Austfirðingur - 12.11.1932, Blaðsíða 1

Austfirðingur - 12.11.1932, Blaðsíða 1
AUSTFI 3. árgangur Seyðisfirdi, 12. ndvember 1932 29. tðlublað Undirrjettardómur í máli Magnusar Guðniundssonar Sakamáli því, sem Jónas Jóns- son fyrverandi dómsmálaráðherra hóf á hendur eftirmanni síuum, MagnúsiQuömundssyni, um stjórn arskiftin f vor, er nú lokið í undir- rjetti. Hefir Hermann Jónasson lögreglustjóri í Reykjavík dæmt Magnús f 15 daga fangeisisvist. Magnús hefir svarað þessum dómi á þá leið, að hann hefir sagt af sjer dómsmálaráðherrastöðunni. Hefir hann lýst því yfir, að þótt hann telji dóminn með öllu rang- an, þá áliti hann ekki viðeigandi að ráðherra sitji éfram í stöðu sinni, eftir aö slíkur dómur hefir verið yfir honum kveöinn af lög- lega skipuðum dómara. Málið heldur áfram til Hæstarjettar og má sennilega búast við fullnaðar- dómi eftfr 6—8 vikur. Má fullyrða að flestir þeir sem skynbærir eru á dómsmál líta svo á, að Magnús sje fyllilega sýkn saka og dóms- úrskurður Hermanns Jónassonar meira en Iftið hneyksliskendur. Hjer í blaðinu birtist nýlega skýrsla um málið, og verður ekki af henni sjeð, að um nokkra sök geti veriö að ræða af hendi Magn- úsar. Þeir menn sem studdu Magnús Guömundsson til valda, eftir að ákæran var fram komin úrskurðuðu hana fyrir sitt leyti að engu hafaadi. Þar á meðal voru 15 Framsðknarmenn. Verð- uf þeim auðvitað ekki ætlað að þeir hefði tekið í mál að pólitísk- ur andstæðingur tæki sæti í stjórn landsins með tilstilli þeirra, ef vottur af grunsemd gæti á legið um sekt hans. þegar vantrausts- yfirlýsingin var til umræðu á þing- inu í vor, vjek foringi Jafnaðar- manna, Jón Baldvinsson að þessu máli. Forsætisráðherra svaraði á þá leið að Magnús Guðmundsson væri „ekki meiri glæpamaður" en en Jón Baldvinsson. Og fór Jón ekki lengra út í þá sálma. Seinna hefir Ásgeir Ásgeirsson árjettað, svo sem verða má, fullvissu sína um sýknu Magnósar með því að benda á hann sem forsætisráö- herra í fjarveru sinni. Magnús Guðmundsson ertalinn f röð bestu lögfræðinga landsins. Hann tekst á hendur dðmsmála- ráðherraembættið eftir að ákæran er fram komin. Sem dómsmála- ráðherra hefir hann í hendi sjer að stinga ákærunni undirstól. En hann lætnr málið haláa áfram. Getur nokkrum heilvita manni komið til hugar að hann hefði gert það, ef hann hefði verið í nokkrum vafa um málstað sinn? Þegar menn athuga með still- ingu það sem hjer hefir verið sagt, þá er ekki að undra þótt mönn- um komi dómur Hermanhs Jón- assonar kynlega fyri'r sjónir, og telji hann af sama toga spunninn sem hina upþhaflegu ákæru. Þetta mál var í upphafi sett svo á odd, að öðrum hvorum hlaut aö verða til áfelHs, hinum fráfar- andi, eða hinum núverandi, dóms- málaráðherra. Ef Magnús var sýknaður hlaut fyrirrennari hans að dæmast sekur um misbeitingu ákæruvaldsins. Það var sá dómur sem meirihluti Alþingis feldi fyrir sitt leyti, þar á meðal 15 flokks- menn Jónasar Jónssonar. Þajf ekki að draga það í efa að jafn kappgjarn maður og Jðnas Jðns- son er, mundi beita öllum áhrif- um sínum til þess, að koma í veg fyrir, að þessi ömurlegi vltn- isburöur Alþingis fengi staðfest- ingu fyrir dómstólum landsins. Því verður ekki neitað, að frá sjónarmiði Jónasar Jónssonar gat málið tæplega komist í „betri hend- ur" en Hermanns Jónassonar. Hermann er fyrst og fremst harð- vítugur flokksmaður Jónasar. — Hann á stöðu sína, upphefð og metorð Jónasi að þakka. Hjer kemst hann í þá raun, að úr- skurða hvor sekur sje, pólitískur andstæðingur eða flokksbróðir hans, aldavinur og velgerðamað- ur. Ef við þetta bættist, að Her- mann væri frekar þektur að óvar- kárni en gætni og vitsmunum, þá er ekki að undra, þótt ýmsum kunni að þykja svo sem ekki sje alt með feldu um dóm þennan. Og það hefir því miður æxlast svo um Hermann Jónasson, að þeir atburðir hafa gerst samtímis dómsúrskurði þessum, sem ekki hafa aukið hróöur hans, nje eflt traust manna á honum. Frá Hornafirði til Reykjavíkur var farið í bíl um síðustu mán- aðamðt. Er Austur-Skaftafellssýsla þannig kominn í bílsamband við höfuðstaðinn. Hvenær kemur Jök- uldalsvegurinn svo Múlasýslur komist inn í akvegasambandið ? Og hvenær kemur Fjarðarheiðar- vegurinn ? Jón Stefánsson. 27. apríl 1873 — 29. októbsr 1932. Hinn 29. október andaðist í Baltimore í Bandaríkjunum Jón Stefánsson, fyrrum kaupfjelags- stjóri á Seyðisfirði. Hann var fæddur á Desjarmýri 27. apríl 1873 og voru foreldrar Stefán Pjetursson, prestur og kona hans Ragnhildur Metúsalemsdóttir, hins sterka í Möðrudal. Eru þau syst- kini Jóns mörg, og öll þekt að hæfileikum og atorku. Jón fluttist til Vesturheims laust eftir fermingu. Tók hann þátt í Filippseyjarstríðinu af hálfu Banda- ríkjamanna. Var Jón eini íslend- ingur- um þær mundir, sem átt hafði í hernaöi og var því oft nefndur Filippseyjakappinn. Um aldamótin hvarf Jón heim, en var þó um tíma á verslunar- skóla í Höfn. Hjer á Seyðisfirði var hann til vorsins 1913, að hann fluttist vestur fyrir fult og alt. Tók hann mikinn þátt í opinberum málum, bæði stjórnmálum og bæjarmálum, og átti sæti í bæjar- stjórn kaupstaöarins. Eftir að vestur kom aö nýju átti Jðn lengst af heima í Balti- more. Var hann síðustu árin í þjónustu ríkisins og mun hafá haft lífvænlega stöðu. Jón var að ytra útliti hið mesta glæsimenni, fríður sýnum, mikill vexti og ramur að afli. Hann var dulur maður og fastlyridur, tryggur vinum sínum og enginn flysjungur. Hann var óvenjulega greindur maður. Á útlegðarárun- um gleymdi hann ekki ættjörðu sinni. Hagur hennar lá honum þungt á hjarta til hins síðasta. Hann fylgdist svo vel með í því, sem hjer var að gerast, og hafði svo glögt auga fyrir íslenskum aðstæðum, að einsdæmi er um mann, sem dvalið hefir erlendis hálfa æfi, nú síðast samfleytt fram undir 20 ár. Jón kvæntist haustið 1904, Solveigu dóttur Jðns alþm. frá Múla, hinni mikilhæfustu konu. E'gnuöust þau 6 börn, sem öll eru á lífi og hin mannvænlegustu, fjóra syni: Jón Múla, Stefán, Ragnar og Karl. Eru þeir nú allir uppkomnir. Dæturnar Solveig og Valgerður eru 11 og 7 ára. Með Jðni er til moldar genginn óvenjulega mikilhæfur maður, gðð- ur og tryggur sonur ættjarðar sinnar, þótt hann væri þegn er- lends ríkis. Honum auðnaðist ekki aö bera beinin á ættjörðu sinni, en þó mun hann ekkert hafa heitar þráð. Vinir og vandamenn syrgja lát- inn afreksmann og hugsa með innilegri samúð til ekkju hans og barna handan við hafið. Þistlar, 1. Hinn 7. nóvember er afmælis- dagur rússnesku byltingarinnar. Hann er jóladagur kommunistanna. Þeir halda hann helgan á sína vísu. Hátíðahöldin eru æsingaskrif og æsingaræður, upphlaup og götubardagar. Víða um Norður- álfuna segir af þessum kommun- istiska jólafagnaði nú i vikunni. T. d. voru drepnir margir menn í götubardaga í Genfarborg. Og iafnvel meðal svo friðsamra manna sem Danir eru, urðu róstur á göt- um úti. Þar beið jafnaðarmaöur bana fyrir stjettarbróður sfnum í liði kommunista. — Útvarpiö ís- lenska vildi ekki láta landsmenn fara á mis við fagnaðarboðskapinn að þessu sinni. Frá Moskva var endurútvarpaö byltingaræðuf Hall- dórs Laxness á sama hátt og stólraeðu biskupsins er útvarpaö á jólunum. Þessi hugulsemi útvarps- ins var vafalaust hollur undirbún- ingsþáttur f þeim „jólafagnaði", sem íslensku kommunistarnir stofnuðu til á miðvikndaginn. 2. það kom engum manni á óvart að uppþot yrði í Reykjavík á mið- vikudaginn — nema einum, lög- leglustjóra höfuðstaðarins. Þótt segja megi að búið sje að til- kynna uppþotið fyrirfram, þar sem bæði kommunistar og jafnaðar- menn höðu hvatt menn til aö fjölmenna á fundinn, og gjallar- horn höfðu verið sett á fundarhús- ið, svo múgurinn gæti fyigst með í ræðuhöldunum, þá er lögreglustj. þó algerlega óviðbúinn þegar í bardagann slær. Þó hafa komm- unistarhvað eftir annað farið svo fram, að fleiri eða færri lögreglu- m'enn hafa særst.. En Hermann Jónasson hefir stundúm haft rænu é því, að safna nægilegu varaliði til að koma í veg fyrir meiriháttar uppþot. 3. Að þessu sinni var alveg sjer- stök ástæða til öflugra rfiðstafana af hendi lögreglunnar. Fyrst og fremst stóð til hinn ilmenni „jóla- fagnaður" kommunista. En auk þess var astandið að því leyti sjerstaklega varhugavert, að jafn- aðarmenn, sem síðustu misserin hjfavirst all fjandsamlegir komm-

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.