Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 13.01.1931, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 13.01.1931, Blaðsíða 4
4 alÞýðumaðúrinn Ávarp um kaupgjaldsmál til verklýðs- félaganna. Enn eru ýms verklýðsfélög í land- inu, sem eiga eftir að koma kanp- gjaldstaxta sínum í samræmi við taxta annara félaga, sem hækkað hafa hann á þessu ári. Það má búast við kaupdeiinm núna upp úr nýári á ýmsum stöðum á landinu, þar -sem kaupið er hlutfallslega lægra en ann- arsstaðar. F>ar eð hinsvegar hefir heyrst ympr- að á kauplækkun !:ér og bar og íhald- ið og málgögn þtss hafa viljað gera mikið úr hinni lítilfjörlegu verðlækk- un, sem orðið hefir á ýmsum erlend- um varningi, finnur verkamálaráð Al- þýðusambands hlands ástæðu til þess að ber.da á, að verkaíýðurinn megi hvergi í landinu ganga að kauplækk- un, því með því væri raunverulega ráðist a'tan að þeim verklýðsfélögum, sem ti! stendur að komi fram hjá sér kauphækkun á næsíunni, auk þess sem það gæti haft ill áhrif á hina al- mennu framsókn verkalýðsins á Is- 1andi. Hvað áminnstri verðlækkun viðvík- ur, þá er hún svo óveruleg, að hún vegur á engan hátt upp atvinnuleysi það, er verið hefir á þessti hausti — enda væru verðlækkanir ekki til neins gagns fyrir verkalýðinn, ef hann astti að taka tillit til þeirra við kaup- kröfur sínar. Einnig héfir verið skírskotað til verðfalls þess, sem orðið hefir á ís- lenzkum afurðum, en þar eð atvinnu- rekendur bjóða aldrei kauphækkun þótt afurðirnar hækki, er ekki hægt að krefjast kauplækkunar af verka- lýðnum, þó afurðirnur falli í verði. Ekkcrt félag, sem er í Alþýðusam- bandi íslands, má því semja um neinskonar lækkun eða ívilnun gagn- vart atvinnurekendum, umfram það sem nú er, án þess að hafa látið Verkamálaráöið vita f tíma um alla málavöxtu. Er mælst til þess, að Peningabudda fundin. Bernharð Guð/ónsson, Gránufél.götu 16. TIL S0LU. Mótorbáturinn »Njörður« E. A. 445, byggður úr eik, með 25 Hk. nj^rri Tuxham-vél, er til sölu með tækifærisverði. — Greiðsluskilmálar mjög aðgengilegir. Akureyri, 5. Jan. 1931. Pórsteinn Sigvaldason. Vetrarírakkar mikið úrval, fást í Kaupfélagi Verkamanna. w /44 W AÐV0RUN Allir þeir, sem eiga mér ógreiddar uppboðsskuldir, frá upp- boðinu í verzl. París Akureyri s. I. ár, og öðrum • uppboð- um, áminnast að greiða þær nú þegar, að öðrum kosti verða þær næstu daga innheimtar með aðstoð laganna. Til hægðarauka má greiða skuldirnar í versl. París Ákureyri. Akurevri 8. Jan. 1931. Gunnar Jónsson, lögregluþjónn. þau verklýðsfélög, sem ennþá eru ekki gengin í sambandið, hagi sér að þessu leyti eins og þau væru sambandsfélög, og jafnframt er skorað á þau að Ieita nú þegar upptöku í Alþýðusambandið, svo þau geti notið allra hlunninda samtakanna. Reykjavík 7. Des. 1930. Verkamálaráð Alþýðusambands íslands. Héðinn Valdimarsson. Jón Axel Pétursson. Jóhanna Egilsdóttir. Ólafur Friðriksson. I. O. G. T. St. Ísafold-Fjaldkonan nr. 1. Fundur á Föstudagskvöldið kemur kl. 8,30 í »Skjaldborg«. 10. Janúar- nefndin skýrir frá störfum. St. Brynja nr. 99. Fundur annað kvöld á venjulegum stað og tíma. ITottlÍlirflir blágrár, með hvíta ÍYCliniiyUl , bringu og kvið, er í óskilum hjá Jóni Balbvinssyni, Klappastíg 1. Eigandi sæki hann strax.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.