Austfirðingur - 25.06.1932, Page 1

Austfirðingur - 25.06.1932, Page 1
3. árgangur Seyðisfirði, 25. júní 1932 22. tölublað Fyrsta afrek stjðrnarinnar Þegar samsteypustjórnin var mynduð nú fyrir skemstu, má fullyrða, að allur þorri þjóðarinn- ar hugði að mikil gæfa mundi fylgja þeirri ráðstöfun. Menn voru orðnir dauðþreyttir á því stjórnar- fari, þar sem glapræði fjármál- anna og gerræði dómsmálanna óg sait árum saman, svo að ekki mátti á milli sjá, og þar sem veit- ingavaldið var gerbiint á rjettlæti og velsæmi. Sjálfstæðismenn höfðu að minsta kosti vænst þess að myndun samsteypustjórnarinnar boðaöi þau tímamót, að framund- an væri meira heiibrigði í stjórn- arfarinu, en ríkt hefir á úndan- förnum árum. Og Sjálfstæðismenn höfðu fullkomna ástæðu til aö vænta þessa. Á eldhúsdaginn í vetur lýsti Ólafur Thors því yfir, að þótt hann beittist fast á móti tveim af rfiðherrum Framsóknar, þá væri ekki fyrir það að synja, að sá flokkur hefði þeim mönn- um á að skipa að vel mætti við una í landsstjórn. Og í greinar- gerð þeirri, sem Jón Þorláksson birti um myndun samsteypustjórn- arinnar, leggur hann fiherslu á þá samvinnu, sam með þessu fáist við „þann hluta Framsóknar, sem stendur næstur Sjálfstæðismönnum í skoðunum". Framsókn velur svo í stjórnina tvo klerklæröa menn. Ásgeir Ás- geirsson er þektur um fram aðra leiðtoga flokks síns að hófsemi í skoðun og prúðmannlegri fram- komu. Sjera Þorsteinn Briem er pólitískur nafnleysingi, óskrifað blað. En það þótti ekki illa fara, að þetta hreinleikans krossmark, yrði hengt upp eins og altaris- tafla í kapellu hins nýborna stjórn- málavelsæmis. Annars spáðu ýms- ir miöur góðgjarnir menn, að altaristafla sú væri raunar leyni- hurð, svo að þeir Jónas og Tryggvi gætu haft aðgangaö kap- ellunni, þótt settir væri út af sakramentinu. En hvaö var um aö fást, Magnús Guðmundsson var geröur að „æðsta verði laga rjettar og siðgæðis", og honum var trúandi til aö gæta dyranna. Nú hefir siðbótarstjórnin ekki lengi setið, en þó nógu lengi til þess að bregðast því trausti, sem Sjálfstæðismenn báru til hennar í öndverðu. Fyrsta afrek stjórnar- innar er að gera Tryggva Þór- hallsson að aðalbankastjóra Bún- aðarbankans. Með þeirri veitingu hefir stjórnin hreint og beint hrækt framan í þá Sjálfstæðismenn, sem fiafa veitt henni fulltingi. Þaö er óvíst hvort fyrverandi stjórn hefir nokkurn tíma sýnt meiri ósvífni í embættaveltingu. Hjer hafa leyni- dyrnar sýnilega verið opnar. Þor- steinn Briem skrifar undir veiting- una, en starfsbræöur hans í stjórn- ir.ni verða ekki sýknaöir af hlutdeild í því verki. Þótti nóg um í fyrra haust þegar Helga Briem var veitt eitthvert feitasta embætti landsins, eftir að uppvíst varð að Útvegsbankastjórnin hafði gefið út í fullkomnu lagaleysi seðla fyrir 750 þúsund krónur. Hjer á í hlut fráfarandi stjórnarforseti, mað- urinn sem ásamt Jónasi Jónssyni, er sekastur um ófarnað hins ís- lenska ríkis. Honum er troðið í stöðuna á þann hátt, að heiðvirö- ur maður er látinn staHda upp fyrir honum. Svo góðan enda ffi „ódygð og svikin" á vorum dög- um. Það er ekki nema rúmt ár síð- an að einhver merkasti lögfræð- ingur landsins lýsti því yfir á opinberum fundi í Reykjavík, aö aliir þáverandi ráðherrar Fram- sóknar, hefðu gerst brotlegir við hverja einustu grein þess kafla hegningarlaganna, sem er um brot í embættisfærslu. í þingbyrjun í fyrra, fyrir tæpu árisíðan, hafði Ólafur Thors meö- al annars þessi ummæli um Tryggva Þórhallsson. (Orðrjett úr Alþingistíðindunum): „Jeg vil ekki þola það til langframa, að þeir menn stjórni, sem hafa auk alls annars farið svo með fje ríkissjóðs, að þeg- ar guð og gæfan lögðu oss í ríkissjóðinn 15 millj. kr. í af- gang, hafa þeir ekki eingöngu eytt því öllu, heldur safnað stórum fúlgum af skuldum, svo að nú þegar hallærið skellur yfir, er ómögulegt að rjetta at- vinnurekendum og þiggjendum hjálparhönd, hversu illa sem komið er fyrir þeim. Og þegar ofan á þetta sukk bætist sú ó- skammfeilni, að hæstv. forsrh. lýsir alveg ófeiminn yfir því, að hann ætli beint að stela úr ríkissjóÖHum. (Forseti hringir). Jeg sagði „að stela"; jeg segi ennþá „að stela". Og jeg skal stefna hæstv. forsrh. fyrir þessa bók („Verkin tala“) og sýna honum að það er óviðurkvæmi- legt að skrifa og gefa út á al- þjóðarkostnað óverðskulduð meiðyrði um einstaka menn. Þaö heitir á íslensku „aö stela". (Forseti hringir). Já, hæstv, for- seti, það heitir að stela. (For- seti hringir). Samt heitir það að stela. Og að prenta login meiðyrði um þingmenn á kostn- að ríkissjóðs, það er atferh sem ekki má láta ómótmælt, þótt erfitt sje að hlusta á hin rjettu orð um það. Slíkt m(i ekki þolast fitölulaust, hver sem það gerir og hvenær sem það er gert.“ Engum sem áhlýddu duldist að Ólafi var fullkomin alvara, þegar hann mælti þessi orð. Viöstaddir Sjálfstæðismenn voru honum þakk- látir fyrir þessa skorinorðu tiptun á Tryggva Þórhallssyni. Orðin voru stór en þau voru sprottin af særðri rjettlætistilfinningu og heilagr bræði. Það fundu allir áheyrendur. Loks skulu hjer tekin upp nokkur orð Magnúsar Guö- mundssonar um fjármálameðferð stjórnarinnar í ræðu, sem útvarp- að var á eldhúsdaginn — fyrir tveim mánuðum sfðan: „Gífurleg skuldasöfnun ígóð- um árum samfara notkun allra tekna þeirra sömu góðæra er svo stór pdlitfsk synd að hún verður ekki fyrirgefin“. (Leturbr. hjer.) Hart má það vera fyrir mann, sem svo hefir talað, að sitja þegjandi hjá, þegar ekki einu sinni er verið að „fyrirgefa" held- ur einnig verölauna „pólitískar stórsyndir* fyrverandi stjórnarfor- manns? Hjer er ekki til neins að bera því við, aö „aumingja Tryggvi" hafi nú snögglega orðið atvinnu- laus, svo að það verði að hjálpa honum í guðsþakkaskyni. Tryggvi Þórhallsson hefir verið forsatis- ráðherra í 5 ár, og haft að minsta kosti 150 þúsund króna tekjur á þeim tíma. Óþarft virðist því að stofna til sjerstakra „atvinnubóta“ handa honum nú þegar. Hann aetti ekki síður að vera „brynjaö- ur" gegn kreppunni en bændurnir! Um þessar mundír eru viðsjár í þjóðfjelagi voru meiri en nokkru sinni fyr. Flokkur manna vill feigt það .þjóðskipulag, sem hjer ríkir, og neytir allra bragða til aö grafa undan rótum þess. Sá flokkur hefir á undanförnum árum haft þá rjettmætu ástæðu til eflingar, að stjórnarfarið hefir veriö slíkt, að ósamboðið er hverju þjóðfjelagi, sem vill siðað kallast. Hinni nýju stjórn var ætlað að efla siðgæði og heilbrigði í opinberu lífi þjóð- arinnar. Hún hefir bætt rotnunar- bletti við kaunin sem fyrir voru. Tryggvi Þórhallsson hefir verið skipstjóri á þjóðarskútunni í fjár- mfilalegri og siðferðilegri kafsigl- ingu undanfarinna ára. Enginn hefði harmaö, þótt hann hefði fengið að vinda klæði sfn f næði eftir sjóvolkið. En aö dómi Sjfilf- stæðismanna fyr og síðar er Tryggvi pólitískur sakamaður. Og þessvegna unir flokkurinn því ekki, að honum sje tildrað í ábyrgðar- mikla stöðu. Fjármfilaspillingin og misbeiting veitingavaldsins voru höfuðein- kenni fyrverandi stjórnar. Nýja stjórnin hefir ratað í sama for* æðið. Ef Magnús Guðmundsson kýs að eiga hlutdeild í slíku stjórn- arfari, gerir hann það fyrir eigin reikning en ekki Sjálfstæðisflokks- ins. Þistlar. —o— 1. Tíminn er ©rðinn svokostuleg- ur síðan stjórnarskiftin urðu að allir brosa að honum. Blaðið er orðið að „almenningi" fyrir Fram- sóknarfjeð, þar sem „eitt rekur sig fi annars horn, eins og grað- pening hendir vorn“. Ritstjórinn skammar „íhaldið* fyrir svik í kjördæmamálinu. Jónas skammar Ásgeir fyrir svik í kjördæmamál- inu, og er helst á honum aö skilja að „íhaldið" hafl valiðalla menn- ina í stjórnina. Tryggvi vill tala um framtíðina, en ekki fortíöina, en ieggur áherslu á að Framsókn hafi meirihluta stjórnarinnar. Jón- as lætur f veðri vaka að Tryggvi hafi verið veikur og uppgefinn og því beiðst lausnar. Tryggvi segir að flokkurinn hafi einróma samþykt, að stjórnin beiddist lausnar. Jónas hefir í sífeldum heitingum við nýju stjórnina. Tryggvi leggur blessun sfna yfir hana og skorar á alla flokksmenn sfna að styðja hana með ráðum og dáð. 2. Jafnaðarmenn hafa látið í veðri vaka, að Magnús Guðmundsson hafi verið settur í stjórnina tii þess aö kveða niöur ýms saka- mál, sem Jénas höföaði f bræði sinni, um Ieið og hann hröklaðist frá meðal annars ákæru fi hendur Magnúsar sjálfs og forstjóra Kveld- úlfs. Núhafa aö vfsu sum þessara mála verið stöövuð, þar ð meöal sakamálsákæran á hendur íslands- jankastjórunum. En það er ekki Magnús Guðmundsson sem hefir afturkallað þaö mál, heldur hefir fjármálaráðherrann, Ásgeir Ás- geirsson óskað eftir að ffi máls- skjölin til frekari athugunar. Senni- egt er að hann athugi þfi jafn- ramt hvað hæft er í sökum jjeim sem bornar hafa verið á Jón

x

Austfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.