Austfirðingur - 31.08.1932, Page 1

Austfirðingur - 31.08.1932, Page 1
3. árgangur Seyöisfiröi, 31. ágúst 1932 26. tðlublað Quðni J. Kristjánsson kaupmaður. 5. mars 1885—12. ágúst 1932. Innilegt þakklæti til allra þeirra, er auðsýndu oss samúð og hluttekníngu við fráfall og jarðarför okkar hjartkæra eigiamanns, föðurs og tengdaföðurs Pálma Pálmasonar, kaupmanns, Norðfirði. Norðfirðl, 20. ðgúst 1932. Úlöf Stefánsdóttir, börn og tengdabörn. Hinn 12. þ. m. andaöist á Vopnafirði Quðni J. Kristjánsson, kaupmaður. Hafði hann verið heilsuveill hin síðustu misseri. Á síðastliðnum vetri fór hann til Reykjavíkur til þess að leita sjer heilsubótar. Var hann þá um tveggja mánaða skeið á Lands- spítalanum, en hafði oftast fóta- vist. Ekki varð þó um bata að ræða. Og lítið mun hafa verið látið uppi um eðli sjúkleika hans. Hann mun þó sjálfur hafa rent fullkominn grun í hvað að fór, þótt hvorki hann nje aðrir byggj- ust viö, að dauöann bæri svo brátt aö sem raun varð á. Eftir að heim kom hafði hann alla umsjón með rekstri verslunar sinnar, og síðasta daginn sem hann lifði, hafði hann fótavist og varö þá ekki sjeð að nein breyt- ing væri á sjúkdómnum. En fyrri part nætur fjekk hann alt í einu áösvif, og var örendur að vörmu spori. Banameinið var hjartabilun. Quðni var fæddur 5. mars 1885 og varð því aðeins 47 ára gamall. Foreldrar hans voru Kristján Grímsson og kona hans Guðný Guðnadóttir. Voru þau hjónin fátæk og áttu fjölda barna. Var Guöni elstur þeirra. Skömmu eftir fermingaraldur rjeðst hann sem búðardrengur til Sigurd Johansen, sem þá var verslunarstjóri fyrir Jörgen Hansens verslun á Vopna- firði. Var sú verslun eign Louis Zöllners í Newcastle og gekk inn í hlutafjelagið Framtíðin, er það var stofnað 1907. En áriö 1922 gerðist Zöllner hluthafi í samein- uðu íslensku verslununum og keypti það fjelag þá allar eignir h.f. Framtíöin. Eins og kunnugt er urðu sameinuðu verslanirnar að hætta starfsemi nokkru síðar og árið 1926 keypti Guðni allar eignir fjelagsins á Vopnafirði. Og hafði hann þá veriö verslunarstjóri tvö síðustu árin. Haföi hann þann- ig starfað ósleitið við sömu versl- unina allan sinn aldur. Hin síðustu ár hafa veriö hin erfiðustu hverskonar atvinnurekstri, og varð auðvitað ekki komist hjá nokkrum skakkaföllum. En Guðni sýndi það þegar er hann byrjaði verslunarekstur sinn að hann var dugandi kaupsýslumað- ur. Hafði hann fylsta traust þeirra, sam viö hann skiftu, fór ekki lengra en honum var stætt og sýndi gætni og forsjálni í öllum rekstri sínum. Hygg jeg að fá fyrirtæki hjer eystra hafi betur varist ágjöfum hin síðustu kreppu- ár. Óráðið er sem stendur um áframhald verslunarinnar, en Bjarni Halldórsson, verslunarmað- ur á Akureyri hefir verið ráðinn til að veita henni forstööu til áramóta. Guðni kvæntist 1907 eftirlifandi ekkju sinni Þórunni Kristjánsdótt- ur (Árnasonar, er síðast bjó í Siðrivíkj hinni mestu ágætiskonu. Ekki varð þeim hjónum barna auðið, en tvö börn tóku þau til fósturs, systurson Guðna, sem nú er 18 ára og stúlku, sem nú er 13 ára að aldri. Eru þau börn- in hin mannvænlegustu. Heimili þeirra hjóna var jafnan til fyrir- myndar um reglusemi, háttprýði og góðgerðasemi. Ættmönnum sínum og vandamönnum reyndist Guðni svo sem best mátti veröa Þau átta ár sem jeg var versl- unarstjóri á Vopnafirði var Guðni bókhaldari við verslunina. Minnist jeg samvinnunnar vid hann alla daga með óblandinni þakklátssemi. Hjelst og vinátta okkar jafnan síðan. Tvö seinustu sumurin hafa drengir okkar hjónanna dvaliö á heimili þeirra Guðna og Þór- unnar og hefir verið svo að þeim hlúið að ekki veröur betur á kosið. Jafnframt verslun sinni hafði Guðni búrekstur eigi alllítinn seinni árin og hafði hann tekið allmikið land til ræktunar við kauptúnið og lagt í það stórfje. Hann hafði einnig útgerð til skamms tíma og þegar stofnuð var deild úr fiski- fjelaginu á Vopnafirði var Guðni valinn formaður hennar og hefir veriö það sföan. Hafði hann á hendi umsjón með fisksölu Vopn- firðinga hin síðustu ár. Annars hliðraði hann sjer mjög hjá opin- berum störfum, en hafði þó til þess hæfileika fremur mörgum öðrum, sem meiri framgirni sýna. En hann var að eðlisfari hæglát- ur, og laus við að viljatrana sjer fram eða láta á sjer bera. Asynd- um var Guðni mesti fríðleiksmað- ur, hár veksti, og liðlegur f hreyf- ingutn, enda fimleikamaður með afbrigðum á yngri árum. Hann var hagleiksmaður mesti og ljek alt í höndum hans, músíkalskur og Ijek nokkuö á hljóðfæri. Um hverskonar verslunarstörf var hon- um mjög sýnt, bókhaldari ágætur og skrifaði svo fagra hönd, að fágætt er. Var hinu mesti snyrti- bragur á öllu, sem hann lagði hönd að. Hann var fálátur í marg- menni, en glaðvær og skemtinn í sinn hóp. í daglegri umgengni var hann kurteis og alúðlegur og hið mesta prúömenni. Jaröarför Guðna fór fram þriðjudaginn 23. þ. m. Var jarð- arförin sú fjölmennasta ogvegleg- asta sem verið hefir á Vopnafirði á síðustu árum. Frá öllum heim- ilum í kauptúninu og nálega öll- um heimilum sveitarinnar komu menn til að fylgja honum til hinstu hvíldar. Var fölskvalaus söknuður í brjósti hvers manns og innileg samúð með eftirlátinni ekkju hans og vandamönnum. Guöni hafði alist upp í fátækt á Vopnafirði, en. var orðinn ein helsta stoð sveitarinnar. Höfðu menn vænst hins besta af áfram- haldandi starfsemi hans. Þykir því að vonum orðiö hið mesta skarð við hið skyndilega fráfall hans á besta starfsaldri. Hann er kvadd- ur með almennum söknuöi og þakklátum endurminningum þeirra sem þektu hann best. A. J. Fundargjord. Aðalfundur Prestafjelags Austur- lands var háður á Eiðum dagana 18. og 19. ágúst 1932. Mættir voru þessir prestar. Prófastur sra Jakob Einarsson Hofi sra V. Ingvar Sigurðsson Desjar- mýri, sra Sigurjón Jónsson Kirkju- bæ, sra Sigurður Þórðarson Valla- nesi, sra Jakob Jónsson Norð- firði, sra Sveinn Víkingur, Dverga- steini, ennfremur sra Jakob Krist- insson skólastjóri á Eiðum er gekk í fjelagið. Cand. theol Þórarinn Þórarins- son Valþjófsstað og sra Árni Sig- urðsson fríkirkjuprestur Rvík er var fulltrúi Prestafjelags íslands. Fundurinn hófst með guðsþjón- ustu, þar sem próf. sra Jakob Einarsson þjónaði fyrir altari en sra Sveinn Víkingur flutti prjedik- un út af 1. kor. 13.2. Að lokinnl guðsþjónustu settf formaður fjeJ. sra Jakob Jónsson fundinn, og mintist hinna látnu prófasta sra Einars Jónssonar Hofi og sra Jóns Guðmundsson- ar Norðfirði. Ennfremur gat hann þess að sra Jón Finnsson hefði látið af prestsakap og væri fluttur af fjelagssvæðinu. Vottuðu fundar- menn þessum mönnum virðingu og samúð með því að standa upp. Þá bar sra Árni Sigurðsson fundinum kveðjur og árnaðarósk- ir frá formanni Prestafjelags ís- lands vígslubiskupi próf. S. P. Sivertsen. Þá varð fundarhlje. Kl. 5 e. h. var fundur settur á ný og tilnefndir fundarritarar þeir cand. theol Þórarinn Þórarinsson og sra Sveinn Víkingur. Var þá gengiö til dagskrár. 1. Helgisiöamál. Málshefjendur Þórarinn Þórar- insson og sra Árni Sigurðsson. Flutti hinn fyrrnefndi einkarfróð- legt erindi um helgiathafnir (kultus) yfirleitt og þýöingu þeirra fyrir trúarlífið. Taldi helgisiðina ekki síður mikilsverðan þátt guðsþjón- ustunriar en prjedikunina, ogheföi þeim þætti til þessa verið alt of lítill gaumur gefinn af íslenskum prestum. Næstur hóf máls sra Árni Sigurðsson og sagði frá störfum handbókarnefndar, og þeim helstu breytingum, er hún hefir lagt til að gjörðar veröi á helgisiðum kirkjunnar. Nokkrar umræður urðu um málið, en meö því að fulltrúi prestafjelagsins lýsti yfir því að tillögur handbókarnefndar mundu verða sendar prestunum til um- sagnar og athugunar bráðlega, var engin ályktun gjörð á málinu. 2. Undirbúningur prestsstarfsins. Málshefjandi sra Sveinn Vík- ingur. Leit hann svo á að undirbún- ingi prestaefna undir starf sitt væri í ýmsu ábótavant, of mikil áhersla lögð á hina guðfræðilegu hliö í samanburði við þá praktisku. Lagði hann til að kandidatsprófin yrðu framvegis tvö 1. Guðfræðipróf, er gæfi rjett til prófessorsembætta í guðfræöi og 2. kennimannlegt próí (próf í ræðugjörð, messu- flutningi barnaspurningum, sál- gæslu og uppeldissálarfræöi) er guðfræöikandidat þyrfti að stand- ast sjerstaklega til þess að öðlast rjett til piestsembættis. Ennfremur lagði málshefjandi til að lög um aðstoðarpresta yrðu

x

Austfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.