Austfirðingur - 25.06.1932, Blaðsíða 3

Austfirðingur - 25.06.1932, Blaðsíða 3
AUSTFIRÖINQUR 3 o<5s>oe><æ>oo<sz>oo<æ>oe3®ee< AUSTFIRÐINGUR Vikublað Ritstjóri og ábyrgðarmaður Árni Jónsson frá Múla. Sími nr. 70. Verð árgangsins 5 kr. « Qcæ>oo<s>oo<æ>oo<s2>oo<æ>os mikilli umhyggju fyrir stjórnar- skránni. Allir virðast búast við því, að Nasistarnir veröi sigursælir við ríkisþingskosningarnar. Jafnvel þótt þeim takist ekki að ná hreinum meirihluta, þá er þess vænst, að þeir nái svo mörgum þingsætum að þeir geti haft tökin á stjórn- málasviðinu. Og hvað verður svo? Verða þau hrossakaup gerð, aö Hitler fái völd í Prússlandi fyrir að styðja ráðuneyti von Papen’s í ríkisþinginu. Það er hætt við að þótt til slíkra hrossakaupa kæmi, þá yrðu þau ekki Iángæ, því foringja Nasista mundi þykja súrt í broti, aö leggja ávextina af iýðskrumi sínu fyrir fæturna á prússneskum herforingjum og óð alseigendum. Og varla er þess að vænta aö sosíalistarnir og mið- flokkarnir sjeu svo af baki dottn- ir að þeir láti aðalsmennina og Nasistana skifta ríkinu á milli sín. Það hefir þegar komið í Ijós að andstaðan gegn ráðuneyti von Papen’s er geysisterk, og ef það er rjett að sigur Hindenburgs við forsetakosningarnar byggist fyrst og fremst á lýðveldissinnum, þá gæti svo farið að bandalag milli Hitlers og „júnkaranna* yrði í minnihluta. Þaö mætti heita ð- skiljanlegt, þegar tekið er tillit til hörmungar þýsku þjóðarinnar, að hún feldi sig við að hernaðar- stefnan kæmist þar nokkru sinni til valda. Það er fráleitt að hugsa sjer að þeir þrái það, eins fráleitt og að þeir óski þess að Hohen- zallernættin eigi aftur að ná al- gerum yfirráðum yfir þeim. En þó væri fásinna að synja fyrir, aö annaðhvort þetta eða hvorttveggja gæti komið fyrir. Sjaldan hefir þjóð orðiö að þola það sem þýska þjóðin hefir orðið að þola. Mikið af þessum þjáningum hafa verið alveg óþarfar, og það er ekki sýnilegt að þær sjeu til nokk- urs gagns. Afleiðingin af þeim getur orðið sú, að prússneska hernaðarstefnan vakni að nýju. Ef svo færi hefði friðurinn end- urskapað, það sem styrjöldin átti að eyða. „Manchester Quardian“ lausl. þýtt. Silfurbrúkaup áttu í gær merkishjónin Hildur Sigurðardóttir og Quðjón Jósefs- son í Strandhöfn í Vopnafirði. Var í því tilefni gestkvæmt á heimili þeirra. Þórarinn Jnnsson bdndi á Brennistöðum. —o— Hinn 24. maí þessa árs andað- ist merkisbóndinn Þórarinn Jóns- son á Brennistöðum íEiöahreppi. Þórarinn mun hafa verið fæddurí janúarmánuði 1848 og því fullra 84 ára er hann dó. Hann var fæddur á Brennistöðum, sonur Jóns bónda Magnússonar, er þar bjó frá 1836 til 1888, eða meira en 50 ár, og konu hans Guðrún ar Jónsdóttur frá Qilíárteigi. Ekki verður hjer farið lengra út í þaö, að rekja ætt þórarins heitins. Það verða þeir að gera, sem ættfróð ari eru. Þórarinn var ungur tekinn til fósturs af ömmu sinni, Halldóru Pjetursdóttur í Qilsárteigi, og dvald- ist með henni í æsku og gjörðist fyrirvinna hennar áður en hann hafði náð tvítugsaldri. Þótti það fara vel úr hendi og snemma bera á ráðdeild og fyrirhyggju hjá hin- um unga manni. Að henni látinni reisti hann bú á þeim hluta úr jörðinni Gilsárteigi, sem hún hafði búið á, og bjó þar þangað til 1888, að hann flutti á föðurleifð sína Brennistaði, eftir lát föður síns. þar bjó hann síðan myndarbúi til dauðadags, svo sem forfeður hans höfðu gjört, hver eftir annan. Árið 1874 flutti til Þórarins Anna María Bergsveinsdóttir, bónda á '4esi f Loðmundarfirði, hin ágaet- asta kona, eins og hún átti ætí til, og því hinn álitlegasti kvenkostur og líkleg til ráðdeildar og búsum- hyggju. Tók hún viö búsforráðum af gömlu konunni, ömmu Þórar- ns, sem þá var enn álífi. Giftust 3au skömmu síðar og lifðu sam- an í löngu og farsælu hjónabandi >ar til hún andaðist fyrir ári síð- an. Þau eignuðust 6 börn, 5 sonu og 1 dóttur, sem öll lifa foreldr- ana, nema einn sonur, sem dó á unga aldri. Ög merkilegt má það teljast, nú á þessum tímum, að öll börnin, þau sem á lífi eru, halda enn viö ættaróöalið. Virðist svo sem þeim kippi í kynið um ástheldni. og trygö viö fornar stöðvar, svo sem hefir verið kyn fylgja þessa fólks, svo langt aftur tímann sem munað er. Þórarinn heitinn og kona hans bjuggu jafnan stóru búi, með margt gripa og mannmargt heimili. Og svo voru þau hjónasæl, aö svo mátti telja, áð þau sem þangað luttust færu ekki aftur, fyr en þau voru flutt andvana til grafar. Þann- g höfðu þau sömu hjúin áratug eftir áratug, 30 til 40 ár og það- an af Iengur. Er slíkt fágætf og sýnir betur en flest annað mann- kosti húsráðenda. Hefi jeg hvergi sjeð meiri nærgætni á aðra hlið og trúmensku og skyldurækni á hina en í samskiftum húsbænda og hjúa á þessum stað. Voru >æði hjónin mjög samhent um 3að, að skapa slíkt hugarþel. Væri jjóðfjelagi voru betur borgið en er, ef svo væri sem víðast. Ofan á mannmargt heimili bætt- ist það, aö heimilið var mjög í þjóðbraut, meðan hjeraðsmenn höfðu öll sín viðskifti á Seyðis- firði, svo sem verið hefir til skamms tíma. Var því oft gest- cvæmt og mikil mannaumferð. Er eg í engum efa um það, aö margir eru þeir, sem minnast þess að þeim var tekið með hlýlegri gest- risni á þessum stað, svo sem best hefir verið að íslenskum sveita- siö. Var hjónum þessum mjög samhent um það sem annað. Ekki gaf Þórarinn sig mikið að almennum málum. Þó mun hann hafa veriö í hreppsnefnd um tíma. En hann hafði sig undan öllu slíku og taldi heimilið fyrst og fremst sinn verkahring. Þó var þaö ekki svo, að hann væri ófróðari um almenn mál en aðrir menn. Hann las mikið og fylgdist með öllu sem gerðist í landsmálum, betur en flestir sem hærra hafa, og var oft fljótur að mynda sjer sjálf- stæðar skoðanir og hjelt fast við þær. Hann þurfti jafnan að fá góð og gild rök með og móti, áður en afstaða var tekin, en afstaðan var ekki laus fyrir, þegar hún hafði verið tekin. Hann mun hafa verið eindreginn Sjálfstæöismaður nú á seinustu árum. Enda var sjálfstæði í öllu runnið honum í merg og bein. Þess er áður getiö, að Þórarinn heitinn reisti bú f tvíbýli í Gilsár- teigi. Hinn tvíbýlismaðurirm, sem enn lifir háaldraður, hefir látið þess getið, að aldrei hafi stygðar- yrði fallið milli tvíbýlisfólksins, og aö hann hafi ekki getað hugsað sjer betra fólk í sambúö en Þór- arinn og konu hans. Sýnir það vottorð betur en flest annað, aö ekkert er hjer ofmælt. í meira en 20 ár var sá, sem þetta ritar, næsti nágranni þessara hjóna og þekti þar alla heimilisháttu, svo sem best má verða, og taldi þar flest til fyrirmyndar. Og svo var gott á milli nágrannanna, að ekki get- ur betra veriö. Ef svo væri alls- staöar, þektist ekki nágrannakritur, og það orð' væri horfið úr fs- lensku máli, og alt það illa, sem Ieiðir af slíkri sambúð manna, fokið í veður og vind, og þjóð- fjelagið betra og sælla eftir en áður. Blessuð sje minning þessara hjóna. lnnilegt þakklæti fyrir alt gott í minn garð og minna. Þórarinn Benediktsson. Lög frð Alþingi 1932. Um ríkisábyrgð á innstæðufje Útvegsbankans. Um heimild handa atvinnumála- ráðherra til að veita Transameric- an Airlines Corporation leyfi til loftferða á íslandi o. flf Um breyting á lögum nr. 29, 3. nóv. 1915, um þingsköp Alþingis. Um Ijósmæðra- og hjúkrunar- kvennaskóla íslands. Um opinbera greinargerð starfs- manna ríkisins. Um breyting á yfirsetukvenna* lögum, nr. 63, 19. maí 1930. Um eignarnám á landsspildu á Bolungarvíkurmölum í Hólshreppi.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.