Austfirðingur - 09.08.1932, Blaðsíða 3

Austfirðingur - 09.08.1932, Blaðsíða 3
AUSTFIRÖINQUR 3 Húsmæðraskólinn á Hallormsstað Að kvöldi hins 9. hjelt Kven- fjelag Vallahrepps fundarkonum veglegt samsæti og var ríkulega veitt. Ræðuhöld voru mikil og söngur á milli, og ríkti fjör og gleði yfir samkomunni. Veisluna sátu einnig húsbóndinn á Hall- ormsstað, B. G. Blöndal, og Gutt- ormur Pálsson á Hallormsstað. Talaði sá fyrnefndi sjerstaklega til Seyöisfjarðarkvennanna og þakk- aði þeim ágæta fundarsókn, þrátt fyrir erfiða aðstöðu. Guttormur mælti fyrir minni kvenna. Veiga- mestu ræðuna hjelt, sem vænta mátti, frú Sigrún Blöndal, er þakk- aöi öllum fundarkonum komuna og mintist sjerstaklega heiðurs- gesta fundarins. — Fjöldi fundar- kvenna tóku til máls og þökkuðu hinar ágætu viðtökur. Stóð sam- sætið með glaum og gleði langt fram á nótt. Næsta morgun, hinn 10. f. m., var fundinum slitið og fundarkon- ur hjeldu heimleiðis, glaðar í skapi og ánægðar yfir að hafa fengið að dvelja svo lengi á þessum yndis- fagra stað, sem nú er setinn sem best má verða, og sem á að verða „gróðrarstöð" hinnar uppvaxandi kynslóðar austfirskra kvenna, — heimili, þar sem kensla og starf er bygt á sann-þjóðlegum grund- velli og mótaö af hugsjónum þeim, sem eru göfugastar og hollastar æsku þessa lands. I. S. Þistlar. —o— 1. Eigi vita menn gerla hver ætlun fundarboöenda var með Egilsstaða- fundinum. Varla hefir það verið aðaltilgangurinn, að sýna Gísla Tímaritstjóra. Ef byggja má nokk- uð á orðum Sveins gamla í Firði, var fundartilefnið einkum þaö, að ræða kjördæmamálið. A þeim um- ræðum, sem um það mál fóru fram, vanst sá fróðleikur, aö Fram- sókn er margklofin í málinu, jafn- vel svo að þeim sýndist sitt hvað Sveini gamla og Páli Hermanns- syni. Hjelt karl þvl fram, að mál- ið mundi ekki leysast bráðlega, en Páll bjóst við að það fengi lausn á næsta þingi. 2. Það er ákaflega gaman að heyra Svein í Firði tala um kjördæma- málið. Á Egilsstaðafundinum sagöi hann að hvergi f nágrannalöndun- um þektist það, að kosningarjett- urinn væri jafn. Enda væri það viðurkent, að borgirnar mættu ekki hafa jafnan rjett á við þá, sem í dreifbýlinu byggju. Þegar þessar firrur voru reknar ofan í Svein, tók hann því ofurrólega og reyndi ekki að bera hönd fyrir höfuð sjer. Sveinn vildi að ,bestu mennirnir rjeðu“ og hjelt víst að þetta væri alveg sjerstök krafa, sem enginn hefði fram að bera nema hann sjálfur. 3. AÖal „argument" Sveins gamla Á komandi hausti byrjar Hús- mæðraskólinn á Hallormsstað 3. skólaár sitt. Fyrra árs nemendur byrja nám fyrsta vetrardag, en nemendur, sem voru í skólanum í fyrra, koma til náms 15. sept. og taka þátt í ýmsum haustverk- um: Niðuisuðu, matjurtameðferð of fl. Nemendur úr báðum flokk- um enda skólagöngu 1. maí. í skólanum er fyrra árið kent ýmislegt af bóklegum námsgrein- um, og handavinna (vefnaður og saumaskapur), en síðara árið mat- reiðsla, nokkur bókleg fræði og nokkur handavinna. Próf og sýningar hafa vreið prýðileg, alt ber vott um að kensl- an er góð. Skólastaöurinn er yndislegur. Skólabyggingin stendur í dalverpi uppi við skóginn og er þar gott skjól fyrir öllum vindum, og út- sýni fagurt yfir fljótið. Austfirðingar hafa mikinn hug á að kvennaskóli þeirra vaxi og dafni. Það sýna fjárframlög þeirra til skólans í fyrstu: Sýslufjelögin, Kaupfjelag Hjeraösbúa, Búnaðar- samband Austurlands og mörg einstök fjelög, ekki síst kvenfje- lögin, hafa lagt drfúgau skerf til þess, að skólinn mætti rísa upp á í kjördæmamálinu voru þau, að „ölhúsdrabbarnir" og „ljetlúðar- drósirnar" í Reykjavík væri ails ekki fært um að hafa kosningar- rjett á við aðra Iandsmenn. Fóru ræður Sveins mjög í sömu átt og ræöur Framsóknarmanna yfir- leitt fyrir síðustu kosningar. En Sveini var bent á að Fram- sóknaríiokkurinn hefði að undan- skildum einum manni (H. St.) bor- ið fram tillögu um að fjölga þing- sætum í Reykjavík um helming. Svo að eftir því væri flokknum í mun að „ölhúsdrabbararnir“ og „Ijettúðardrósirnar" hefðu tvö- faldan kosningarjett á við það, sem nú gildir. 4. Páll Hermannsson gaf æöi dap- urlega lýsingu á störfum síðasta þings. Sagði hann berum orðum að „þingið hefði orðið sjer til skammar“. Þegar tillit er tekið til þess, að Framsóknarflokkurinn hefir 23 þingmenn af 42, ræöur forsetavali bæði í deildum og sam- einuðu þingi, og hefir meirihluta í öllum nefndum, verður ekki sagt að Páll hafi beinlínis slegið flokki sínum gullhamra. En Páll hefir minni óbeit á sannleikanum en margir flokksbræðra hans. 5. Ekki taldi Páll það „beina fjar- stæðu“, að gera kosningarjettinn jafnan, en hann taldi það ekki heppilegt. Lausn málsins á næsta þingi, sem Páll talaöi um, getur þó ekki þýtt annað en að kosn- ingarjetturinn verði jafn. Annars hafði Páll það sem röksemd í kjördæmamálinu, að hann þekti heimili í Reykjavfk, þar sem þessum merka og fagra staö. — Sfðast en ekki síst má geta þess, til verðugs lofs, að kvenfjelög í nokkrum hreppum Austurlands hafa boðist til að hjálpa fátækum stúlkum til náms í skólanum á komandi vetri, með því að styrkja þær að nokkru, eða lána þeim fje. Það á sjerstaklega vel viö, að konurnar slái skjaldbðrg um skóla sína á þessum örðugu tímum; með því vinna nær almenningi margfalt gagn, bæði beinlínis og óbeinlínis. Þetta tiltæki austfirsku fjelaganna er eftirbreytnisvert, fleiri kvenfje- lög gætu gert slíkt hlö sama. Þá hafa íslendingar af austfirsku bergi brotnir vestan hafs sýnt þann manndóm, að leggja fram álitleg- an sjóö til styrktar namendum skólans. Var veitt úr honum í fyrsta sinn á síðastliðnum vetri. Nokkrir nemendur frá Hjeraðs- skólum og Gagnfræðaskólum hafa spurst fyrir um verklegt nám við skólann síðara árið (matreiðsluna), og mun skólinn gefa nokkrum nemendum, sem próf hafa frá þeim skólum kost á námi í síðari deild þennan vetur. Símstöð er á Hallormsstað. Halldóra Bjarnadóttir. kampavín væri drukkið ekki sjaldn- ar en bændur út um sveitir drykkju svart kaffi. Var Páli bent á að þarna hl/tu flokksbræður hans að eiga hlut að máli, því engum væri fremur en þeim trúandi til þess að fara svo bókstaflega að kenningu Jónasar Jónssonar um að íslendingar ættu að drekka Spánarvín eins og kaffi eða mjólk. 6. Sveinn á Egilsstöðum talaöi um kjördæmamálið og sagði sem rjett var, að Framsókn væri búin að rjetta litla fingurinnn í því máli, og þá væri altaf hætta á að hönd- in fylgdi á eftir. Þá þótti Sveini úrlausn síðasta þings um sam- steypustjórnina hin versta. Var Sveini bent á, að um þetta atriöi væri að sakast við þingmenn Múlasýslna beggja, því þeir hefðu allir sem einn maður greitt sam- steypustjórninni traustsyfirlýsingu f þinglokin. 7. Framsóknarmenn láta svo sem flokkur þeirra sje óklofinn og að alt sje í lagi. Þegar borin eru sam- an ummæli þeirra í kjördæmamál- inu, bæði Sveins í Firði og Páls Hermanssonar, sjest að í þessu stórmáli er æði mikill ágrein- ingur. En þó kemur klofningur berast í ljós, þegar athuguð er framkoma flokksins við aðalfor- ingja sinn, Jónas Jónsson. Eftir að Jónas haföi höfðað sakamál gegn Magnúsi Guðmundssyni, er „sökudólgurinn“ gerður aö dóms- málaráðherra og nálega öll Fram- sókn greiðir honum traust. Slíkur atburður á tæplega hliðstæðu í þingsögu nokkurs lands. AUSTFIRÐINGUR V i k u blaö Ritstjóri og ábyrgðarmaöur Árni Jónsson frá Múla. Sími nr. 70. Verð árgangsins 5 kr. Ofbeldi Siglfirðinga. Á laugardagsnóttina var kom Sveinn Benediktsson til Siglufjarö- ar. Áður en hann kom á fætur morguninn eftir ruddist hópur manna inn til hans, undir forustu Kristjáns nokkurs Sigurðssonar. Tilkyntu þeir Sveini, að samþykt sú, sem verkamenn gerðu á dög- unum þess efnis, aö Sveinn skyldi ekki fá að hafast við á Siglufirði, væri enn í gildi. Gáfu þeir Sveini frest þangaö til klukkan 9 um kvöldið, en þá átti hann að vera farinn burt af Siglufirði. Ekkisegir af orðaskiftum Sveins og manna þessara. En um Ieið og gestirnir fóru rjeðist einn þeirra á Svein liggjandi í rúminu ög greiddi hon- um nokkur hnefahögg á höfuðiö. Er nú Sveinn á Siglufirði um daginn og buðust margir til að ganga til liös við hann, ef of- beldismenn gerðu alvöru úr hót- unum sínum. En Sveinn afþakk- aði slíka liðveislu og kvaðst ekki vilja vandræði láta af komu sinni hljótast. Á laugardagskvöld kom Jóhann Guðmundsson, verkstjóri f síldar- bræðslunni til fundar viö Svein og tjáði honum að ekki mundi frekar aðgert þá um kvöldiö. Rjeð hann þó Sveini til að vera varan um sig, þvf urgur væri í mönnum og mundu ýmsir búnir til stór- ræða. Þakkaði Sveinn honum að- varanimar og skildu þeir með friði. En mjög skömmu eftir að Jó- hann skildi við Svein, gerist há- reysti mikil fyrir dyrum úti og er þar kominn mannsöfnuður miklll. Ráðast nokkrir menn inn til Sveins og eru fyrir þeim Kristján Sig- urðsson og Jóhann verkstjóri. Spyrja þeir Svein hvort hann vilji hverfa burtu af fúsum vilja, en er Sveinn neitti því, tóku þeir hann með valdi og höfðu með sjer nið- ur á bryggju. En lýðurinn fylgdi með ópum og illyrðum, og ljet hið ófriðlegasta. Varðssipið Óðinn lá á Siglu- fjarðarhöfn. Var nú báti skotiö fram og Sveinn fluttur út í skip- ið. Þegar þangað kom bauö skip- herra þeim Kristjáni og Jóhanni til uppgöngu ásamt Sveini, en sendi róðrarmann í land meö bát- inn. Spuröi skipherra nú þá fje- laga hverju sætti aðfarir þessar, og veittu þeir þau svör, að með þvf að dagur væri að kvöldi kominn, en helgidagur að morgni, þá gerðust liðsmenn þeirra í landi óðum mjög druknir, og vildu þeir

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.