Austfirðingur - 31.08.1932, Blaðsíða 3

Austfirðingur - 31.08.1932, Blaðsíða 3
AUSTFIR&INdUR 3 Tilkynning tilallraíslendinp,nær.>íjær I linvir, RAVin kaffibætir, sem undanfarin 60 ár hefir ver- LU liVIU UMvlU ið notaður, svo aö segja eingöngu, hjer á landi, fæst nú ioksins aftur viðstöðulaust. Er kaffibætirinn nú framleiddur í hinni nýju verksmiðju okkar hjer í Reykjavík nákvæmlega á sama hátt og LUDVIG DAVID kaffibætir hefir áður veriö framleiddur, og sem enginn annar kaffibætir, hvorki útlendur nje innlendur, hefir getað kept vlð að þvf er gæði snertir. Við höfum yfirtekið af hinni erlendu verksmiðju vörumerkið kvörn- ina, sem er þekt og viðurkent merki um heim allan, og ennfremur nafnið LUDVIG DAVID. Er verksmiðja okkar al-íslenskt fyrirtæki, einkafyrirtæki okkar, og eiga engir aðrir þar hlut í, hvorki útlendir nje innlendir. Við starfrækslu verksmiðjunnar eru eingöngu íslendingar, að ein- um manni undanskildum, sem er óumflýjanlegt að starfi í verk- smiöjunni, þar til landinn hefir Iært listina að framleiöa hinn eina rjetta LUDVIG DAVID kaffibæti, sem enginn getur án verið, sem einu sinni reynt hefir. LUDVIG DAVID kaffibætir fæst í öllum betri matvöruverslunum landsins, og er veröið stórlækkað eftir að hin innlenda framlefðsla kom á markaðinn. Kaffibætisverksmiðja O. JOHNSON & KAABER Iandinu í mælikvarðanum 1:250.000 í 9 kortum. Fjöldi manna vinna að þessum mælingum. í flokki þeim, sem var á Skjöldólfsstöðum voru auk forstjórans tveir danskir hermenn og tveir íslenskir fylgdarmenn. Höfðu þeir um 20 hesta undir flutning. Auk þess var f för með þeim Vernharður Þorsteinsson cand. phil, sem vinnur að ýmsu undirbúningsstarfi fyrir mælingarn- ar og hefir haft það starf á hendi nú um nokkurra ára skeið. Skemtisamkoma í Fljótsdai. Sunnudaginn 7. þ. m. var hald- in skemtun í fundarhúsi Fljóts- dæla hjá Valþjófsstað. Gekst ung- mannafjelag Fljótsdæla fyrir sam- komunni. Veöur var hið besta og var skemtunin ágætlega sótt, ekki einungis af innansveitarmönnum, heldur og allmörgum utansveitar. Einar Sv. Magnússon á Val- þjófsstað setti samkomuna og stjórnaði henni. Samkoman var mjög fjölbreytt. En það sem mesta athygli vakti var það, að tveir fljótsdælskir söngflokkar komu þarna fram og leystu hlut- verk sín af hendi hvor um sig af mesta sóma. Annað er 10 manna karlakór, sem starfað hefir nokk- ur ár undir stjórn Frímanns Jóns- sonar frá Bessastöðum. Hitt var blandaður kór, 18 manna, sem stofnaður var í sumar. Er það sjerstaklega eftirtektarvert, að í þessari einu sveit skuli geta kom- ið fram tveir góðir söngflokkar, og þó skuli enginn af söngmönn- unum vera nema í öðrum flokkn- um. Er mjer ekki kunnugt um að utan Fljótsdals sjeu starfandi söng- íjetög í nokkurri sveit hjer ð Austurlandi. Mætti þó ótrúlegt heita að ekki væri víðar söng- kraftar fyrir hendi, ef nægilegur áhugi væri og framtakssemi að hrinda slíkri starfsemi af stað. Annars er það svo, að þetta ó- venjulega sönglíf í Fljótsdal hefir dafnað í sumar af alveg sjerstök- um ástæðum. Sfðan f vor hefir Theodór Árnason fiðluleikari dval- ið á Brekku. Hefir hann æft og stjórnaö báðum flokkunum og sýnt svo mikinn dugnað og ó- sjerplægni í því starfi að einstakt má heita. Er hann nú á förúm heim til sín og hjeldu Fljótsdæl- ingar honum afarfjölment sam- sæti á sunnudaginn var(14. þ. m.). Á samkomunni ljek Theodór Árnason á fiðlu og var gerður mjög góður rómur að Ieik hans. Sjera Árni Sigurðsson, sem dvelur hjá tengdafólki sínu á Valþjófsstað söng ásamt Öiafi Magnússyni nokkra tvísöngva. Jón Kjerúlf frá Húsum las upp nokkur frumsam- in kvæði og Þórarinn yngri á Valþjófsstað flutti snjalt erindi. Yfirleitt má um samkomu þessa segja aö hún var vafalaust einhver sú fjölbreyttasta að því er skemti- atriði snerti, sem þekst hefir hjer eystra og er öllum sem að henni stóðu til mesta sóma. Er það ánægjulegt mjög að menn skuli geta komið saman og glaðst við jafn göfuga skemtun sem þarna var á boðstólum. Munu allir hafa þaðan farið með hinar bestu end- urminningar. Eru slfk mót tilþess Þeir Seyðfirðingar, sem óska að fá kjðt og aðrar afurðir af dilkum ai Jökuldal, eru beðuir að gera pant- anir sínar fyrir 15. september til Halldórs Jónssonar Skaítfelli. Matsala á Eiðum. Með því að fæðískostnaður í Matarfjelagi Eiðaskóla hefir löng- um orðið meiri en góðu hófi þykir gegna, hefir undirritaður ákveð- ið að bjóða út fæðissölu nemanda næsta vetur. Þeir, sem kynnu að vilja taka að sjer fæðissöluna, geri svo vel að senda undirrituðum fyrir þann 31. þ. m., skriflegt tilboð um það, hve ódýrt þeir treystist til að selja dagfæði karla og kvenna. Eldhús, borðstofa og geymsla í kjallara yröi frítt til afnota fyrir fæðissala. Allar nánari upplýsingar lætur undirritaður f tje. Eiöum, 7. ágúst'1932. Jakob Kristinsson. Nokkrir piltar og stúlkur, sem kynnu að hafa hug á því, að ganga í Eiðaskóla næsta vetur, geta fengið fæði hjá undirrituðum gegn því, að greiða það með vinnu næsta sumar. Þeir, sem boði þessu vilja sinna, geri undirrituðum, sem lætur nánari upplýsingar í tje, aðvart fyrir 15. september n. k. Eiðum, 11. ágúst 1932. Páli Hermannsson. fallin að eyða búsáhyggjum og kreppuhug, og því hin gagnleg- ustu. Mega aörar sveitir hjer eystra vissulega taka Fljótsdæli sjer til fyrirmyndar að því er fjelagslíf snertir og mannfagnað. Viðstaddur. Símskeyti frá frjettaritara Austf. í Rvík. Landskunnur vefari látinn. Hinn landskunni vefari Gunnar Hinriksson Ijest nýlega á elliheim- ilinu. 50 ára afmæii Akureyrarkaup- staðar var hátíðlegt haldið með tedrykkju. Hollenskir stúdentar við sveitavinnu. Um helgina fóru hjeðan 32 hollenskir stúdentar, sem stundað hafa heyvinnu víða um sveitir f sumar. Hafa þeir veriö matvinn- ungar og láta hið besta af dvöl sinni á (slandi. Lauge Koch minnist Seyðisfjarðar. Lauge Koch, Grænlandskönnuð- urinn frægi, flaug frá Scoresbysund á föstudag viö þriðja mann. Ætl- aði til Reykjavíkur. En fyrir Vest- urlandi hrepti hann ofviðri. Misti hann Ioftnet sitt í Faxaflóa en Ienti loks í Ijósaskiftunum heilu og höldnu við Akranes og kom til Reykjavlkur á laugardag. Hann lætur vel yfir vfsindaárangri leið- angursins, einkum landfræðilegum en segir íslaust svæði við Austur- Grænland minna en fyr var ætlað. í veislu hjá sendiherra Dana á mánudagskvöldið mintist hann þess sjerstaklega hve mikillar al- úðar og gestrisni hann hefði not- ið, er hann hefði komið við á Seyðisfirði á ferðum sínum und- anfarin ár. Maöur deyr af siysi í Vest- mannaeyjum. Hinn 25. þ. m. meiddist Einar Magnússon vjelamaöur tii dauða í Vestmannaeyjum, er karbiddunkur í vjelaverkstæði sprakk. Varspreng-

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.