Austfirðingur - 30.07.1932, Blaðsíða 2

Austfirðingur - 30.07.1932, Blaðsíða 2
2 AUSTFIRÐINK3UR Reynslan er ölýgnust I öllum málurum kemur saman um það, að allskonar málvörur frá A.s. Sadolin & Holmblad, Kaupmannahöfn, eru bestar. „Concret“ Cement-Emaille er máltegund, sem mála á meö allskonar steinsteypu. Styrkir steyp- una, endist vel, mjög áferðarfallegt, fæst í 16 litum. Nánari upplýsingar og notkunarreglur læt jeg í tje. Gísli JÓDSSOfl. Á Eiðamoti 1932. Nú Ijómar sól um breiðar Hjeraðsbygðir og blómum skrýðir fegurst sveitaval. Og fagurt glitra fjallatindar skyggðir og fossar kveða hátt í gljúfrasal. Þeir kveða um æskuþrótt og vorsins veldi, er vetrarísinn kalda sigrað fær. Og vorsins dísir verma sólareldi hvert vonarblóm, er móti geislum hlær. Þjer skólasystkin! Skjaldborg sterka myndum, og skelfumst ei, þótt sóknin verði hörö, í hjörtum vorum helga elda kyndum, sem haldi um Eiðaskóla traustan vörð. Hann æskuvonum verði griðastaður og vorsins gróðri best og tryggast skjól, og altaf byggi’ hann æskulýður glaður, er orni sjer við mannvits-bjarta sól. Þótt Surtarlogi brenni fagrar byggðir og brenni flest á þeirri hatursglóð, því gulli munu góðir staöir tryggðir, er geymum vjer í minninganna sjóð. Og er vjer seinna að Iðavelli finnumst vjer eflaust gullnar töflur finnum þar og æskudaga í Eiðaskóla minnumst, sem oss það gull í minjasjóði bar. Álfur. taldi skipstjóri sæmilega ganga, ef har.n kæmist leiðarsinnar á viku- tíma vegna íshindrana. Mikil mannaferð er nú um Grænland og stafar vafalaust mjög af deilum þeim, sem nú standa sem hæst milli Norðmanna og Danaumyfirráö Austur-Grænlands. Hafa Danir úti hvorki meira nje minna en 3 leiðangra á Austur- Grænlandi. Er Einar Mikkelsen nyrstur með lið sitt — fyrir norð- an Scoresbysund. Þá Lauge Koch mlIHScoresbysunds og Anmagsalik. En fyrir sunnan Anmagsalik er Knud Rasmussen með sinn leið- angur. Auk þess hafa ýmsar aðrar þjóðir gert út leiðangra til Græn- lands á þessu sumri, þar á meðal Frakkar. Og með Gcrtrud Rask voru tvennir leiðangrar, annar hollenskur en hinn enskur undir forustu Mr. Watkius. Watkins og fjelagar hans ætla að hafa vetrarsetu á Grænlandi um 100 enskra mílnafyrir norðan Anmagsalik. Hefir Watkins dval- ið þarna áður og er einhver á- hugasamasti frömuöur norður fiugleiðarinnar. Er hlutverk hans að athuga veðráttufar og önnur flugskilyröi norður þar og er för hans kostuð af ameriskum flugfje- lögum. Að þessu sinni voru 20 farþeg- ar með Gertrud Rask. Voru auk leiöangursmanna nokkrir Græn- lendingar meö skipinu, vjelamað- ur ásamt konu og börnum og tvær aðrar grænlenskar stúlkur, Sumt af þessu fólki hafði farið með skipinu frá Vesturströnd Grænlands til Hafnar til þess að komast til Scoresbysunds. Svo erfiðar eru nú samgöngurnar þarna. Dragnötaveiðar. Ríkisstjórnin hefir að ósk meiri hluta þingmanna gefiö út bráöa- birgðalög um dragnótaveiðar í landhelgi og konungur staðfest þau 6 júlí. Samkvæmt lögum þessum er heimilt að stunda dragnótaveiðar innan landhelgi á tímabilinu 15. júlí til 13 desember. Lögin gengu þegar í gildi, Stjórnarráðið setur reglugerð um það hver skuli vera möskva- stærð á dragnótum þeim, sem notaðar verða og lámarksstærð þess fisks, sem veiöa má. Sölusamband fslenskra fiskframleiðenda stofnað. Morgunblaðið frá 17. þ. m. skýrir svo frá: Unnið hefir verið að þvf undan- fariö, að koma á fastara skipu- lagi um sölu á saltfiski lands- manna en verið hefir, meö það fyrir augum, að stöðva hiö sfíall- andi verð á fiskinum og gera til- raun til að fá verðiö upp aftur. Hafa unnið að þessu í samein- ingu og með aðstoð bankanna þrjú stærstu útfiutningsfirmu lands- ins: Kveldúlfur, Fisksölusamlagið og Alliance. Árangurinn sf þessu starfi er sá, aö þessi þrjú stærstu útflutn- ingsfirmu hafa lagt niður sfna út- flutningsverslun og stöfnað fje- lagsskap, er nefnist „Sölusam- band íslenfkra fiskframleiðenda Kveldúlfur, Fisksölusamlagið og Aliance afhenda sölusambandinu allan þann fisk, er þau ráða yfir, en það er meginið af öllum fiski landsmanna. Jafnframt hafa verið gerðar ráðstafanir til þess, að aðrir fiskframleiðendur gangi einn- ig í sölusambandið af frjálsum vilja. — Hefir þegar verið leitað til margra framleiöenda og hafa þeir strax tjáð sig fúsa til að vera meö í samtökum þessum. Má því ganga út frá að Sölusambandið fái nú þegar umráð yfir öllum saltfiski landsmanna. Sölusambandið hefir falið 5 manna nefnd að annast sölu á fiskinum. í sölunefndinni eiga sæti: Richard Thors, formaður, Ólafur Proppé, Kristján Einarsson, og meðstjórnendur bankastjórar: — Magnús Sigurðsson, Helgi Guðrnundsson. Þetta eru þau voldugustu sam- tök, sem hjer hafa verið mynduð á frjálsum grundvelli. Og þess er að vænta að þetta stóraog djarfa spor veröi til þess, aö þoka fisk- verðinu upp, og um leiö að skapa tryggari grundvöll undir fiskfram- Ieiðslu landsmanna. Árangur sam- takanna viröist þegar sjáanlegur, þar sem fiskverðiö hefi? hækkað síðustu dagana. Ráðgert er, að hefja nú samn- ingaumleitanir við Norðmenn og Færeyinga. Tveir fulltrúar frá Norðmönnum eru væntanlegir hingaö í þessum mánuði til þess| að semja um kjöttollinn og önnur viðskiftamál þjóðanna. Á þeirri ráðstefnu verður vafalaust rætt um samvinnu í fisksölunni. — Sölusamband íslenskra fiskfram- leiðenda hefir skrifstofu hjer í Reykjavík f Ingólfshvoli (fyrstu hæð). Símnefni sölusambandsins er: Fisksölunefndin. — ðtflutningur fslenskra afurða. Samkvæmt skýrslu gengfenefnd- ar hefir útflutningur fyrra helming þessa árs numið kr. 17.598.980 og er þaö kr. 280.710 meira held- ur en á sama tíma í fyrra. En útkoman verður ekki svona glæsi- leg þegar litið er á vörumagn þaö, sem flutt hefir verið ör landi. Af verkuöum saltfiski hefir verið flutt út 6.651.280 kg. meira held- ur en í fyrra, 2x/a milj. kg. meira af óverkuðum fiski, 4200 tn. meira af síld, 900 þús. kg. meira af lýsi, 700 þús. kg. meira af sfldarolíu, 434.500 kg. af síidarmjöli, 140 þús. kg. meira af fiskbeinum, 265.701 kg. meira af frystu kjöti, 3600 tn. meira af saltkjöti, 1368 kg. meira af prjónlesi, 8371 sút- aðri gæru fleira, 203 refabelgjum fleira og 14.000 rotuðum skinnum fleira. Að vísu hefir verið flutt minna út af nokkrum vörutegundum, svo sem 1000 kg. af hreinsuðum görnum, 355.456 kg. af ull, um 78 þús. af söltuðum gærum og 28.500 kg. af söltuðum skinnum. En þetta vegur hvergi nándar nærri upp á móti hinu. Alls hefir útflutningurinn orðiö 2 milj. króna minni heldur en á sama tíma 1930 og nær 4 milj. kr. minni heldur en 1929. Samþykt læknafundar. Á aðalfundi Læknafjelags ís- lands, sem haldinn var nýlega í Reykjavík var samþykt eftirfarandi áskoruh: MAðaIfundur Læknafjelags ís- lands 19321ítursvo á, að forstaða hins nýja spítala á Kleppi sje ó- viðunandi, með þvf lagi, sem ver- ið hefir um tíma undanfarið, og fullnægi enganvegin þeim kröfum sem bæði læknar og almenningur hljóta að gera til stofnunarinnar. Fundurinn treystir heilbrigðisstjórn- inni til þes?, að ráða bót á þessu svo fljótt sem unt er og fá dr. med. Helga Tómasson til þess að taka við yfirlæknisstöðunni aftur“. Er þess að vænta að stjórnin verði fljótt við þessari áskorun. ■ Símskeyti frá frjettaritara Austf. f Rvík. Gronau kominn tii Montreal. Gronau flaug hjeðan á sunnu- daginn og er nú kominn til Montreal. Sjdmenn leigja togara. Sjómenn hafa leigt togarana Þorgeir Skorrageir og Draupni. Eru báðir farnir á sfldveiðar. Leigan er 160 krónur á dag. Norsku samningarnir byrjaðir. Norsku samningamennirnir And- ersen Ryst stórþingsmaður og Johannesen verslunarráð komu hingað með Lyru til að undirbúa verslunarsamninga við íslendinga. Af vorri hálfu eru fulltrúar ólafur Thors og Jón Árnason fram- kvæmdarstjóri. Fundir hófust í

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.