Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 12.12.1928, Blaðsíða 1

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 12.12.1928, Blaðsíða 1
VikuAtgáfa Albvðublaosins Gefin út af Alpýðaflokknam. II. árgangur. Reykjavík, 12. dezember 1928. 50. tölublað. Okurleicja. Ohollar íbúðir. öllum huigsandi mönnum er húsnœöisástandíö hér í Reykjarík hið mesn áhyggjuefni. Húsaledg- an ein gleypir um þrí'ðjung af tekjum verkamanna, pegar særni- lega áraT, og fullan helming, þeg- nr illa árar. Haustið 1926 voru skrásettir at- vinnulausir menn hér i bænum, Kom pá í ljós, að fullur helm> ingur af tekjum peirra sjó- manna og verkamanna, sem létu skrásetja sig, hafði á pvi ári farið til pess að greiða húsaleiguna eina saman. Og hvernig er svo petta dýra húsnæði ? Þvi svara húsnæðisskýrslurnar. Þær sýna, að smáíhúðirnar — kjallara- og pak-herbergi — eru yfixleitt . dýrastar. Þær sýna, að fjöldi verkafólks verður að hafast við í rökum, dimmum, köldum þröngum og pægindalausum íbúð- Itm og greiða fyrir þær margfalda leigu á við það, sem efnamenn greiða fyrir hollar íbúðir með öllum ný ízku þægindum. Þrengsl- in eru oft svo afskapleg, að eitt og sama herbergið er notað til að isitja i við daglega vinnu og til að borða og sofa i, og stundum líka til að sjóða í matinn og þvo í þvott. Börnin geta vegna þtengsi- Bnna hvorki lært eða leikið sér á heimilunum. Gatan verður þeim oftast griðastaðurinn, sá staður, sem þau leika sér á og nema — oft margt misjafnt. HeiisuspiHandi segir i lýsíngum xnargra íbúðanna. Áreiðanlega er það ekki ofmælt, Enginn veit hve mörg mannslíf óhollar vist- arverur hér hafa gereyðilagt, hve tnörgum þær hafa bakað ævar- andi heiisutjón, hve marga þær þafa iagt í gptöf fyrir aldur fram. Við svo búið má ekki standa. Húsaleiguokrið knýr fjölda fólks til að leita fájtækraframfæris, neyðir verkalýðinn yfirleitt tál að neita sér um brýnustu nauð- synjar, og öboliar íbúðir eyði- leggja heilsu bama og fullorðinna, — enginn getur giskað á, hve margra. Hvað á að gera? Þvi er fljótsvarað, Húsaleigu- olkrið á að takmarka með löggjðf, og út húsnæðisleyainu á að bæta taeð því að byggja ný hús, góð og varanleg hús — enga íhalds- toPöla“. Sambygglngar. Héðinn Vaidimarsson ffutti í bæjarstjörn í fyrrahaust tillögur þess efnis, að bærinn gengist fyrir byggingu 100 íbúða i sambyggð- um húsum. Skyldi hver íbúð vera 2 herbergi og eldhús auk geymslu og þvottahúss í kjallaxa. Var á- ætlað, að hver ibúð myndi kosta iun 6500 krónur, eða íbúðimar allar 100 um 650 þús. krönur. Löðimar var ætlast til að bærinn leigði með venjulegum kjörum. — Bæjarstjómarmeirihluíinn sett- ist á þetta mál þá. Á þingi í fyrra flutti svo H. V. frv. til laga um verkamannabústaði, þar seim lag1 var til, að ríkissjóður veitti nokkkum styrk til að koma upp slíkum húsium. Málið fékst ekki afgreitt á síðlasta þingi, en verður tekið upp aftur á þingiinu í vefcur. Ef rikissjóður leggði fram l0°/a af byggingarkostnaði sem styrk og kaupendur íbúðanna önnur lOo/o, eða 650 krönur hver, um leið og þeir semdu u<m kaupin, þyrfti bærinn ekki að útvega nema liðlega hálfa milljón af byggingarkostnaði þessara 100 í- búða. Hver kaupandi myndi þá skulda lum 5200 krónur út á sina íbúð. Fyrir þessum upphæðum tæki bærinn skuldabréf kaupenda tryggð með 1. veðrétti i íbúðun- um. Skuldabréfin ættu að vera til langs ííma, helzt 40 ára, og ▼axtakjör svo væg, sem bærinn frekast gæti veitt. Sé gert ráð fyrfr að kaupendur grelddu bréíin upp á 40 árurn með 7«/o á ári í vexti og afborganir, yrði sú upp- hæð, sem þeir áriega þyrftu að greiða, 7 °/o af 5200 kr., eða 364 krönur á ári. Þó að vel sé í lagt fyrir viðhaldi, sköttum, lóðaieigu og vöxtum af 650 króna fram- laginu, þá yrðu þau útgjöld tæp- lega yfir 75—85 krónur árlega af hverri íbúð, eða vextir, afborganir, skattar og allur kostnaður við fbúðina samtals um 450 krönur á ári. En meðalhúsaleiga fyrir svipaðar ibúðir er nú að minsta kosti 75 kr. á mánuði, eða 900 krónur á ári. Er það tvöfalt meira en mann þyrftu að greiða árlega til þess að eignast íbúðina á 40 árum, ef þau greiðslukjör fengist, sem að ofan er gert ráð fyrir. fbúðir þessar ætti að selja verkamönnum eingöngu, ættu þeir að ganga fyrir, sem ekki hafa fasta vinnu, en einkum stunda hlaupavinmi t d. við höfnina. Þyrftu því húsin að vera sem næst miðbænum. Þeir verkamenn, sem hafa fasta vinnu, sem þeir geta gengið að á ákveðnum tíma á hverjuan degi, og sjömenn, sem að eins eru á heimilum síruum milli sjóferða, hafa ekki eins mikla þörf fyrir að búa nálægt vinnustöðuunum eða miðbiki bæjarins. Fyrir þá skiftir það litlu máli, hvort þeir eru 10 mín. lengur eða skernur að komast niður á hafnarbakk- ann. Frh. Magnðs Kristjánsson fjármálaráðherra. Hann andaðist á laugardags- moTguninn kl. 7 r/i. Efíirfarandi símskeytí barst for- sætisráðherra frá sendiherra ís- lands í Kaupmannahöfn. Skeyt- ið er dagsett á laugardaginn kl 12 og 19 mín. „Eins og áður er simað tökst Bjálfur skurðurinn á fjármálaráð- herra ágætlega. Eftir skurðinn kvartaði hnan þö ávalt undan þrautum, en Lendorf prófessor sagði, að ekkert væxi óeðlilegt- Aðfaranótt föstudags fór hiti'nn að aukast, jókst áfram á föstu- dag, Hjartað ekki nögu sterkt til þess að þola hitann, og var það dauðaorsökini Sjálft andlátið mjög hægt og þjáningar litlar eða engar siðustu stundimar. Hann vildi ekki að neinn, nema hjúkrunarfólk, kæmi inn til sín eftir skurðinn. Var fyrir skuirð- inn mjög ákveðinn að láta gera hann sem einu úrlausn vaxandi þjámnga, Hann ákvað, ef svona færi, að láta brenna sig, sem verð- ur gert hér í næstu viku. Síma daginn síðar. Samhryggist innilega yður og öðrum hlutaðeigendum út af tjöni þjóðarinnar og missi þessa ó- venjulega ágæta mannis.‘‘ Samúðarskeyti hafa forsætis- ráðherra borist frá konungi ís- lands og forsætisráðherra Dan- merkur. FB. Magnús Kristjánsson var hátt á sjötugsaldri. Hann var fæddur og uppalinn á Akureyri og Btarfaði þar lengst af æfi sinnar. Hann lærði beykisiðn í Danmörku. Hann stundaði verzlun og útgerð á Akureyri i félagi við bröður sinm Magnús heitinn vann. mjög mik- ið að opinberum málum. Var hann lengi i hæjarstjöm Akur- eyrar og tök þátt í flestöllum framfaramálum kauipstaðarins meðan hann starfaði þar. Eins og kunnugt er var hann fiorstjóri Landsverzlunarinnar, fyrst einn af þremur, ea síðan einn frá árebyrj- un 1918. Þingmaður var hann lengi fyrir Akureyri og síðan landskjörinn. Bæjarstjórnarkosningin i Osló. Jafnaðarmenn vinna á. Khöfn, FB., 6. dez. Frá Osló er símað: Bæjar- stjörnarkosnlngar í Noregl eru ný- afstaðnar, í Oslo fékk verica’ýðs- flokkuíinn fjörutíu og tvö sæti, hefir unnið þar tvö sæti, hægri flokkur og frjálslyndir vinstri- menn fengu fjörutíu sæti, töpuðu einu, vinstriflokkur fékk tvö, kom- múnistar ekkert, töpuðu einu. Fylgi verkalýðsflokksins hefir aukjst í mörgum bæjum, einkum í Norður-Noregi, en fylgi hægri- manna hefir aukist í sumum bæj- um í suðurhluta Noregs. Sam- kvæmt blaðinu Socialdemokraten vann verkalýðsflokkurirn næstum 60 viðbótarsæti í öllu landinu, þar af tuttugu og fimm frá komir munlstum, Samkvæmt íhaldsblöð- um halda borgaraflokkar meiri- hlu anum í næstum öllum bæjum. [Samkvæmt síðustu blaðafregn- um frá Noregi virðist skeyíi þetta vera rangt viðvíkjandi því, sem það segir um framgang hægri- manna í Noregi, og að borgara- flokkarnir hafi meirihluta í ,,næst- um öllum bæjum ‘. Síðusíu norsk blöð segja, að Alþýðuflokkurinn hafi unníð meiriihluta í 57 bæj- um. Eftir skeyti því, sem hér birt- ist, eru flokkar jfnaðarmanna og íhaldsmenn jafnir að styrk í bæj- arstjórn Oslóar.] Skáksnillingurinn CapablancB var fyrir skömmu á ferð í Kaup- mannahöfn. Tefldi hann þá við suma beztu taflmenn Dana og vann hann flesta þeirra. Á mynd- inni hér að ofan sést skákmeist- arinn við taflborðin.

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.