Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 30.05.1928, Blaðsíða 1

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 30.05.1928, Blaðsíða 1
fikoútgáfa Algýðonlaðsins Gefln út af Alpýðnflokknum. II. árgangur. Reykjavík, 30. maí 1928. 22. tölublað. Takmörkun nemendafjöida í gagnfræðadeild Menfaskólans. Viðtal við rektor Þorleif H. Bjarnason. Sú fregn gengur um bæLnn, að kenslumálaráðuneytið hafi mælt svo fyrjr, að eigi mætti veita fleiri nemendum en 25 upptöku í fyrsta bekk Mentaskólans á þessu ári. Kom fregn þessi flestum mjög á óvart og hefir vakiÖ mikið um- iNl í bænum. Bjuggust fæstir við Því af núverandi kenslumáiaráð- herra, að hann gerðist til þess að ^ægja ungiingum frá mentun og skólavist Engin opinber tilkynning hefir verið birt um þetta efni; snéri Alþýðublaðið sér því til rektors Mentaskólans og bað hann að ®kýra frá því, hvað hæft væri í fregn þessari. Rektor kvaðst hafa fengið bréf frá kenslumálaráðuneytinu með þeim fyrirmælum, að fyrsti bekk- ur Mentaskólans skyldi að eins vera ein deild í stað tveggja, ssm eru, og eigi veita fleirum inn- í hana en svo, að hæfilegt v®ri i þessa einu deild, að dómi Bkól»læknis, eða um 25 nemend- Um. Skyldi þeim veitt upptaka i skólann, er hæsta fengju eink- «nn við prófið. Ástæðurnar, sem ráðuneytið færði fyrir þessari ráðstöfun, ^oru þessar: 1 fyrsta lagi, þrengsli * skólanum og óhodlusta, sem sfafar af þeim og fatageymsiu í skóIastofum, og í öðru lagi, að>, samkvæmt lögum frá síðasta Þingi yrði séð fyrir annari ung- Uiennafræðslu hér í Reykjavik. Nemendur í Mentaskólanum Voru i vetur milli 260 og 270. Állir bekkir gagnfræðadeildarinn- ®r> 3, voru tviskiftir og einnig a0ir, 3, bekkir máladeildarinnar, svo að skólinn var í raun réttri 1 15 deildum. Undan farið hafa þeir getað íengið upptöku í gagnfræðadeild- lna' sem náðu meðaleinkunn, yfir 3,75, og voru milli 12 og 15 ára sldurs. Upptökuskilyrði í lær- dómsdeildina var yfir 4,75 með- aleinkunn og lágmark aldurs 15 ar- Alltítf mun hafa verið að veita hnglingum upptöku í lærdóms- deild, þótt eigi væru þeir 15 ára, °g dæmi munu þess, aðbörninn- an 12 ára hafa verið tekin í gagnr fræðadeild. Það mun sú:t ofrnælt, að þessi ráðstöfun kenslumálaráðherrans hafi mælst illa fyrir hér, og er það mjög að vonum. Fiöidi manna hefir í vetur og vór kappkostað að búa börn sín undir upptöku í Mentaskólann og gert ráð fyrir, að sömu skilyrði yrðu nú sett fyrir upptöku í skiól- ann og verlð hafa að undanfömu. Nú frétta þeir á skotspónum rétt fyrir próf, að aðeins 25 fái upp- töku í skólann, af öllum þeim fjölda, líklega yfir 70, sem hugsað hafa til upptökuprófs. Pótt þau bömin séu valin úr, sem hæsta einkunn fá við prófið, er engin trygging fyrir þvi, að þau séu betur fallin til náms en hin, sem lægri fengu einkunmina. Margt getur valdið því. Börn efnamanna eiga oftast kost betri undirbúnings en börn fátæklinga, þótt námfýsi og gáfur sé engu meira. Börnin eru misjafnlega einurðargóð o. fl. o. fl. Enn er ekki séö, hrernig húsa- kynni Ungmennaskóians verða næsta vetur, og því ekkert hægt um það að fullyrða, hversu marg- ir nemendur geta komist í hann, hvort þeir, sem hverfa verða frá Mentaskólanum af þessum sökum, geta fengið þar kenslu, auk allra hinna, sem þangað fara, en ekki hefðu hugsað til náms í Menta- skólanum, en þeir verða auðvitað mjög margir. Hér hefir, eins og allir vita, verið ærið tilfinnanleg þörf fyrir unglingaskóla, þrátt fyrir allan nemendafjöldann í Mentaskó'lan-- um. Er því hætt við, að þetta geti orðið til þess að bægja ýmsum þeim frá námi, sem ella hefðu notað veturinn til þess, en slíkt væri afar illa farið. Hér gengur ærinn fjöldi ungmenna atvinnu- laus áð öllu eða nær öllu leyti vetur eftir vetur. Ríður mikið á, að þeim sé nú þegar gert auð- velt að nota þenna tíma til nyt- samlegs náms til undirbúnings undir lífið. Efnamönnunum gerir þetta ckki svo mikið til. Þeir geta keypt kenslu fyrir börn sín, fengið fyrir þau kennara eða sett þau í einka- skóla, sen» ekki er ólíklegt að verði settir á stofn. En þær leiðir eru ekki fátæklingunum færar. Ef börn þeirra ekki geta komist i skó’a r.kisins, þá er flestum þeirra ókleyft með öllu að útvega þeim sæmilega undirbúningsmentun undir lífið. En það tjón, sem þjóð- in í heild sinni bíður við það, verður aldrei tölum talið. Loks er þess að gæta, að slikar þvingunarráðstafanir, sem þessi, hjjóta jafnan að vekja andúð og óvild. Að ætla sér að takmarka tölu stúdenta er fásinna, sem ekki nær nokkurri átt, ef á annað borð sú fræðsla, sem stúdentum er veitt, er nokkurs virði, sem undir- búningur undir lífið. Jafnvel þótt ýmsir telji, að Mentaskólinn veiti eigi svo hagnýta undirbúnings- fræðslu, sem æskilegt væri, eru þessar ráðstafanir óafsakanlegar. Ýmsir tala um „stúdentafram- leiðsluna" og nemendafjöldann í Mentaskólanum sera hið mesta böL Petta lætur næsta hjákátlega í eyrum þeirra manna ,sem gera sér ljóst, að okkur hefir altaf vantað og vantar enn skóla, fleiri skóla, betri skóla. Manna, semvita og skilja, að mentun er mátturog nauðsynleg öllum, ekki embættis- mönnum og efnamönnum aðeins, heldur öllum almenningi. Pegar við höfum fengið nægi- lega marga góða alþýðu- og ungmenna-skóla, hvort sem þeir nú kallast gagnfræðaskólar eða eitthvað annað, sem veita al- menna undirstöðumentun, minkar aðsóknin að Mentaskólanum og þar með „stúdentaframleiðsian" af sjálfu sér. Hér þarf því að byggja hið allra fyrsta stóran nýtísku ung- mennaskóla í Reykjavík. Heifflíufrekja erlendra auð- manna. Þýzkur maður, dr. Paul, á og rekur allstóra síldarbræðslustöð á Siglufirði. Flutti hann inn í vor 8 verkamenn frá Noregi i algerðu heimildarleysi. Fyrir skömmu snéri hann sér til ríkisstjórnarinn- ar og sótti um innflutningsileyfl fyrir menn þessa. Ráðherrann mun hafa svarað um hæl og veitt leyfið umyrðalaust og án þess fyrst að afla sér upplýsinga hjá verklýðsfélaginu á Siglufirði um það, hvort ástæða væri tii að veita undanþáguna. Verkamenn á Siglufirði eru bæði undrandi og reiðir yfir þess- um gerðum ráðherrans. 1 fyrra hafði verksmiðja þessi að eins 4 erlenda verkamenn og varð eigi að sök, enda er fjöldi manns á Siglufirði vel kunnandi í öllu því, er lýtur að síldarbræðslu og meðferð véla, sem við hana eru notaðar. Sést glögglega, hversu ástæðu- laust er að veita þessa undan- þágu, þegar aðgætt er, hver störf þessum „kunnáttumönnum" eru ætluð. Þrír eru kaliaðir vélamenn, aðr- ir þrir verkstjórar, einn beykir, og loks er einn, sem ókunmigt er um að hafi nokkra sérstaka kunn- áttu til að bera, líklega einhvers konar skrifari. Tæplega mun því haldið fram í alvöru, að ekki sé hægt að fá sæmilega skrifara, beykira og verkstjóra hér á landi, heldur þurfi að fá þá aila frá út- löndum. Þó virðist þetta nú skoð- un ráðherrans, ef taka má mark á gerðum hans, l Rétt er að geta þess i [>essu sambandi, að dr. Paul sótti í vor um leyfi til að kaupa sild af 25 erlendum skipurn í sumar. Er það sama tala skipa og Magnús Guð- mundsson leyfði honum að kaupa af í fyrra. Stjórnin neitaði nú með öllu — eins og rétt var og sjálfsagt — að veita honum leyfi til að kaupa síld af nokkru erlendu skipi. Verður hatin því að gera sér að góðu að kaupa síidina af íslenzk-- um skipum. Æt'a sumir, að ráð- herra vilji blíðka skap verksmiðju- eigandans með þvi að vera nú þeim mun liðlegri. Nema stjórnin taki orð biblíunnar bókstaflega og láti ekki sína hægri hendi vita hvað sú vinstri gerir. Verksmiðjan Ægir í Krossanesi sótti um leyli til að flytja inn 40 verkamenn frá Noregi. Mun stjórnin hafa leitað álits verklýðs- félagsins á Akureyri um bedðni þessa, og það hafa talið, að á- stæðulaust væri að veita leyfi fyr- ir fleiri en 1 eða 2, en stjórnin veitti verksmiðjunni leyfi til að flytja inn 10 sams konar „kunn- áttumenn" og Dr. Paul fékk til Siglufjarðar. í fyrra unnu í Krossanesi 40 erlendir verkamenn og kunnáttu- menn. Er mælt, að forstjóri verk- smiðjunnar, Holdö, þykist þó van- haldinn og heimti innflutnings- leyfi fyrir enn fleiri útlenda verkamenn og hóti að öðrum kosti að fá norsku stjórnina til að skerast í Jeikinn. Stjórnin hér hefir þó farið sinu fram og ekki hirt um ofsa hans. Eitt síðasta ráðherraafrek Magn- úsar Guðmundssonar var það, að veita vinum sínum í Krossanesi leyfi til að kaupa síld af ótak- mörkuðum fjölda skipa næstu 2 ár. Var það mikill vinargreiði við

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.