Alþýðumaðurinn - 13.01.1931, Blaðsíða 1
I. árg.
Akureyri, Þriðjudaginn 13 Janúar 1931.
2. tbl.
Frain á veg.
Á öðrum stað hér í blaðinu er
stuttlega drepið, á það, að s. I. ár
hafi verkalýður þessa bæjar unnið
nokkuð á í baráttunni. Par er og
líka á það bent hve nauðsynlegt sé
að halda í horfinu, og meira en
það, ef sigurinn á að verða alþýð-
unnar í framtíðinni..
Að ástæðulausu er það ekki, að
ýmsir líta svo á að aðstaða verk-
lýðssamtakanna, bæði hér á staðn-
um og víðar í landinu, sé lakari nú
en verið hefir, vegna þess að komm-
únistar hafa klofið sig út úr Al-
þýðuflokknum, sem stjórnrriálaflokk-
ur, og láta allófriðlega nú um stund-
»Alþýðurhaðurinn« óttast þetta
ekki eins mikið og ýmsir aðrir. í
tilliti til stéttabarátfunnar býst hann
við, að þetta hafi ekki svo mikið
að segja. Pví verður ekki, að ó-
reyndu, trúað um þá menn komm-
únistaflokksins, sem nokkur veigur
er í, að þeir skorist úr leik, eða að
starfsaðferðir þeirra dragi svo úr
samtakamætti verkalýðsins, að hann
standi hallur fyrir þeirri árás, er á
hann verður gerð á næstunni. Peir
munu og fljótt reka sig á það, að
peir geta ekkert framkvæmt til gagiis
nema eftir sömu leiðum og Alþýðu-
flokksmenn fara. Óhætt ætti því
að vera að reikna með sameinuðum
kröftum verklýðssamtakanna en ekki
sundruðum.
Einn af Iærifeðrum jafnaðarmanna
hefir sagt, að styrkur hins vinnandi
lýðs sé í mergðinni. En því aðeins
kemur þessi styrkur að gagni, að
éinstaklingarnir, sem mergðina
mynda, séu samhentir, þrautseigir
•og fastir fyrir. Afl samtakanna er
altaf og alstaðar í gildi, og því
NÍJA BíÓ
Miðvikudagskvöld kl. 8l/íf
pprás
Heimsfrægur kvikmyndasjónleikur í 10 þáttum.
Aðalhlutverkin leika:
JANET GAYNOR - GEORGE O' BRIAN
Kvikmynd þessi er gerð eftir hinni ágætu sögu Herm.
" Sudermanns »Ferðih til Tílsit*.
Mynd þessi er afarathyglisverð. Hún er um manninn og konuna,
einn örlagaríkasti þátturinn úr samlífi þeirra. Pess vegna ætti
fólk að nota þetta síðasta tækifæri til að sjá þessa ágætu mynd.
meira. virði fyrir hinn vinnandi lýð,
þar sem hann hefir ekki öðru afli
á að skipa. Félagslegur þroski og
skilningur á stöðu verkalýðsins í
þjóðfélaginu. eru hyrningarsteinar
undir öllum framtíðarstörfum hans.
Félagslegt starf og uppeldi einstakl-
inganna í alþýðuhreyfingunni er
mjög mikilvægt atriði í samstarfinu-
Pað er því hin mesta villa að áiíta
að félagsskapurinn sé trygður með
því einu að gerast félagi í verklýðs-
félagi, greiða sín gjöld og brjóta
ekki skuldbindingar við félagsskap-
inn. Pó þetta alt sé sjálfsagt, þarf
langt um meira til, ef sá draumur
verkalýðsins á að rætast, að harin
verði erfingi að landi og auði.
Að ná yfirráðum, máske fyrir til-
viljun eina, á garðinum, er ekki nóg.
Garðinn verður að sitja svo að
frægt verði, og hagsæld ríki í þjóð-
arbúinu. Fundir verklýðsfélaganna
fjalla ekki altaf um stórmál. Þó
hafa þeir altaf einhverja fræðslu að
bjóða. Stærra útsýni yfir vettvang
þjóðmálanna; meiri samúð og sam-
hygð eftir en áður; dýpri skilning
á högum pg hlutverki verka-
lýðsins; sterkari trú á mætti hans
og viðgangi og einlægari vilja til
starfs og strfðs. Lífsskilyrði hvers
félagsskapar er því — góð fundar-
sókn, þar sem allir leggja fram sitt
besta og ráða sameiginlega ráðum
sínum.
Munið það, félagar!
Hvað er framundan ?
Mvað er að starfa ? •
Hörð launadeila bíður verkalýðs-
ins á næsta nesi. Hamslaus kosn-
ingabarátta samhliða og á eftir.
Slitalaus qrusta á atvinnumála- og
þjóðmálasviðinu-
Ekki þarf að óttast að skortur
á verkefnum dragi dáð úr fólki, eða