Austfirðingur - 25.06.1932, Blaðsíða 1

Austfirðingur - 25.06.1932, Blaðsíða 1
TFIRÐINGUR 3. árgangur Seyðisfiröi, 25. júní 1932 22. tölublað Fyrsta afrek stjðrnarinnar. Þegar samsteypustjórnin var mynduö nú fyrir skemstu, má fullyrða, að allur þorri þjóðarinn- ar hugði að mikil gæfa mundi fylgja þeirri ráðstöfun. Menn voru orðnir dauöþreyttir á því stjórnar- fari, þar sem glapræði fjármál- anna og gerræði dómsmálanna óg sait árum saman, svo að ekki mátti á milli sjá, og þar sem veit- ingavaldið var gerblint á rjettlæti og velsæmi. Sjálfstæðismenn höfðu að minsta kosti vænst þess að myndun samsteypustjórnarinnar boðaöi þau tímamót, aðframund- an væri meira heilbrigði í stjórn- arfarinu, en ríkt 'hefir á Undan- förnum árum. Og Sjálfstæðismenn höfðu fullkomna ástæðu tíl að vænta þessa. Á eldhúsdaginn f vetur lýsti Ólafur Thors því yfir, að þótt hann beittist fast á móti tveim af ráðherrum Framsóknar, þá væri ekki fyrir það aö synja, að sá flokkur hefði þeim mönn- um á að skipa að vel mætti við una í landsstjórn. Og í greinar- gerð þeirri, sem Jón Þorláksson birti um myndun samsteypustjórn- arinnar, leggur hann áherslu á þá samvinnu, sem með þessu fáist við „þann hluta Framsóknar, sem stendur næstur Sjálfstæðismönnum í skoðunum". ^Framsókn velur svo í stjórnina tvo klerklæröa menn. Ásgeir Ás- geirsson er þektur um fram aðra leiðtoga flokks síns að hófsemi í skoðun og prúðmannlegri fram- komu. Sjera Þorsteinn Briem er pólitískur nafnleysingi, óskrifað blað. En það þótti ekki illa fara, að þetta hreinleikans krossmark, yrði hengt upp eins og altaris- tafla í kapellu hins nýborna stjórn- málavelsæmis. Annars spáðu ýms- ir miður góðgjarnir menn, að altaristafia sú væri raunar leyni- hurð, svo aö þeir Jónas og Tryggvi gætu haft aögang að ksp- ellunni, þótt settir væri út af sakramentinu. En hvað var um að fást, Magnús Quðmundsson var gerður aö „æðsta verði laga rjettar og siðgæöis", og honum var tróandi til að gæta dyranna. Nú hefir siðbótarstjórnin ekki lengi setið, en þó nógu iengi til þess að bregðast því trausti, sem Sjálfstæðismenn báru til hennar í öndverðu; Fyrsta afrek stjórnar- innar er að gera Tryggva Þðr- hallsson að aðalbankastjóra Bún- aðarbankans. Með þeirri veitingu hefir stjórnln hreint og beint hrækt framan f þá Sjálfstæðismenn, sem fiafa veitt henni fulltingi. það er óvíst hvort fyrverandi stjórn hefir nokkurn tfma sýnt meiri ósvífni í embættaveltingu. Hjer hafa leyni- dyrnar sýnilega verið opnar. Þor- steinn Briem skrifar undir veiting- una, en starfsbræöur hansfstjórn- inni verða ekki sýknaðir af hlutdeild í því verki. þótti nóg um í fyrra haust þegar Helga Briem var veitt eitthvert feitasta embætti landsins, eftir að uppvíst varð að Útvegsbankastjórnin hafði gefið út í fullkomnu lagaleysi seðla fyrir 750 þúsund krónur. Hjer á í hlut fráfarandi stjórnarforseti, mað- urinn sem ásamt Jónasi Jónssyni, er sekastur um ófarnað hins ís- lenska ríkis. Honum er troðiö í stöðuna á þann hátt, að heiðvirð- ur maður er látinn standa upp fyrir honum. Svo góðan enda fá „ódygð og svikin" á vorum dög- um. það er ekki nema rúmt ár síð- an að einhver merkasti lögfræð- ingur landsins lýsti þvf yfir á opinberum fundi í Reykjavík, aö allir þáverandi ráðherrar Fram- sóknar, heföu gerst brotlegir við hverja einustu grein þess kafla hegningarlaganna, sem er um brot í embættisfærslu. í þiagbyrjun í fyrra, fyrir tæpu árisíðan, hafði Ólafur Thors meö- al annars þessi ummæli um Tryggva Þórhallsson. (Orðrjett úr Alþingistíðindunum): „Jeg vil ekki þola það til langframa, að þeir menn stjórni, sem hafa auk alls annars farið svo meö fje ríkissjóðs, að þeg- ar guð og gæfan lögðu oss í ríkissjóðinn 15 millj. kr. í af- gang, hafa þeir ekkl eingöngu eytt því öllu, heldur safnað stórum fúlgum af skuldum, svo að nú þegar hallærið skellur yfir, er ómögulegt að rjetta at- vinnurekendum og þiggjendum hjálparhönd, hversu illa sem komið er fyrir þeim. Og þegar ofan á þetta sukk bætist sú ó- skammfeilni, að hæstv. forsrh. lýsir alveg ófeiminn yfir því, að hann ætli beint aö stela úr ríkissjóÖHum. (Forseti hringir). Jeg sagði „að stela"; jeg segi ennþá „að stela". Og jeg skal stefna hæstv. forsrh. fyrir þessa bók („Verkin tala") og sýna honum að það er óviðurkvæmi- legt að skrifa og gefa út á al- þjóðarkostnaö ðveröskulduð meiðyrði um einstaka menn. Þaö héitir á íslensku „að stela". (Forseti hringir). Já, hæstv, for- seti, það heitir að stela. (For- seti hringir). Samt heitir það að stela. Og að prenta login meiðyrði um þingmenn á kostn- að ríkissjóðs, það er atferli sem ekki má láta ómótmælt, þótt erfitt sje að hlusta á hin rjettu orð um það. Slíkt má ekki þolast átölulaust, hver sem það gerir og hvenær sem það er gert." Engum sem áhlýddu duldist að Ólafi var fullkomin alvara, þegar hann mælti þessi orð. Viðstaddir Sjálfstæðismenn voru honum þakk- látir fyrir þessa skorinorðu tiptun S Tryggva Þðrhallssyni. Orðin voru stór en þau voru sprottin af særðri rjettlætistilfinningu og heilagri bræöi. Þaö fundu allir áheyrendur. Loks skulu hjer tekin upp nokkur orð Magnúsar Guð- mundssonar um fjármálameðferö stjórnarinnar f ræðu, sem útvarp- aö var á eldhúsdaginn — fyrir tveim mánuðum slðan: „Gífurleg skuldasöfnun fgóð- um árum samfara notkun allra tekna þeirra sömu góðæra er svo stór pólitísk synd að hún verður ekki fyrírgefin". (Leturbr. hjer.) Hart má það vera fyrir mann, sem svo hefir talað, að sitja þegjandi hjá, þegar ekki einu sinni er verið að „fyrirgefa" held- ur einnig verölauna „pólitískar stórsyndir* fyrverandi stjórnarfor- manns? Hjer er ekki til neins að bera því við, aö „aumingja Tryggvi" hafi nu snögglega orðið atvinnu- laus, svo aö þaö verði aö hjálpa honum í guðsþakkaskyni. Tryggvi Þðrhallsson hefir verið forsætis- ráðherra í 5 ár, oghaft aðminsta kosti 150 þúsund króna tekjur á þeim tíma. Óþarft virðist því að stofna til sjerstakra „atvinnubóta" handa honum nú þegar. Hann ætti ekki síður að vera „brynjaö- ur" gegn kreppunni en bændurnir! Um þessar mundir eru viðsjár í þjóðfjelagi voru meiri en nokkru sinni fyr. Flokkur manna vill feigt það þjóðskipulag, sem hjer ríkir, og neytir allra bragða til aö grafa undan rótum þess. Sá flokkur hefir á undanförnum árum haft þá rjettmætu ástæðu til eflingar, að stjórnarfarið hefir veriö slíkt, að ósamboðið er hverju þjóðfjelagi, sem vill siðað kallast. Hinni nýju stjórn var ætlað að efla siðgæði og heilbrigði í opinberu lífi þjóð- arinnar. Hún hefir bætl rotnunar- bletti við kaunin sem fyrir voru. Tryggvi Þörhallsson hefir verið skipstjóri á þjóðarskútunni í fjár- málalegri og siðferöilegri kafsigl- íngu undaníarinna dra. Enginn hefði harmaö, þðtt hann hefði fengið að vinda klæði sín f næði eftir sjóvolkið. En að dómi Sjálf- stæðismanna fyr og síðar er Tryggvi pólitískur sakamaður. Og þessvegna unir flokkurinn því ekki, að honum sje tildrað f ábyrgðar- mikla stööu. Fjármálaspillingin og misbeiting veitingavaldsins voru höfuðein- kenni fyrverandi stjðrnar. Nýja stjðrnin hefir ratað í sama for- æðið. Ef Magnfis Guðmundsson kýs að eiga hlutdeild í slíku stjórn- arfari, gerir hann það fyrir eigin reikning en ekki Sjálfstæöisflokks- ins. Þistlar. —-o— 1. Tíminn er orðinn svokostuleg- ur sfðan stjðrnarskiftin urðu að aliir brosa að honum. Blaðið er orðiö að „almenningi" fyrir Fram- sóknarfjeð, þar sem ,eitt rekur sig á annars horn, eins og grað- pening hendir vorn". Ritstjórinn skammar „íhaldið" fyrir svlk í kjördæmamálinu. Jónas skammar Ásgeir fyrir svik í kjördæmamál- inu, og er helst á honum að skilja að „íhaldið" hafi valiðalla menn- ina í stjórnina. Tryggvi vill tala um framtíðina, en ekki fortíöina, en leggur áherslu á að Framsókn hafi meirihluta stjórnarinnar. Jón- as lætur f veðri vaka að Tryggvi hafi verið veikur og uppgefinn og því beiðst Iausnar. Tryggvi segir að flokkurinn hafi einróma samþykt, að stjórnin beiddist iausnar. Jðnas hefir í sífeldum heitingum við nýju stjórnina. Tryggvi leggur blessun sfna yfir hana og skorar á alla flokksmenn sfna að styðja hana með ráðum og dáð. 2. Jafnaðarmenn hafa látið í veðri vaka, að Magnús Guðmundsson hafi verið settur í stjórnina til þess að kveða niður ýms saka- mál, sem Jónas höfðaði f bræöi sinni, um leið og hann hröklaðist frá meðal annars ákæru á hendur Magnúsar sj'álfs og forstjóra Kveld- úlfs. Núhafa að vísu sum þessara mála verið stðövuð, þar á meðal sakamálsákæran á hendur íslands- bankastjórunum. En það er ekki Magnús Guðmundsson sem hefir afturkallað það mál, heldur hefir fjármálaráðherrann, Ásgeir Ás- geirsson óskað eftir að fá máls- skjðlin tiJ frekari athugunar. Senni- legt er að hann athugi þá jafn- framt hvað hæft er í sökum þeim sem bornar hafa verið á Jón

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.