Austfirðingur - 09.08.1932, Síða 1

Austfirðingur - 09.08.1932, Síða 1
AUSTFIRÐINbUR 3. árgangur Seyöisfirði, ,,lieitir“ og „kaldir“ skólar. Er Eiðaskóii „kaldur“ skóli? Á að leggja hann niðnr? Það er margra mál að Austfirö- ingafjórðungur sje að dragast aft- ur úr öðrum landshlutum í ýms- um greinum. Til þessa liggja vit- anlega margar orsakir. Náttúran hefir að ýmsu ieyti verið ógjöf- ulli á þessum slóðum en víðast hvar ella á landi hjer. Og „manna- völdin", stjórn og þing, hafaeinn- ig verið ógjöfulli við þennan iandshluta en alla hina. Má þetta þó merkilegt heita, þar sem Aust- firðingar hafa öðrum landsmönn- um fremur verið „gjöfulir" um liðsinni og styrk til handa þeirrar stjórnar, sem að völdum sat, þegar gullstraumurinn flóði eins og á f leysingu til hinna mjögtal- ðndi furðuverka um land alt. Er að vísu fánýtt í því sambandi, seni hjer um ræðir, að sakastum þessa hluti, þótt á þetta sje bent. Austfirðingar eiga aðeins eina menningarstofnun, sem nokkra verulega sögu á að baki — Eiða- skólann. Á næsta ári er hálf öld Hðin frá stofnun þess skóla. Allan þennan tíma hefir skólinn rækt hlutverk sitt svo, að Austfirðingar og aðrir, sem hann hafa sótt, bera til hans hlýjan hug. Alt fram til ársins 1919 var Eiðaskóli búnaðarskóli. En á því ári vár skólanum breytt í alþýðuskóla. Er Elðaskóli þannigelsti, fuilkomni al- þýðuskóllnn hjer á landi. Nú þegar líður að hálfrar aldar afmæli þessarar stofnunar berast þau tíðindi að viö borð liggi, að skólinn verði lagður niður, að minsta kosti um stundarsakir, á komandi hausti. Fylgir það sög- unni, að í ráöi sje að flytja kenn- aralið skólans um set, og aö því aðeins sje von um að skólinn taki til starfa að nýju haustið 1933, að ekki liggi fyrir færri umsóknir en 20 um vist í skól- anum. Vitanlega er þetta ein af kreppu- ráðstöfunum núverandi stjórnar, og er í rauninni ekki hægt að á- fellast hana fyrir að vilja spara hið mikla fje, sem til skólahalds- ins fer, ef þeir sem skólans eiga að njóta, sýna um hann hið sama tóm- !«ti, sem verið hefir síðustu ðrin. Vandræði Eiðaskólans, sem kalla mætti Eiöakreppuna, eiga sjer eina meginorsök. Sú megin- orsök er hvorki, að Austfirðingar láti sjer minna um almenna ment- un barna sinna en aðrir menn, nje heldur að Eiðaskólinn standi að baki öðrum alþýðuskóluns landsins. Eiðakreppan er verk fyr- verandi stjórnar. Hjer í blaðinu hef- ir áður verið bent á það, aö með hinni fáránlegu auglýsingastarfsami sem rekin hefir verið til framdrátt- ar sumum hinna „heitu“ skóla í iandinu, væri verið að vega að hinum skólunum, sem við óhag- stæðari náttúruskilyrði eiga að búa. Mentamálaráðherrann fyrverandi stofnaði til svo óheilbrigðrar sam- kepni milli alþýðuskóla landsins, að til vandræða hlaut að leiða. Honum hafði verið legið á hálsi fyrir það hvernig stofnun Lauga- vatnsskólans bar aö. Til þess að berja niður þá gagnrýni hefir hann síðan haldið fram yfirburöum þess skóla meö þeirri ágengni, aö dug- andi kaupsýslumenn hefðu vel mátt taka hann til fyrirmyndar um auglýsingastarfsemi sína. Afleið- ingin af því gumi hefir orðið sú, að mentafús æska um land alt hefir fengið glýju í augum, hlaup- ið fram hjá mentastofnunum ná- grennisins, óöfús í Laugavatns- dýrðina. Það eru slagorð Jónasar Jónssonar um „heitu“ og „köldu" skólana, sem nú eru að þvf kom- in að ríða fimtugri mentastofnun Austfirðinga að fullu. Nú er það svo, að ekki verður lítið gert úr þeim hlunnindum, sem jaröhitinn veitir um rekstur skólanna. En það að kalla skól- ana „heita“ fyrir það eitt, að þeir eru hitaðir jarðhita en ekki kola, er eitthvert það yfirborðslegasta „auglýsingafiff" sem sjest hefir. Þegar um er aö ræða hvort skóli sje „heitur" eða „kaldur“, kemur alt annað til greina en upphitun skólahússins. Þá kemur fyrst og fremst til greina sú per- sónulega hlýja, sem stafar frá þeim mönnum, sem hafa á hendi forrðð skólans og kenslu í honum. Ef Austfirðingar hefðu gert sjer þessi sannindi Ijós, þá hefðu þelr vissulega ekki skágengiö Eiða- skólann, svo sem raun hofir á orðiö. Hversu mikið auglýsingastarf- semin hefir áorkað, sjest best á því að síðastliöinn vetur fóru ekki færri en 15 nemendur ( Lauga- vatnsskólann af starfssvæði Eiðaskólans. Auk þess fóru allmargir nemendur 9. ágúst 1932 hjeðan að austan í aðra alþýðu- skóla t. d. Laugaskólann, svo aö fullyrða má, að ekki hafi færri en 20 nemendur sótt á alþýðu- skóla út fyrir fjórðunginn, þ. a. s. ekki lægri tala en sú, sem stjórn- in gerir ráð fyrir, ef skólanum á aö verða fram haldið. Með þessu er þá sýnt að Aust- firðingar hafa nægilegan „mann- afla“ til þess að fylla skóla sinn, ef þeir komast til skilnings á því, aö hann er ekki „kaldari“, heldur þvert á móti „heitari" en flestir eða allir alþýðuskólar landsins, í þeim efnum sem máli skifta. Jeg hefi nýlega fengið brjef frá mjög merkum manni á Hjeraöi nákunnugum Eiðaskóla, um skóla- Kfið og alian anda stofnunarinnar undir handleiðslu sjera Jakobs Kristinssonar. Honum farast orð á þessa leið: „Ef jeg ætti aö lýsa einkunnum Eiöaskólans undir handleiðslu sjera Jakobs, þá mundi jeg ?í fyrsta lagi benda á hreinlætl og hreinskilni, sem aðalþáttinn í dag- legu lífi skólans. Skólalífið er á þann veg, að alt sem er ljótt og óhreint, undirförult og óhreínt, verður að lúta og láta undan. Það þolir ekki til lengdar þá birtu og þá opnu hlýju, sem skólastjóranum fylgir og umhverf- is hann sveimar. Þó er með öllu laust við til- gerð og hverskonar uppgerö. Enda eru þeir hlutir Hka algeng- astir í fari þeirra sem margtþurfa að dylja. Um viðkvsma hluti, svo sem trúmál og ástir er talað blátt áfftm. Ef ágreiningur á sjer stað, er um hann rætt af djörf- ung og drengskap. Hreinlæti og látlaus smekkvfsi kemur einnig fram í allri ytri umgengni. Á hús- freyjan sinn góða þátt í því. Um- gengni um hús og muni skólans er að öllu hin prýðilegasta. Skyldurækni og reglusemi er svo sem frekast verður ákosið. Er þess krafist jafnt af kennaraliði sem nemendum, að allir geriþað, sem með sanngirni má teljast skylda hvers um sig. Þó er engan vegin svo aö nokkur þyngsli eða drungi hvíli yfir skólalífinu. Þaö er þvert á móti lögð hin mesta stund á hófsama glaöværð. ( allri stjórn skólans lýsir sjer skilningur á gildi þessa uppeldis- máttar, sem náttúran veitir sjálf. Útivist, útiíþróttir og hverskonar líkamsment er stundað af kappi. Virðing fyrir æskunni og upp- lagi og sjereinkennum hvers eins kemur fram í öllu starfi skóla- stjóra og kennara. Fullkominnar reglusemi, og orðheldni og sann- 25. tölublað sýni í fjármálum er krafist af öll- um sem skólann sækja. Og að endingu þaö sem þó heföi átt aö vera fyrst: göfugar og fjölhæfar gdfur, vídtœk og traust mentun, en þó sjerstaklega dsköpuð snilli samfara hlýrri en jafnframt karlmannlegri mannást fakobs sjálfs, hljóta að gera skóla hans sannan fyrirmyndar- skóla. Fyrirlestrarnir sumir eru dýr- gripir öllum sem eyru hafa að hlýöa". Eftir þessa lýsingu nákunnugs manns veröur erfitt að koma mönnum til að trúa því að Eiða- skólinn sje „kaldur" skóli! Sjera Jakob hefir verið mjög heppinn með kennara við skólann, svo að fullyrða má, aö enginn al- þýðuskóli á landinu hefir betra kennaraiiði á að skipa. En Eiðaskólinn er ekki einung- is skóli í þrengstu merkingu. Hann er menningarsetur Austfirðinga- fjórðungs. Á hverju ári eru höfð þar íþróttanámskeið. Og vetur hvern eru haldin þar almenn námskeið. Þangað sækja menn úr öllum hreppum FJjótsdalshjer- aðs og einnig ör fjarlægari hjer- uðum. Ber öllum þeim sem nám- skeiðin hafa sókt, saman um að þau sjeu sannkðlluö „sæluvika" Austfirðinga. Ef skólinn legðist niður, þá færi ekki einungis sú aeska, sem akki er þess umkomin að sækja skóla til fjarlægri staða, á mis við þá.mentun, sem skól- inn Iætur í tje, heldur yrði allur almenningur hjer eystra sviftur þeim menningaráhrifum, sem skap- ast kringum slíka stofnun. Eiðaskólinn er á köldum stað. En staðurinn er ekki kaldari en Hólar í Hjaltadal og Skálholt í Biskupstungum, sem um aldaraðir voru menningarsetur landsmanna. Það er óþarfi aö fjölyrða um það, hve miklu dýrara og erfiðara þaö er fyrir Austfirðinga að sækja skóla í fjarlægari hjeruð. Og þaö ætti ekki að þurfa að fjölyrða um það hvílík höfuðsmán það væri Austfirðingum, ef skólinn legðist niður fyrir skilningsleysi og tömlæti þelrra sjálfra. Á Eiöum hefir verið reist hin veglegasta bygging. Láta mun nærri að skólahúsið ásamt útihúsum muni kosta 200 þús. krónur. Ef svo færi að Austfirð- ingar afræktu þennan skóla, svo að til auðnar Ieiddi, yrði vissulega örðugra að sækja á um fjárveit- ingar til allra framkvæmda hjer eystra. Það mundi með rjettu verða bent á Eiðaskólann, sem talandi tákn þess, að við kynnum ekki gott að þiggja. • Jeg álít það sjerstakt happ fyrir

x

Austfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.