sú, að allir kjósendur landsins fái jafnan rjett til áhrifa á þjóð- mál, þá verður þessi yfirlýsing forsætisráðherrans svo skýr aö óþarfi er að misskilja. þegar þess er jafnframt gætt að allur þorri þingmanna lýsir trausti á stjórn- inni eftir þessa yfirlýsingu, þá er augljóst að kjördæmamálinu er borgið á næsta þingi. Hitt lýsir undarlega litlu vlti hjá jafnaðarmönnum, að þeir skyldu greiða stjórninni vantraust eftir þessa yfirlýsingu um lausn þess máls, sem þeir hafa talið sjer hjartfólgnast allra mála. Og þó verður skrípaleikur jafn- aðarmanna en augljósari þegar vitað er að, að þeir óskuðu ekki eftir nýjum kosningum. í mjög ítarlegri greinargerð um myndun samsteypustjórnarinnar segir Jón Þorláksson svo um þetta síðastnefnda atriði: „Ef Alþýðuflokkurinn hefði tal- ið rjettara að knýja fram nýjar kosningar, áður málið kæmi til meðíerðar á næsta þlngi, þá væri eðlilegt að hann deildi á Sjálf- stæðismenn fyrir að hafa ekki valið þann kostinn, því að þetta var á okkar valdi. En út af þessu mun Alþýöuflokkurinn ekki deila á okkur, þvf að forvígismenn hans óskuðu ekki eftir kosning- um (Leturbr. Austf.) eins og mál- ið stóð, töldu þær gagnslaust spor fyrir málið, eins og við". Af þessu sem hjer er sagt er augljóst að andstaða jafnaðar- manna gegn samsteypustjórninni, á ekkert skylt við kjördæmamálið. Þeir vita að því varð ekki borgiö um sinn á annan hátt en þann sem hjer varð. Rússneska sælan. Öllum kemur saman um aö margt gangi á trjefótum í hinni syndum spiltu veröld. Kreppan, sem yfir dynur, er voveiflegri en nokkur önnur, sem sögur fara af. í öllum löndum er fjöldi manna, sem reitir hár silt og bölvar sínum fæðingardegi. Atvinnuleysi og ör- birgð, illindi og róstur, skeggöld, skálmöld. Miljónir manná eru gripnar örvílnún og þrá aöeins eitt: breytingu, eitthvað annað. — Aldrei hefir akurinn legiö betur viö byltingaftæinu, og aldrei hefir sú ræktun verið betur stunduð. A strætum og gatnamótum um heim þveran - standa spámenn og segja fyrir um Ragnarökkur vest- rænnar menningar, algera koll- vörpun þess þjóðskipulags, sem gildir og gilt hefir í öllum menn- ingarlöndum heims. Sjá roðann í austri, segja spámennirnir. Litið til Rússlands. þar er fyrirmyndin. Þar eru allir jafnir, ekkert auðvald, ekkert atvinnuleysi. Og margir þeirra, sem bágast eiga I yestræn- um löndum, mæna vonaraugum austur á bóginn, til hinnar miklu móður, sem ein er þess umkomin, að frelsa hreldan lýð úr heljar- klóm örbirgöar og lægingar. Já, hvílík Paradís er ríki Stalins! Og þó - og þó! „Einum rómi seint mun sungin sæludrápa um þveran heim, altaf verður ekkaþrungin einstök rödd í hljómnum þeim", segir eitt af alþýðuskáldum vorum. Þó sæluríkið rússneska breiddi ¦áðarfaðminn um álfurnar, er hætt við að mörg rödd yrði „ekka- þrungin" eftir sem áður. Sannleik- urinn er sá, að aðeins örlítið brot vestrænna þjóða, aðeins sá hluti atvinnuleysingja og öreiga, sem sárþjáðastir eru, gætu skift kjörum við hina vinnandi alþýðu Rúss- lands. Takið eftir þessu. í Rússlandi er ekkert atvinnuleysi, en allur þorri hinna vinnandi manna á við sömu eymdarkjörin að búa og sá hluti atvinnuleysingjanna á Vestur- löndum, sem allra verst er stadd- ur. Þótt mikið sje atvinnuleysið í hinum vestrænu ríkjum, þá hefir þó mikill meirihluti verkamanna í öllum löndum atvinnu. Allir þess- ir menn búa við margfalt betri Ijfskjör en stjettarbræður þeirra í Rússlandi. Og allur þorri atvinnu- leysingjanna i Vesturlöndum býr einnig við betri lífskjör en hin vinnandi alþýða Rússlands. Greinin, sem birtist á öðrum stað í blaðinu, er tekin úr enska blaðinu Mancfyster Guardian og er eftir frjettaritara blaðsins í Moskva. En MaHchester Quardian er eitthvert sannorðasta og hleypi- dómalausasta blað, sem út ergef- ið. Niðurstaðan á samanburöi lífs- kjara vestrænna og rússneskra verkamanna er sú, sem hjer var lýst. Og þó er ótalið, að mikill hluti rússnesku þjóðarinnar virðist eiga viö ennþá ömurlegri kjör að bða en nokkursstaðar þekkjast meðal vestrænna þjóða. Bændastjettin er sjerstakt olnbogabarn ráðsstjórn- arinnar. þeir mega ekki neyta sinna eigin afurða. Ráðsstjórnin Ieggur hald á þær og greiðir þær lægsta verði. Mundi íslensk bænda- stjett una slíku? Og mundu ís- lenskir sjómenn una því, að fisk- urinn yrði tekinn frá þeim áháð- ungarverði, svo þeir hefðu ekki einusinni í soðið, hvernig sem afl- aðist. Rússneskir verkamenn hafa um 100 rúblur á mánuði, en sums- staðar kosta 2 kíló af brauði 8 —10 rúblur. Þættust íslenskir verka- menn skifta um til batnaðar, ef þeir þyrftu 2—3 daga til að vinna fyrir hálfu rúgbrauði! Engir vestrænir menn, hvorki íslenskir nje aðrir, mundu sætta sig viö hlutskifti rússneskrar al- þýðu. En Rússar höfðu ekki úr háum söðli að detta: „Þeir eru kúgaðír komnir í heim og kaghýddir langt fram í ætt". Áþjánin er þeim í blóðiö borin. Áöur hjelt harðstjórinn Nikulás. Nú heitir hann Stalin. Rússneski boðskapurinn á ekki erindi til íslensku þjóðarinnar. fs- lendingar mundu aldrei láta bjóða sjer það sem hinn umkomulausi rússneski múgur hefir oröiö að þola, fyr og nú. Sigur þeirrar stefnu mundi tákna skipbrot alls þess, sem er íslenskast í eðli okk- ar. Þótt það sklpbrot yrði sam- eiginlegt, gæti það aldrei táknað annað en vansælu og hrökun. Á næstunni verður meðal gamalla Seyðfirð- inga hjer í bænum (Rvík) leitaö samskota I sjóð, sem ónefndur maður hefir stofnað til styrktar gamalmennahæli á Seyðtsfirði. — Nam sjóður þessi, sem ávaxtaöur er í Söfnunarsjóði, á síðustu ára- mótum krónum 3361,00, en svo er fyrir mæft, að þegar hann er orðinn 12 þús. kr., útborgist helm- ingur ársvaxta, en */* hlutar þeg- ar hann er orðinn 24 þús. Mundi það stórum flýta því, að sjóður- inn tæki til starfa, ef góðir menn yrðu vel við þegar til þeirra yrði leitað í þessu skyni. X. (Alþbl.)

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.