Austfirðingur - 24.09.1932, Side 1

Austfirðingur - 24.09.1932, Side 1
3. árgangur Seyðisfirði, 24. september 1932 27. tðlublað Ágenpin vi9 almannaíje. Stöku menn eru ef til vill búnir að gleyma því, að þegar Fram- sóknarstjórnin settist að völdum nú fyrir liðugum 5 árum, þá taldi hún viðreisn fjárhagsins aðal við- fangsefni sitt á komandi árum. Lýsingin sem Framsóknarmenn gáfu á fjárhagsástandinu þá var næsta ófögur. Hjer átti alt að vera sokkið í skuldafen, „skattaboginn var of hátt spentur", og umfram alt: starfsmenn ríkisins voru altof margir og altof hálaunaðir. Rjett eftir stjórnarskiftin 1927 skrifaði fyrverandi dómsmálaráðherra Jón- as Jónsson um hörmungarástand landsins, og um bjargráð Fram- sóknar til að byggja á rústunum. Hann lýsir því með miklum fjálg- leik, hvað mikið fari í starfsmanna- hald ríkisins, fram yfir það, sem menn viti. Hvernig „laun og auka- laun“ hrúgist upp „bak við tjöld- in“, og hvernig hlutdrægar ríkis- stjórnir leyni þjóðina öllu þessu óhófi. „Rík þjóð getur leyft sjer slíkt — segir J. J. — En fátæk þjóð, skuldug og með mergsogna atvinnuvegi verður að gæta hófs. Þessvegna verða á næstu árum að fylgjast að tvær hliðstæðar um- bætur. Að koma jöfnuði á til- kostnað og tekjur atvinnuveganna og að koma nýju skipulagiástarfs- mannahald þannig að þeim stór- fœkki, (Ibr. hjer), en sje svo um- búið, að geti betur en nú notið krafta sinna. En til þess að þjóð- in geti læknað þessi mein sín, þarf hún að vita um ástandið eins og það er. þá fyrst, en væntanlega á löngum tíma, geta íslendingar rjett sig úr þeim dróma skulda og fjár- hagslegrar áþjánar, sem þjóðinni hefir verið steypt í.“ Það er von að mönnum hitnaði um hjartaræturnar við þessar him- inhrópandi lýsmgar og einlægu fyrirheit um endurbót meinanna. Framsóknarmenn hrylti þá við hin- um „langa tíma“, sem þjóðin átti eftir að standa í keng vegna skulda- drómans. Þeim mun vera ljettara nú, eftir 5 ára stjórnarsetu þeirra, sem fyrirheitin gáfu? Samkvæmt þessum forsendum Ijet svo stjórnin verða sitt alfyrsta verk — næst á eftir þeim lögbrot- um, sem mest kölluðu að — að skipa sparnaðarnefnd eða ríkis- gjaldanefnd svokallaða, eins og undanfara ótal ríkisnefnda næstu ára, sem kostaö hafa hundruð þúsunda og verið hafa einn þátt- urinn í fyrirheitinu um „fækkun opinberra starfsmanna“. Ríkisgjaldanefndln sat svo með sveittan skallan eins og til stóð mánuðumsaman og „kom upp um“ fjárgræögi embættalýðsins, alt frá hundahreinsurum og upp í skrif- stofustjóra. Og nú var búist við niðurskuröi. En það varð eitthvað annað. Starfsmannahópnum fækk- aði ekki svo mikið sem um einn hundahreinsara. En hitt er satt, að stjórnin sá víða í sveitum nauð- syn á, að ekki yrði öðrum falið en mönnum með „rjettar lífsstoð- anir“ að hreinsa hunda Og fengu engir nema bestu Tímamenn þann veglega starfa. Árangurinn af starfi ríkisgjalda- nefndarinnar varð lítill, en þó komust stöku nefndarmenn „á bragðið" og hafa síðan potað sjer t stöður á borð við þær feitustu, sem nefndin hafði í „verðlista“ sínum. Öllum þeim dæmum, sem nefndin benti á um misnotkun ríkisfjár, hefir stjórnin trúlega fylgt. Sömu hálaunamennirnir sitja við sömu trog. En altaf hafa verið smíðuð ný trog og nýjum mönn- um, sem ekki hafa staöið fyrir- rennurum sínum að baki um ásælni og launagræðgi, ýtt að trog- unum. Þannig hefir þetta verið. Starfsmannafjöldinn var ærinn þeg- ar Framsókn tók við. En á stjórn- artíma Framsóknar fjölgaði starfs- mönnum ríkisins svo, að fyrir slíkri ógengd hafði engan dreymt. það var alveg rjett sem J. J. hjelt fram, að eitt nauðsynlegasta atrið- ið í viðreisn fjárhagsins var lækk- un kostnaðar við starfsmannahald ríkisins. En er það þá ekki jafn- framt augljósasta dæmið um ein- lægni stjórnarinnar og áhuga fyrir viðreisn fjdrhagsins, að hún breytir alveg þveröfugt við það, sem henni sjálfri er Ijóst að er höfuðatriði í þessum efnum. Stjórnin lýsti því yfir, að hún vildi koma „nýju skipulagi d starfsmannchald rík- isins, þannig að þeim stórfœkk- aðiu. Með því móti einu var von um að þjóðin gæti „rjett sig úr þeim dróma skulda og fjárhags- legrar áþjánar, sem þjóöinni hefir verið steypt í“. Stjórnin kom því „skipulagi á starfsmannaha!diö“, að þeim stórfjölgaði. Hún hefir því opnum augum unnið að því í 5 ár, að þjóðin fái ekki rjett sig úr skuldadrómanum. Hún fjölgaði „afætunum“, herti viðjarnar, dýpk- aði fenið, svo að búast má við „mjög löngum tfma“ áður þar veröi komið til botns. Og jafnframt því, sem stjórnin hefir stórfjölgað starfsmönnum og komið fjárhag ríkisins í algera Innilega þakka jeg öllum þeim, fjær og nær, sem sýndu mjer sarnúð og vináttu við fráfall og jarðarför mannsins míns, Guðna J. Kristjánssonar. Vopnafirði 1. sept. 1932 Þórunn Kristjánsdóttir. botnleysu, hefir hún bruðlað svo með fje til þessara nýju starfs- manna, að það er nálega ótrúlegt. Á öðrum stað hjer í blaöinu er minst á eina hinna nýju stofnana, ríkisútvarpiö. En hvar sem fingri er drepið niður, er sömu söguna að segja. Vínverslunin, Skipaút- gerðin, Raftækjaverslunin. For- stjórar með ráðherralaun og að- stoðarmenn með laun á borö við prófessora og dómara. Og þó koma ekki öll kurl til grafar í þessari skýrslu. Forstjóri Vínversl- unar hefir 10300 kr. „sem slíkur“. En á skýrslunni sjest ekki að sami maður er jafnframt endurskoð- andi Landsbankans og hefir auk þess. siðastliðin ár verið í innflutn- ingsnefnd. Það má þessvegna senni- lega bæta einum 6—7000 kr. sem þessi maður fær í ofanálag af op- inberu fje ofan á þessi lOþús. kr. laun. En þó eru til ennþá meiri biltingahftir í stjórnarliði undan- farinna ára. Þessi ógengd, sem Framsóknar- stjórnin stóð fyrir á höfuðstöðvun- um í Reykjavík, hefir auðvitað haft áhrif út um land. Á Eskifirði er útbú frá Landsbankanum, sem hef- ir síöasta misserið veitt austfirsk- um útgerðarmönnum álíka stuðn- ing sem vjellaus og ósjófær bátur. Til þess að stjórna þessari stein- gtrðu lánsstofnun þarf 8 — segi og skrifa — átta menn. Og laun þessara 8 manna nema yfir 40 þús. kr. á ári. Er ekki von að at- vinnurekendum, sem nálega engan stuðning fá til reksturs síns, verka- mönnum og sjómönnum, sem ganga atvinnulausir fyrir vanmátt slíkrar stofnunar, sárni þegar þeir sjá að þar er tildiað hverri silki- húfunni upp af annari, hálaunaðri af opinberu fje. Það er engin ástæða til þess að eyrun detti af manni, þótt hávær- ar og heiftúðugar raddir heyrist í þjóðfjelagi, sem svo hefir verið stjórnaö sem hinu íslenska á und- anförnum árum. Með meðferð sinni á opinberum málum, bæði rjettarfarsmálum og fjármálum, gcf Framsóknarstjórnin byltingamönn- um þjóðfjeiagsins byr undirvæng. Fje almennings, sem tekið hefir verið úr vasa atvinnurekenda og ve kamanna til sjávar og sveita, heíÞ verið ausið út í glæpsam- legu óhófi. Allir óska að „friður" fáist, en friður fæst því aðeins, aö þeir sem tekið hafa forystu lands- málanna sjeu menn til að skera fyrir meinsemdirnar. Samstaypu- stjórnin hefir erfitt hlutverk með höndum og það er skylt aö sty öja hana í hverju góðu áformi. En hún verður að gera sjerþað ljóst að aðgerðarleysi og vetlingatök, hik og undanhald getur orðið til þess að lyfta aftur ógæfumönnum í valdasess. Augu þjóðarinnar eru að opnast æ meir fyrir margs- konar svívirðingarathæfi fyrverandi stjórnar. Þau sömu opnu augu mæna á núverandi stjórn. Hún á ekki einungis að varast vítin. Hún verður ætíð með athöfnum sínum að láta þjóðinni skiljast að hjer sje ekki einungis friðsöm, heldur einnig rjettlát og röggsöm lands- stjórn. — Útvarpið. —-o— Jeg býst við að fleirum en mjer hafi ofboðið að lesa skýrslurnar um laun atarfsmanna ríkisstofnan- anna. sem birtust nýlega í Morg- unblaöinu. Það sjer ekki á, að þar sje kreppa fyrir dyrum. Þó ástæða væri til að taka fleiri af stofnunum þessum til rækilegrar athugunar, þá ætla jeg ekki, að minsta kosti í þetta sinn, að gera að umtalsefni nema Útvarpið og Viðtækjaverslunina, af því þessi fyrirtæki koma oss útvarpsnotend- um svo mikið við. Allsstaöar annarsstaðar eru það útvarpsnotendnrnir sjálfir, sem standa straum af rekstri útvarps- stöðvanna, með vissu gjaldi, sem er mismunandi hátt í ýmsum lönd- um. í Englandi mun árgjaldið vera um 10 shillings og í Danmörku um 10 krónur. f báðum þessum löndum raka útvarpsstöðvarnar saman fje, og af því notendafjöld- inn er svo mikill, hafa þær efni á að vanda hið besta til efnis, hvort sem um er aö ræða frjettir, fróð- 'eiks- eða skemtiatriði. Hjer á landi eru fáir útvarps- notendur — líklega ekki yfir 5000. Hver þessara útvarpsnotenda þarf að greiða 30 króna árgjald, eða nálega þrefalt hærra en tíðkast í

x

Austfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.