Austfirðingur - 29.10.1932, Blaðsíða 2

Austfirðingur - 29.10.1932, Blaðsíða 2
2 AUSTFIRÐINIGUR lokum í þessari herferð. Meðan hann var dómsmálaráðherra var hann sjélfur dæmdur í refsingu fyrir órjettmæt og mannorðsspill- andi ummæli., Hann er því ekki til þess fallinn, að vera siðameist- ari. í þinglokin í vor var þessi á- kæra á hendur mjer nefnd, og aflir þingmenn vissu um hana. Jðnas frá Hriflu lýsti því þá yfir í þinginu, að tiltektir hans gagn- vart mjer stöfuðu af því, að Pjet- ur Magnússon alþm. hefði kært mig. Þetta voru vitaskuld hrein ósannindi. Síöan hefir blað J. J. hvað eftir annað haldiö því fram að fjelagi Pjeturs, Guðm. Ólafs- son hæstarj.málafim., hafi kært mig, en Guðm. Ólafsson hefir nú opinberlega andmælt pessu. Og hann hefir meira að segja sent ritstjóra Tímans þau andmæli í brjefi, en blaðið vill ekki biría þau, heldur þakkar fyrir brjefið í heild og segir, að það staðfesti fyrri ummæli sín. Fyrirlitlegri blaöamensku en þetta, get jeg ekki vel hugsað mjer, en þetta er gott sýnishom af bardagaaöferöinni í þessu máli gagnvarí mjer. Að síðustu vil jeg aðeins láta hina mörgu vini mína, kunninga og fylgismenn um land alt vita, að þeir þurfa ekki að bera neinn kinnroða mfn vegna út af þessu máli. Þaö sem jeg hefi orðið fyrir, er ekki annað en alveg óvanalega ósvffið og illgirnislegt aurkast af hðlfu pólitísks andstæðings, sem notaði til þess svo að segja sfð- asta auknablik þess valdaferils, sem hann vissi, að var á enda. Magnús Guðmundsson. Þistlar. —o— Undanfarna mánuði hefir ekki birst svo blað af Tímanum, Al- þýðublaðinu og Verkalýðsblaðinu að ekki væri þar fleiri eða færri árásargreinar á núverandi dóms- málaráðherra Magnús Guðmunds- son. Hjer í blaðinu birtist í dag greinargerð frá Magnúsi Guð- mundssyni, og geta menn eftir lestur hennar, myndað sjer skoð- un um, hvert tilefni sje til þessara þrálátu og svæsnu árása. Þaö er í raun og veru ekkert undarlegt þó andstööublöð samsteypustjórnar- innar, noti hvert tækifæri til að sverta þennan ráðherra. En að aðalmálgagn Framsóknarflokksins geri það að aðaliðju sinni, aö sverta einn af ráðherrum sam- steypustjórnarinnar „það gengur alt lakar að skilja". 2. Jónas Jónsson hugðist, að „lagða" Magnús Guðmunsson svo með sakamálsákærunni, að hann gæti ekki sest í dómsmálaráð- herrasætið. Hefir Jónas vafalaust álitið að hann ætti þau ítök flokki sínum að yfirlýstur „saka maður" hans yrði ekki gerðnr að eftirmanni hans. En hann hafði reiknað skakt. Flokksmenn hans á þingi fengu tækifæri til að kynna sjer efni ákærunnar, og mikill meirihluti þeirra gaf óhikað þann úrskurð, að ákæran væri á engum rökum bygð. Þeir tóku „lagðinn" af Magnúsi og festu hann á Jónas. Það er tæplega hugsanlegt, að dómsmálaráðherra, sem endar va'daferil sinn með þeim úrskurði meirihiuta flokks síns, að hann fari með tilefnislausar kærur á hendur saklausum mönnum, geti ramar náð tökum á þeim, sem 3ann úrskurö gáfu. 3. Þótt Tíminn beini árásum sín- um að nafni til aðeins að Magn- úsi Guðmundssyni, þá skilur hver heilvita maður, aö árásirnar snerta ekki Magnús einan, heldur og alia aá sem veittu honum stuðning til stjórnarsetu eftir að ákæran var kunn orðin. Árásirnar beinast því að þeim 15 Framsóknarmönnum, sem greiddu Magnúsi traust. í seim hópi eru forsætisráðherrar flokksins, bæði sá fyrverandi og núverandi, þingmenn beggja Múla- sýslna o. s. frv. Ög auðvitað snerta árásirnar samsteypustjórnina í íeild sinni. Vitnisburðurinn sem Tíminn gefur Ásgeiri Ásgeirs^yni og Þorsteini Briem, er sá, að þeir sitji í stjórn með sekum glæpa- manni. 4. Hingað til hefir verið litið á Tímann sem flokksblaö Framsókn- arflokksins. En það er einkenni- legt flokksblað, sem viku eftir viku flytur meira eða minna grímu- klæddar árásir á 2/3 hluta þing- flokksins og þá stjórn, sem þessir menn hafa kjörið til þess að ráða fram úr vandamálum þjóðarinnar á hinum mestu neyðartímum. Allir vita aö það er Sambandið, sem kostar þessa blaðaútgáfu. En ýms- ir kaupfjelagsbændur munu spyrja hvort ekki geti verið annað hlut- verk eðlilegra handa hinum miklu sjóðum þessa fyrirtækis, heldur en að halda uppi látlausum órök- studdum árásum, einnig á þá, sem samvinnubændurnir" sjálfir hafa falið forsjá mála sinna. 5. Mikill var fjálgleikurinn í Jónasi Þorbergssyni, þegar hann var rit- stjóri. Fáir hafa lýst eins átakan- lega meinsemdum hins syndum spiita þjóðfjelags, eigingirni mann anna og óheiðarleik. í hverri línu mátti lesa þjáningar hins sann heilaga siöferðispostula, sem verð- ur að þramma hina erfiðu göngu jarðlíísins innanum bófa og hrak- menni. Hann lýsti svo viðskiftum mannanna, að þau væri „löghelg- uð rán, bakferli og þjófnaöur“ Göfgi lífsskoöana hans var eina glætan í helmyrkri efnishyggju og aurasýki. Hm! 6. Þegar Jónas hafði hæfilega stund Tilkynning frá Farvefabriken „0PAL“ Kebenhavn. Samkvæmt óskum margrá vorra viðskiftavina, höfum við, til heima- litunar, búiö til liti í nýtísku litblæum, og í nýtísku umbúðum. Litir þessir f|PAI ílPArfll OPa' Opacol töflu-litur, er búinn kallast UrAL UrALULi til í 36 faliegum, hreinum nýtísku litblæum. — Ef keypt er minst 1000 töflur, afhendum við ókeypis mahognipoleraðan borðskáp til þess að hafa litina f, og auk þess skrautlegt litspjald. — Litir þessir eru búnir til á nýtfsku hátt, afhin- um bestu og dýrustu anilinlitum. Litirnir eru mjög sterkir og end- ingargóðir, og smita ekki; þar að auki hafa þeir þann stóra kost, að enginn litur kemur á hendurnar þegar litað er. — Leiðbeining, á ís- lensku,, fylgir með litnum. — Við biðjum yðHr að senda pantanir yðar til einkasala okkar, Firma Nathan & Olsen, Reykjavík, eða umboðs- manna þeirra. Virðingarfyllst Farvefabriken Opal. Walter Sigurðsson konsúll. Um fyrri helgi varð eitt hið hryggilegasta slys, er skot hljóp úr byssu og varð að hana Walter Sigurðss>ni, konsúl. Var hann A skemtiferðalagi fyrir austan fjall, ásamt konu sinni og nokkrum gestum þeirra. Walter var sonur Ásgeirs Sigurðssonar konsúls, en kvæntur Helgu, dóttur Jóns Jacob- son landsbókavarðar. Hann varð aðeins tæplega þrítugur að aldri. Er að honum hin mesta eftirsjá, enda hafði hann áunnið sjer vin- áttu og traust allra sein kyntust honum. Ásgeir Sigurðsson hefir orðið fyrir þungum raunum á síðustu tímum. Konu sína misti hann í fyrra vetur. Áttu þau aðeins tvo syni sem upp komust og eru nú báöir dánir. veitt lesendum Tímans og Dags hlutdeild í sálargöfgi sinni og mannkærleika, var hann gerður aö útvarpsstjóra. Það var svosem ekki hætta á rangsleitni eða ásælni við stofnun sem slíkur maður veitti forstöðu. En þó fóru að heyrast raddir um að Útvarpiö væri hlut- drægt í frjettaburði, að óhóflegur kostnaður væri við starfsmanna- haldið og loks að Jónas hefði teygt fingurna í fje Útvarpsins til eigin þarfa. Svona er heimurinn hugsunarlaus og skilningssljór. Jónas var búinn að san«na það fyrirfram, að rán og þjófnaöur væri „löghelgaðar“ athafnir. Og svo eru menn svo vitlausir, aö gera veður út af því, þótt hann láti útvarpið borga bíltúra fyrir sig og vinnukonurnar. Jónas hefir líka tilkynt fjármálaráðuneytinu að þetta væri „löghelgað“. Það Einar Jónsson á Geldingalæk. Frá láti Einars á Geldingalæk er skýrt annarsstaðar í blaðinu. Hann var fæddur á Geldingalæk á Rangárvöllum 18. nóv. 1868. og var því tæpra 64 ára er hann ljest. Hann var bóndi á Geldingalæk í 35 ár. Hann var kosinn þingmað- ur Rangæinga 1908 og var fulltrúi sýslunnar samfleytt til 1919. Aftur var hann þingmaður Rangæinga, er sjera Eggert Pálsson fjell frá 1926 og alt til síðustu kosning8. í fyrra gaf Einar ekki kost á sjer til framboðs og telja kunnugir þó aö hann hafi átt víst þingsætið. Kona Einars, sem lifir mann sinn, er ættuð hjeðan að austan, Ingunn Stefánsdótt'r frá Glúms- stöðum í Fljótsdal. Einar var greindur maður, hverj- um manni vinsælli, enda dreng- skaparmaður mesti. Munu fáir þingmenn hafa átt ríkari persónu- leg ítök í kjósendum sínum en Einar á Geldingalæk. Mun sýsl- ungum har.s þykja hafa oröið skarð fyrir skildi að fráfalli hans. En yfirleitt má segja það uin Ein- ar, að flestum hafi orðið hlýtt til hans, þeirra tr nokkuð kyntust honum. er þessvegna mesta fásinna að vera að ýfast við manninn þótt lifi samkvæmt „lífsskoðunum“ sín- um. Jónas getur sagt með einum samlitum skoðanabróður sínuni: „Jeg er þó altaf heiðarlegur mað- ur“ — jafn heiðarlegur og hann hefir altaf verið I

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.