Austfirðingur - 14.07.1932, Blaðsíða 1

Austfirðingur - 14.07.1932, Blaðsíða 1
3. árgangur Seyöisfirði, 14. júlí 1932 23. tölublað Ólafur Qíslason framkvæmdarstjóri. Föstudagskvöldiö 1. þ. m. and- aðist á Landakotsspítalanum í Reykjavík Olafur Qíslason fram- kvaemdarstjóri frá Viöey. Hafði hann lagst í liðagigt þrem vikum fyr og legið þungt haldinn allan tímann. Á sjúkrahúsiuu var hann aðeins fáa daga, og varð lungna- bóiga hið endanlega banamein. Fullu nafni hjet hann Björn Ölafur og var fæddur 4. sept. 1888 á Eydölum í Breiðdal. Voru foreldrar hans hin alkunnusæmd- arhjón Qfsli Högnason og Þor- björg Magnusdóttir, systir Eiríks Magnússonar háskólakennara í Cambrigde. Eignuðust þau hjónin að eins tvo syni, Magnús sýslu- mann Sunnmýlinga og Ólaf. Um aldamótin fluttist Ólafur með foreldrum sínum að Búðum í Fáskrúðsfirði. Um þær mundir rak þórarinn Tulinius, verslun á Fáskrúðsfirði og fór Ólafur til hans sem búðardrengur um ferm- ingaraldur. Fjekst hann alla æfi SÍðan við verslun og margháttaða kaupsýslu. Kom það snemma í ljós að ólafur var óvenjulegum dugnaði gæddur og hæfileikum. Var honum rúmlega tvítugum falin forstaða Tuliniusarverslunar á Borgarfirði. Var verslunin mjög lítilfjörleg þegar ólafur tók við. En þar urðu snögg umskifti. Versl- unin efldistmjög undir handleiðslu Ólafs. En auk þess fór Ólafur að gefa sig við málum sveitarinnar og reyndist henni hin mesta lyfti- stöng. Átti hann t. d. mikinn þátt f því, að síminn var lagður til Borgarfjarðar. Hið sama er að segja um læknisbústaðarmállð. Læknissetur fyrir Úthjerað var þá um tíma á Borgarfirði, en var síðar flutt aö Hjaltastað. Yfirleitt var hann mjög viðriðinn öllfram- faramál Borgfirðinga á þeim tíma. Um 1920 fluttist Ólafur frá Borgarfiröi til Norðfjarðar. Höfðu Sameinuðu íslensku verslanirnar keypt eignir Qísla Hjálmarssonar og varð Ólafur þar verslunarstjóri. Kom Ólafur þar upp stórrekstri og bygði þar hin vönduðustu fiskihús hjer eystra. Á þessum ár- um var Ólafur einn aðalmaðurinn í stofnun íshúsfjelags Norðfirðinga. Um 1926 fluttist Ólafur að Viðey og tók við forstöðu Kárafjelags- ins. Fjelagiö var þá algerlega að þrotum komið en hjelt þó áfram starfsemi þar til um síðustu ára- mót. En þótt það stöðvaðist nú í hinum miklu allsherjarörðug- leikum, sem að öllum atvinnu- rekstri steðja, þá hafði þó fjelagiö bætt hag sinn stórlega þau ár sem Ólafur veitti því fofstöðu. Þótt aðalstarf Ólafs syðra væri vitanlega við Kárafjelagið, þá átti hann þó mörgum öðrum störfum að gegna og þá fyrst og fremst í þágu útgerðarinnar. Þannig er stofnun fisksölusambandsins verk Ólafs Qíslasonar, fremur en nokk- urs annars einstaks manns, og vita kunnugir að stofnun þess og viðgangur hefir mátt þrekvirki kallast. Ólafur var einn af stofnendum refaræktarfjelags íslands, og var þar um nýmæli að ræða í at- vinnurekstri hjer á landi. Meðan fslandsbankamálið stóð yfir 1930 gengust ýmsir kaup- sýslumenn fyrir því að safnað var fje til viðreisnar bankanum. Var Ólafur í fjársöfnunarnefndinni á- samt Eyjólfi Jóhannssyni fram- kvæmdarstj. Mjólkurfjelagsins og Guðmundi Ásbjörnssyni kaup- manni. Þeir fjelagar iögðu saman daga og nætur við verk sitt, enda varð þeim meira ágengt, en nokk- ur maöur hafði gert sjer í hugar- lund. Og má fullyrða að starf þeirra olli eigi litlu um þi stefnu- breyting, sem um málið varö inn- an þingsins. Ólafur kvæntist rúmlega tvítug- ur Jakobínu Davíösdóttur, Ketils- sonar, frá Akureyri, systur Jóns Davíðssonar á Fáskrúösfirði, hinni mestu ágætiskonu. Er nú tvöfald- ur harmur aö henni kveðinn því daginn eftir lát Ólafs, andaðist bróðursonur hennar, hinn efnilegi rithöfundur Davíð Þorvaldsson, er síðustu árin hafði dvaliö á heim- ili þeirra hjóna. þau hjónin eiga 7 börn á lífi, 3 syni og fjórar dætur. Er eista dóttir þeirra Mar- grjet á skrifstofu í Reykjavík. Syn- irnir tveir Gísli og Davíö við mentaskólanám. Hin börnin eru öll í heimahúsum og þrjú innan viö fermingu. Hjer hefir verið stuttlega rakinn æfiferill Ólafs Gíslasonarog raun- ar lítið um manninn sagL Jeg ætla aðeins að bæta við nokkr- um orðum. Það eru orðin æði- mörg ár síðan við Ólafur kynt- umst fyrst, en traust mitt ð Ólafi. vegna framúrskarandi dugnaðar og ósjerplægni, og ást míná honum, vegna drengskapar hans og mann- kosta, hefir farið vaxandi með hverjum degi sem jeg hef þekt hann. Ólafnr hafði engrar skólament- unar notið. Hann var þó ágætlega vel að sjer, talaði t. d. auk skandi- navisku málanna bsði ensku og frönsku. Hann leysti störf sín öll svo af hendi, að honum var jafn- an falið anuað vandasamara, er einu slepti. Ólafur var íslending- ur f húð og hár eins og ætthans bendir til. En hann hafði komist hjá þeim þjóðareinkennum íslend- inga, sem mest hafa staðið okkur fyrir þrifum, tómlætinu og fram- kvæmdaleysinu. Hann var sívak- andi, síkvikur, sístarfandi. Hann var skarpur í hugsun, snarráöur og gæddur þeim eldlega áhuga að einsdæmi má telja. f störfum hans var ekkert hik eða óþarfa dund. Þótt hann væri ekki heilsuhraust- ur, þá sópaði af honum starfsgleð- in og lífsþrótturinn, hvar sem hann fór. Hann vann verk sfn bæði skjótt og vel. Hann var ó- sjerhlífínn og hjálpfús og lausvið hroka og yfiriæti. Honum varð vel til starfsmanna og hann öðl- aðist ekki elnungis virðingu og traust heldur einnig vináttu þeirra sem honum kyntust. Jeg hef ástæðu til að trega Ólaf umfram flesta aðra menn. Og Áustfiröingar mega syrgja hann, sem einn af sínum allra nýtustu sonum. Nú er hann látinn, aðeins 43 ára gamall. Skarð hans er vandfyit. Árni Jónsson. Þistlar. —o— 1. Loks er lokið hinni harðvítugu deilu, sem staðið hefir nokkrar vikur útaf rekstri síldarbræðslu- stöðvar ríkisins á Siglufirði. Hefir áður verið skýrt hjer í blaðinu frá upphafi þeirrar deilu. En það var að verkamenn þeir, sem viö verk- smiðjuna vinna, lækkuðu kaup sitt allmikið frá því, er var í fyrra. Höfðu þeir þá haft um 600 kr. um mánuöinn, þar af rúman helm- ing i fast kaup, en hitt f eftirvinnu, naturvinnu og heigidagavinnu. En helgidagurinn var 50% lengri en annarsstaðar hjer á landi, eða 36 stundir. Stjórn verksmiðjunnar sýndi fram á að reksturinn gæti alic ekki staöist að óbreyttu kaup- gjaldi, og mjög tvísýnt mundi verða um afkomu fyrirtækisins, þótt sú kauplækkun fengist, sem fariö var fram á. 2. Verkamenn á Siglufirði, undir forustu Guðmundar Skarphjeðins- sonar, sem átti sæti f stjórn verk- smiðjunnar þangað til f vor, sporn- uðu við því, að samkomulag feng- ist um þaö kaupgjald, sem stjórn verksmiðjunnar þóttist bær að greiða. Út af þessu hófust deilur miklar milli Guðmundar Skarp- hjeðinssonar og Sveins Benedikts- sonar. Kom þar að lokum, aö Sveinn bar þær sakir á Guðmund, að hann hefði svikið skatt og skoraði á Guðmund að stefna sjer fyrir ummælin ef hann þyrði. Sama daginn, sem grein Sveins kom út, hvarf Guðmundur Skarp- hjeðinsson, og hefir ekkl síðan til hans spursf. 3. Flokksmenn Guömundar telja aö hann hafi fyrirfarið sjer, og það er helst á þeim að skilja, að Sveinn hafi orðið banamaður hans. Vafasamt er þó aö þessir sömu menn hefðu haldið því fram, að Guðmundur hefði drepiö Svein, ef Sveinn hefði skyndilega horflð eft- ir þær árásir, sem á hann voru gerðar. Það er eftirtektarvert, að málsvarar Framsóknar, Jafnaðar- manna og Kommúnista eru allir sammála um að fordæma Svein eins og einhvern ódæðismann á sviði fslenskrar blaðamensku. Og þó hafa þessir sömu menn sjer það til lífsuppeldis, að gera árásir á samborgara sína, oft úr skúma- skotum og undir dulnafnum. Er þetta svo aö skilja, að þegar þeir Jónas frá Hrlflu, Ólafur Friðriks- son og þeirra nótar, ráðast á and- stæðinga sína með þeim sakar- giftum, sera hendi eru næstar, þá sje það í þeim tilgangi gert, að þeir Mhverfi“? 4. Nú munu til eðlilegar skýringar á hvarfi Guðmundar Skarphjeð- inssonar og vinir Guðmundar ættu miklu fremur að halda þeim skýr- ingum á lofti, heldur en hinu, að hann hafi kosið að hverfa vegna árása Sveins. því hafi árás- irnar ekki átt við nein rök aö styðjast var Guðmundi innan handar að hreinsa sig af þeim og klekkja jafnframt á Sveini. Hitt, að hann hafi ráðið sjer bana, eins og flokksmenn hans halda fram, hlýtur að styrkja þann grun, að ekki hafi alt verið með feldu um skattaframtal hans. En ef til vill telja Jafnaðarmenn málið jafnað meö þvf, að Svelnn hefir nú sagt af sjer starfi sínu við Síldar- bræöslustöðina. 5. Austfiröingur er eitt þeirra sár- fáu íslensku blaða sem gert hefir aö umtalsefni lögiausa seðlaútgáfu

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.