Austfirðingur - 12.11.1932, Blaðsíða 3

Austfirðingur - 12.11.1932, Blaðsíða 3
AUSTFIR&INQU* 3 AUSTFIRÐINGUR V i k u blaö Ritstjóri og ábyrgðarmaöur Árni Jónsson irá Múla. Sími nr. 70. Verð árgangsins 5 kr. >ÖOCffl£>60íŒE>flO< æfa við blótsyrði og formælingar múgsins. Að því er virtist var mergurinn naálsing í öllum aðför- um þessa hamstola mannsafnaðar sá, að ef bæjarfulltrúarnir sarn- þyktu ekki það, sem kommunist- ar fyrirskipuðu, þá slyppu þeir alls ekki út úr húsinu. Og ef þeir þverskölluðust við þessari fyrir- skipun mundi lífi þeirra ekki hlíft. Fundi slitið. Lögreglan ryður salinn. Forseti bæjarstjórnar sleit nú fundi, en tvær stundir liðu, frá því fundi sleit, þar til bæjarfull- trúarnir komust allir leiöar sinnar og lögreglan hafði rutt húsið. Um það bil sem fundi var slitið gerðu upphlaupsmenn harð- vítuga tilraun til að troðast inn í húsið. En iögreglumenn í fordyri hússins afstýrðu þvi með kylfum. Lýðurinn rjeðist og að lögregl- unni innan frá, en lögreglumenn sneru bökum saman f fordyri h&ssins og tókst að ryöja það. í heim bardaga særðust nokkrir lögregluþjónar, þar á meðal einn af steinkasti í höfuðiö. Var nú reynt að stilla til friðar og viidu sósíalistar í bæjarstjórn hefja fund að nýju, en torseti neitaði, sem sjáifsagt var. Stóð nú enn í þófi. Voru lðgreglumenn flestir í for- dyrinu, en fáir í fundarsalnum, innan við áheyrendapláss. Útgöngudyr eru úr austurenda hússins. lnn um þær dyr komust nokkrir lögregluþjónar og er þelm hafði fjölgað inni í húsinu gátu þeir varnað því, að bolsar þeir, sem inni voru, veittu bæjarfulltrú- um eftirför, eða rjeðust að þeim. Bæjarfulltrúar leituðu útgöngu um þær sömu dyr. Er Sjálfstæðis- menn kontu hver eftir annan út á götu, rjeðist múgurinn að þeim og urðu sviftingar, en ekki teljandi meiðsl. í fyrstu atrennu komst þó Maggi Magnús ekki frá húsinu, en lögreglan varði hann meiðslum. Forseti bæjarstjérnar leitaði ekki útgöngu fyr en bæjarfulltrúunum var borgið. Kommunistar vopnast. Er kommunistar sáu að bæjar- íulltrúar gengu úr greipum þeirra, ®stust þeir um allan helming. Qengu þeir nú á húsmuni, bekki, borð og grindur og brytjuðu nið- ur í barefli handa sjer. Urðu þeir brátt betur vopnaðir með borð- fótum og öðrum slíkum bareflum, sem voru margfalt lengri en hin- *r stuttu ky/fur lögreglunnar. En lögreglumenn voru nokkrir, líklega 8 komnir inn á fundarsvæði sals- 'ns, inn fyrir meginþorra upp- hlaupsmannanna, sem nú höfðu fengið barefli í hendur. Sást nú sú furðuiega sýn, að Hjeðinn Valdimarsson, alþingismaður, rjetti stólbúta og annað brak út um glugga tii vopna handa þeim, er gera vildu innrás í húsið að utan. Þótt liðsmunur væri mikill, rjeð ist lögreglan nú í að ryðja húsið. Tókst nú harður bardagi, en lög- reglumenn ruddu út á tiltölulega skammri stund og urðu lítt sárir. Ráku þeir flóttann út fyrir lóð hússins. En úti á götunni biðu upphlaupsmenn með bareflin úr braki húsmunanna. Lðgreglustjdri fyrirskipar atiögu, en hverfur sjáifur burt. Nú leið að þeim tíma, er Her mann Jón«sson skyldi kveða upp dóm í máli Magnúsar Guðmunds sonar. Hann var eini fulltrúi Fram- sóknar á þessum bæjarstjórnar fundi og hafði fylgt aðgerðum lögreglumanna inni í húsinu. Nú kom hann út og bað upphlaups- menn víkja af götunni, en þeir sintu því engu. Þá gerði hann það óhappaverk, að skipa lögreglunni að yfirgefa staðinn með sjer og vaða út í hina vopnuðu fylkingu, Tókst nú harðasti og blóðugasti bardagi dagsins. Umkringdu upp- hlaupsmenn nú lögreglumennina og rjeðust aftan að þeim með lurkum og stórúm bareflum og gátu með því móti veitt lögreglu- mönnunum meiri og minni áverka Svo gengdarlaust var æði þeirra er að lögreglunni rjeðust að þess voru nokkur dæmi, að lögreglu- menn voru barðir og í þá spark að þar sem þeir lágu meðvitund- arlausir á götunni. Erlingur Páls- son, yfirlögregluþjónn, sem fengið hafði margar hótanir um að verða drepinn fjekk litla skrámu á höfuö, en varð verkfær sam- dægurs. Alls særðust 21 af 26 lögregluþjónum og var þriðjungur þeirra rúmfastur í gær, nokkrir mikið veikir. Tveir þeirra eru handleggsbrotnir, en þeir og aðr- ir eru meira veikir af því hve þeir eru marðir. Eigi hafa enn verið nafngreindir neirdr upp- hlaupsmenn er særst hafa, og mun enginn alvarlega særöur. Ólafur Þorsteinsson læknir á Skólabrú, skamt frá bardagastaðn- um, batt um sár einna 15 þeirra, er fyrir áverkum urðu. Leikslok. Á miðvikudagskvöld hjeldu kommunistar götufundi og sam- þyktu að hefja allsherjarverkfall á fimtudagsmorgun með stöðvun á gas og rafmagnsstöð. En Hjeðinn gerði atvinnubótamönnum orð að mætatil vinnu á fimtudag. Þá um kvöldiö bauð forsætis- og fjármálaráðherra bænum þaö fje, sem ávantaöi, til að halda at- vinnubótavinnunni í sama horfi og verið hefir til áramóta og tóku bæjarráðsmenn Sjálfstæðisflokks- ins því tilboði. Lögreglustjóri til- kynti á miðvikudagskvöld áð hann hefði nægiiegan mannafla til að standast árásir upphlaupsmanna. En sannað er að hann vildi enga Haust. Nú fölna bæði fjöll og grund, nú fýkur í hin opnu sund. Nú þagnar þrasta raust. Og nú er hnigið heimsins ljós, og horfin bæði lilja og rós. Og komið — komið haust. Nú flýr sá burt að forðast þröng, sem fegurst bæði kvaö og söng um sæla sumarstund. Og blöðin falla bleik af grein — nú byrja allra vetra mein. Nú hryggist — hryggist lund. Nú daprast hagur dalaranns, nú dimmir aö á vegum manns. Nú svíða gömul sár. Nu syrgja þeir og sakna mest, er sumariífið áttu best. Nú hrynja — hrynja tár. Nú dynur vetrar frost og fár, nú finnur hver að hann er smár og þránna þröngur skór. Nú felur hver sig forsjón hans, sem forlög setur smælingjans og einn — og einn er stór. Benedikt Gísleson. aöstoð hafa fyrir iniðvikudags- fundinn. Hann hefir í kaupdeilu þeirri, sem var tilefni upphlaups- ins altaf fylgt bolsum í bæjar- stjórninui. Reykvíkingar spyrja nú hvers- vegna hann var svo óviðbúinn, Hversvegna hann teymdi lögregl- una út í þyrpinguna undir högg vitstola æsingalýðs. Dýrtíöin í Reykjsvfk er í orðí kveðnu eitt mesta á- Hyggjuefni Framsóknarmanna. En þegar leita á ráða við dýrtiðinni vtröur lítið úr öllu skrafinu hjá Framsóknarmönnum. Flokkurinn hefir tvo fulltrúa í bæjarstjórn Reykjavík og er annar þeirra Hermann Jónsson lögregiustjóri. í kaupgjaldsmálunum hefir þessi Framsóknarfulltrúi dregið taum kommunista og upphlaupsmanna. Það er meira að segja sannað, að hann lagði mjög að Sjálfstæðis- mönnum á bæjarstjórnarfundinum að ganga tafarlaust að kröfum kommunista, því annars yrðu þeir drepnir. Framsókn tekst sennilega seint að lækna dýrtíðina í Reykja- vík með fulltrúum, sem beinlínis ganga erinda kommunista, þegar í hart slær. Kaupið og krónan. Bændum mun koma kynlega fyrir sjónir, að blóðsúthellingarnar í Reykjavík eigi að helgast af því að farið var fram á, að unnið væri í svartasta skammdeginu fyrir eina krónu um klukkustund. Atvinnuvegirnir eru að kyrkingu comnir. En samt er það bókstaf- ega dauðasök, ef minst er á kauplækkun um „dauðasta tím- ann". Það eru aðeins tvær leiðir til þess, að atvinnuvegirnir geti „náð andanum" eins er. Önnur er kauplækkun, hin er krónulækkun. Ef kaupgjaldinu er haldiö til langframa fram yfir getu atvinnuveganna, hlýtur af því að leiða gengisfall. Ef gengislækkun verður afleiðing ofbeldisverkanna ofan á alt annað, mun verka- mönnum skiljast, að forsjá mála þeirra er ekki í góðum höndum. Diiksverö. Jónas Jónsson segir f Tímanum að Jón Ólafsson fái 4000 dilks- verð fyrir starf sitt í Útvegsbank- anum. Hvað fær Jón Baldvinsson? Hvað fær Haraldur Guðmundsson mörg dilksverð fyrir aö stjórna útbúinu á Seyðisfirði? Hvað fær Jónas Þorbergsson mörg dilksverð fyrir stjórnina á Útvarpinu ? Hvað þarf mörg dilksverð til að greiða bílferðir Jónasar Þorbergssonar ? Hvað fær Guðbrandur Magnússon mörg dilksverð fyrir störf sín í áfengisverslun, Landsbanka og haftanefnd ? Hvað fær Tryggvi mörg dilksverð í Búnaðarbankan- um ? Hvað fær Jón Árnason mörg dilksverð í Sambandinu og bankaráði Landsbankans? Hvað hefir Jónas Jónsson sjálfur eytt mörgum dilksverðum í heimildar- leysi úr ríkissjóði ? Útvarpið og uppreisnin. Framkoma Útvarpsins út af at- burðum þeim sem geröust í Reykjavík á miðvikudagskvöldið sætir ámæli allra manna út um land. Þegar slík vitfirring hefir gripið múginn að lögreglan liggur í blóði sínu, er misþyrmt, verst út- varpiðallra frjetta. Útvarpsnotendur utan Rvíkur fá að vita, að lent hefir í bardaga milli upphlaups- manna og lögreglu, og að lög- reglan hafi beðiö lægri hlut. Slík- ur frjettaburður þýðir í raun og veru þaö aö höfuðstaðurinn sje í fullkomnu uppreisnarástandi og að lífi og limum hvers þess, sem þar hefst við, geti verið hætta búin. Á miðvikudagskvöldið gengu alls- konar kviksögur út um iand. Var jafnvel sagt að fleiri eða færri menn hefðu látið lífið í bardagan- um. Af frjíttum útvarpsins varð ekkert um það ráðiö hvað í þessu væri hæft. Þess var jafnvel getið til að útvarpið væri svona þögult, af því að það þyrði ekki annað fyrir upphlaupsmönnum. Því þarf akki að lýsa hvílíkum óhug sló i alla menn við þá fregn, að lög- reglan hefði verið ofurliði borin. En einkum kom þetta illa við þá sem eiga börn sín og ættmenni í Reykjavík. Jeg þekki foreldra sem ekki var svefnsamt á fimtudags- nóttina, vitandi af börnum sínum í bæ, sem helst leit út fyrir að væri algerlega l.ominn á vald namslausra byltingarmanna. f hádegisútvarpinu á fimtudag- inn var ekkert nánar af atburðum sagt. Þá vissu menn að samkomu- og komið

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.