Austfirðingur - 29.10.1932, Síða 1

Austfirðingur - 29.10.1932, Síða 1
3. árgangur Seyöisfirði, 29. október 1932 28. tðltiblað Kosningin í Reykjavík. Kosoingaúrslitin í Reykjavík voru fyrirfrsm gefin að því leyti, að öllum var ljóst að Sjálfstæðismað- urinn mundi sigra. Hittgátu menn ekki vitað fyrirfram, að aðstaða Sjálfstæðisflokksins í höfuðstaðn- um hefði batnað svo, sem raun hefir á oröiö, frá því er kosning- ar fóru fram 1931. Þaö að niöur- staða kosningarinnar var fyrirfram gefin, hafði vitanlega þau áhrif að kosningin var miklu ver sótt en slðast, enda neyttu um 1570 færri kjósendur rjettar síns við þessa kosningu en í fyrra. Úrslit kosningarinnar urðu á þessa leið : Sjálfstæöisflokkur (Pjetur Halidórsson) 5303 atkv. Alþýðuflokkur (Sigur- jón A. Ólafsson 2155 — Kommunistaflokkur (Brynjólfur Bjarnas.) 651 — Qild atkvæði alls 8109. atkv. Framsóknarflokkurinn hafði ekki mann í kjöri við þessa kosningu 1 Reykjavík. En í fyrra voru úr- slitin á þessa leiö : Sjálfstæðisflokkur 5576 atkv. Alþýðuflokkur 2628 — Framsóknarflokkur ,1234 — Kommunistaflokkur 251 — Alls 9683 atkv. Það er fróðlegt að bera saman þessar tvennar atkvæðatölur aðal- flokkanna tveggja í Reykjavík, Sjálfstæöis- og Alþýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn fær nálega 20% færri atkvæði nú en f fyrra, en Sjálfstæðisflokkurinn ekki nema ca 5% færri atkvæði. En heildarniðurstaðan er sú, að í fyrra fjekk Sjálfstæðisflokkurinn tæplega 58% greiddra atkvæða í Reykjavík, en nú nálega 65V2%, eða því sem næst tvo þriðju hluta. Hrakfarir Alþýðuflokksins verða því berari, þegar þess er gætt að fjöldi FramsóknarmanHa hefir kos- ið með þessum fornvinum sínum og bandamönnum, því sennilega vilja Framsóknarmenn ekki láta þakka sjer aðallega aukningu þá, sem orðið hefir á fylgi kommun- ista frá því í fyrra. Fyrir kosninguna reyndu and- stæðingar Sjálfstæðisflokksins aö koma því inn hjá mönnum, að flokkurinn væri klofinn og sundr- aður. Úrslit kosningarinnar af- sanna þann söguburð með öllu. Það er þvert á móti sýnilegt á kjörsókn Sjálfstæðismanna, að flokkurinn starfar af jafnvel meiri áhuga og dugnaði, en mátt hefði vænta, þegar niðurstaðan var fyrirfram gefin. Má þetta vafalaust að talsverðu leyti þakka því, að á seinustu árum hefir verið kapp- samlega unnið að því að koma bættu skipulagi á starfsemi flokks- ins í höfuðstaðnum. En hitt veld- ur þó mestu, að Sjálfstæðisflokk- urinn hefir miklu betri aðstöðu til að ganga til kosninga heldur en hinir tveir flokkarnir, sem und- anfarin ár áttu sameiginlegan þátt í stjórn landsins og bera sameig- inlega ábyrgð þeirra athafna og ráðsiafana, sem nú eru að koma landsmöunum í koll. Menn eru óðum að átta sig á því að stefna Sjálfstæðisflokksins í fjármálum og atvinnumálum muni þjóðinni hollari, heldur en sú glæfralega ógengdarstefna, sem farin var, meðar Framsóknar og Jafnaðar- menn rjeöu sameiginlega lögum og lofum hjer á landi. Kosningin í Reykjavík sýnir að gengi Sjáifstæðisflokksins þar hef- ir aldrei veríö meira en nú. E til kosninga væri gengið út um land er trúlegast að hið sama yrði upp á teningnum. Sú glýja, sem menn fengu í augun meðan vegur Tímastjórnarinnar var sem mestur og ,verkin töluðu“ sem hæst, er nú óðum að renna af. Aðdáuuin hefir snúist í efasemdir, eða jafnvel fordæmingu. Reynslan hefir sýnt að hin héflega stjórn- málastefna Sjálfetæðisflokksins var þjóðinni holl og nauösynleg. Hinir flokkarnir eiga að baki spor, sem hræða. Samkvæmt yfirlýsingum sam- steyp.ustjórnarinnar í vor verður að búast við almennum kosning- um að suinri. Aðstaða flokkanna verður næsta ólík þegar þar að kemur. Jafnaðarmenn og Fram- sókn eiga sameiginlega að baki sjer óhappaferil, sem augljósari verður með degi hverjum. Fram- sóknarflokkurinn var svo óhepp- inn að taka upp þá stefnu í kjðr- dæmamálinu, sem öllum er að verða ljóst, að ekki getur staðist. Jafnaöarmenn hafa haldið saman hjörð sinui á eilífum kaupstreitum Nú er svo komið að þar verður ekki lengur haldið í horfi. Báðir þessir flokkar ganga því að ýmsu leyti stórlega lamaðir til kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn aftur á móti þarf hvergi að hvika frá stefnu sinni. Þeð er þessvegna óhætt að fullyrða, að það verður Sjálf- stæðisflokkurinn, sem mest vinnur á við kosningarnar næstu. Það sem flokkinn skortir sjerstaklega út um land, er traustara skipulag En áhuginn ervakandi á því sviði, og vonandi verður þess ekki langt Rannsóknin. Eins og kunnugt er orðið, fyr- irskipaði Jónas frá Hrlflu saka málsrannsók gegn mjer hinn 23. mai í vor. Hann vissi þá, að hann hlaut að fara úr dómsmála- ráðherraembættinu einhvern næstu daga og hafði grun um, að jeg ætti að taka sæti hans. Ætlaði hann vitaskuld að hindra þetta með fyrirskipun þessari, en þing- ið sýndi þessu tiltæki hans við- eigandi fyrirlitningu, og fól mjer að gegna dómsmálaráðherraem- bættinu. Jeg Ijet mig þessa fyrirskipun litlu skifta og hefi hingað til ekk- ert um hana ritað. Ea með því að rannsókn málsins er nú lokið, og með því að þau blöð, sem Jónas frá Hriflu og hans fylgi- fiskar hafa tök á, ausa nú dag- lega yfir mig svívirðingum út af þessari rannsókn, þá tel jeg mjer hvorki rjett nje skylt að þegja lengur og mun því hjer segja málavöxtu í aöaldráttum. í októbermán'uði 1929 kom til mín sem málafærslumanns kaup- maður hjer f bænum og tjáði mjer, að hann hefði notað í eig- in þarfir mikið fje, sem hann hefði innheimt fyrir erlent firma. Mundi umboðsmaður firmans bráðlega koma hingað til lands og heimta greiðslu, en hann hefði ekki handbæra peninga til aö greiða nema lítið af skuldinni. Jeg sagði kaupmanni þessum, að áður en jeg gæti sagt um, hvað rjett væri að gjöra í þessu, yrði eg að fá skýrslu löggilts endur- skoðauda um efnahag hans, eins og hann þá væri. Skýrsla þessi var svo gerð, og samkvæmt henni voru skuldir alls tæplega 133.000 kr., þar af rúmlega 68.000. kr. við hið erl. irma, sem átti hið innheimta fje, rúmlega 27.000 við aðra skuld- heimtumenn, flesta erlenda, um- joðsvörur fyrir rúmlega 4.000 kr. og um 23.500 kr. við ýms skyld- menni hans erlendis. Gaf kaup- maðurinn mjer þá strax þær upp- ýgingar, að í þessu sambandi ayrfti ekki að taka tillit til þess- ara skulda hjá venslamönnum sínum, því að þær yrðu ekki af honum heimtar, nema hann gæti greitt öllum öðrum að fullu. Þær að bíða að starfsemi Sjálfstæðis- lokksins út um land veröi komin á jafn traustan grundvöll sem starfsemi andstöðuflokkanna, eins og orðið er í Reykjavík. skuldir, sem taka þurfti tillit til væru því, eftir frásögu hans, tæpl. 100.000 kr. Eignir samkv. skýrsl- unni voru um 98.000 kr. og voru þí ekki taldar með 6.000 kr., sem var óumsamin innielgn hjá erlendu firma. Ennfremur kom það í Ijós síðar, aö 5.000 kr., sem talið var að hefði verið eytt, voru greiddar upp í skuld, sem þannig var tal- in 5.000 kr. of hátt. Eftir þessu er ekki annað sjáanlegt, en að kaupmaður þessi hafi átt 8—9 þús. kr. umfram skuldir, þegar ekki eru taldar með skuldir vensla- manna. Með því að kaupm. haföi ekki peninga að ráðl og með því að hið erlenda firma gekk hart eftir skuld sinni, þá var það ráð tekið að framselja firmanu útistandandi skuldir og vörur fyrir samtals um 47.000 kr., og sá jeg um samn- ingsgerðina og tók að mjer inn- heimtu skuldanna. í febrúar 1931, varð svo kaup- maður þessi gjalþrota, og við rannsókn, sem lögum samkvæmt fór fram út af gjaldþrotinu, komu auðvitað fram upplýsingar um samninga þessa, og með því að jeg hafði verið þar við riðinn sem málafærslumaður, þótti bera vel í veiði um að höggva í minn garð. — Á því, sem að framan er sagt, er rannsóknin reist. Jeg á að hafa gert mig sekan um hlutdeild í sviksamlegu athæfi með því að út- búa framannefndan samning um framsal vara og skulda og hlut- deildin á að liggja í því, að jeg agði til grundvallar afnahagsreikn- ing löggilts endurskoðunarfirma, og tók til greina þá skýringu skuldunauts, aö hann þyrfti ekki að taka í þessu sambandi tillit til skuldanna við venslamenn sína. Þess má geta, að við rannsókn málsins hefir það sannast, að skuldunautur hafði skýrt alveg rjett frá um þessar skuldir. Hjer er þá f fám oröum sögð saga málsins og aðdragandi. Get- ur nú hver og einn metið hvað hann finnur saknæmt í þessu. Jeg er ekki hræddur við dóm skynbærra og óvinhallra manna. Jeg er þess fullviss, aö einungis pólitískur dómstóll getur dæmt mig sekan, en slíkur dómi ætla jeg ekki að hlíta, — Jónas frá Hriflu hefir farið margar pólitísk- ar herferðir gegn mjer, en enn þá hefir honum ekki hepnast að sigra, og jeg er sannfærðum um, að hann sigrar ekki heldur að

x

Austfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.