Austfirðingur - 24.09.1932, Blaðsíða 3

Austfirðingur - 24.09.1932, Blaðsíða 3
AUSTFIR&INOUR 3 0CSEX»<S>OOG3E>O€>a®e© AUSTFIRÐINGUR Vik u bla ö Ritstjóri og ábyrgðarmaður Árni Jónsson frá Múla. Sími nr. 70. Verö árgangsins 5 kr. § >oo<x£>oo<æ>oo<s>oo<ss>odo stöðuna undanfarið kjörtímabil. Að því er Fjarðarheiðarveginn snertir hafa þm. Múlasýslna ekki einungis verið kröfulinir. I’eirhafa blátt áfram verið því fjardsamlegir, að Fljótsdalshjerað kæmist í við- unanlegt samband við bestu höfn- ina á landinu. 3. Nú mun að því reka, aö kjós- endur Múlasýslna munu ekki leng- ur una fjandsamlegri andstöðu þingmanna sinna til Fjarðarheið- arvegarins. — Nýlega átti Hannes Arnórsson verkfræðingur, aðstoð- armaður vegamálastjóra, ferð yfir Fjarðarheiði, og hann Ijet þaö álit sitt í ljós, að það mætti gera heið- ina bílfæra fyrir ca. 10 þús. kr.l þótt sú upphæð margfaldaðist, mundi öllum þykja sjálfsagt að þessi samgöngubót drægist ekki úr hömlu. Annars er í þessusam- bandi fróðlegt að minnast þess, að fyrir tveim árum var ritstjóri þessa blaðs samferða verkfróðum manni (byggingameistara), sem lit- ið hafði á Fjarðarheiðarveginn, og kvaöst sá maður hafa verið að velta því fyrir sjer, hvort hann gæti ekki boðið ríkinu „uppá akkorð" að gera Fjarðarheiði híl- færa fyrir 25 þús. kr. — og haft hagnað af. Hann kvaðst þó vilja skoða heiðina nánar, en mun ekki hafa fengiö tækifæri til þess síðan, því hann er búsettur í Reykjavík. 4. Framsóknarþingmennirnir hafa haft sjer það til afsökunar um mótþróa sinn við þetta mál, að upphaflega var vegurinn áætlaður yfir 300 þús. kr. En þá var gert ráð fyrir upphlöðnum vegi alla leið. Nú hefir reynsla síðustu ára fært mönnum heim'sanninn um að slíks vegar er engin þörf. Síðustu árin hefir aðeins verið talað um að gera heiöina bílfœra. Tvó ár eru síðan vegamálastjóri lýsti því yfir í viðtali hjer í blaðinu, eftir lauslega skoðun staðhátta, að „vegurinn ætti aldrei að fara yfir 100 þús. kr. — en mætti sennil. kosta þó nokkuð minna". Þing- menn Múlasýslna hafa víst aldrei grenslast nánar eftir þessu. Þeir hafa altaf japlað á því sama, að vegurinn hafi upphaflega verið áætlaður 300 þús. kr., og greitt atkvæði móti hvað smávægilegum tillögum sem fram hafa komið um framlag til vegarins. Á síðasta þingi drápu þeir tillögu um 14000 til Fjarðarheiðarvegarins. Fyrir þá upphæð hefði heiðin sennilega orðið bílfær. En þingmenn Múla- sýslna hafa álitið upphæðinni betur varið til tveggja „músik- anta“ við Útvarpið I 5. Norsku kjöttollssamningunum er nú lokið og verður tollurinn 20 aura á kíló. Annars verða samn- ingar ekki birtir fyr en samninga- mennitnir eru komnirheim. Hvað á móti hefir verið látið af íslend- inga hálfu tilslökunum Norðm. er því ekkivitað. En þegar tillit ertekið til þess, að innflutningurinn er tak- markaöur við 13000 tn. getur auð- vitað .ekki verið um miklar íviln- anir af vorri hálfu að ræða. Inni- hald hverrar tunnu er 112 kilo. Þessar 13000 tn. vega því 1.456.000 kg. íbúar fslands eru um 108 þús. Allur þessi norski kjötmarkaður nemur því ekki nema 13Va kg. á mann á fslandi. Ætli við hefðum ekki getað torgað þessu sjálfir? 6. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt ákvörðun skiftafundar í þrotabúi Stefáns Jakobs- sonar kaupmanns á Fáskrúðsfirði, verða eftirtaldar fasteignir og skip, eign þrotabúsins: íbúðarhúsið Garður, þvottahús og fjós, sjóhús með tveimur áföstum skúrum, fiskgeymsluhús, hafskipa- bryggja, v.b. Hekla S.U. 379 og v.b. Katla S.U. 35 selt á opinberu uppboði sem fram fer á eignunum sjálfum á Fáskrúðsfirði laugar- Það leikur ekki á tveim tung- um að kjötnotkun hjer innaulands gæti verið meiri en hún er. Inn- anlandsverðinu hefir verið haldið óþarflega háu, einkum í Reykjavík. Almenningur í kaupstöðum hefir þessvegna skirst við að neyta kjöts, meira en verið hefði ef verðið hefði færst til sanngjarnara horfs. Sveitamenn víða um land verða að taka svo nærrl sjer vegna skulda, að lítið hefir verið til heimaslátrunar. Norski markaður- inn nemur 13^/s kílói eða sem svarar meðal lambi á mann á fs- landi. Ef að því hefði verið unn- ið, að fá menn til að auka kjöt- notkunina innanlands, með því meðal annars að jafna verðið, hefði sennilega mátt koma þessu í lóg, og kaup erlendrar vöru hefðu átt að geta sparast að sama skapi. Það kemur því ekki til mála, að Norðinenn hafi fengið fríðindi, sem neinu nemur fyrir þessa tolla- ívilnun, enda er ekki gerandi ráð fyrir því. i. Margt kemur nú í ljós, sem sennilega hefði veriö myrkrunum hulið, ef fyrverandi stjórn hefði verið viö völd. Þegar Einar Ein- arsson var gerður að skipstjóra á Ægi, mætti það nokkurri mót- spyrnu af hálfu andstæðinga Fram- sóknarstjórnarinnar. Ekki vegna þess, að menn bæru brigður á dugnað Einars. Heldur af því að gen^ið var fram hjá manni, sem meiri mentun hafði fengiö í þeim fræðum, sem telja verður nauð- synleg í þeirri stöðu, og hafði verið í starfinu áður og kynt sig að öllu hið besta. Út af þessu tók fyrverandi stjórn upp það óheilla- ráð, að gera Einar aö „auglýs- inganúmeri", og látlaust gumað af afrekum hans. Ljet Einarspana sig um of, og fór svo að lokum, að hann „lenti inn fyrir línuna“ — eða rjettara sagt „á línuna"— í dagbók Ægis, og máði út það sem þar var skráð. Hefði Einari verið hollara að halda sig „frá línunni“, því nú er mál hans í rannsókn, en hann sjálfur í „fríi“. 8. Hinn 22. október 1927, rjett eft- ir aö Jónas Þorbergsson tók við ritstjórn Tímans, birti blaðið grein um Helga lækni T sson. Er daginn 22. október n. k. kl. 1 e. h. Söluskilmálar, veöbókarvottorð og önnur skjöl snertandi söl- una eru til sýnis hjer á skrifstofunni. Skrifstofu Suður-Múlasýslu, 9. september 1932. Magnús Gíslason. þar skýrt frá því, að Helgi ætli þá að verja doktorsritgerð um „rann- sóknir og uppgötvanir á orsökum vissrar tegundar geðveiki, er Helgi telur sig hafa gert“. Blaðiö segir: „Hafa sjerfræðingar í sálarsjúk- dómum á Þýskalandi, Frakklandi, Englandi og Ameríku gert tilraun- ir eftir bendingum Helga læknis og styðja niðurstöður þeirra til- gátur hans. Helgi hefir nú um 5 ára skeið helgað starf sitt alt geð- veikralækningum og rannsóknum á því sviði. Hann hefir starfað sem aðstoöarlæknir bæði á Norð- urlöndum og víðar. Helgi er mik- ill efnismaður og áhugasamur í sinni grein. Má gera sjer von um aö landið eignist góðan sjerfræð- ing þar sem hann er. Er og mál til komið, að rofiö verði að nokkru myrkur það og óhugnaður, sem grúfir yfir þessari tegund sjúkdóma hjer á landi. Væntanlega gerir ríkisstjórnin það sem í henn&r valdi stendur til að tryggja land- inu þessa ungu og efnilegu krafta“. í ljósi þess sem síöar varð eru þessi 5 ára gömlu ummæli Tím- ans ekki ófróðleg. Og bendingin til stjórnarinnar í greinarlokin eru í gildi nú sem þá. Símskeyti frá frjettaritara Austf. í Rvík. Norsku samningarnir. Samningunum við Norðmenn lauk á þá leið, að ákveðiö er að kjöttollurinn verði í haust 20^2 eyrir á kilogram og flytja megi til Noregs 13000 tunnur með þeim skilmálum. fslenska vikan í Stokkhólmi. Fimtíu íslendingar voru við- staddir á „íslensku vikunni" í Stokkhólmi, sem nú er nýlega lokið. Aðalfulltrúi íslendinga var Ásgeir Ásgeirsson forsætisráðherra. Mikil hátíðahöld voru í sambandi við „vikuna“ og var krónprins Svía þar þátttakandi. Kosningin í Reykjavík. Frambjóðandi Sjálfstæöisflokks- ins er Pjetur Halldórsson bóksali, sósíalista Sigrjón Ólafsson, Komm- unista Brynjólfur Bjarnson. Fram- sókn hefir ekki tilnefnt frambjóð- anda og vona sósíalistar að Fram- sókn ætli að launa þeim liöstyrk í bæjarstjórn Reykjavíkur með þvf gð kjósa Sigurjón. Ægismálin. Friðrik Ólafsson hefir tekið við skipstjórn á Ægi um stundarsakir. Ægismálið um breytingar á dag- bók skipsins, er nú komið fyrir sjórjett Reykjavíkur. „DYHGJA" er íslenskt skúri og ræsiduft og fæst hjá flestum kaupmönnum og kaupfjelögum. — Stúlka ðskast á gott heimili á Suðurlandi. Upp- lýsingar gefur Svanhildur Guðmundsdóttir Skaftfelli.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.