Austfirðingur - 18.06.1932, Síða 1

Austfirðingur - 18.06.1932, Síða 1
3. árgangur Seyðisfirði, 18. júní 1932 Dómsmálin. Þegar Framsóknarstjórnin tók við völdum, í ágústmánuði 1927, vakti það mesta undrun manna, er Jónas Jónsson var gerður að dómsmálaráðherra. Auk þess sem hann hafði ekki neina lögfræði- mentun, var hann heldur ekki kunnur aö þeirri almennu rjett- sýni, sem handhafa ákæruvaldsins á hverjum tíma er nauðsynleg, ef ekki á að fara illa. Menn ótt- uðust því frá öndverðu, að rjett- aröryggið í landinu mundi bíða hnekki, meðan slíkur maður hefði æðstu stjórn dómsmálanna. Þeir sem þektu skaplyndi mannsins spáðu því að ákæruvaldinu yrði ferlega misbeitt í höndum hans, og því miður hafa allar þær spár rætst. Meðan Jónas Jónsson hefir ver- ið dómsmálaráðherra hefir ákæru- valdinu verið beitt í flokksþarfir. Og ekki nóg með aö ákæruvald- inu hafi verið misbeitt, heldur hefir sjálfur dómsmálaráðherrann gengið á undan í slíkum ofsókn- um á Hæstarjett, að stórhættuleg- ar hefðu getað orðið sjálfstæði landsins. Flokksmenn dómsmálaráðherr- ans voru nokkuð lengi að átta sig á því hvert stefndi í dómsmálun- um. Þeir horfðu á hvert hneyksl- ið af öðru án þess að hreyfa legg eða lið. Og það er ekki fyr en nú á síðustu misserinum, að óá- nægja Framsóknarmanna yfir með- ferð dómsmálanna hefir komið opinberlega fram. Ef þeir hefðu áttað sig fyr og haft manndóm í sjer til að taka í taumana, hefðu þeir komist hjá því að gera sjálf- um sjer þá háðung, að reka for- ingja sinn frá með þeim ódæm- um, sem raun varð á. Ef nokkuð gæti í raun og veru lýst því, hvernig komið vardóms- málunum í höndum Framsóknar, þá eru það þeir atburðir sem gerðust í þinglokin. Jónas Jóns- son hafði búið mál á hendur Magnúsi Guðmundssyni. Og Magn- ús er gerður að eftirmanni Jónas- ar, með stuðningi alls þorra Fram- sóknarflokksins. Og Jónas Jóns- son er í Framsóknarflokknum eftir sem áður, og virðist hafa þar mikil völd. Það er vafasamt að slíkur leikur sem þessi hafi verið leikinn í nokkru siðuðu landi. Framsókn hafði sjeð rjettarfarinu misþyrmt árum saman. Seinustu ákærurnar voru alveg sama eðlis og aðrar ákærur á hendur póli- tískra andstæðinga, sem rignt hef- ir á seinni árum. Þær gáfu ekkert nýtt til kynna um rjettlætistilfinn- iugu þess eftirlætisgoðs Framsókn- ar, sem í skjóli einurðaleysis og sljóvgunar flokksmanna sinna hafði gert dómsmálin að vopni í óvita- höndum. En nú þótti flokknum rjett að gefa eftirminnilega yfir- lýsingu um að hann vildi hætta að „jónasast" á rjettlætinu. Ef Framsókn á einhverntíma eftir að komast í aðstöðu til stjórnar- myndunar reynir á þessa yfirlýs- ingu. En hugsast gæti að ásetn- ingur flokksins í þessu efni yrði eitthvað háður því, hvernig stæði á „sjávarföllum" í ríkisfjárhirslunni. Jafnaðarmenn hafa ekkert haft að athuga við dómsmálastjórnina undanfarin ár. Þess hefir hvergi orðið vart að þeir efist neitt um almenna rjettlætistilfinningu Jónas- ar Jónssonar. Og þó hefir Jónas staðið í fylkingarbrjósti þeirra manna, sem berjast fyrir þeim „rjetti" að þriðjungur landsmanna geti ráðið úrslitum allra löggjafar- mála ef svo ber undir. Jafnaðar- menn virðast hafa alveg samskon- ar rjettlætistilfinningu og Jónas Jónsson að því er dómsmálin snertir, þótt á milli beri í kjör- dæmamálinu. Þeir hafa barist fyr- ir því að höfðað væri sakamál á Sigurð Eggerz út úr íslandsbanka, jafnframt því sem þeir hafa sporn- að við aö Jón Baldvinsson yrði dreginn fyrir lög og dóm vegna hlutdeildar sinnar í löglausum og sviksamlegum ráðstöfunum banka- stjórnar Utvegsbankans. Ef Jafn- aðarmenn gera þá kröíu, að lög- in gangi jafnt yfir alla, þá hljóta þeir að krefjast þess að mál Út- vegsbankastjórnarinnar, sje tekiö fyrir, jafnfram því sem þeir krefj- ast rannsóknar á fyrverandi banka- stjóra íslandsbanka. En svo vesæl- ir hafa þeir verið, að þeir hafa ekki fengist til að minnast opin- berlega á seðlaútgáfuna og veð- svikin í Útvegsbankanum, hversu mörg tilefni sem gefist hafa til þess. Það er annars mjög eftirtektar- vert, að jafnvel Jónas Jónsson var ófáanlegur til að höfða mál gegn bankastjórum íslandsbanka þang- að til um leið og hann hröklað- ist frá völdum. Vita menn þó nokkurn veginn hve mikla ást hann hefir á Eggert Claessen og Sigurði Eggerz. En þó líða svo full tvö ár að hann lætur máls- sökina liggja niðri. Er því sýnilegt að hann hefir sjálfur engan trún- að lagt á glæpsamlegar ákærur á hendur bankastjóranna, en lagt á- kærurna fyrir í fullri vissu þess, að engin stjórn mundi fást til að taka hana upp í alvöru. Og ætlar svo að ráðast á Magnús Guð- munsson fyrir að eyða ákæru, sem hann hafði sjálfur stungið undir stól í tvö ár. Búnaðarsamband Austurlands hjelt aðalfund aö Egilsstööum á Völl- um dagana 17. og 18, júní. Mættir voru 38 fulltrúar frá Búnaðarfjelög- unum á Sambandssvæöinu. Sambandiö hefir veriö mörg und- anfarin ár heillarík aðstoð og hvatn- ing bændum til aukinnar jaröræktar og bættrar búfjárræktar. Stutt meö ráöum og dáö nýjar tilraunir til ýmsra búnaðarbóta og veitt talsverð- an styrk til verkfærakaupa, svo sem, dráttarvjela og hestaverkfæra til jarö- ræktar auk margs annars. Bændum þykir vænt um Sambandið og hafa sjerstaklega nú á seinni árum, sýnt með framkvæmdum, að þeir kunna að meta starfsemi þess. Varasjóður Sambandsins er liðlega 11 þús. kr. Síðustu árin hefir hann ekki aukist neitt, þar eö verja hefir þurft öllum tekjum árlega til styrktar framkræmd- um. Eignir Sambandsins, svo sem: hús, áhöld, varasjóður, kröfur o. fl. eru nálægt kr. 29 þús. Umdæmi Sambandsins er: Múla- sýslurnar, A.-Skaftafellssýsla, Seyö- isfj. og Neskaupstaöir. Jaröabætur útteknar árið 1931, á þessu svæði, námu 49667 dagsverkum. Sambandið hefir drengilega styrkt Iaxastigann í Lagarfossi. Til stigans hefir samkv. reikn. 1931, verið greitt um 4^/a þús. kr. og á þessum fundi voru veittar til hans U/s þús. kr. vegna vangreiöslu á kostnaöi frá fyrra ári og til aö fullgera stigann. Ennfremur voru veittar kr. 1 þús. til klakhúsbygginga. Þaö er talið víst aö fyrirtæki þetta muni hafa feikna mikla þýðingu fyrir landbúnaðinn á svæðinu innan vatnahverfis Lagarfljóts, ef það hepnast, sem allar líkur eru til, þar sem til þess er stofnað meö é- huga og dugnaði og framkvæmdirnar bygöar á þekkingu og fenginni reynslu annarsstaðar. Á fundinum flutti Benedikt G. M. Blöndal, fróölegan og ítarlegan fyrir- lestur um afurönsölu landbúnaðarins og dýralæknir J n Pálsson gaf fund- inum fróðlega sk 'rslu um rannsókn- ir sínar á hirii ægilegu ormaveiki í sauöfje og á Iyfi, sem hann nefndi „Confortin“ gegn veikinni. Dýra- læknirinn komst að þeirri niðurstöðu að lyf þetta mundi vera gagnlegt mjög, til þess að halda veikinni í skefjum, þó ekki gæti það orðið til að útrýma henni til fulls. Auk áðurumgetins styrks til fiski- ræktar f vatnahverfi Lagarfljóts og tii klakhúsbygginga, má nefna þessar styikveitingar sem áætlaðar voru á 21. tölublaö fundinum: Til jarðræktarmála kr. 3200,00, þar í innifalið: 1200 til Gróörarstöðvarinnar á Eiðum. Til dráttarvjelakaupa í Seyðisfjarðarkaup- staö og Norðfiröi kr. 800,00 í hvorn stað, og kr. 200,00 í hvorn stað Hálsþinghá og Jökuldal til kaupa á hestaverkfærum til jarðræktar. Til húsdýraræktunarmála kr. 1000,00, þar af: til sauðfjár-kynbótabúsins á Rangá kr. 150,00, til svínaræktunar- bús á Stuölum kr. 100,00 til eftirlits- fjelaga nautgriparæktar kr. 300,00 til verölauna fjárhiröingar kr. 200,00 og til sjúkdómsvarna kr. 250,00. Til menningarmála kr. 600,00, þar af: kr. 200,00 til Sambands Austfirskra kvenna og hitt til bændanámsskeiða o. fl. Stjórnin Iagði fyrir fundinn breyt- ingu á lögum Sambandsins, að full- trúar Búnaðarfjelaga á Sambandsfund skyldu kosnir aðeins einn frá hverju fjelagi í staö eins fulltrúa fyrir hveija 15 fjelaga, sem áður var. Þetta var eölileg og sjálfsögð sparnaðartilraun á krepputímum, enda var tillagan samþykt. Fulltrúi til Búnaðarþings var kos- inn Björn Hallsson Rangá í stað Benedikts Blöndals, sem baðst und- an endurkosningu. í stjórn Sambandsins eru: Hali- grímur Þórarinsson formaður, Bene- dikt Blöndal gjaldkeri og Björn Halls- son ritiri. Að loknum fundi var fulltrúunum boðið með bifreiöum upp aö Hall- ormsstað. Þar var þeim tekið mjög vinsamlega og rausnarlega, sýndur skólinn og staöurinn, og skemtu menn sjer með söng og ræöuhöldum viö blómum skreytt kaffiborö hjá gestrisnum húsbændum og blómleg- um ungmeyjum fram til sólaruppkomu. Þá var aftur haldið út að Egilsstöð- um og fulltrúarnir hjeldu hver til síns heima með fenginn fróðleik og bestu minningar. Jón í FirOi. Aflafrjettir. Síðustu viku hefir lítið fiskast hjer Austanlands. Stórstreymi hef- ir og verið og því ekki róið neitt að ráði. „Trillu"-bátar hafa þó altaf reytt dálítið hjer á grunn- miðum. Á Vopnafirði er nokkur fiskur og sömuleiðis norðan við Langa- nes. „Ketill Hængur“ kom þaðan nú fyrir tveimur dögum og sagði þar fisk allmikinn en hann vant- aði beitu. „Fornólfur" fór í fyrra- dag og ætlaði norður fyrir Langa- nes. Flestir bátar beita í dag, og nokkrir fóru á sjó í gær, ög er frjettist síðast, var kominn einn bátur af Eyrunum með 5 skpd. fiskjar. Síldar hefir orðið vart~hjer miðfjarðar, en hefir ekki náðst í landnætur.

x

Austfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.