Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 13.01.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 13.01.1931, Blaðsíða 2
2 alÞýðtjmaðurinn að ekki verði ýtt við verkalýðnum á næstunni. í blaðinu á Laugardaginn var getið um það, að í aðsigi væri stofnun allsherjar atvinnurekendafé- lags. Því er ætlað að hefja alhliða- sókn á verklýðssamtökin. í þeirri sókn verðurbeitt verkbönnum og úti- lokun fulltrúa verkalýðsins frá at- vinnu, hvar sem hægt verður að koma því við. Hinsvegar hefir Alþýðuflokkur- inn sett sér verkamálaráð, til að stjórna vörn verkalýðsins. Er ávarp frá því birt hér í blaðinu í dag. íhaldið hefir svarið við skegg sér að ná yfirráðum á þjóðmála- sviðinu við næstu kosningar. Það hefir yfir miklum og illvígum blaða- kosti að ráða og nægu fé til að ausa-í kosningarnar. Þetta er eng- inn spádómur, heldur vissa. Um miðjan næsta mánuð ætlar þessi flokkur að halda »Iandsþing« í Rvík. Svo skellnr demban á. Gætnari mönnum alþýðuhreifingarinnar hér hefir undanfarið fundist »Verka- maðurinn* helst til gleyminn á íhald- ið. »Alþýðumaðurinn« mun meira snúa sér að því. Telur þess meiri þörf en að skattyrðast um innan- flokkskrit og smámuni. Mun blaðið svipast um á nánasta bardagasviðinu, eftir því sem tími og efni vinst til- Aðalfundur Verkamannafélags Akureyrar var haldinn á Sunnudaginn var. Var hann fjölsóttur — mættir um 230 félagsmenn. Var það þegar ljóst, nokkru fyrir fundinn, að á honum myndi háð skörp snerra um það, hvort kommistaflokksdeildin hér ætti að hafa yfirráðin í félaginu eða Alþýðuflokksmenn. 25 manns gengu inn á fundinum, og telur félagið nú 315 manns. Nokkrar breytingar og lagfær- ingar voru gerðar á lögum félags- ins og reglugerð sjúkrasjóðs. Var styrkur úr sjúkrasjóði hækkaður að mun. Allar eignir félagsins töldust að vera um 11 þús. kr., þar af sjúkra- sjóður tæp 10 þús. kr. Samþykt var að félagið lánaði alt að 2/;i af sjúkrasjóðnum til Verklýðshússrns. Sjóðseignir félagsins höfðu aukist um 900 krónur á árinu- Styrkur úr sjúkrasjóði hafði verið með lang- minsta móti. Fáir sptt um styrk, og aðeins um smáupphæðir. Síðastl. ár hefir verið félaginu, og um leið verkalýðnum á Akureyri, hagstætt og gott á ýmsan hátt. Kauphækkun allsæmileg fékst á ár- inu, og félagið, ásamt öðrum verk- lýðsfélögum á staðnum, eignaðist hús yfir sig. Kosningar í félaginu féllu þannig : Formaður Erlingur Friðjónsson með 142 atkvæðum. Karl Magnússon fékk 87 atkv. Ritari Gestur Bjarnason með 126 atkvæðum. Björn Grímsson fékk 100 atkv. og nokkur atkv. féllu á aðra. Gjaldkerl Þorst. Þorsteinsson kos- inn í einu hljóði. í varastjórn voru kosnir: Stefán Árnason varaformaður. Halldór Guðmundsson vararitari. Ólafur Magnússon varagjaldkeri. Endurskoðendur félagsreikning- anna voru kosnir: Jón Kristjánsson og Sig. H. Austmar. Til vara: Björn Grím'sson. I dómnefnd vorukosnir: Steinþór Guðmundsson Einar Olgeirsson Erlingur Friðjónsson Halldór Friðjónsson og Björn Grímsson með hlutkesti milli hans og Jóns Kristjánssonar. Þess var getið í upphafi þessa máls, að aðalfundurinn hefði verið vel sóttur. Er það vel farið, því kosningar í trúnaðarsæti félagsins eru mikilvægt atriði. En það skulu félagsmenn leggja sér á minni, að það er ekki nóg að sækja aðalfund vel- Fram undan er bæði starf og stríð. Félagið þarf að halda marga fjölmenna og góða fundi í vetur Og félagsmenn verða að Ieggjast, allir á eitt, með að safna öllum verkamönnum, sem enn standa utan við félagið, inn í það. Það er lífsspursmál, ef sigur á að fást í baráttunni, sem fram undan er, að allir verkamenn bæjarins séu í fé- Iagssamtökunum. Það er hverjum verkam.anni — sem einstaklingi — best- Það er stórt hagsmuna- og tryggingaratriði fyrir verkamennina, er styrkveiting úr sjúkrasjóði félags- ins er orðin eins há og nú er búið að ákveða. Félagið heldur 25 ára afmæli sitt á næstunni. Félagar! Gefið félag- inu okkar þá afmælisgjöf, sem heilladrýgst er og verður fyrir verka- lýð þessa bæjar: Alla verkamenn bœjarins inn C Verkamannafélag Akureyrar! * Skæðadrífa. Klofningurinn. Kommúnislablöðin tala um það af miklum hita, að Alþýðúflokkurinn, »kratarnir sem stjórna honum*, hafi klofið sig »út úr« alþýðusamtökunum. Lítur helst út fyrir, að þeir kommún- istarnir álíti sig »alþýðusamtökin«, og Alþýðuflokkinn eitthvert smábrot af þeim. Þetta er álíka viðeigandi orða- lag og ef sagt væri um það, ef mað- ur misti litlafingurinn af hendi sér,. að litlifingurinn hefði mist hendina. E O. og stéttabaráttan. E. O. segir í Verkam. á Laugar- daginn, að Alþýðuflokksmenn smali íhaldsmönnum og framsóknar-, til að hindra yfirráð kommúnista í Verka- mannafélaginu. Áður hrópaði E. O. á »óháð samband verkalýðsins«, til þess að íhalds- og framsóknarmenn gætu verið innan alþýðusamtakanná. Nú^talar hann um þessa menn, í Verkamannafélagi Akureyrar,. eins og þeir séu einhver úrþvætti, sem van- virða sé að hafa með. í »óháða sambandinu* ætlaði Einar og sam- herjar hans að vera foringjar og starfa fyrir og með íhalds- og framsókriar- mönnum. Máske eru þeir allt aðrir menn, og verri, er þeir fylgja Erlingi Friðjónssyni að málum? Annars veit E. O. það vel, að liðsmenn hans

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.